Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ xz Laugaidagur 25. águst 1962 tJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. EIMSKIP OG VERÐ- LAGSEFTIRLIT JHins og kunnugt er varð^ stórfelldur halli á rekstri Eimskipafélags íslands sl. ár. Byggðist hann á því að verð- íagseftirlit hafði ákveðið al- gjörlega óraunhæf ákvæði um farmgiöld þannig að í sumum tilfellum nægðu þau ekki einu sinni fyrir útskip- xmarkostnaði í New York. Augljóst mál er að það getur ekki verið í þágu al- mennings að viðhalda verð- lagsákvæðum, sem leiða til þess að jafnmikið þjóðþrifa- fyrirtæki og Eimskipafélag íslands verði að draga sam- an rekstur sinn og yrði jafn- vel gjaldþrota á tiltölulega skömmum tíma. Þvert á móti hljóta það að vera almanna- hagsmunir að slíkt fyrirtæki geti endurnýjað skipakost sinn og bætt hann, tekið upp fyllstu hagkvæmni í vinnu- brögðum o. s. frv. Það eru þessi meginatriði sem merrn verða að hafa í huga þegar þeir meta hækk- un farmgjalda. Enginn vafi er á því að hún var nauðsyn- leg og raunar hefði verið ástæða til að afnema verð- lagsákvæði á þessu sviði, eins og öðrum, enda eru nægilega margir aðilar, sem keppa um flutningana, til þess að ekki yrði um óhófs- gróða að ræða. Á það hefur verið bent með rökum að á ýmsum svið- um hafi verðlagsákvæði beinlínis stuðlað að hærra vöruverði en ella. Um skeið hefðu þau e.t.v. getað haldið verðlagi nokkuð niðri, en af- leiðingin oft orðið sú að fyr- irtækjum hafi verið gert ó- kleift að endurbæta tæki sín og taka upp nýjar vinnuað- ferðir, þannig að niðurstaðan hafi orðið sú að verðlag hafi brátt orðið hærra en það hefði þurft að vera, ef um eðlilegan rekstur hefði verið að ræða. Þessa staðreynd hafa ná- grannaþjóðimar yfirleitt gert sér ljósa, og þess vegna eru hvergi við líði jafn fáránleg verðlagsákvæði og hér hafá lengi þekkzt. Það er ein af skýringunum á því að okkur hefur gengið seinna en ná- grannaþjóðunum að afla al- mennra kjarabóta. TANNSKEMMDIR BARNA regn sú, sem Mbl. birti í gær um að Pálmi Möller tannlæknir hefði gert athug- anir, sem leiddu í ljós að tannskemmdir bama væru meiri hér á landi en annars staðar, er vissulega uggvæn- leg. Pálmi telur að ástæðan til þessa sé aukin neyzla á fínmöluðum sykurefnum og sætum aukabitum síðdegis og á miðjum morgni á ís- lenzkum heimilum. íslenzkir foreldrar ættu að huga að þessari staðreynd og reyna að bæta um á þessu sviði. En eins og kunnugt er veldur tannlæknaskortur því að erfitt er að fá fullnægj- andi þjónustu fyrir bömin, þó að borgaryfirvöld Reykja- víkur t. d, hafi gert allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að úrbætur fengjust. SKOÐUN RAGNARS í SMÁRA Dagnar Jónsson ritaði at- hyglisverðan Vettvang í Mbl. í gær. Þar segir m.a.: „Ég er fyrir löngu fallinn frá þeim kenningum að trú- arbrögð séu áfangi auðmann- anna að blekkja fátækan al- múgan og líka hinu að fá- tæktin geri menn góða en auðurinn sé gróðurhús var- mennsku. Sannleikurinn er sá að trúarbrögðin em líf- akkeri mannsins og fjármun- irnir réttilega kallaðir afl þeirra hluta, sem gera skal. Fátæktin vinnur smám sam- an á flestum góðum áform- um manna og reynslan hefur kennt okkur að menn verða sanngjarnari, þolinmóðari og félagslyndari, ef þeir búa við fjárhagslegt öryggi. En batn- andi efnahagur setur mann- inn í vanda að velja og hafna“. Með fáum og hógværum orðum lýsir höfundur þarna þeim meginlífsviðhorfum sem Mbl. vill undirstriká. Er það líka full ástæða þegar máttug öfl berjast annars vegar gegn trúnni og hins vegar gegn því að nokkur einstakl- ingur megi vera fjárhagslega sjálfstæður. Öfundin er því miður of ríkur þáttur í hugarfari ís- lendinga, enda hefur ræki- lega verið á henni alið af heil um stjórnmálaflokkum, sem líka hefur stundum tekizt að afla sér fylgis með því að ráð- ast að þeim sem bjargálna eru. Þó er það svo að sérhver heilbrigður maður leitast við að tryggja fjárhagslegt sjálf- ALLT BENDIR til þess að Garufalia Popaginos myndi verða hamingjusöm. Hún var falleg, vel vaxin og góð stúlka og iðjusöm og lífið brosti við henni. Garufalia ólst upp í grískum smábæ, Andravidas. Eins og öðrum siðsömum grískum stúlkum er títt hélt hún sig dyggilega innan fjögurra veggja heimilisins og leit aldrei í þá átt, sem karlmaður var. Hún vissi að foreldrar hennar myndu ákveða hvenær og hverjum hún skildi giftast. Og dag nokkurn kom svo faðir hennar heim með ungan og glæsilegan pilt, Andreas Kalyvas sem bjó í nágranna- þorpinu. Andreas var e.t.v. nokkuð rólegur og feiminn, en þar sem hartn var heiðarlegur og góður drengur komu fjöl skyldur þeirra sér brátt saman um að þau skildu ganga í heil- agt hjónaband. Og síðan var efnt til brúðkaups með pompi og pragt og Garufalia og Andr eas fluttu inn í litla húsið sem foreldrar þeirra höfðu slegið saman í og gefið þeim. Allir voru á einu máli um að Erfingjans var beðið af öllu skyldfólki þau ættu mjög vel saman og nú biðu allir spenntir eftir að sjá ávöxtinn af hjónabandinu. En ekkert slíkt gerðist. Jafn- vel hinar skarpskyggnustu frænkur gátu ekkert séð á Garufaliu, sem bent gæti til þess að sitthvað væri í vænd um. Þegar liðið var hálft ár frá brúðkaupinu kom tengda- móðirin að tali við hana og sagði dálítið ásakandi. „Við hjónin erum nú að verða göm ul. Ætlarðu virkilega áð láta okkur fara burt úr þessum heimi án þess að eignast barna börn?“ Og foreldrar Garufaliu börmuðu sér á sama hátt yfir barnabarnaleysinu og hvöttu dóttur sína til þess að rækja vel eiginkonuskyldu sína. Og jafnvel eiginmaður hennar var sífellt að hreyta í hana ónot- um og sagði m.a.: „Hvað er þetta manneskja. Hvers lags eiginkona ertu eiginlega, að vilja ekki gefa manni þínum erfingja". Eftir hálfs annars árs hjóna band bólaði enn ekki á nein- um erfingja og veslings Garu- falia var niðurbrotin á sál og líkama. Loks gat hún ekki lengur afborið smán sína og hengdi sig á loftinu í litla húsinu þeirra Andreasar. Við líkkrufningu lögreglunn ar kom í ljós að hin óhamingju sama Garufalia var enn óspjöll uð mær!!! og er farið var að spyrji Andreas varfærnislega út úr, kom í ljós að hann, — og líklega ekki Garufalia held ur, — hafði hugmynd um hvernig hjón fara að því að eignast barn ..... Refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku stæði sitt og fjölskyldu sinn- ar. Það er líka aðalmarkmið sannra lýðræðisflokka að gera sein allra flestum kleift að eignast eitthvað og njóta öryggis efnahagslega. Og menn mega gjarnan hugleiða hvori'r séu líklegri til þess að hjálpa þeim að ná þessu markmiði, þeir sem viðurkenna að stefna beri að því að allir geti eignast eigin íbúðir og önnur verðmæti, eða hinir, sem nærast á öf- und og vilja taka fjármagnið í sem ríkustum mæli af ein- staklingunum og fá það í hendur pólitískum valda- bröskurum í skjóli ríkis- rekstrar eða ópersónulégs samvinnubákns. Formaður og varaformaður Suðvestur-Afríkunefndar SÞ hafa birt skýrslu um heimsókn sína til Suður-Afríku og Suð- vestur-Afríku. Þeir leggja til, að Allsherjarþingið veiti Suður-Af- ríku stuttan frest til þess að fnam kvæma samþykktir þingsins varðandi Suðvetur-Afríku, ella grípi Allsherjanþingið til refsi- aðgerða eða annarra ráðstafana til þess að knýja fram sam- þykktir sínar. Neiti stjórn Suð- ur-Afríku með öllu að fara að vilja Allsherjarþingsins, er lagt til í skýrslunni, að þingið svipti Suður-Afríkustjórn stjórnarum- boði í Suðvestur-AJríku, Samein uðu þjóðimar taki þar sjálfar við stjórn og hefjist handa um að búa landið undir sjálfstæði. Loks segir í skýrslunni, að stjórn Suður-Afríkiu mismuni kynþátt- um í Suðvestur- Afríku, það sé brót á samþykkt SÞ og á mann- réttindayfirlýsingunni. Ben Gurion kom- inn til Svíþjóðar Stokkhólmi, 21. ágúst. — NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA fsraels, David Ben Gurion, kom í dag til Stokkhólms og er þar með hafin mánaðarferð hans til Norður- landa. Á Arlanda-flugvelli tóku á móti honum Tage Erlander, for- sætisráðherra Svía, og Östen Unden, utanríkisráðherra. Enn- fremur fulltrúar sendiráða Norð- urlanda í Svíþjóð. 1 fylgd með Ben Gurion, sem nú er 75 ára að aldri, eru kona hans og dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.