Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVTSRL ifílU Laugardagur 25. ágúst 1962 Fiugkeppni og flugmódel- sýning á morgun Hver verbur Islandsmeistari i vélflugi? E I N S og Mbl. hefur áður greint frá, heldur Flugmála- félag íslands flugkeppni á sunnudag. Jafnframt verður haldin sýning á flugmódel- um. Hvort tveggja fer fram á Reykjavíkurflugvelli og hefst kl. 2 eftir hádegi. Að- gangur er ókeypis. 1 keppninni er keppt nm Shcll-bikarinn, sem Skeljungur Kaupmannahöfn 24 ágúst NTB Eitt mesta f járdráttarmál, sem danska Iögreglan hefur fengið til meðferðar er nú í uppsiglingu í Kauprr.anna- höfn. Hefur lögreglan hand- tekið 62 ára forstj. fyrirtæk- isins „Utslillingskontoret“ og er hann sakaður um að hafa dregiö' að sér með svikum að minnsta kosti átta milljónir danskra króna. hf. gaf 1957. Þá var keppt um hann, en síðan hefur ekki af því orðið. Nú er ætlunin að keppt verði á ári hverju. Sigurvegari hlýtur titilinn „íslandsmeistari í vélflugi“. Þegar er vitað um átta flug- vélar, sem taka þátt í keppninni, en vænzt er að þær verði alls 10 eða 11. Keppnin er ekki um hraða heldur nákvæmni og hæfni flugmannsins. Flugvélarnar eiga að fljúga um einnar klukku- stundar flug um nágrenni Reykja víkur og vinna ákveðnar þraut- ir, sem flugmennirnir fá ekki að vita um, fyrr en þeir leggja af stað. Eiga þeir að fljúga ákveðna leið, gera nákvæma áætlun, sem ekki má skeika, og verða menn til eftirlits á vissum stöðum, sem gefa tíma vélanna upp í síma eða um radíósíma í bílúm Flug- björgunarsveitarinnar. Þá eiga þeir að þekkja ákveðin kenni- mörk, færa leiðarreikning inn á kort, kasta hylkjum niður á vissum stöðum o. s. frv. Þegar flugvélarnar koma til baka, sýna þær nokkrar lend- ingar, t.d. marklendingu og nauðlendingu. í hverri flugvél verður einn flugmaður og einn aðstoðarflug- maður. Dómnefnd skipa Björn Jóns- son, sem er keppnistjóri, og tveir flugstjórar, annar frá Loft- leiðum, hinn frá Flugfélagi ís- lands. Þá sér Jón Pálsson, tómstunda- ráðunautur, um sérstaka sýn- ingu módelflugvéla og kynnir smíði þeirra. Sýndax verða alls konar gerðir módelflugvéla, þar á meðal fjarstýrðar flugur. Afhjúpusi minnisvarða á Blönduósi Á SUNNUDAGINN var, þ. 19. þ.m., voru við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Héraðsspítalan- um á Blönduósi, afhjúpaðar brjóstmyndir úr eir af Páli Kolka, fyrrverandi héraðslækni, og konu hans, frú Guðbjörgu G. Kolka. Jón fsberg, sýslumaður, setti athöfnina og hélt aðalræð- una, en í henni minntist hann starfs Kolka sem héraðslæknis Austur-Húnvetninga í 26 ár og þeirrar forustu, sem hann hafði veitt í því að koma í framkvæmd smíði Héraðshælisins á Blöndu- ósi, en jafnframt rakti hann þann þátt, sem frú Guðbjörg hefði átt í störfum manns síns, og lýsti þeim vinsældum, sem hún hefði unnið sér sem hús- móðir á þessum stað. Kvað hann ýmsa vini þeirra hjóna hafa ákveðið það á sextugsafmæli læknisins að láta gera þessar myndir og setja þær upp í Héraðshælinu, þótt dregizt hefði þar til nú að fá myndirnar fullgerðar og upp- settar. Þorsteinn B. Gíslason prófastur og Guðbrandur Js- berg, fyrrverandi sýslumaður, fluttu þarna einnig ræður og tóku mjög í sama streng, en Páll Kolka þakkaði fyrir hönd þeirra hjónanna. Allmargt manna var við athöfnina og var þeim öllum boðið á eftir til kaffidrykkju í baðstofu eða samkomusal Hér- aðshælisins. — Myndirnar hafði gert Ríkarður Jónsson og er það flestra mál, að þær séu mjög vel gerðar. Það þótti á sínum tíma í all- mikið ráðizt, þegar Austur- Húnvetningar hófu smíði Hér- aðshælisins, en það hefur sjúkradeild með 30 rúmum, elli- og hjúkrunardeild nokkru minni, húsnæði fyrir alla lækn- ingastarfsemi héraðsins, og að auki íbúðir fyrir yfirlækni, að- stoðarlækni og annað starfsfólk. Undirbúningur verksins tók sex ár, enda gekk smíði hússins fljótt og vel, svo að með ein- dæmum þótti með opinbera framkvæmd og varð mjög ódýr, miðað við stærð hússins og það, hve vel var til þess vandað. — Mátti einkum þakka það dugn- aði yfirsmiðsins, Sveins Ásmunds sonar, og framkvæmdastjóra verksins, Jóns ísberg, þáverandi lögreglufulltrúa. Teikningar að húsinu gerði á sínum tíma Hall- dór Halldórsson arkitekt, en um stærð þess og alla innri tilhögun réði Páll Kolka héraðslæknir mestu. f fyrrasumar var sett upp i garði Héraðshælisins mynda- stytta af móður með barn, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, og var fé til hennar fengið með frjálsum samskotum. Nú er i ráði að setja upp í sjúkrabið- j stofu stofnunarinnar eirmynd a£ ! Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðs- i lækni Húnvetninga, en hann var læknir þeirra 1837—1875, karl- menni mikið og héraðshöfðingi, auk þess sem hann var mestur i skurðlæknir á íslandi á sinni ' tíð. LAUGARAS LAUGARÁSBÍÓ er nú að hefja aftur sýningar eftir sumarfríin. Hefur verið notað tækifæri með- an sýningarhlé var til að breikka bilið milli sætanna, til að betur fari um gesti á aftari bekkjum hússins. En nokkuð þröngt var þar áður. þar eð stólar reyndust full stórÍT, er þeir komu utan lands frá í upphafi. Nú er einnig tekin upp sú nýj- ung, að fréttamyndir koma frá Englandi vikulega og eru sýndar á undan aðalmyndinni. Verður sýnd ný fréttamynd á hverjum laugardegi og munu margir vera fegnir þeirri þjónustu. Myndin, sem bíóið er að hefja sýningar á, er spennandi saka- málamynd, Anatomy of Murder, gerð eftir samnefndri bók, sem var metsölubók í Bandaríkjun- um. Otto Preminger gerði mynd ina, en aðalhlutverkið leikur James Stewart. Hann sést hér ásamt aðalkvenhetjunni, Lee Remrick. V.O. skrifar Velvakanda eft- irfarandi pistil, sem hundavin- um mun tæplega geðjast að: • Enga hunda i Reykjavík. Á hverju sumri skrifa ólögleg ir hundaeigendur í Rvíik grein ar í Mbl. og bera siig arunlega. Um langan tíma hefur verið bannað að hafa húnda hér í borg, m.a. af heilbrigðis og hreinlætisástæðum, einnig eru hundar hávaðasamir; og hættu- leg rándýr, þrátt fyrir einhverja taminingu. Að öllu töldu hafa flest stærri byggðarlög og bæ- ir neyðzt til að banna hunda- hald hjá sér og því fjarstæða að heirnta hunda í borgina, þótt sumir freistist til að hafa hund. Þá eru þeir að fremja vísvit- andi lögbrot á áberandi og storkandi hátt og sýna lögum og sambýlisreglum okkar víta- verða óvirðingu. • Hundar verða hér hvorki til gagns né þrifa. Kunnur rithöfundur sagði í daglblaði í vor: „Hér þurfum við ekki á hundum að halda til eins eða neins — og hinn diæma lausa óþrifnað af þeim, t.d. í erlendum borgum, hafa allir kynnzt, sem komið hafa út fyr- ir landsteinana.“ Hundahaldi fylgir einnig aukin götuhreins un, sérstakt heilbrigðiseftirlit og mannskap til að sjá um að hundahaldsregium sé hlýtt. Það yrðu miklir peningar, sem al- menningur yrði að greiða, auk alls annars ónæðis og óþæg- inda. • Ekkert uppeldisgildi. Hundar hafa ekkert uppeld- isgildi fram yfir önnur dýr, nema síður sé, og í borgum þarf ekki að smala fé né villast í þoku o.fl., þar sem væmin sveitarómantík getur gilt. Dýravinir hafa úr nógu öðru að velja en því, sem er bannað, t.d. fugla, fiska og ketti. Mér finnst t.d. að persónuleiki katta sé miklu uppbyggilegri en hunda, kettir hafa stolt og sjálf stæði til að bera, eins og við Íslendingar, en iáta hvorki kúg ast af dekri né matarást. • Mér er sagt að hér í borg séu hundar tékn- ir, hvar sem til þeirra næst eða kvartað er yfir þeim. Mun það vera lögregluskrifstofan, sem sinnir slíkum kærum. Borgar- búar ættu að standa saman í því að kveða niður hundaplág- una, og íhuga, er þeir sjá einn sakleysislegan hunda, að hundr uð og þúsundir hunda munu breyta götum okkar í saursvað og bílar, hús og girðingar verða útbíuð og lyktandi, eins og við höfum séð erlendis. Auk þess virðast hundaeigendur allir meira og minna bilaðir af öfga kenndu dekri og furðulegu snobbafbrigði, sem ekkert hef- ur hér að gera. • Uppspretta ólöghlýðni? Þegar fólk sér hvernig hunda eigendur misnota umburðar- lyndi lögreglunnar, þótt þeir auglýsi lögbrotin á áberandi hátt, hlýtur það að auka á lít- ilsvirðingu manna á lögunum og kvetja til smáafbrota eða verra, einkum hjá krötokum er alast upp í þessu aðhaldsleysi, V.O. • Leiðrétting í „opnu bréfí til þjóðarinn- ar“, sem birtist hér á fimmtu- dag, var rangfeðruð þessi þekkta vísa: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn; Finni’ hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. Þessi ágæta vísa er eftir Steingrím Thorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.