Morgunblaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. ágúst 1962
MORGTINBLAÐIÐ
9
Hrlilpn ö. ÍUJLjAQn F
Sextugur í dag:
Sigurjón Kristjánsson, skipstjóri
Fast og lengi sjó þú sóttir,
sigldir út rneð liðið frítt.
Barst að landi gullsins gnóttir,
gæfan sigldi í kjölfar þitt.
Og þó risi brattur boðinn
bar þig heilan yfir hann.
— Það var eins og glæsta gnoðin
Yfir hverskyns amstur hafinn
ég af hjarta votta þér.
Sit þú heill og sæmdum vafinn
sérhvern dag, sem eftir er.
Lát þig dreyma daga forna:
dáð og kjark og manndóm þinn,
Æskuna lifðu endurborna
í ellinni, góði vinur minn.
Ú fgeroarmenn
íftvegum frá fyrsta flokks skipasmíðastöðvum í
Noregi
StáEfiskiskip í öllum stærðum
Ef samið er strax
höfum vér tilboð í 180 og 220 lesta fiskiskip.
AFHENWNGARTÍMl MAÍ 1963.
Teikningar, lýsingar og aðrar
upplýsingar á skrifstofu vorri.
Eggert
Kristjánsson & Co. hf.
í DAG er sextugur Sigurjón
Kristjánsson, skipstjóri frá Sandi
Hann er fæddur á Bíldudal 25.
ágúst 1902.
Faðir hans varð úti milli
Tálknafjarðar og Bíldudals sama
ér. Sigurjón ólst hví upp með
móður sinni Stefaníu Stefánsdótt
ur alþekktri sæmdarkonu og
stjúpföður sínum Sigurði Jóna
tanssyni á Sandi, þvi þangað
fluttist móðirin með bömin tvö
eftir að faðir þeirra aó. Á Sandi
átti Stefanía móður er hún leit-
aði til. Sigurjón var strax í æsku
dugmikill vandaðt- sómadrengur
Snemma hneigðist hugur hans
að sjó er var aðalstarf allra ungra
manna á þeim stað. Hann Byrj-
aði formennsku aðeins 18 ára
gamall og hefur haft manna for
ráð sem formaður og skipstjóri
í 40 ár, allt frá árabátum 5 manna
fari til nýtízku vélskipa með full
komnustu tækjum.
Gæfan hefur fylgt honum allt
hið langa skipstjóratímabil.
Honum hefur alltaf farnast
vel, verið mikill og farsæll afla
maður, hvaða fari sem hann hef
ur stjómað.
Hann lærði til sklpstjórnar á
Isafirði árið 1924, fluttist til Akra
nes 1936 og var skipstjóri á bát-
um þaðan til loka ársins 1959 er
hann hóf starfsemi í sementsverk
smiðju Akranes.
Sigurjón naut þeirrar gæfu að
giftast bráðgreindri ágætiskonu
Sigríði Ólafsdóttur frá Sandi,
hafa þau verið mjög samhent í
starfi.
5. jan 1952 skeði sá sorgarat-
hurður í lífi þeirra hjóna að
missa son sinn Sævar er drukkn
®ði í ofsaveðri á m.b. Val frá
Akranesi. Sá sonur var Sigur-
jóni líkastur mikiil efnismaður
er hafði ákveðið að gera sjó-
mennsku að sínu lífsstarfi Sigur
jón tók því sem öðru með karl-
mennsku t., hugró þess manns
er skynjaði að á bak við það
tjald er að skílur líf og dauða.
hefst nýr lífsdagur hinna full-
komnu lífveru. I>ó mun bessi at-
burður hafa verið honum erfið-
astur í lífinu.
Við slík tímamót sem þessi í
sefi manna, reikar hugur sam-
ferða manna og vina til liðinna
tíma og staðnæmist við vissa at-
burði í lífi þeirra. Ég minnist
þess að fyrir 42 árum var ég
staddur við Keflavikur-lendingu
á Sandi, þar sem engu má muna
í brimlendingu og getur aðeins
faðms skekkja ráðið örlögum,
hvort skipshöfn heldur lífi eða
fiytzt inn á annað svið.
Þennan dag var sjór úfinn,
Bldur hrundu á boðum, einn bát-
ur var fyrir utan brimgarðinn
og beið eftir lagi, gamlir reyndir
veður-barðir formienn stóðu í
hóp í landi ag ræddu um útlit-
ið hvort lending væri möguleg
eða ekki. Voru þeir sammiála um
að ekki væri lendandi nema
hinni ýtrustu hár nákvæmni væri
beitt með töku lags og stjórnar
bóts í brimgarði.
Þeir litu áhyggjufullir til litla
bátsins er utan beið.
Ég ipurði hvaða formaður
þetta væri, svarið var, það er
hann Sigurjón, þetta verður
fyrsta lendingin hans í hafbrimi.
Kornungur maður sat undir
stýri og fjórir undir árum. Allir
biðu í ofvæni í landi hvernig
takast mundi.
Skyndilega lyfti hinn ungi
imaður hendi á sarna augnabliki
beita ræðararnir römmum tök-
um knýja bátinn fram svo sem
frekast má, allir vita að það gild
jr líf að vel sé róið og rétt stjórn
að svo lendingin megi takast.
Nú kom hreifing á formanna hóp
inn, þeir lifðu upp þau augna-
blik er þeir sjáifir höfðu fyrir
mörgum árum gengið gegnum
eömu eldraun.
Rétta lagið tekið sögðu þeir,
en tekst honum eins vel í brim-
garðinum, þekkir hann straum-
kastið. Það var sambland að ótta
og hrifningu í svip þeirra, bát-
urinn óð áfram, öldurnar nálg-
ast, sú fyrsta lá en þykk utar
háar gieigvænlegar, ofraun hverj
um smábát, takizt honum að
fylgja þeirri fyrstu tekur hún
bátinn á réttum stað, það ræður
örlögum, lendingarstaðurinn nálg
ast, á bakborða er Vararhöfuð
há geigvænleg klettaflúð. Á
stjórnborði strítumyndaði klett-
urinn, „Kolli“ ásamt fleiri
smærri klettum á þessu um-
hverfi svarvaði brimið um milli
Höfuðs og Kolla verður báturinn
að lenda, bilið var frílega ára-
báts-breidd. Á þessum stað hafa
í gegnum aldir mangar skipshafn
ir tapazt. Þeir sem ókunnugir
voru virtust skaikkt stefnt, en
kunnugir þekktu straumkastið og
sáu að hárrétt var á haldið,
Fyrsta aldan reið undir litla bát-
inn, lyfti honum að faldi, æddi
áfram með feifcna hraða á næsta
augnabliki þaut hann inn í hina
þröngu vör milli höfuðs og Kolla,
þar sem bilið var svo þröngt
sem áður var lýst og engu mátti
muna.
Sigurjón hafði gengið í gegn-
um hina hörðustu eldraufl for-
mannsins og sigrað.
Gömlu fónmennirnir réttu hon-
EINANGRUN
Ódýr og mjög góð einangrun.
Vönduð framleiðsla.
J. Þorldksson 8c
Norðmann h.f.
Innhú til sölu
vegna flutnings: Dagstofuhús-
gögn útskorið mahogní með
damaskáklæði, svefnherbergis
húsgögn, nokkur barnarúm,
bókahillur, bamaskrifborð, —
ljósakrónur, kæliskápur, sjón-
varpsloftnet, borð og stólar.
Kjartansgötu 2, uppi.
— Vinur.
Höfum einnig sölt. — Sendum gegn póstkröfu.
FJÖLVIRKINN, Bogahlíð 17.
Sími 20599 og 20138.
um þegjandi tafc siggróinnar
handar, það var hinum unga
manni meiri virðing en löng
ræða.
Sigurglampi var í augum
Fyrsta og harðasta þraut unnin.
í fjörutíu ára skipstjórn hefur
Sigurjón eflaust oft komist í
krappan dans.
Á þessum tímamótum áma ég
honum langra lífdaga heilla og
blessunar. Þegar húmar að kveldi
og lífssól til viðar gengur mun
hann fagna sem forðum með sig-
urgleði því hin bjarta stjarna
trúarinnar hefur blikað yfir lífs-
leið hans, eftir þeim vegvísi hef-
ur Sigurjón stýrt.
Karvel Ögmundsson.
gæti skilið stjórnandann.
Carðrólur
Heiðursmerkið hreina, klára,
hátt þú barst um gengið skeið.
Sómadrengur, sextíu ára
— sólin gyllir farna leið.
Merkilega frjáls í ferðum
fast er sorfið var til stáls,
hamingjuna hlaust að erfðum,
hjartalag og tryggðir Njáls.