Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 25. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ SL. þriðjudag var mikið um að vera í London. Þús- undir manna söfnuðust saman á tveimur stöðum í borginni, fyrir utan Middl esex-sjúkrahúsið í Cleve- landstreet og heimili Sir Winston Churchill í Hyde Park-gate. Ástæðan var sú, að þennan dag yfirgaf Sir Winston Middlesex- sjúkrahúsið þar sem hann hefur dvalizt frá því að hann lærbrotnaði í Monte Carlo í lok júni si Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan Middlesex sjúkrah úsið, til að fagna Sir Winston. Það var um hádegisbilið, sem Sir Winston hélt heimieið is úr sjúkrahúsinu, en snemma um morguninn byrjaði fólk að safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið og heimili Churc- hills. f húsunum í nágrenni sjúkrahússins kom fólk sér fyrir í gluggum og sumir borg uðu fyrir að fá að standa við þá. ★ Veður var gott að morgni þriðjudagsins, en rétt fyrir há degi byrjaði að rigna eins og hellt vseri úr fötu, en fólkið lét það ekki á sig fá. Rétt áður en Big Ben sló eitt fóru fjórir menn út úr sjúkrabíl, sem beið fyrir utan Middlesex sjúkrahúsið og gengu mn í það. Skömmu síð- ar hrópaði mannfjöldinn: „Hann er að koma“. Churchill birtist í dyrunum borinn í stól, með vindil í hendinni og hatt og staf á hnjánum. Mannfjöldinn fagnaði hin- um aldna stjómmálamanni ákaft og hann veifaði til fólks ins glaður í bragði á meðan hann var borinn út í sjúkra- bifreiðina, sem flutti hann til heimilis hans. Þegar þangað kom hófust fagnaðarlætin aftur og hættu ekki fyrr en löngu eftir að Churchill var kominn inn í húsið. ★ Eins og kunnugt er lær- brotnaði Sir Winston er hann datt á baðherbergisgólfi í Hotel de Faris í Monte Carlo, gert var að brotinu samstund- is í sjúkrahúsi þar í borg, en daginn eftir var Churchill fluttur til Englands með flug- vél. f>ar var gert betur að brotinu, en á meðan að Churc- hill lá í Middlesex sjúkrahús- inu fékk hann blóðtappa og snert af bronkitist. Hann náði sér eftir hvort tveggja og er farinn að stíga í fótinn, sem brotnaði. SLYS OG VEIKEMDI Á TÍMUM STKÍÐS OG FRIÐAR Þetta er ekki í fyrsta skipt- ið, sem Sir Winston verður fyrir slysi. Hann hefur oft sloppið naumlega á sinni löngu og viðburðaríku ævi. Fyrst varð Churchill fyrir slysi, þegar hann var drengur í skóla. Hann var þá í eltinga- leik með félögum sínum. Hann hljóp yfir brú og er félagarnir voru að ná honum stökk hann út af brúnni, ætlaði að grípa í trjágrein, en náði ekki í hana og féll níu metra. Annað nýra hans skemmdist, hann var meðvituridarlaus í þrjá daga og lá í rúmmu mánuðum sam- an. Nokkrum árum síðar var Churchill í Sviss og fór einn út á vatn 1 árabáti. Hann lang aði allt í einu til að synda í vatninu og gerði það, en þá hvessti skyndilega og bátur- inn rak frá honum. Churchill synti á eftir bátnum og náði honum loks eftir mikið volk. 1895 tók Churchill þátt í bar dögum á Kúbu og slapp fjór- um sinnum naumlega frá því að verða skotinn, eitt sinn straukst t. d. kúla' við kinna hans ug særði hann lítilshátt- ar. Þremur árum síðar var Churchill með litlum her- flokki í Indlandi nálægt landa mærum Afganistan, en þar voru bardagar daglegt brauð. Eitt sinn var ráðizt á herflokk Churchills og flestir mennirn ir í honum drepnir, en Churc- hill slapp. Næst tók Churchill þátt í Búastríðinu og særðist af sprengjubroti og fékk skotsár, en náði sér brátt. Þegar flugvélin kom til sög unnar, vildi Churchill ganga úr skugga um hvernig það væri að fljúga. Daginn eftir að hann fór í fyrstu flugferð- ina, hrapaði flugvélin, sem hafði flogið með og flugmað- urinn beið bana. í fyrri heimsstyrjöldinni var Cliurchill 5 skotgröfunum og þá kom það fjórum sinnum fyrir, að hann var kallaður frá herdeild sinni t. d. til að gefa yfirmönnum sínum Skýrslu, og þegar hann snéri aftur voru skotgrafirnar, sem hann hafði verið í sundur- skotnar og þeir menn, er höfðu gengr starfi hans látnir. 1931 lenti Churchill í bíl- slysi í Bandaríkjunum. Hann steig út úr bifreið og er hann var kominn út á götuna ók önnur bifreið á hann. Hann Á meðan Churchill lá í sjúkrahúsinu dó kjölturakki hans, Rufus II, sem var fimmtán ára og hafði verið heldur sjóndapur síðustu ár- in. Rufus H var jarðsettur hjá fyiirrennara sínum Ruf- usi I, í garði Sir Winstons. særðist illa á höfði og lá í sjúkrahúsi nokkurn tíma, en Eitt sinn á árum síðari fór þaðan fullfrískur. heimsstyrjaldarinnar, þegar Churchill var leiðtogi þjóðar sinnar, var höfuðfötum brezku hermannanna breitt. Margir voru óánægðir með breyting- una og kvöld eitt í kalsaveðri kom hópur hermanna saman fyrir utan bústað Churchills, því að hann hafði óskað eftir að heyra mótmælin af vörum þeirra sjálfra. Churchill fór úr upphituðu vinnuherbergi sínu út í kuld- ann án þess að fara í yfir- höfn, sannfærði hermennina um ágæti nýju höfuðfatanna, en fékk lungnabólgu og varð mjög veikur. Churchill hefur, að sögn, þrisvar fengði snert af heila- blóðfalli, fyrsta 1953, en náð sér alltaf á mjög skömmum tíma. Fyrir tveimur árum datt Churchill og hryggur hans skaddaðist. Nú er Churchill 87 ára gam- all og enn hefur honum tekizt að yfirstíga öll sín veikindi og meiðsl. KTAKSTEIWIÍ Stríðið við staðreyndirnar Eins og Mbl. hefur margsinnis bent á að undanförnu er Fram- sóknarflokkurinn og málgagn hans, Tíminn, í stöðugu stríði við staðreyndirnar. Bardagaaðferðirn ar í þessari kynlegu styrjöld hafa verið margvíslggar, en einna harð snúnust var sóknin þegar blaðiS lýsti því yfir að lífskjör íslend- inga hefðu aldrei verið jafn slæm og í dag, svo að menn héldu aS næsta dag yrði vígorðið eitthvað á þessa leið: „Aftur til 18. ald- ar“. t gær er vopnfimin á þessa leið: „Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur stefna hins opinbera í landbúnaðarmálum verið sveigð inn á stefnu kyrr- stöðunnar og ört minnkandi fram fara.“ Þessi „kyrrstaða" og „minnk- andi framfarir“ lýsir sér m.a. í því að á svæði Mjólkurbús Flóa- manna fjölgaði kúm á síðasta ári úr 12087 í 12908. MeSalkúa- fjöldi á framleiðanda á svæði Mjólkurbús Flóamanna var 1960 10.46 en 1961 11,35 og mjólk urmagn á hvem framleiðanda hækkaði úr 26048 kg í 28848 kg. Bændur og neytendur I blaði Framsóknarflokksins segir ennfremur: „Athyglisvert er það að síðan 1950 hafa bændur landsins aukiS framleiðslu kjöts og mjólkur um meira en helming án þess a$ þeim hafi fjölgað. En þessi fram leiðsluaukning hefur nálega ekk- ert aukið tekjur bænda vegna þess hve búvöruverð hefur lítið hækkað. Ágóðinn af hinni gífur- legu framleiðsluaukningu sem er þrekvirki heillar stéttar, hef- ur runnið í vasa neytenda. Neyt- endur hafa notið landbúnaðar- framkvæmdanna fyrst og fremst en bændur ekki.“ Sem betur fer er þessi fullyrð- ing ekki rétt frekar en annað, sem í blaði Framsóknarflokksins stendur. Hagur bæði bænda og neytenda hefur batnað, þótt hitt sé rétt að hann hafi ekki batnað nægilega ört vegrna hinnar röngu stefnm, sem hér var við líði fyrir áhrif „vinstri manna“. En menn hafa hingað til haldið að „siðan 1950“ hafi Framsóknarmenn haft töluverð áhrif í verðlagsmálum landbúnaðar, svo að þessi áfellis- dómur hittir naumast aðra frek- ar en þá sjálfa. Vinnuhagræðing Mbl. hefur marg bent á ntauð- syn þess að bæta samstarf Iaun- þega og vinnuveitenda og afla raunhæfra kjarabóta án verk- falla. Þetta sjónarmið hefur not- ið vaxandi fylgis, enda starfar nú nefnd að undirbúriingi slíkra ráð stafana. i Alþ.bl. í gær fjallar Eggert Þorsteinsson um þetta mál og segir m.a.: „Heildarsamkomulag Alþýðu- sambands og Vinnuveitendasam- bands um þjálfun fóiks til þess- ara athugana og um framkvæmd 1 alla er algjör undirstaða þess að vel takist. Slíkt samkomulag verður að eiga sér stað annars er fjármunum í þessu skyni á glæ kastað. Verði til alls undirbúnings vandað og ekki framdar byrjun- arsyndir með því að þröngva breyttum aðferðum inn á fólkið þá er fullvist að eitt merkileg- asta spor síðustu ára er stigið til betri lífskjara, réttlátari launagreiðslu og betri hagniýt- ingar vinnuafls, sem svo mjög skortir á hjá okkur í dag.“ v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.