Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. sept. 1962 MORCVWBL'AÐIÐ 3 í óveðrinu um helgina ! björguðust menn naum |lega af sökkvandi báti l á Ströndum, og einnig I af báti er slitnaði frá og sökk í Þorlákshöfn. — 1 Trillur sukku í Reykja vík og bátar rákust á í I höfninni. Mótauppslátt )ur hrundi á Suðurnesj- ) um og járnplötur fuku. — Óveðr/ð í Keflavík var búið að slá upp fyrir 955 ferm. sí ldarþró og átti að fara að steypa, en í óveðrinu Iagðist uppslátturinn í hrúgu. Ljósm.: Heimir Stígsson. Framh. af bls 1 Kristínu rak upp í kletta og tveir menn sluppu naumlega í land. Á landi varð nokkurt tjón af veðri í verstöðvum, einkum fauk uppsláttur að byggingum, sem átti að fara að steypa, og í Reykjavík fuku járnplötur af skúrum, girðingar lögðust niður og margra áratuga gömul ösp slitnaði upp. Óveðrið hófst á laugardags- kvöld er þykknaði upp með SA átt og hvassviðri og rigningu um nóttina, en gekk í suðvestan á sunnudagsmorgun og var veðrið verst um miðjan daginn á sunnudag. Samtímis gekk hann í NA á Vestfjörðum með elydduhríð og síðan snjókomu og var hvöss norðan átt um allt norðanvert landið. í gær var lægðin komin norðaustur fyrir og að fjarlægjast. Björguðust naumlega upp á kletta Norður á Drangsnesi á Strönd- um fór þilfarsbáturinn Kristín upp í kletta og björguðust tveir menn naumlega á land. Blaðið átti i gær tal við Guðmund Hall- dórsson á Drangsnesi, eiganda Kristínar, og sagðist honum svo frá: Við sóttum bátinn á laugar- dagskvöld í legufærin og fórum með hann inn fyrir Horn. Þar er skjól fyrir sunnan- og suð- vestanáttinni og eru bátar oft hafðir þar í þeirri átt. Við ætl- uðum að fá skjól til að vinna við hann. Við komumst ekki að bryggju á Drangsnesi, því verið var að steypa ofan á hana. Við unnum svo við bátinn allan laugardaginn og ætluðum að f«ra með hann aftur í legufær- in á laugardagskvöld, en þá fór vélin ekki í gang. Við sendum þá eftir öðrum báti frá Drangsnesi, en eigand- inn þurfti að fara á árabát út í hann og tók það nokkurn tíma. En á meðan skall skyndilega á ofsarok með stórsjó og breyttist áttin á augabragði yfir á austan. Þetta gerðist svo snöggt að hinn báturinn náði ekki til okkar. Kristín slitnaði frá akkerinu að aftan og skipti það engum togum að báturinn kastaðist upp í klettana. Með mér um borð var Pétur Ingvarsson. Við stukk um strax upp og ef við hefðum ekki farið á þessari báru þá hefðum við ekki sloppið. Sjó- gangurinn var svo mikill að hann mölvaði stýrishúsið og allt ofan af bátnum og það kom á eftir okkur upp í klettana. En báturinn kom ekki upp aftur. Svartamyrkur var og klett- arnir sleipir, svo við áttum í örðugleikum með að fóta okk- ur. En okkur varð ekki meint af. — Kristín var 12 lesta þilfars- bátur, byggður 1942. Og við ætl- uðum að fara að byrja vertíð. Skýjaborgin náðist upp Fréttaritari blaðsins í Þorláks- höfn símaði: Skýjaborgin úr Reykjavík lá hér við bryggju í óveðrinu á sunnudaginn og gengu ólög öðru hverju yfir hana. Milli kl. 12 og 1 kom nokkuð stórt ólag og fyllti bátinn og fór skipshöfnin, 3 menn, þá í land, en 15 mínút- um seinna kom aftur brotsjór og sleit bátinn frá bryggjunni. Lagðist hann á hliðina, rak út á leguna og undir afturendann á mb. Klæng, og sökk þegar. Hefðu mennirnir ekki verið farnir í land, þá hefðu þeir varla sloppið lifandi, því þó þeim hefði tekizt að komast út úr bátnum, þá var ekki hægt að setja fram bát. Vír lá úr Skýjaborginni og upp á bryggjuna og þannig fundu björgunarmenn hvar bát- urinn lá í morgun, en það var skammt undan hafnargarðinum. Mótorbáturinn Friðrik Sigurðs- son krækti í Skýjaborgina með dreka og gat lýft henni og síðan var hún dregin á vírnum, sem hafði verið í land, upp að bryggj unni. Var unnið að björgunar- starfinu allan daginn. Kl. 7 lyftu síðan tveir kranar bátnum úr sjó og var verið að dæla úr honum, er fréttaritar- inn símaði áður en-símanum var lokað. Og var ekki enn hægt að sjá hve mikið brotinn hann væri. Eigandi Skýjaborgarinnar er Þórarinn Sigurðsson, ljósmynd- ari, og skipstjóri Magnús Þórð- arson úr Reykjavík. í óveðrinu gerðist það einnig að mb. ísleifur lagðist á hhð- ina, þar sem hann lá á legunni, og köstuðust veiðarfæri fyrir borð. En báturinn rétti sig aft- ur. — Trillur sukku og bátar rákust á Veðurhamsins gætti mest í Reykjavík á sunnudagsnótt og sunnudag. Hafnarverðir kölluðu út bátaeigendur og aðvöruðu þá, og komu þeir yfirleitt á vett- vang. Aðfaranótt sunnudags slitnaði 24 lesta vélbáturinn Freyja upp við. Verbúðarbryggj- urnar og rak yfir á næstu bryggju, þar sem Aðalbjörg RE 5 var og brotnaði dekkið á henni við áreksturinn. Einnig urðu skemmdir á Freyju. Þá sukku 3 trillubátar og ein trilla með dekki, en þær lágu við baujur í höfninni. Rak þær upp í garð- inn og sukku. Var dekktrillunni náð upp á sunnudagsmorgun, en ekki munu eigendur hafa verið farnir að huga að hinum í gær. Lögreglan var mikið kölluð út í óveðrinu, þangað sem járn var að fjúka af skúrum. Einnig voru brögð að því að fánasteng- ur brotnuðu og grindverk fóru við Grænuborg og víðar. — T.d. fauk geymsluskúr, sem áfastur var við íbúðarbragga við Bú- staðaveginn og járn fór af nýj- um byggingaskúr í Álftamýri.. Stór ösp, fjögurra áratuga gömul, sem gnæf ði upp yf ir einnar hæðar hús, með risi og kjallara, á Njálsgötu 42, tók á sunnudag að hallast og berjast utan í húsið. Fóru 8 lögreglu- þjónar á vettvang, vopnaðir köðl um og felldu þeir þetta mikla tré. Mótauppsláttur af stórum fiskhúsum fauk f verstöðvunum á Suðurnesj- uni varð mikið tjón af því að uppsláttur að fiskhúsum í bygg- ingu fauk. Fréttaritari í Kefla- vík símaði: Veðurhæðin var hér gífurleg um helgina og mest um 4 leytið á sunnudag, þá 65 hnútar eða yfir 120 km vindhraði á klukku- stund. í Njarðvíkum slitnaði vélbáturinn Vöggur frá bryggju og rak upp á milli bryggjanna, en náðist lítið skemmdur. f Keflavík varð mikið tjón á byggingum. Var búið að slá upp steypumótum fyrir um 945 ferm síldarþró, sem Fiskiðjan á. Átti að fara að steypa í mótin, en þau lögðust alveg niður og eru gjörónýt. Einnig var verið að byggja ofan á tvö stór fiskvinnsluhús á Vatnsnesi. Fór allur uppslátt- ur að efri hæð á 450 ferm. fisk- Framhald á bls. 6 lagði niður girðinguna í Höfðatúni 2. Ljósm. Mbl.: Ól.K.Mag. A Njálsgötu 42 stóð 40 ára gömul ösp, 10 m há. óveðrið um helgina lagði hana að velli. - STAKSTEINAR Hvar er samdrátturinn Framsóknarmenn eru óþreyt- andi að telja r;áLum sér öðrun- trú um að hér ríki n i samdráttur og nokkurs konar kreppuástand. Þessum áróðri linnir ekki, þótt hvarvetna sé svo mikil atvinna að mjög erfitt er að fá. fólk til starfa, og fram- kvænt.dir stöðvast yfirleitt af því einu að ekki er hægt að á vinnuaf'. Ef t.d. er spurzt fyrir um það í sjávarþorpi úti á landi, hvort mikið sé um íbúðarhús- byggingar er svarið yfirleitt að svo sé, en bó mundi meira byggt, ef mannafla væri hægt að fá. Sama er að segja um aðrar fram kvæmdir. Þær takmarkast af því einu að fleiri hendur eru ekki til að vinna verkin. Það er því ekki að ófyrirsynju að Mbl. hefur margspurt Tímann að þvi, hvar samdrátturinn væri. Hins vegar hefur staðið á svar- inu og gerir sjálfsagt enn, en þó er spurningin ítrekuð enn einu sinni, þótt segja n?«gi, að þögn Tímans ætli að vera full- nægjandi fyrir þá, sem á annað horð vilja vita sannleikann, en ekki taka ómeltar fullyrðingar fréttafölsunarblaðsins. Hveriir fá of mikið? Önnur meginkenning Fram- sóknarmanna er sú að hér sé verið að skapa þjóðfélag fárra ríkra og margra snauðra. Þessi fullyrðing, eins og fleiri í hinni nýju stefnu Framsóknarmanna, er auðvitað tekin beint úr kenni- setningum kommúnista. En af þessu tilefni hefur Mbl. Iika spurt, hverjir það væru, sem of mikið bæri. úr býtum. Hvaða atvinnugreinar eru það, sem hagnast óhæfilega á kostnað al- mennings, svo að þar séu að rísa upp áuðfyrirtæki, sem skilji almenning eftir snauðan. Þessari spurningru hefur heldur ekki ver- ið svarað, enda mála sannast að auður sá sent. t.d. fékkst af síld- veiðunum hefur dreiíst meðal þúsundanna eins og vera ber. Þegar dró úr framkvæmdum Þegar vinstri stjórnin sá.luga tók við völdum 1956 var eitt af lofovðum hennar þetta: „Fundin verði varanleg lausn húsnæðisvandamálsins". Árið áður voru 1808 íbúðir í smiðum ■ Reykjavík en þeim fækkaði jafnt og þétt og árið 1958, síðasta ár vinstri stjórn- arinnar, voru þær komnar niður í 1203. Þessi þróun var óhjá- kvæmileg, þvi að gagnstætt þvi . að leysa húsnæðisvandamálin minnkuðu lánveitingar úr hinu almenna veðlánakerfi úr 8,7 milj. að meðaltali á mánuði nið- ur i 3,9 milj. Lán út á hverja íbúð voru líka lækkuð úr 55 þús. kr. að n’.eðaltali niður i 36 þús. kr. En byggingarkostnaður 100 fermetra ibúðar hækkaði úr 280 þús. kr. í 375 þús. kr. Árið 1954 (var byrjað á. 596 ibúðum fleira en lokið var, árið 1955 922 fleiri og 1956 335 fleiri en lokið var. En 1957 er þróunin komin i Ijós. Þá er byrjað á 8 íbúðum færra en lokið er og 1958 er byrjað á 355 íbúðum færra e Iokið er það ár. Það sýnir auðvitað fyrst og fremst þróunina í byggingar- málum hve mörgum ibúðum er byrjað á og þess vegna út í blá- inn að hæla vinstri stjórninni fyrir það þótt menn lykju við ibúðir sínar með einhverjum hætti á óstjómartímanum, því að enn þá dýrara var að Iá.ta þær standa hálfgerðar en að brjótast í því að ljúka þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.