Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 1
20 siðui1 49 árgangur 180. tbl. — Föstudagur 10. ágúst 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Merkar minjar um víkinga á Nyfundnalandi Nóbelshöfundurinn Hesse látinn FRANKFURT, 9. ágúst (NTB) «_ ÞÝZKI Nóbelsverðlaunahöf- undurinn Hermann Hesse- lézt á íimtmtuidag að heimili sínu Montagola í Sviss. Hann var 8ð éra að aldri. Hesse fædidist EJuður-Þýzkalandi hinn 2. júlí 1877, en fluttist til Sviss og gerð- ist síðar svissneskur rikisbong- ari. Bókmienntaverðl aun Nóbels blaut Hesse árið 1946. Fyrsta bók hans, skáldsagan „Peter Camenzind" kom út 1904 og fékk prýðisviðtökur; síðar ritaði hann mangar ástarsögur, ritgerðir og orti ljóð. — Hesse var mjög and- •núinn öllum hernaði og barðist 6 ritvellinum gegn slíku í Þýzka landi. Á árum síðari heims- Btyrjaldarinnar orti hann mörg Ijóð gegn Hitler og stefnu hans t— og lét þau ganga milli vina •inna. segij: Helge Ingstad efiir uppgxöfLian í sumar E I N S og kunnugt er, hefur undanfarið verið unnið að því á vegum Norðmannsins Helge Ingstad að grafa upp fornar bæjarrústir á Nýfundnalandi, eða nánar tiltekið við Lance au Meadows á norðurhluta Nýfundnalands. Þrír íslend- ingar hafa meðal annarra unnið við uppgröft þennan og eru það þeir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, Gísli Gestsson, safnvörður og prófessor Þórhallur Vilmundarson. Leiðangur Helge Ingstad hefur vakið mikla athygli, og nú segir leiðangursstjórinn að þeir féfagar hafi við rannsókn- irnar að undanförnu fundið marga merka hluti, auk þeirra sem sáu dagsins Ijós, þegar Ingstad fór til Nýfundna- lands í fyrra. — Helge Ingstad skýrir frá þessu í grein, sem hann skrifar í norska blaðið Aftenposten s.l. þriðju- dag. Ekki verður grein þessi rak- in hér, en þess má geta sem merkrar fréttar, að Helge Ing- stad fullyrðir, að leiðangurinn hafi nú fundið herbergisrústir í langhúsi og í því marga merka hluti. Langhús þetta var að nokkru leyti grafið upp í fyrra, en nú virðast þeir félagar hafa fundið þetta nýja herbergi við nánari athugun. 15 metrar Aðalherbergið í langhúsinu er um lö metra langt með eldstaeði á miðju gólfi. Að því liggja fjög ur minni hfirbergi, en auk þess hafa þeir félagar fundið smiðju nokkra í sandhól, ekki allfjarri á. Þar fundu þeir steinsteðja og afl. í siniðjunni fundust mörg hundruð gjallmolar, auk járns og rauða, sem forfeður okkar kunnu að nota til járngerðar, en ekki eskimóar. Þá fundu þeir félagar einnig viðarkol og önnur merki þess, að þarna hafi verið búseta um langt skeið. Hið mikil vægasta sem fundizt hefur mun vera bronshlutur. Nánari fregnir af þessum, að því er virðist, merka fornleifa- fundi verða að bíða þess að ís- lendingarnir komi heim, en þeirra er von áður en langt um líður. Halvard Lange skrifar: Hockwell sendur vestur um haf (NTB/AP). | vikudagskvöld, en áður hafði hann átt símtal við blaðamann ,þar og boðað komu sína. Var hann þá reiðulbúinn til að ganga á vald lögreglunni. Nazista-fundur fyrirhugaður Brezki nazista-leiðtogínn Colin Jordan sagði frá því á fimmtu- dag, að nazista-foringjar frá mörgum löndum mundu halda leynifund í Bretlandi dagana lð. og 16. ágúst n.k. Ekki vildi hann gefa upp nöfn þátttakenda ög bar því m.a. við, að slikt gæti leitt til þess að þeim yrði synjað land göngu í Bretlandi. LONDON, 9 .— Bandaríski nazistaforinginn Lincoln Rokwell, sem á miðviku dag var vísað úr landi af brezku stjórninni, var á fimmtudag sendur með flugvél Pan Amerí- can-félagsins vestur um haf til Boston. Áður en Rockwell hvarf inn í flugvélina, kvaddi hann með kveðju nazista. Rockwell var fylgt alla leið Jnn í flugvélina af teynilögreglu- mönnum, sem óku honum á flug- völlinn í lögreglubiíreið. Nazista foringinn var handtekinn í rit- stjórnarskrifstofum brezka stór- blaðsins „Daily Mirror“ á mið- Efnahagslífi IXIoregs stefnt ■ mikla hættu — ef landið tæki ekki þátt í efnahags- samstarfi Evrópwíkjanna hagbandalags Evrópu. Brussel, 9. ágúst ('NTB). HALVARD LANGE, utan- ríkisráðherra Noregs, leggur á það áherzlu í grein, sem birt var í Briissel á fimmtud., að Norðmenn geti ekki staðið utan við efnahagssamvinnu Evrópu-ríkjanna — án þess að stefna efnahagslífi lands- ins í mikla hættu. Eigi þetta við um Noreg ekki síður en önnur aðildarríki EFTA-frí- vezlunarsambandsins. r,r r»rem Langs um þessi mál birt í málgagni samstarfsskrif- stofu jafnaðarmannaflokkanna í | hinum 6 meðlimaríkjum Efna- Sex millj. mcð at- kvæðisrétt í Alsír Almennar þingkosningar fara þar fram 2. sept. ’JLlgeirsborg, 9. ágúst — (NTB) SEX milljónir alsírskra borg- ara munu sennilega greiða atkvæði í fyrstu almennu þingkosningunum í hinu nýja Alsírríki, en þær eiga fram að fara hinn 2. sept. næstk. — í dag kunngerði bráða- birgðastjórnarliðið í Algeirs- borg, að kosninagbaráttan mundi hefjast næstk. mið- vikudag og standa til ágúst- loka. — í kosningunum verða valdir 196 fulltrúar á þjóðþing hins sjálfstæða Alsír-ríkis, og sam- kvæmt Evian-samkomulaginu munu 16 þingmannanna verða af evrópskum uppruna. Fábrotnar kosningar Það þykir strax fyrirfram sýnt, að FLN-hreyfingin muni ná algjörum undirtökum á þingi. Við kosningarnar mun aðeins koma fram einn listi, Frh. á bls. 19 Lange lýsir yfir þeirri skoð un sinni, að í samningavið- ræðum nt.uni verða unnt að ræða út í æsar þau sérstöku vandamál rsem samfara séu aðild Noregs að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hann leggur áherzlu á að þetta verði að sjálfsögðu að eiga sér stað innan ramma Rómar- samningsins. Þá kveðst utanrík- isráðherrann gera sér grein fyr- ir að ekki gæti farið hjá því, að svo náin samvinna í efnahags- málum hafi jafnframt einhver á- hrif á stjórnmálalega afstöðu þeirra rikja, sem hlut eigi að máli, og gefur hann til kynna, að Norðmenn muni taka þátt í undirbúningi þeirra áætlana, sem í deiglunni eru um stjórn- málalegt samstarf ríkjanna. Af heilum hug Lange leggur áherzlu á að Norðmenn muni af heilum hug taka þátt í því samstarfi, sem muni eiga sér stað milli aðildarríkja bandalagsins bæði á efnahags- og stjórnmálasviðinu. Hann kemst svo að orði, að skoðun sín sé sú, að samstarf- ið á stjórnmálasviðinu muni mótast simátt og smátt, eftir því sem þörfin á sliku sam- starfi skapist við efnahagsleg- an samruna og útfærslu. Lange getur um þá tregðu, sem af tilfinningalegum ástæð- um hefur gert var við sig meðal sums fólks og beinist gegn því að afsalað sé að einu eða neinu fullveldisrétti norsku þjóðarinn- ar. Hann bendir á, að Noregur hafi aðeins verið sjálfstætt ríki síðan árið 1905. Leggur Lange í þessu samibandi áherzlu á þýð- ingu hinnar jákvæðu afstöðu sem norskir jafnaðarmenn Og stéttarfélög tóku til Efnahags- bandalags Evrópu, þegar Norski Jafnaðarmannaflokkurinn ákvað að styðja aðild Norðmanna að bandalaginu. í lok greinar sinnar lýsir Lange ánægju sinni yfir þeim mögu- leikum sem náið samstarf jafn- aðarmanna í Evrópu geti skapað þeim til áhrifa á þróun samvinn- unnar. Norðmenn frysta síld á miðunukn AALBSUND, 9. ágúst (NTB). — Tilraunir með að frysta íslands- síld strax á miðunum til beitu í Noregi hafa tekizt mjög vel. Hefur heimskautafarið Polarstar farið tvær veiðiferðir í þeim til- gangi og komið heim með 5000 til 6000 kassa af frosinni síld, sem lögð hefur verið inn í ríkis- frystihúsið. Merkileg reynsla hefur fengizt af tilraunum þessum, og getur það komið sér vel seinna meir. Síldin er mjög góð og bætir úr beituskorti hjá norskum línu- bátum. íslendingar frysta í landi íslendingar frysta talsvert af síld í beitu. Til eru íslenzk skip sem geta fryst um borð, en ekki hefur verið þörf fyrir það, þar eð stutt er að ^ara með síldina í land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.