Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 10
10
MORGINBLAÐIB
Þriðjudagur 25. sept. 1962
ÞAÐ VAR sólskin og slétt-
ur sjór er tíðindamaður
blaðsins heimsótti Þórshöfn
á Langanesi fyrir hálfum
Þórshöfn á Langanesi.
Ovenjumikill fiskafli til
Þdrshafnar á þes<u ári
Nýtt fiskiðjusamlag var stotnað í vetur
— Unnið að framkvœmdum við höfnina
— Fimm íbúðarhús í byggingu
— Almenn velmegun.
mánuði. Trillur og stærri
bátar voru að koma í
land af handfæraveiðum með
góðan afla; fólk á öllum
aldri var önnum kafið við
verkun fisks, sem er ým-
ist frystur eða saltaður og er
Stefán Þorláksson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðju-
samlagsins.
aðal tekjulindin í þessu litla
en vinalega kauptúni við ftist
ilfjörðinn. Þórshafnarbúar
virtust vongóðir um fram-
tíðina á þessum sólskinsdegi,
enda hefur atvinna og vel-
megun á staðnum aldrei ver-
ið meiri en nú.
Fiskveiðarnar eru helzta mátt-
arstoð atvinnulífsins á Þórshöfn
eins og í öðrum kauptúnum við
strendur landsins, og eru gerðir
þaðan út 19 bátar, þar af nokkr-
ar trillur. Um síðustu áramót
tólk til starfa á Þórshöfn nýtt
fiskvinnslufyrirtæki, Fiskiðju-
samlagið h.f., sem er hlutafélag
Þórshafnarhrepps, kaupfélagsins
og útgerðarmanna. Áður hafði
kaupfélagið tekið á móti fiski til
vinnslu, en gafst upp á rekstrin-
um á sl. ári og tók þá hið nýja
hlutafélag til starfa. Fram-
kvaemdastjóri þess er Stefán
Þorláksson frá Svalbarði í
Svalbarðshreppi og leituðum við
upplýsinga hjá honum um fisk-
veiðarnar og atvinnuna í landi.
Óvenjumikill afli.
Stefán sagði, að það sem af
væri þessu ári hefði aflazt ó-
venjuvel hjá bátunum á mið-
um skammt undan landi og væri
aflaverðmætið frá áramótum
fram í júlí rúmar 3 milljónir
króna. Fiskimið eru góð við
Langanes og er þar jafnan mik-
inn fisk að fá þegar tíð er góð.
í sumar stunda 50—60 meðn
róðra frá Þorlákshöfn, en á vet-
urna eru þeir nokkru færri. Hef-
ur bátafjöldinn aukizt talsvert
síðustu 2—3 árin, en léleg hafn-
armannvirki hafa staðið fjölda
og stærð skipanna fyrir þrifum.
Fyrir tveimur árum var hafin
bygging brimbrjóts á Þorláks-
höfn. en honum er enn ólokið.
í vetur skemmdist stórlega sá
hluti, sem lokið var í fyrrasum-
ar. Grófst undan brjótnum að
framan í óveðri og liggur nú
fremsti hlutinn, um 15 metrar,
því sem næst á hliðinni í kafi.
Er höfnin aðeins hálfgerð og
mjög aðkallandi að framkvæmd-
um við hana Ijúki, en það mun
væntanlega verða næsta sumar.
Sprengd hefur verið renna í
skerjagarðinn utan hafnarinnar,
sem er þó of grunn og þröng, en
skip allt að tvö þús. lestum
komast samt þar í gegn.
Nauðsyn á nýju fisiðjuveri.
Hjá Fiskiðjusamlaginu á Þórs-
höfn vinna nú um 70 manns við
frystingu, söltun og í beinamjöls-
verksmiðju. Frystihús hefúr sam
lagið á leigu hjá kaupfélaginu og
sagði Stefán að . aðkallandi væri
að komið yrði upp nýju fiskiðju
veri við höfnina, en öll húsa-
kynni samlagsins eru illa stað-
sett á holti uppi í bænum. Frysti
hús kaupfélagsins tekur einnig
á móti kjöti frá bændum í nær-
liggjandi sveitum og er enginn
fiskur frystur í sláturtíð vegna
rúmleysis. Er því aðeins um
tvennt að ræða, að byggja nýtt
fiskiðjuver, sem leiddi þó til þess
að núverandi frystihús yrði baggi
á sveitarfélaginu, ef það væri að-
eins notað til kjötfrystingar, eða
þá í örðu lagi að flytja ísaðann
fiskinn, að ýsunni undanskilinni,
með skipum á erlendan mankað,
en hengja upp alla ýsu. sem er
meira en helmingur aflans á
haustin.
Fiskiðjusamlagið rekur einnig
síldarbræðslu og síldarsöltun í
sumar, þó að í smáum stil sé.
Mjölframleiðslan nemur um.
200 tonnym og saitað hefur verið
í 2350 tunnur. Er mjög sennilegt
að Þórshöfn gæti orðið vaxandi
síldarbær í framtíðinni ef aðstað-
an í landi bættist, en sem stend-
ur eru vérksmiðjan og söltunar-
planið of langt frá höfninni. Þeg
ar brimbrjóturinn verður full-
taka á móti fiskinum í landi
— það væri óviðunandi að þurfa
að fá alla iðnaðarmenn til ný-
smíði og viðgerða úr öðrum
byggðarlögum, jafnvel sunnan úr
Reykjavík. Nefndi hann sem
dæmi, að í vetur hrundi múr-
steinshleðsla í mjölverksmiðj-
unni og þurfti að fá mann úr
Reykjavík til að lagfæra hana.
Voru greidd fyrir hann flugfar-
gjöld báðar leiðir, uppihald í
viku á milli ferða og svo auð-
vitað launin fyrir vinnuna, sem
ekki tók nema einn dag.
Fiskvinnan of mannfrek.
í sumar hefur verið mjög erf-
itt að fá menn til að vinna við
nýbygginigar á Þórshöfn. Er
mannskapurin þegar allur í
fastri atvinnu og sagði Stefán
að auka þyrfti vélakost Fisk-
iðjusamlagsins að mun, þannig
að meira framboð yrði á starfe-
krafti ti'l annarfar vinnu en sjá-
varútvegsins og framfarir á
staðnum gætu þróast með eðli-
legum hætti. Engin flatningsvél
væri fyrir hendi, en mjög mikill
afli er settur í salt og nema salt-
fiskbirgðirnar nú 300 tonnum.
Fyrirtækið gæti heldur varla
staðið undir því að borga starfe-
fólkinu næturvinnukaup um
langan tíma. Þá væri það mjög
óæskilegt að láta unglinga vinna
lengi fram eftir — það gæti fælt
þá beinlínis frá vinnunni.
Unnið að pökkun saltfisks hjá FiskiðJ isamlaginu.
gerður, sagði Stefán að vel mætti
gera gott söltunarplan á milli
hans og bryggju.
Vantar iðnaðarmenn.
Vöntun á viðunandi mannvirkj
um og faglærðum mönnum háir
mjög atvinnurekstri á Þórshöfn.
Stefán sagði, að hann hefði í
starfi sínu aðeins kynnzt dug-
andi vinnukrafti, en það væri
ekki nóg að hafa hrausta sjó-
menn og eljusamt fólk til að
Eitt af hinum fimm nýju íbúðarhúsum á Þórshöfn.
Daginn áður en fréttamaður
blaðsins var á Þórshöfn kom
þangað skip með salt, en því varð
að vísa frá, af því að næigilegur
mannafli til uppskipunar var
ekki fáanlegur. Með auknum véla
kosti vex samlaginu fiskur um
hrygg og' framboð á mönnum til
annarrar vinnu mun aukast, sagði
Stefán Þorláksson að lokum.
Næst hittum við að máli Vil-
hjálm Sigtryggssson, oddvita
Þórshafnarhrepps. Hann hafði í
ýmsu að snúast þá stundina og
gat samtal okkar því ekki orðið
langt.
Vilhjálmur tjáði okkur að þrátt
fyrir m.anneklu væri verið að
reisa 5 ný íbúðarhús í bænum,
þar með talinn læknisbústaður
með sjúkrastófum. Allir sem
vettlingi gætu valdið væru önn-
um kafnir við sjávarútveginn
og þess vegna væri ekki byggt
eins mikið og efni stæðu til.
Taldi oddvitinn að brýna nauð-
syn bæri til að leysa úr hafnar-
málunum og sagði hann, að tjón-
ið sem varð í vetur á brimbrjótn
um hafi numið milljónum. At'
vinnuleysi hefði ekkert verið á
I Þórshöfn í vetur, fiskaflinn þó
ekki nærri eins mikill og að
sumarlagi, en auðvelt hefði verið
að lá vinnu í landi. Mátti odd-
vitinn ekki vera að því að hafa
samtalið lengra, en vísaði okkur
til Einars Ólafssonar, sparisjóðs
haldara, sem er fyrrverandi odd-
viti hreppsins. Þegar við kom--
um á skrifstofu sparisjóðsins sat
Einar Ólafsson, sparisjóðshaldari
Einar þar við borð og lagði
saman sjö og áttastafa tölur á
reiknivél og færði upphæðirnar
inn í bækur.
Einar hefur haft búsetu á
Þórshöfn um langan aldur og
fylgzt manna bezt með atvinnu-
og félagsmálum á staðnum. /
Rúmar sex milljónir í sparifé.
— Sæll Einar. Er verið að
leggja saman milljónirnar?
-— Ja. Éig er að færa hérna
inn í bækur nokkrar álitlegar
upphæðir.
— Er langt síðan sparisjóður-
inn var stofnaður hérna á Þórs-
höfn?
— Hann er að verða átján ára,
var stofnaður 17. september 1944.
— Hvað geturðu sagt okkur
um sparifjáreign í sjóðnum?
— Um síðustu , mánaðamót
voru innstæður samanlagt 6 millj
ónir og 239 þúsund í 700 bókurn.
Viðskiptamenn sjóðsins eru úr
fjórum nærliggjandi hreppum
og eru það nær eingöngu ein-
staklingar. Veltan á síðasta ári
var 24 milljónir og hefur aldrei
verið jafn mikii. Það má segja
að menn hafi mokað upp pen-
ingum og ég tel að velmegun
hafi aldrei verið önnur eins
hérna á Þórshöfn.
— Fer fólki fækkandi eða
fjölgandi í kauptúninu?
— Því fer fjölgandi. Núna eru
íbúar nær 500 og það ber tals-
vert á því að fólk flytjist hingað
úr öðrum byggðarlögum. Þrjár
fjölskyidur fluttust héðan fyrir
nokkrum árum í þéttbýlið en
þær komu aftur og settust hér
að á ný í hitteðfyrra.
Samgöngumál.
— Eru samigöngurnar við Þóra
höfn í góðu horfi?
.— Já ástandið í samgöngumál-
um er orðið ágætt. Ég tel að flug-
völlurinn, sem var opnaður hérna
sumarið 1955 hafi haft þýðingar-
miklu hlutverki að gegna hivað
byggingu staðarins snertir —
raunar má segja að gjörbylting
hafi orðið við tilkomu hans.
Hann er hérna 8 km. frá bænum,
ágætlega staðsettur, snjóléttur að
vetrinum og hafa áætlunarferð-
ir mjög sjaldan fallið niður
Framihald á bls. 15.
Landið
okkar