Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 16
16 M O R C J’ w R L A Ð 1Ð Föstudagur 10. ágúst 1962. HOWARD SPRING 10 RAKEL ROSING bjóði. Hér var það, sem hún átti að snyrta sig áður en hún færi út um kvöldið! En svo jafnaði hún sig Og mundi eftir háttum húsmóðurinnar. Á hverj um degi var hún úti milli klukk- an hálfþrjú og fjögur. Klukkan þrjú var Rakel önnum kafin þarna inni, með gamla hanzka á höndunum, vopnuð hreinsi- bursta og málningaruppleysara. Baðkerið leit litlu betur út er hún hafði lokið verkinu, en hún vissi, að það var að minnsta kosti hreint, og það var fyrir mestu. Svo lagði hún sig til hvildar í rúmið sitt. Hún vildi hvorki vera þreytt né í óðagoti, þegar hin mikla hátíð hæfist. Líkaminn var eina vopn hennar, og varð því að vera upp á sitt bezta. Því marki náðu sumir með íþróttaæfingum, en Rakel var þar ekki sama sinnis. Hún var meira fyrir þennan letilega yndisiþokka, sem þekkist úr kvennabúrunum, og sá glöggt, að hann fór henni betur. Húsmóðurinni fannst þetta — að fara í bað klukkan hálfsjö, svo vitfirringslegt, að hún gat varla trúað, að Rakel væri al- mennileg. Ég er að fara í kvöldfooð, sagði Rakel til útskýringar. Borðuðuð þér ekki klukkan eitt? Jæja, ég borðaði nú ekki mik- ið. Maturinn var þarna handa yð- ur að borða hann eftir vild. Og munið, að húsið er lokað klukk- an ellefu. Fara 1 kvöldboð, þó þó! Bölvuð merin þín hugsaði Rak- el með sjálfri sér, en sagði með sínu ssetasta brosi: Og baðið? Hvað kostar það? Ég skal vera ódýr á því. Það verður einn shilling aukalega. Svo var guði fyrir að þakka en ekki húsmóðurinni, að vatn- ið var heitt. Rakel breiddi göm- ul dagblöð um allt gólfið og lagði svo flíkurnar sínar á þau, og gætti þess að láta þær ekki snerta veggina. Hún teygði langa, mjóa fæturna niður í heitt, ilm- andi vatnið, en gufan af því lagði þokubelti um gasofninn og huldi skellótta veggina og loftið. Hún gat næstum gleymt þessari við- bjóðslegu kompu. Hún lagði aft- ur augun, og þá gat hún alveg gleymt umihverfinu. Hún naut þess að anda að sér gufunni og lét nú hijgann reika að hvít- dúkuðu borði með silfurfoorð- búnaði og daufum lampa. Sjálf- ur maturinn kom alls ekki 1 huga hennar, heldur allt þetta, sem honum fylgdi og svo Maur- ice Bannermann með svörtu, framstæðu hökuna, sterklegar herðarnar og loðnu hendurnar. Hún steig varlega út á dag- blöðin, því að baðmotta var þarna engin. Heldur ekki hand- klæði nema litli bleðillinn, sem hún hafði komið með úr her- berginu sínu. Og hann var þeg- ar rakur, og hún gat ekki annað en hlegið með sjálfri sér, að öll- um þessum torfærum, sem voru á vegi hennar til fegurðarinnar. En þær voru hlægilegar, því að hún vissi mætavel sjálf, að feg- urð hennar var ósigrandi og ekkert gat stöðvað hana á fram- rás hennar. Og í þessari sigur- vímu, hljóp hún eftir ganginum og inn í herfoergið sitt, með flík- urnar í annarri hendi, en með hinni hélt hún að sér sloppnum. Hún hafði ekki annað sér til hjálpar en þokukenndan og blett óttan spegil, en tók engu að síð- ur til við verk sitt, við daufa rafmagnsljósið, sem kom frá einni peru í loftinu. Hún burst- aði hárið á sér af kappi, unz það leit út eins og spunnið gler, en sneri það þá í harðan hnút í hnakkanum. Því var skipt í miðj unni og féll þannig að höfðinu eins og þröng húfa. Hún barði og strauk Og neri andlitið á sér, en aðgætti séritaklega vellagaða varalínuna. Augunum snerti hún ekki við. Augnalokin voru hálf- gagnsæ og augun höfðu af sjálfs dáðum þennan ljóma, sem ekki varð um bætt. Augnahárin voru löng og silkimjúk og Rakel hafði vit á að fara ekki að líma þau saman með einhverjum svörtum áburði. Hún sneri sér nú að löngu vel- skÖpuðu höndunum, og litaði vandlega neglurnar, sem voru í laginu eins og möndlur, og loks tók hún — með álíka hátíðleik og prestur íklæðist embættis- skrúða — að fara í fötin. Hún lét baðsloppinn falla á gólfið og stóð síðan andartak allsnakin, hávaxin sem lilja ög slétt sem fílabeinsturn. Hún strauk hendi yfir líkama sinn og lauk á hann lofsörði með sjálfri sér, eins og listfræðingur, sem er að dæma um höggmynd. Og þegar hún hafði lokið verki sínu og sveip- aði að sér kápunni, vissi hún — enda þótt þokuspegillinn gæti lítið sagt henni um það — að hún var eins fullkomin og orðið gat, eftir aívikum. Hún var á- nægð. Henni gat ekki dottið neitt í hug, sem gera þurfti og hún hefði látið ógert. Hún þef- aði af rósaolíunni, sem klæði hennar ilmuðu af, og kom síðan glösunum og öðrum hjálparmeð- ölum listar sinnar vandlega fyr- ir, því að sízt af öllu vildi hún láta slíkt liggja á víð og dreif í iþesari andstyggilegu kompu. Þegar það var kömið niður í ferðatöskuna hennar og lykill- inn að henni kominn niður í handtöskuna, stóð hún andartak og hlustaði, heyrði leigubílinn koma að dyrunum, læddist út á skuggalega stigagatið, rétt eins og fræg leikkona, sem hefur fengið bendiorðið. VI. 1. Maurice Bannermann fór á fætur í illu skapi. Hann hafði beðið um að verða vakinn klukk an átta og þegar herbergisþern- an kom á þeirri stundu, til þess að draga frá gluggatjöldin og færa honum te, settist hann upp í rúminu og tók að brjóta heil- ann um, hvað það væri eigin- lega, sem lá svo þungt á huga hans. Hann lét augun reika um her- foergið og að lokum staðnæmd- ust þau við pappírskörfuna við skrifborðið, Og þá rann upp ljós fyrir honum. Karfan var full af tilraunum hans frá því kvöldinu áður. Bréfarusl — það var nú allur árangurinn! Auðvitað var ekki nema eðli- legt, að þetta hafði allt farið út um þúfur, hugsaði Maurice með sjálfum sér meðan hann var að sötra úr tebollanum. Hann hafði lagt í þetta á hlaupum beint frá matnum. Maður mátti ekki halda, að ritmennska væri eitt- hvað svipað erfiði og að hringja í víxlarann sinn. Og svo var það nú herfoergið að tarna. Hann þurfti rétt umhverfi: fallega lestrarherbergið hans við Port- mantorg, þar sem aðalliturinn var gullinbrúnn, með dálitlu af ólífugrænu hér og þar, til til- breytingar. Svo var það stúlkan. Hugurinn reikaði tíðum í áttina til henn- ar. Hann vissi ekkert um hana, en engu að síður hélt hún áfram að blakta fyrir hugskotssjónum hans, eins og logi. Og svo hafði Mike Hartigan bara kynnt þau, fyrir hreina tilviljun. Mike hafði ekkert sagt um hana og vissi sennilega ekkert, og sjálf hafði stúlkan sama sem ekkert látið uppskátt. Frá Cheetham..fátæk eins og kirkjurota, sennilega.. en falleg..já, gullfalleg. Hann gat ekki losnað við hana úr hug- anum. En það yrði hann að geta. Hann ætlaði að borða með henni kvöldverð, og síðan ekki söguna meir. Hann fékk sér aftur í tefooll- ann og taldi sjálfum sér trú um, að hann hefði tekið skynsamlega ákvörðun, að þessi erfiðleiki yrði bráðum yfirunninn, og svo myndi lífið ganga hjá honum samkvæmt áætlun. En þessi skipulagning hans á lífinu, nægði honum ekki til sálarfriðar. Þrátt fyrir þessa óðagotslegu byrjun á verkinu, þrátt fyrir óviðkunn- anlegt umhverfi, gat hann ekki gert sér fulla grein fyrir mis- tökum sínum. Innst í hjarta sínu vissi hann, að verkið sjálft var honum Ofviða. Það voru til marg ir auðveldir hlutir, sem hann hefði getað gert, en hann hafði ekki fundið réttu tökin á verk- inu, sem hann hafði í huga. Hann stakk fótunum í inni- skó, fór í slopp og ranglaði inn í baðherbergið. Rakaði sig vand- lega. Hann var hreykinn af djúpu, sterklegu hrukkunum í andlitinu. Þegar 'hann hafði bað- að sig, púðraði hann andlitið, olíubar hárið og loks fór hann niður til morgunverðar í tals- vert betra skapi en hann hafði vaknað. Þetta hafði ekki verið nema smákast. Hann kæmist brátt í essið sitt og yrði í því áfram, sagði hann við sjálfan sig um leið Og hann mokaði upp í sig ávöxtum. Hann hristi sund ur dagblaðið og fletti ósjálfrátt upp fjármálasíðunni. Svo brosti hann og lét blaðið detta á gólfið við stólinn. Hann var laus við þetta allt saman! 2. Þetta var andstyggðar veður. Rakel var sárfegin að hafa feng- ið sér . leigubíl. Smágöturnar þarna í kring voru fullar af skít og bleytu og þegar bíllinn sveigði út á aðalgötuna, skáru skraut- ljósin gegnum þokuna. Rakel var fyrst Og fremst með áfouga á hag rænum hlutum og beindi hon- um að því sem hendi var næst, en ímyndunarafl hafði hún ekki. Samt var það nú svo, að þegar 'hún sat þarna í hálfrökkrinu í bílnum, fannst henni rétt eins og hún væri að koma inn á leiksvið og þarna væru sviðsljósin og leikurinn að hefjast. En hún ætlaði að lofa Maurice Banner- mann að segja fyrsta orðið. Hjartað hoppaði í henni af æs- ingi, en aldrei hafði hún fundið sig hlutverki sínu betur vaxna en nú. Maurice var á gangi í forsaln- um á hótelinu. Hann hafði pant- að tveggja manna borð, en sann- ast að segja bjóst hann ekki við miklu. Hann hafði hugsað málið með blákaldri skynsemi. Þetta var eins og hvert annað stefnu- mót, sem varð að standa við, en hann ætlaði að eyða sem allra minnstum tíma í það, innan tak- marka almennrar kurteisi. Og svo sá hann hana, hávaxna og glæsilega. .fegurðina sjálfa uppmálaða. Hann var kominn að hlið hennar, furðu fimlega, og fann til hreykni að geta látið sjá sig með þessari fögru konu. Þér gerið mér skömm til, ung- frú Rosing, sagði hann. Ég hefði átt að búa mig betur. Hann leit ásökunaraugum á jakkafötin sín. Ég vissi ekki, að.... Hún sendi honum bros, sem skilningur og fyrirgefning skein út úr. Nei, vitanlega vissuð þér ekki, að. ... Við vitum yfirleitt svo lítið, eða hvað? Hver um annan, á ég við. Þessvegna var það svo fallega gert af yður að bjóða mér til kvöldverðar. Hún lagði höndina léttilega á arm hans og þau gengu inn í matsalinn. Henni var hlátur í huga við tilhugsunina um, að i rauninni foafði hann alls ekki boð ið henni. Það hafði hún sjálf gert, með klókindum sínum. Skyldi hann gera sér það ljóst? Borðið þeirra var rétt hjá arn- inum. Lampi á því kastaði gul- leitri birtu á nokkur hangandi blóm, sem þar voru. Maurice greip fram í þegar þjónninn ætl- aði að taka kápu Rakelar. Það gerði hana sjálfur og lagði hana á stólbak og veifaði síðan hendi ófþolinmóðlega að blómunum. Takið þetta burt. Og þegar það foafði verið gert sagði hann: Ég skyldi hafa pantað einhver al- mennileg blóm, ef ég hefði vit- að.... Þér komið mér svo á óvart.... Hann spennti greipar með aiíltvarpiö Föstudagur 10. ágúst 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til/k. Tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistaref ni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Frægir hljóðfæraleikarar: IX: Sviatoslav Rikhter píanóleikari. 21.00 Upplestur: Ævar R. Kvaran les ljóð eftir Grétar Fells. 21.10 Suisse-Romande hljómsveitin leikur tvö tónverk eftir Saint- Saéns. — Ernst Ansermet stjórn- ar: a) „Danse macabre**. op. 40. b) „Le roue d’ Omphale", op. 31 21.30 Útvarpssagan: „Frá vöggu til grafar“ eftir Guðmund G. Haga lín, I. lestur. Höfundur les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og of urstinn“ eftir Franz Werfel: III. (Gissur Ó. Erlingsson). 22.30 Tónaför um víða veröld: Á sögu- slóðum í Rússlandi (Þorkell Helgason og Ólafur Ragnar Grímsson). 23.30 Dagskrárlok. Laugardagrur 11. ágúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.30 í umferðinni (Gestur Þorgríms- son). 14.40 Laugardagslögin. — 16.00 (Frétt- ir) 16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninns Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraj Einar Jónsson Leó verkstjóri, Sólbakka í Mosfellssveit velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 H1 jómplöturabb: Þorsteinn Hannesson. 20.40 Leikrit: „Gifting' eftir Nikolaj Vasiljevitsj Gogol. (Áður útv. í maí síðasl.) Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Þor- steinn Ö. Stephensen, Rúriik Haraldsson Guðrún Stephensen, Nína Sveinsdóttir, Helga Val- týsdóttir, Valur Gíslason, Ámi Tryggvason, Helgi Skúlason, Bessi Bjarnason, Eydís Eyþórs- dóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22-10 Danslög. — 24.00 DaglSkrárlok. >f X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- I (CMOVV WHAT Y0U AXEAM PftOF. GENSIN' UET'S CMECN IT OUT Maðurinn, sem stendur þarna fyr- þessari fjarlægð. Mér datt það í hug. Það er Bernt, ir utan. Mér finnst ég þekkja hann, Við skuium athuga málið, próf. eldlfaugasérfræðinguv.luu. okkar. — en ég sé hann þó ekki greinilega úr Gengin. Hann er í vímu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.