Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 20
Fféttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erleuclar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
ciímtmMaíiiifo
MDRGUNBLAÐIÐ
Kvöldsala á blaðinu befst úr
afgreiðslunni við Aðalstræti
á hverju laugardagskvölði kl. 9.
193. tbl. — Laugardagur 25. ágúst 1962
Hnefaleikaæfingu á Hverf-
isgötunni lauk með ráni
Þrír unglingar stálu 15,000 krónum
af fullorðnum manni
AÐFARANÓTT sunudagsins var
maður rændur veski sínu með
15,000 krónum á sögulegan hátt
á Hverfisgötu og voru þar að
verki þrír unglingar, einn 16 ára
og tveir 18 ára.
Málavextir voru þeir að utan
bæjarmaður um fimmtugt brá
sér í höfuðstaðinn og fór að
skemmta sér í húsi kunningja
síns á Hverfisgötu á laugardags
kvöldið. Hafði hann tekið með
sér 15,000 krónur og geymdi þær
í veski, sem hann hafði í iakka
vasa sínum.
Nokkru eftir klukkan eitt um
nóttina fór maðurinn út á Hverf
isgötuna að fá sér ferskt loft og
Cóð
humarveiði
Alkranesi, 24. áigúst.
HUMARBÁTAR lönduðu hér f jór
ir í dag , Svanur, Freyr og Ás-
björn voru heldur betur að setja
í hann, fengu firrwn tonn hver
og Ásmundur 2 ton-n.
Ðragnótatrillurnar létu ekki
sitt eftir liggja, héldu sig á mið
unum og toguðu í gríð og erg.
Aflahæst var Björg með 1320 kg.
Hafþór 500 og Sigursæll 460 kg.
Fimm línutrillur reru í morg-
un. Vonin fiskaði 1350 kig., Bensi
950 á sjö bjóð og Bjarmi 600 kg.
— Oddur.
i.'estur hljóp
á bíl
Akranesi 24. ágúst.
BIFREIÐARSTJÓRA frá Akra-
nesi varð alvarlega hvert við
kiukkan rúmlega eitt aðfaranótt
S.l. sunnudags. Hann var á heim-
leið með farþega í bíl sínum á
þjóðveginum móts við Beitistaði
í Leirársveit er 2—3 vetra tryppi
kemur askvaðandi á móti hon-
um. Bílstjórinn hemlaði sem
hann gat og vonaði »ð skepn-
an stykki útaf veginum, en raun
in varð önnur. Tryppið stökk
beint á bilinn og hefur án efa
blindast og toryllzt af ljósunum.
Tryppið meiddist lítillega en bíll
inn dal ðist mikið. — Oddur.
komu þá til hans þrír ungir pilt
ar sem voru að koma af dansleik
Gáfu þeir sig á tal við manninn,
en hann hafði í æsku æft hnefa
leika. Kom á daginn að einn
piltanna var sonur hnefaleikara,
sem maðurinn þekkti frá því fyrr
á árum. Hljóp þá æskugáski í
manninn og stakk hann upp á því
við son hnefaleikarans að þeir
reyndu með sér þama á götunni
i fullri vinsemd, og tækju nokkr
ar sóknar og varnaræfingar. Pilt
urinn var ekki á móti þvi, og fóru
þeir báðir úr jökkunum og fengu
öðrum kunningja piltsins.
Að þessu loknu fóru „hnefa-
lei’kamennirnir" að setja sig í
stellingar, og um það leyti varð
þeim, sem á jökkunum hélt, lit-
ið í vasa mannsins og sá þar
veski þykkt og mikið. Hafði
hann þá engin umsvif heldur
greip veskið, fleygði jökkunum
í hnefaleikamennina og hvarf út
í myrkrið. Hinir piltarnir tveir
munu hafa haft pata af bví að
hann hefði tekið veskið. Kvöddu
þeir eigandann í skyndi, héldu
á brott og skildu hann eftir á
götunni með jakkann í hendinni.
Er maðurinn fór í jafckann
saknaði hann þegar veskis síns
og gerði hann lögreglunni þeg-
ar aðvart um ránið. Var piltanna
leitað en án árangurs og var það
loks sl. miðvikudag að þeir fund
ust. Hafa þeir nú viðurkennt rán
ið, en litið var eftir af peningun
um, aðeins 25 krónur. Höfðiu
piltarnir fengið sér leigulbíla og
ekið út á land, heimsótt þar
skemmtistaði, drukkið og haldið
sig ríkmannlega. Veskinu kváð-
ust þeir hafa fleygt í húsasund
við Lindargötu eftir að hafa
tæmt það, og stóð það heima.
Hér er um að ræða unglings-
pilta, einn 16 ára en hinir tveir
18 ára.
Bústaður Eiríks rauða í Bröttuhlíð.
Strætisvagn tek-
inn úr umferð
LAUST eftir klukkan sjö í gær-
kvöldi varð árekstur milli stræt-
isvagns og annars bíls á mótum
Njarðargötu og Hringbrautar. Við
athugun kom í ljós að bremsur
strætisvagnsins voru ekki í full-
komnu 'agi og tók bifreiðaeftir-
litið hann úr umferð.
Umhverfi Bröttuhlíðar
í Crœnlandi friðað
til mlnningar um Eirík rauða
KRISTELDGT Dagblad í Kaup
mannaihöfn skýrði svo frá
fyrir skömmu, að danska
þjóðminjasafnið hafi áíkveðið
að friða Bröttuhlíð í Græn-
landi, bústað Eiríks rauða,
biskupssetrið í Gorðum og
gamla eskimóabúetaði. Er
þetta gert til að minnast fyrstu
byiggðar norrænna manna á
Grænlandi.
Yfirmaður' danska þjóð-
minjasafnsins Jörgen Meld-
gaard er nýlkominn beim frá
Grœnlandi, en þar hefur frið
un fyrrnefndra staða verið í
undirbúningi. M.a. var unnið
að uppgreftri Þjóðhildar-
kirlkju og bæjar Eiríiks rauða.
Jörgen Meldigaard sagði
m.a. I viðtali við Kristeliigt
Dagblad, að hinar gömlu rúst-
ir yrðu gerðar þannig úr
garði, að ferðamenn og aðrir,
sem heimsæiktu staðinn
fengju glögga hugm/ynd um
hvernig menn bjuggu á Græn
landd á dlögum Eirí'ks rauða.
Undirbúningur að þessu er
nú hafinn og verður honum
sennilega haldið áfram næsta
sumar.
Gdð síldveiöi
síðdegis í gær
Fjórlr bátar sprengdu nætur
MJÖG góð síldveiði var á Ægis-
slóð, 50 sjómílur NA af Raufar-
höfn síðdegis í gær. en veiði í
fyrrínótt var litil. Mörg skip
voru búin að fá góðan afla er
Nær allur saltfisk-
ur farinn utan
1 ÁR er búið að flytja út óvenju-
mikið af saltfiski. Hefur verið
flutt út allt sem framleitt var
óverkað og ætlað til útflutnings
í því ástandi, eða ca. 21 þús.
lestir. Eru einu birgðirnar af
óverkuðum saltfiski þar sem verk
að er í þessum mánuði og seinni
hluta síðasta mánaðar. Þessar
upplýsingar fékk blaðið hjá
Helga Þórarinssyni, framkvæmda
stjóra hjá SIF.
Eftir eru eingöngu 6—7 þús.
lestir af fiski, sem á að þurrka
og verkaður er fyrir Suður-
Ameríku rnarkað. Eru því minni
birgðir af saltfiski nú í landinu
en undanfarin ár á þessum tíma.
Prentarar boða
verkfall n. k.
föstudag -
ÞANN 1. september nk. renna
út samningar Hins íslenzka
prentarafélags og Félags prent-
smiðjueigenda. Hafa prentarar
boðað verkfall frá og með mið-
nætti föstudagsins 31. ágúst tak-
ist samningar ekki fyrir þann
tíma. Stöðvast þá öll blaða- og
bókaútgáfa í landinu, ef til kem-
ur. —
Óskar Guðnason, formaður
Hins íslenzka prentarafélags,
tjáði Mbl. í gærkvöldi að prent-
arar færu fram á samtals 18%
kauphækkun miðað við 1. júní
sl. eða svipað <*g trésmiðir hefðu
samið um. Þá hefði verið farið
fram á fjölgun á þeim laugar-
dögum, sem prentarar þurfa
ekki að vinna eftir hádegi,
þannig að vinna hætti alla laug-
ardaga kl. 12 á hádegi, en októ-
ber, nóvember, desember og
janúar hafa prentarar unnið til
kl. 5 e. h. á laugardögum.
Óskar sagði að þá væri enn-
fremur farið fram á að 6% orlof
yrði greitt á alla aukavinnu, en
til þessa hefur ekki verið greitt
orlof fyrir slíka vinnu. Væru
þetta kröfur prentara í höfuðat-
riðum.
Einn fundur hefur verið með
deiluaðilum og næsti fundur ver-
ið boðaður á mánudag. Prentar-
ar boðuðu í fyrradag verkfall
frá kl. 12 á miðnætti 31. ágúsí
náist samkomulag ekki fyrir
þann tíma.
Mbl. hafði saimiband við Raufar-
höfn í gærkvöldi. Síldin er feit
og falleg, en smásíld á stöku stað
og hafa nokkrir bátar lent í henni.
Fjórir bátar, Jón Garðar, Ólafur
Magnússon AK, Vinur ÍS og
Hrafn Sveinbjarnason II fengu
svo stór köst síðdegis í gær að
nætur þeirra sprungu.
Á Raufarhöfn eru allar þrser
fullar þannig að skipin sigla mik
ið til Siglufjarðar og munu um
9,000 mál hafa borizt þangað í
gœr.
Fyrstu bátamir komu til Rauf-
arhafnar I gærkvöldi Og hófst
þá söltun þar á flestum stöðvum.
Landað er eftir því sem þróax-
rými losnar á Raufarhötfn.
Eftirtaldir bátar höfðu til-
kiynn<t afla sinn er Mibl. vissi síð-
ast til í gærkvöldi:
Helgi Flóventsson 800, Víðir II
700, Draupnir 350, Helga RE 1400
— Mánatindur 600, Árni Geir
500, Sæþór 1000, Jón Garðar 700,
Hugrún 900 Hringver 700, Ólaf-
ur Magnússon AK 300, Bjarni
Jóhamnesson 660, Þorbjörn 500,
Sigurður Bjarnason 900, Gisli
lóðs 1000 Pétur Sigurðs-
son 1160, Muninn 750, Fjarða-
klettur 400, Leifur Eiríksson
1000, Hail'ldór Jónsson 1160,
Björn Jónsson 1200, Eldlborg
1160, Akraborg 1500 Fagriklett-
ur 1100, Ólafur Magnússon EA
1300, Saefaxi 500, Stefán Árnason
700, Baldur 760, þorlákur 700,
Alftanes 850, Auðunn 1000
Hannes lóðs 800, Anrva 1000, Snæ
fell 1300, Jökull 900, Tál'knfirð-
ingur 300, Stígandi ÓF 860, Húni
900 og Hafrún 1600 mál.
Á Raufarhöfn var landað 1
gær eins og verksmiðjan hafði
undan að bræða, en 5—6 þúsund
mála þróarými losnar þar á sól-
arhring. Allar þrær eru fullar á
Framh. á bls 2
Loftleiðir byggja
flugstöð í Rvík
Á FUNDI sínum 21. ágúst gerði
borgarráð fyrir sitt leyti álykt-
un þess efnis að Loftleiðum
verði leyft að byggja hluta flug-
afgreiðsluhúss á Reykjavíkur-
flugvelli 1 samræmi við fyrra
leyfi og að félaginu verði leyft
að reisa fyrir starfsemi sína
skrifstofuhús á lóðinni með áð-
ur tilgreindum fyrirvörum.
Blaðið hafði samband við
Kristján Guðlaugsson, stjórnar-
formann hjá Loftleiðum, sem
sagðist enga tilkynningu hafa
fengið um þetta, og meðan ekki
væri vitað um skilyrðin, þá gæti
hann ekkert um þetta mál sagt
Loftleiðir hefðu aftur sótt una
leyfi til slíkrar byggingar, eftir
að í ljós kom að ríkið mundi
ekki í bráð veita fé til flug-
stöðvarbyggingar á Reykjavik-
urflugvelli.
Áformað hafði verið að bygg-
ingin yrði í suðaustur frá Fiug-
turninum.