Morgunblaðið - 10.08.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 10.08.1962, Síða 11
Föstudagur 10. águst 1962. MORGTJTSBLAÐIÐ 11 Þannig leit Helge Krog út í augum teikuarans Pedro, hjá Verd- ens Gang í Osló. Skáldið Helge Krog EINN HINM eftirtektarverSasti maður þeirrar skáldakynslóðar, sem nú er að falla í valinn, er nýlátinn. Skáldið og málsnilling- urinn Helge Krog. Hann varð 73 ára. Síðustu árin hefur verið hljótt um hann, þvi að heilsan var bil- uð. En í marga áratugi var hann sá pennans maður í Noregi, sem hvað mest athygli var veitt. Einkum sem hvassasta, fimasta og markvissasta penna, sem skrif aði í norsk blöð og tímarit, en jafnframt sem mesta leikrita- skáldi samtíðar sinnar. Og sem þeim manni. sem reit fegurst norskt mál. Svo sagði að minnsta kosti vinur hans og samherji, Sig urd Hoel, sem farinn er í moldina skömmu á undan honum. Og margir fleiri málsmetandi menn hafa orðið til þess, að staðfesta þann vitnisburð. Helge Krog var alla ævi sína uppreisnarmaður og vægðarlaus gagnrýnandi. Og þegar hann beitti sér að því að lagfæra hugs unarhátt og athafnir annarra, var hann ekki aðeins svo háðskur, að alla hlaut að svíða undan, sem fyrir skeytum hans urðu, en jafn framt svo kjarnyrtur, að það sem hann sagði, festist í minni lesand ans. Úrval greina hans gaf Asche- hougs bókaverzlun út árin 1929, 1933 og 1947, allar undir heitinu: „Meninger“ ( . . . . om böker og forfattere, .... mange ting, .... Litteratur, kristendom, politikk) og eru þær löngu uppseldar, en síðar kom út úrval greina úr þess um þrem ritum, sem ber nafn- ið „Rent ut sagt“. Síðasta greina- safn Krogs kom út 1956 og heitir: „Sant á si“ og byrjar á grein um Bernard Shaw, en endar á grein inni: „Yfirvofandi hætta á, að Hallesby lendi í helvíti sínu“. 1 En sem skáld hefur hann látið eftir sig umfangsmeiri arf en „essays“ hans eru. Leikritasafn hans kom út í þrem bindum árið 1948, og þar eru tólf leikrit, sem öll eru kium í Noregi og mörg víðar: „Det store Vi“ — „Jarls- hus“ — „Pá solsiden" — Blápap- iret“ — „Konkylien“ — „Under- veis“ — „Treklang" — „Oppbrud" — „Kom inn!“ — „Levende og döde“ — „Kjærlighetens farse“ '(ásamt ljóðskáldinu Olaf. Bull) *— og „Don Juan“, sem þeir Krog og Sigurd Hoel áttu saman. Hafa einhver þessara leikrita verið leikin £ Reykjavík. Og í Noregi hafa hin vinsæl- ustu þeirra verið leikin hvað eft ir annað og _svo mun og verða framvegis. Á sjötugs afmæli Krogs var ,.Det store Vi“, sem valið var til sýningar, fimlega gerð ádeila á menn og málefni, egghvöss og svíðandi þeim, sem þótti skeytunum að sér beint, en jafnframt fyndinn leikur en ekki aðeins meinfyndinn. En að bygg ingu til og speki hafa leikrit Krogs yfirleitt skapað Krog svo mikinn orðstír, að flestir þeir bók menntagagnrýnendur, sem mark er tekið á, hika ekki við að telja hann bezta leikritahöfund sam- tíðar sinnar og arftaka Ibsens og Gunnars Heiberg. f hinum síðari leikritum Krogs var vart tals- verðra áhrifa frá Ibsen — „meist aranum". Annars hefur Helge Krog í flestu eðli sínu verið talsvert lík ur Bernard Sháw. Hann elskaði þennan íi'le-nding, sem barðist „einn gegn öUu“, og sem gerði gys að svo mörgum, en þó mest að þeirri manntegund, sem skar ar fram úr í því, að „taka sjálf an sig hátíðlega“. Og kannski er það þetta, sem ríkast hefir verið í eðli Ki-ogs: að taka ekkert há- tíðlega nema „umbótastarfsem- ina í hugarins ríki“, sem hann kallaði. Þess vegna urðu ýmsir, sem kalla sig gagnrýnendur, stundum óþægilega fyrir barðinu á honum. — í grein sem hann skrifaði fyrir mörgum árum, og kallar „Litteratursvindelen", ræðst hann óþyrmilega á þá hringrás áróðursins, sem felst í því, að voldug bókaforlög segi blöðunum, og blaðstjórarnir síð an bókmemitafræðingum sínum fyrir verkum, þegar þeir eigi að skrifa um bók. Enn auk þess, sem hér hefur verið sagt að framan, verður að endingu að minnast þess að Helge Krog reit fallegast norskt „riksmál“, sem mér finnst ég hafa lesið. Eg þarf ekki að taka fram að það hafi verið kjarnyrt, því að Krog mundi hafa verið kjarnyrtur á hvaða máli sem hann skrifaði. En það var svo vandað og markvisst, að íslend ingar, sem stundum hneyklast á orðfæri ágætra norskra rithöf unda, sem ekki gera greinarmun á uppruna gamalla orða, þegar þeir skrifa nútíma-norsku, og skrifa t.d. „vende“ fyrir að venja, og „venne“ í stað venja, hefðu gaman af að lesa rit hans. Slíkt kom aldrei fyrir Helge Krog. Skúli Skúlason. Losa sig við 14 flugvélar London, 8. ágúst. — NTB. Reuter. TALSMAÐUR brezka flugfélags ins BOAC skýrði frá því í dag, að félagið yrði að losa sig við allar sínar flugvélar af gerðinni Britannia 102. Þær eru alls fjórt- án og um það bil 3.600 milljón króna (ísl). virði. Eftir Eynn Poole, The Johns Hopkins University. „RÚSSAR hafa selt okkur uppþornaða appelsínu.“ Þannig voru ummæli rit- stjóra blaðsins New York World, sem út kom fyrir 95 árum — þegar skýrt var frá því, að Bandaríkin hyggðust kaupa Alaska af Rússum fyrir 7 milljón og 200 þúsund doll- ara, eða rúmar 300 millj ísl. kr að standa í jarðakaupum. Þess eru varla dæmi í allri sögu Bandaríkjanna, að nokkru máli hafi verið tekið með slíku háði og hrakyrðum, sem ausið var yfir utanríkis- ráðherrann, William H. Se- ward, þegar hann sat að samn- ingum um kaup á Alaska, þess um stóra landskika, sem var Alaska var reyfarakaup einn fimmti hluti alls megin- lands Bandaríkjanna. Einn þingmanna komst þannig að orði, að brátt mundum við „heyra, að Grænland og fsland væru til sölu líka!“ Annar þingmaður sagði, að „þetta óárennilega og hrjóstruga eyði land mun aldrei færa okkur grænan eyri í þjóðarbúið . . . Alaska er einskis virði.“ Hann hafði algjörlega á röngu að standa, sá vísi þing- maður. Aldamótaárið hafði A1 aska gefið af sér 52 milljónir dollara í loðskinnum, 50 millj- ónir í fiski og 31 milljón í gulli. En það sem í dag skiptir mestu máli í sambandi við það, hvernig Seward utanrikisráð- herra fékk Alaska frá Rússum, er vítanlega sú staðreynd, að Alaska er nú fyiki innan Bandaríkjanna, en ekki rúss- neskt landsvæði. Það var árið 1859, að þetta mál kom fyrst á dagskrá. Þá voru boðnar óformilega fimm milljónir dollara í landisvæð- ið. En áður en tímd vannst til að ræða nánar um kaupin, skall borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum á, og hafði stjórnin þá öðru að sinna en að standa í jarðarkaupum. Þegar stríðinu laúk, tók ut- anríkisráðherrann, William H. Seward, er getið hafði sér frægðarorð í ráðuneyti Lin- oolns forseta, málið upp að nýju. Það voru aðeins sára- fáir, sem höfðu hagsmuna að gæta í sambandi við fisk- veiðar undan vesturströnd Bandaríkjanna. Árið 1887 kom miálið fyrir Seward, sem ræddi það aftur við sendiherra Rússa í Banda- ríkjunum, Edouard Stöckel barón. Ennfremur var sendi- herra Bandaríkjanna í Rúss- landi, Cassius M. Clay, falið að kanna afstöðu rússneskra stjórnarvalda í Sankti Péturs- borg. í febrúar sama ár virtist Seward sem rússneska stjóm- in væri fús til að selja Alaska, og í marz settist hann að samn ingum við Stöckel barón. Rúss ar settu upp 10 milljón doll ara. Seward bauð fimm millj- ónir. Fáeinir dagar liðu, og þeir komu sér saman um, að verðið skyldi vera sjö milljón og 500 þúsund dollarar. Frek- ari kaupslög vom gerð, og lokaverðið var sjö milljón og 200 þúsund doilarar, eða rúm ar 300 milljónir fal. króna — þ.e. rúmar tvær krónur á hekt íbúar Iuneau í Alaska gleðjast i á þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna 4. júlí. ara. Að kvöldi 29. marz 1867 knúði Stöckel barón dyra á heimili Sewards, þar sem ut- anríkisráðherran sat að spil- um með kunningjum sínum. Sendiherrann tilkynnti hon- um, að hann hefði rétt í þessu fengið símskeyti að heiman, þar sem skýrt var frá því, að keisarinn hefði samþykkí þessi kaup. Kvaðst baróninn mundu geta útbúið samning- inn næsta dag, því að Rúss- arnir vildu ganga frá þessu máli sem fyrst. Utanríkisráðherrann stóð jafnskjótt upp frá spilaborð- inu og sagði: „En af hverju eigum við að bíða þangað til á morgun, hr. Stöokel? Við skulum ganga frá samningn- um í kvöld.“ Það var gert. Nú var kallað á skrifara og aðra aðstoðar- menn. Boð vom send til Char- les Sumner, formanns utan- ríkismálanefndar öldunga- deildarinnar, og rússneski sendiherrann sendi eftir sín- um mönnum. Allir þessir menn mæltu sér mót í utan- ríkisráðuneyinu um miðnætti. Og klukkan fjögur að morgni 30. marz 1876 var samningur- inn tilbúinn og undirritaður. Rúmri viku síðar, 9. apríl, staðfesti öldungardeildin samn inginn, og þremur dögum síð- ar var frétt af kaupunum til- kynnt blöðum og almienningi. í dag getum við tekið undir orð hins kunna sagnfræðings, Bancrofts, er hann sagði, að aldrei hefði Seward gert landi sínu stærri greiða, en þegar hann gerði kaupin á Alaska. * Fjárhagsáætlun Stykkishólms Styklcishólmi, 8. ágúst. HREPPSNEFND Stykkishólms- hrepps hefur nýverið gengið frá fjárhagsáætlun hreppsins og eru niðurstöðutölur 3,5 milljónir krória. Helztu tekjuliðir eru út- svör rúmar 1,6 milljónir kr., að- stöðugjöld um 700 þúsund, úr jöfnunarsjóði um 400 þúsund. Helztu gjaldaliðir eru mennta- mál 460 þúsund, til heimavistar- bygginga 740 þúsund, lýðtrygg- ingar 400 þúsund, til dráttarbraut ar 200 þúsund og vegamál 200 þúsund. Hæstu útsvör og að- stöðugjöld greiða K.F. Stykkis- hólms 289 þúsund, Sigurður Ágústsson 238 þúsund og Bif- reiðastöð Stykkishólms 22 þús- und. — Lagarfoss er hér í dag og lestar um 100 tonn af refa- fóðri til útflutnings. Dobrynin og Rusk ræddust við Washington, 8. ágúst — NTB — Reuter. f DAG ræddust þeir við í Was- hington, Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Baiidaríkjanna og Ana- tolij Dobrynin, sendiherra So- vétríkjanna í Washington. Fundur þeirra stóð í rúma klukkustund og sögðu þeir að honum loknum, að aðalumræðu- efni hefðu verið afvopun og kjarnorkuvopnatilraunir en Ber- línarmálið helði einnig borið á góma. Sagði Dobrynin líklegt, að þeir ræddust við aftur um þessi mál innan tíðar. Llewellyn Thompson, sendi- herra tók einnig þátt í umræð- unum nokkra stund; var þá að koma frá einkaviðræðum við Kennedy forseta. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins segir, að Rusk hafi einkum lagt áherzlu á það við Dobrynin, hversu nnkils Bandaríkjastjórn vænti af viðræðum um hinar nýju tillögur, sem Bandaríkja- menn leggja nú fram á ráðstefn- unni í Genf um bann við kjarn- orkutilraunum, en þar slaka þeir mjög mikið til við Rússa. Dobrynin var, að því spurður, hvort rétt væri, að Krúsjeff hyggðist heimsækja AUsherjar- þing Sanieinúðu þjóðanna í haust — en hann kvaðst ekkart hafa um það heyrt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.