Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 10. ágúst 1962.
I. Kastað akkerum við
Kronstadt.
Lagarfoss kastaði akker-
um út af Kronstadt-eyju síðla
kvölds 9. júlí sl. Skipið hafði
lagt upp frá Vestmannaeyj-
um 23. júní, siglt þaðan til
Hamborgar, Hálsingborgar,
Rostock og Kotka, en þaðan
hafði verið lagt af stað um
nónbil þennan sama dag, því
um sðx stunda sigling er milli
lóðsa frá Kotka til Leningrad.
Fréttir bárust til skipsins,
að ekkert bryggjupláss væri
eins og á stæði í Leningrad,
svo bíða varð þrjá sólarhringa
fyrir utan þá merku flotahöfn,
Kronstadt. Loks kom hafnsögu
maður urn borð og lagðist skip
ið að bryggju föstudaginn 13.
júlí. Skömmu síðar komu
valdsmenn um borð, tveir iiðs
foringjar og læknir. Skoðuðu
þeir vegabréf mjög vandlega
og fóru með þau í land, en
komu með þau síðar um dag-
inn ásamt landgönguleyfum,
sem heimiluðu landvist frá kl.
6 að morgni til kl. 24 dag
hvern.
(Ljósm.: Bj. Árdal).
Leifur Sveinsson9 lögf.æðingur:
Heimsúkn til Leningrad
A Decembertorginu. Stytta Péturs mikla. (Ljósm. Bj. Ardal)
Um kvöldið var mönnum
boðið í Sjómannaklúbbinn, en
það er stofnun, sem sér um
móttöku erlendra sjómanna.
Var þar kvikmyndasalur, bjór
stofa, lesstofa, billiardstofa
o.fl. Sumir sóttu kvikmynda-
sýninguna, en aðrir gengu upp
í borgina að skoða sig um, og
var ég einn í þeirra hóp. —
Klúbburinn er í gamla borgar
hlutanum, og eru þar mjög
hrörleg hús, fólkið sem þar
var á ferli mjög fátæklega og
ósnyrtilega búið og ölvun all
áberandi.
Gengum við tæpa tvo tíma,
litum inn í verzlanir, sem opn
ar voru, og komumst allt að
Ivanskirkjunni, sem gnæfir
yfir borgarhluta þennan. Kirkj
an er í fullkominni niður-
níðslu, enda skiljanlegt, þar
sem myndir voru af hinu nýja
goði Rússanna á húsveggjum
mörguin.
Á bakaleiðinni sáum við
tanka stóra á götuhornum, og
héldum þar mjólkursala vera
á ferð. f>ctta reyndist misskiln
ingur, því þetta voru bjórtank
ar og komu menn víða úr hús
um til ölkaupa, sumir með öl-
könnur, en þeir sem þyrstari
voru með allt að 3 lítra brúsa.
Þegar við komum aftur í
klúbbinn var fastmælum bund
ið við forstöðumenn hans, að
Lagfyssingum skyldi boðið í
kynnisför um Leningrad
næsta dag.
II. Haldið til Vetrar-
hallarinnar.
Strætisvagn var kominn
að sækja hópinn. Leiðsögu
skyldi annast stúlka nokkur,
sem vax leikfimikennari að at
vinnu, en hafði starfa þennan
á hendi í sumarleyfi sínu.
Mælti hún á enska tungu.
Rakti hún sögu Leningrad í
stuttu rnáli og var þetta það
helzta: Árið 1703 lét Pétur
mikli reisa virki við Nevafljót,
svo hann mætti betur verjast
árásum Svía, sem ráðið höfðu
landssvæði þessu lengi og
undu illa landvinningastefnu
hans. Stendur virki þetta enn
og heitir virki Péturs og Páls.
Síðan hefur borgin byggzt á
101 eyju í mynni Nevafljóts-
ins, þar sem það rennur í
Finnska flóann.
Sjö brýr liggja yfir Neva-
fljótið, sumar fagrar, einkum
Anichkov-brúin en um hgna
liggur aðalgata Lemngrad,
Nevsky Prospekt.
Tvö helztu torgin eru kennd
við uppreisnirnar 1825 og
1917, Dasembertorgið og Blóð
torgið. Á Desembertorginu er
hin stórfcnglega stytta af Pétri
mikla, gerð af Frakkanum Eti-
enne Falconet, en St. ísaks-
kirkjan í baksýn. Þak kirkj-
unnar er lagt með 100 kg. af
gulli og glittir á það langa
vegu. Kirkjan er nú safn.
Blóðtorgið, öðru nafni Hall
artorgið, er fyrir framan Vetr
arhöllina, merkustu byggingu
borgarinnar, en hún var reist
á árunum 1754—1762, undir
fyrirsögn arkitektsins Rastr-
elli. Er höllin að mestu í sinni
upprunalegu mynd, nema hvað
skreytingum einstakra sala
var breytt eftir brunann mikla
1837.
Hið frábæra listaverkasafn
Vetrarhallarinnar á sér langa
sögu.
Pétur mikli lagði því til
fyrstu listmunn.a. ei) stcíu
þess er þó talinn vera 2j0 mál
verk, scm þangað voru keypt
árið ] 764.
í Vetrarhöllinni eru 1050
herbergi, en af þeim eru 300
sýningarsalir fyrir listaverk
(Ermítagen). Þrátt fyrir þetta
er þar aðeins sýnt hið dýrmæt
asta úr safnmunum. Sem dæmi
má ncfna 15.000 málverk,
12.000 höggmyndir, 600.000
handnt og teikningar. Safn-
munir eru alls 2.5 milljónir.
Við komust eðlilega eigi yfir
að skoða nema örlítið brot af
öllu þessu. en þó skoðuðum
við m.a. sali ítölsku meistar-
anna Leonardo Da Vinci (2
myndir) Rafael (2 myndir),
höggmynd Michelangelo,
Drengur sem krýpur — eina
verk hans. sem til er í Sovét-
ríkjunum. Heill salur er með
verkum Titians.
Spænsku meistararnir eru S
einum sal m.a. E1 Greco og
Velasques Þar næst koma Hol
lenzku meistararnir. Rubens-
salurinn, en í honum eru 40
myndir, eitt bezta Rubenssafn
í heimi. Eftir Rembrandt eru
25 myndir, m.a. hin undur-
fagra mynd öldungurinn. Alls
eru 200 verk eftir hollenzka
meistara frá 17. öld og getur
Amsterdamsafnið eitt státað
af meira listaverkavali á þessu
sviði. Loks eru franskir meist
arar, svo sem Delacroix, Corot,
Monet, Renoir, Cezanne, Gaug
iun, Matisse og Picasso, en í
öðrum sal hengu verk hinna
ensku snillínga, Reynolds,
Gainsborough og Rommey.
Þótt hér hafi aðeins verið
stiklað á stóru, sést að safnið
í Vetrarhöllinni er eitt bezta
listaverkasafn í heimi og Len
ingrad verð heimsóknar, þótt
eigi væri nema vegna þessara
fjársjóða.
Heimsókn okkar í Vetrar-
höllina var lokið og var hrifn-
ing okkar landanna eðlilega
mikil. Næst var ekið yfir
Nevafljóti? og sem leið ligg
ur að hinu gamla beitiskipi
Aurora, en frá skipi þessu var
skotið hinn örlagaríka nóvem
berdag 1917, og var það merki
um, að byltingin skyldi hefj
ast. Er þetta nú safnskip. Einn
ig var ekið fram hjá virki
Péturs og Páls, sem fyrr er
nefnt. Þar í virkisgarðinum er
kirkja, sem er hæsta bygging
Leningrad, 122 metrar. Pétur
mikli lét hneppa son sinn
Alexi í varðhald í dyblissu
r virkisins og undirreit sjálfur
dauðadóm yfir honum.
Nú var þessari fyrstu kynnis
för okkar lokið og var aldið
til skips, að búa sig a dans-
sýningu, sem balletthópur frá
Georgíu hélt í borginni um
þessar mundir. Fór hópur á
skemmtun þessa og líkaði vel.
Að visu var aðeins einn balett
þáttur, Vetrardansinn, en svo
undurfagur, að seint mun úr
minni líða Hin atriðin voru
rússneskir dansar, mest kós-
akkadansar, en einnig dansar
frá Mexico og Vestur-lndíum
og klykkt út með skopstæl-
ingu á Jitterbug.
IH. Til Peterhof.
Næsta dag áttum við að
skoða Psterhof, en það var
sumarhöll Péturs mikla með
hinum víðfrægu görðum á
strönd Finiiska flóans. Þetta
var á sunnudegi og margt
manna statt þar út frá, þar
sem þetta er helzti skemmti-
staður Leningradbúa, mætti
líkja við Þingvöll fyrir Reyk
víkinga. Rigning var annað
slagið, en ekki dró það úr að-
sókn. Garðurinn er reistur til
minningar um sigurinn við
Poltava 1709, en úrslitaorust
an stóð á Samsonardegi það
ár. Er aðalgosbrunnurinn helg
aður Samson, og er hann að
vinna bng á ljóninu, og á það
að tákna Pétur mikla að mala
Svíann við Poltava. Alls eru
300 iiöggmyndir í garðinum,
125 gosbrunnar og 3 vatnsföll.
íbúar Leningrad eru nú 3.4
milljónir, þrátt fyrir hið gíf
urlega munntjón í borginni á
árunum 1941—’44, en þá sátu
Þjóðverjar um borgina í 900
daga. Hitler var svo öruggur
um sigur, að hann hafði undir
búið stórveizlu á Hótel Astor-
ia, helzta hóteli borgarinnar.
Skyldi þar sigurhátíð haldin.
En þetta fór á annan veg. Len
ingradbúar gáfust aldrei upp,
en 632.000 íbúanna létust úr
hungri fyrir utan alla þá, er
féllu við hernaðarátökin. Var
vörn þeirra rómuð mjög, enda
við brugðið föðurlandsást
. Rússa.
Þriðja hvert hús skemmdist
við bernaðarátökin í Lenin-
grad og hefur mikið starf ver
ið við endurbygginguna.
IV. Siglt brott frá Leningrad.
Heimsókn okkar til Len-
ingrad var lokið. Sjö dagar
höfðu farið í það, sem var
tveggja daga útskipun, ef rösk
lega hefði verið gengið til
verks með góðu skipulagi. En
við vorum í Leningrad, þar
sem öll vinnubrögð einkennd
ust af hraða snigilsins og
skipulagsgáfu Molbúans.
Þó er vitað, að rússneska
þjóðin er geðslegt dugnaðar
fólk, sem allir bera hlýjan hug
Framh. af bls. 19.
Frá Peterhof.
(Ljósm.: Sig. Harðarson).