Morgunblaðið - 19.07.1962, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.1962, Síða 18
18 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 19. júlí. lék eins og A-liöi ber og vann 2-0 Þrír „óþekktir" unnu sig upp í fremstu raðir ÞAÐ hét svo að A- og B-landslið héldu upp á afmæli KSÍ á Laug- ardalsvellinum í gær. En vegna forfalla urðu liðin talsvert breytt frá því sem upphaflega var á- kveðið. Akureyringarnir komu ekki í bæinn og setti bað veru- legan svip tætings og upplausnar á A-liðið. Eirmig mretti Garðar ekki og hafði bað eitt veruleg áhrif. En burtséð frá þessu þá „átti“ B-liðið leikinn og bað svo algerlega að 2—0 sigur B-liðsins er varla nægur til að lýsa yfir- burðunum. Enda skall hurð oft nærri hælum við mark A-liðsins og hrein heppni að mörkin þar urðu ekki fleiri. JÁKVÆTT Þessi leikur varð veru- lega jikvæður að því leyti, að j ungir menn fengu tækifæri til { að reyna sig og sýra getu ; sína, sem ekki hafa áður feng ið tækifæri til þess og voru ■ ekki valdir til þess. Geir Krist I; jánsson í marki B-liðsins sýndi verulega góð tilþrif og • sýndi sig fyllilega eins hæfan, ef ekki betur, en beir sem rifizt er um, til að skipa lands lið. Bogi Sigurðsson miðvörð- ur liðsins sýndi ákveðinn leik og góðan og er vissulega treystandi fyrir stórum verk- efnum. Hvorugur þessara hefði fengið að láta ljós sitt ; Skína ef „landsliðsnefndin" hefði fengið að ráða. En þess- um tveim má hiklaust bæta í „landsliðsmannahopinn“ _ og *; prýða þeir hann. Sá hirm þriðji er Þorsteinn bakvörður ; Friðþjófsson. Hann sýndi t mjög ákveðinn leik og yfir- vegaðan og tilheyrir nu einn- Ig „landsliðshópnum“. Það eina sem skyggir á það próf sem þessir merm fengu, var hve A-liðið var bitlaust. ★ LEmUBINN B?liðið tók leikinn strax í sínar hendur og með dálítilli heppni Ikþm forskotið þegar á annari mínútu. Leikið var upp v. kant, en þar stöðvaði A-vörnin upp- hlaupið en Þorsteinn bakvörður kóm aðvífandi og gaf vel fyrir rryarkið. Grétar miðh. B.-liðs átti sköt sem Helgi varði en hélt ekki og Högni Gunnlaugsson kþmst í dauðafæri og sendi yfir Hjelga sem sat eftir fyrra skotið. (B-liðið lauk fyrri hálfleik með þýí að bæta öðru mariki við á næst síðustu mínútu. Upphlaupið v&r failegt, byrjaði á vallarmiðju Ellert Sohrám hóf það, sendi út á éy. kant til Þórðar Jónsonar, hárm gaf vel fyrir og Ellert kemst í íæri. Helgi ver en heldur ekiki 0|f Iiggur eftir á jörðinni. Grét- ar kemur aðvífandi og sendir ltólega í markið af þröngu færi. aíilli þessara marka átti B-lið iðj ,á köflum góðan leik stundum n#ð laglegum skiptingum sem gérðu A-liðs mennina að hálf- gérðum „statistum" á vellinum. Faári átti B-liðið mörg og var á ,'stundum hrein heppni að ekki fór ver fyrir A-liðinu. Mark B- liéisms komst aldrei í hættu í fwri hálfleik. tfeíðari hálfleikur var mun jafn arj. Innherjar A-liðsins (Guðm. : k. og Bergsteinn Magnússon) | ru nú virkari, en höfðu vart sézt í fyrri hálfleik. Skiptust , liðin á upphlaupum sem ekki sköpuðu verulega hættu og eng in mörk . Eftir rúman stundar- fjórðung náði A-liðið sinni mestu pressu á B-markið. Bergsteinn komst einn innfyrir, en Geir bjargaði með úthlaupi á réttu augnabliki. Guðmundur Óskars son komst upp úr því í skotfæri en Þorsteinn bjargaði á línunni og Rikharður fékk knöttinn og sendi að marki en Geir var vel á verði. Hættuleg færi urðu ekki fleiri en B-liðið hefði allan tímann heldur betur, sýndi betri leik með skiptingum og dreifaðara spili. ★ i.ihin Leikur A-liðsins var að veru legu leyti í molum. Það er ekki næg afsökum að liðið vanti brjá Akureyringa og Garðar. Vörn- in var of fljótt í vandræðum, framverðirnir náðu aldrei tök- um á uppbyggingu og framlínan var sundurlaus og stundum 'herfilega klaiufaleg. Helgi hefur líka varið betur einkum er hann seinn að komast í stöðu eftir hálfvarin skot. Af því varð hann nú að horfa á mótherj- ana skora 2 mörk. Heildarsvipur B-liðsins var langt framar vonum og á köfl- um náði liðið góðum leik. Aft- asta vörnin var aldrei í vand- ræðum. Geir fékk ekki hættu- mikil skot, en hann fékk tæki- færi til að sýna góðar stað- setningar og umfram allt út- hlaup, sem björguðu mörkum — og kannski sigrinum í þetta sinn. Aðrir markmenn okkar geta ekki sýnt úthlaup sem Geir gerir nú. Þorsteinn sýndi góðan leik sem fyrr segir og Hreiðar var vel með og er aft- ur að ná sínu bezta. Bogi brást aldrei í stöðu miðvarðar. Hlið- arframverðirnir, Ormar og Ragn ar, unnu vel saman og voru máttarstólpar hjá liðinu og framlínan sýndi á köflum vel skipulagðan leik. Ellert var driffjöður þar í og var bezti maður framlínunnar. Grétar skipti vel við útherjana og það ruglaði vöm A-liðsins, en hann gætti sín illa á rangstæðum og vantaði hörku í einleik sinn, Þórður og Ingvar voru traustir á köntunum, en hvorugur leik- ur þó nógu utarlega. Það er einhver „miðju-tilhneiging“ í þeim báðum. A. St. „Klippa sig“ inn á völlinn VH) bregðum hér út af van- anum og sýnum ekki stjörn- urnar á myndum núna, heldur áhorfendur. Og við völdum ekki þá góffu dyggu, sem styrkja íþróttastarfiff með „löglegum“ heimsóknum á vellina. Nei, hér eru þeir sem heldur vilja vaða moldar- börðin utan við völlinn, húka fyrir utan og glápa gegnum vírnet til að spara sér 10—20 kr. Slíkt er kannski afsakan- legt ef menn eru alveg aura- lausir, en að gera sér það að reglu er heldur leíður ávani. Sveinn Þormóffsson tók þess armyndir á Laugardalsvellin- um. Sú minni sýnir strákana troða sér gegrnim göt. Og þess eru dæmi að þeir hafi komið með vírklippur með sér til að „klippa sig inn á völlinn“. Þeir virðast heldur vilja leggja aurana í kiippur til að eyðileggja en að leggja sama pening í aðgöngumiða. Hin myndin þarfnast ckki frekari skýringa. Nú hefur vallarstjórnin lát- ið girða með mikiu sterkari girðingu, uýrri tækni sem og er til fegurðarauka. En aldrei verður þetta gott fyrr en völl- urinn er fullbyggður og 3—6 m veggir umlykja hann 27 danskir knatíspyrnu- drengir heimsækia Þrótt r Knattspymufétagið Þróttur fór í ferðalag til Danmerkur í fyrrasumar, með 3. fl. sinn und ir fararstj. þeirra bræðra Magnús ar og Gunnars Péturssona. Flokk- urinn keppti alls 10 leiki í knatt spyrnu í Danmörku og 3 í hand bolta. Meðal þeirra staða sem leikið var í var Holbæk, enda stóðu knattspyrnumenn þar fyr- ir móttökunum á Þróttarliðinu. Til endurgjalds þessari heimsókn koma tveir flokkar frá Holbæk hingað nú, þ.e. II. og III. fl. alls 27 menn það á meðtaldir tveir fararstjórar, * boði Þróttar. Flokkarnir koma með Dr. Alex- andrine og ganga fyrst á land í Vestmannaeyjum, þar sem þeir munu leika fjóra leiki, á fimmtu daginn kemur og laugardaginn. Að því búnu koma þeir svo hing að til Reykjav. á sunnudaginn kemur og dvelja hér allt til 4. ágúst n.k. en fara þá með m/s Hcklu heimleiðis. Hér leika gest irnir alls sex leiki að minnsta kosti, auk þcss, sem þeir leika tvo leiki i Keflavík. Leikirnir i Reykjavík fara fram dagana 23., 25. og 27. júli. Tveir leikir hverju sinni. Þróttur hefur vandað mjög til móttöku fiokkanna, en í undir- búningsnefnd eru þessir: Harald ur Snorrason form. Þrófctar, Gunnar og Magnús Péturssynir Börge Jónsson og er hann form. móttökunefndar og Vilberg Jóns son. Væntir Þróttur þess að heim- sókn þessi og móttökur allar, styrki enn og efli hin ágætu og ánægjulegu samskifti sem félag ið hefir hingað til dönsk knatt- spyrnufélög og forystumenn þeirra. Holbæk liðin sem hingað koma eru mjög sterk og hafa auk þess styrkt sig með lánsmönnum til fararinnar. Fararstjórar eru þeir: Jörgen ánægjuleg samskipti sem félag kunnir menn í knattspyrnuhreyf ingunni í Danmörku. Jörgen Knudsen hefir leikið marga úr- valsleiki með SBU, m.a. gegn Fram (Rvk) árið 1958. Námskeið í frjálsum íþróttum í DAG kl. 5,30—7,15 hefst nám- skeið í frjálsum íþróttum á í- þróttaleikvangi Ármanns vi3 Sigtún. Kennd verða undirstöðuatriðl i frjálsum íþróttum fyrir byrj- endur og þjálfun fyrir þá, sem lengra eru komnir. Haldnir verða fræðslufundir, sýndar kvikmyndir og einnig verður farið í skemmtiferð. Námskeiðinu mun svo ljúka með íþróttamóti. Keppt verður í öllum þeim aldursflokkum, sem þátt taka í námsskeiðinu. Stjórnendur verða þjálfari fé- lagsins og honum til aðstoðar beztu frjálsíþróttamenn Ár- manns. Öllum er heimil þátttaka, stúlkum og piltum. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 33843 á fimmtu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.