Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 22
22
MORGVNBL2Ð1Ð
Þrlðjudagur 25. sept. 1962
Helgi Dan farinn
utan til reynslu
H E L G I Daníelsson, mark-
vörður Akranessliðsins og
landsliðsins, fer utan til Skot
lands í dag. Þar bíða hans
reynsluleikir og ef forsvars-
mönnum skozka liðsins Mot-
herwell lízt á hann, þá mun
Helgi Daníelsson fá tilboð og
sennilega gerast atvinnumað-
ur í Skotlandi, því Helgi hef-
ur áhuga á að enda feril sinn
í þeim félagsskap, ef um
semst.
— Ég veit eiginlega ekkert
um þetta ennþá, sagði Helgi í
samtali við íþróttasíðuna í gær-
kvöldi. Robert Jack hefur verið
milligöngumaður um málið, hélt
hann áfram. Ég hef ekki séð nein
bréf, nema bréf frá honum um
að ég ætti að koma út og til stað-
festingar því fékk ég í gær skeyti
’ frá framkvæmdastjóra Mother-
well.
— Hvað verður þú lengi úti?
— Ég hef frí úr vinnunni í
hálfan mánuð. Á því tímabili
verður þetta að klárast. Það
verða einhverjar æfingar og ein-
hverjir reynslulei'kir.
— Hvað gerir þú þarna í Sem
entsverksmiðjunni?
— Ég vinn á lagernum.
— Yfirmaður þar?
— Yfirmaður. Ja, ég er efnis-
vörður. Efnisvörður þar og mark
vörður annars staðar. Alls stað-
ar vörður.
— Og hver tekur við í marki
Akraness?
— Það er um tvo að ræða.
Alilli heims
og helju
Á föstudagskvöldið mættust
í hnefaleikakeppni í Los Ang
eles Argentínumaðurinn Lav-
orante og Johnny Riggins.
Þeir höfðu ekki lengi barizt
er leikurinn var stöðvaður er
Lavorante lá í gólfinu. Hann
reis ekki upp og var fluttur
í sjúkrahús. Hann er enn
milli heims og helju og lækn-
ar segja að það geti brugð-
ið til beggja vona með líf
hans.
Lavorante hefur síðan geng
ist undir þrjá höfuðuppskurði
Hinn fyrsti, á föstudagskvöld
ið, stóð í þrjá tíma. í þeim
síðasta á sunnudag námu
læknar á brott bein úr höfuð-
kúpu hans, til þess að minnka
þrýstinginn á hinn bólgna
heila hans.
Megingallinn er sá að þeir hafa
litla sem engá reynslu. Mig hef-
ur ekki vantað nema í 3 leiki
síðan 1956 að ég byrjaði með
Akranesliðinu og meðan ég var
hjá Val 1951-1956 vantaði mig
1 l£ik. Það er því ekki uppörfandi
fyrir aðra markmenn að vera með
manni í félagi. En vonandi geng-
ur það allt — og kannski kem-
ur maður bara aftur í sitt gamla
lið.
Við létum í von óskir um að
málinu reiddi af eins og Helgi
helzt vildi sjálfur og ef að lík-
um lætur, hefur Helgi kannski
þegar leikið sinn síðasta áhuga-
mannaleik, því Helgi hefur stað-
izt alla reynsluleiki vel — og
hví þá ekki hjá Motherwell, þó
það sé bezt leijkandi lið Skot-
lands?
USTON
li °
28 ALDUR 27
1 96 ÞYNGD 83.6
1 1.86 HÆD 1.83
1 2.13 FAÐM- VÍDD 1.80
1.11 BRJÓST 1.02
92 MITTI 80
65 LÆRI 55
3.55 & HNEFI 32
UPPHANDLEGGS- 42 VÖÐVI 3 7
PATTERSON
Mynd þessi af Liston og Patterson þarfnast ekki skýringa.
ar í kg., m og cm að íslenzkri venju.
Upplýsingarnar um þá eru skráð-
„Látum
prala
eg
Liston
skal
um að
berjast“
— segir
t KVÖLD kl. 8.30 eftir staðar-
tíma í Chicago í Bandaríkjunum
— eða kl. 2.30 aðfaranótt mið-
vikudags eftir ísl. tima — mæt-
ast þeir x hnefaleikahringnum,
heimsmethafinn Floyd Patterson
og Sonny Liston. Athygli alls
heimsins beinist að þessum
kappleik ekki sízt vegn.a þess
að margir eru reiðir yfir að
maður með ferii að baki eins og
Sonny Liston hefur, skuli fá
tækifæri til að verða heims-
meistari.
Þeir kapparnir lokuðu sig inni
fyrir helgi og hleypa engum til
sín fyrir leikinn. Einn maður
fékk að heimsækja Patterson.
Það var Ingemar Johannsson.
Hann fór rakleitt til æfingstöðva
Floyds eftir komuna til Chicago
og þeir ræddust við í hálftíma.
„Ég óskaði honum til hamingju
og alls velfarnaðar og sagði hon-
um reyndar líka, að ég hefði á-
huga á að mæta honum, ef hann
héldi titlinum.
heimsmeistarinn Patterson
★
Floyd aldrei betri
Blaðamenn sem sáu síðustu
æfingar kappanna skýrðu svo frá
að Floyd væri farinn að taka það
létt. Hann hlypi 5—7 km á dag
(í stað 19—12 áður) og tæki það
svo rólega. Færi lítið í hring.
Þjálfari hans segist ekki hafa séð
hann í jafn góðri þjálfun og nú.
★ Kúla í maganai
Sá, sem síðast sá æfingu hjá
Liston, segir að einn liður henn-
ar hafi verið sá, að þjálfarinn
hafi hent í maga hans af 5—7
metri færi kúlu sem vó 6 kg
(næstum eins og kúla frjáls-
iþróttamanna). Var þetta endur-
tekið 25—30 sinnum. Og svo
hamaðist Liston á sandpokanum
og sagði á milli. ,,Ég slæ( hann í
4. eða 5. lotu. Á þriðjudagskvöld
verð ég heimsmeistari“.
Floyd hefur sagt, þegar hann
fær að heyra öll ummæli Liston,
„Lofum honum að grobba, ég
skal berjast í staðinn".
ií Við Vogina
Cominskey vellinum, sem er
basebaal-völlur hefur verið
breytt í hnefaleikasvæði. Verður
rúm fyrir 40 þús. áhorfendur.
Tekjurnar af leiknum verða 5—6
milljónir dala og greiðir sjón-
varp og útvarp mest af því.
Liston verður á æfingasvæði
sínu þar til á þriðjudaginn. Hana
er að æfa sig með nýju hönzk-
unum sínum, en hanzkarnir sem
hann notar venjulega reyndust
of léttir og voru bannaðir í
keppninni.
Þeir hittast svo s. h. þriðjudags
eftir staðartíma og mætast við
vogina — og síðan í hringnum.
Hér er svo yfirlit um hvorn kapp
ann um sig.
Sonny Liston,
Óvenjulegur líkamsstyrkur List
ons og höggkraftur hans hefur
skapað honum meira álit en títt
er að áskorendur fái. Hann hefur
aldrei verið sleginn niður í sín-
um 34 leikjum og aðeins 1 hefur
hann tapað, móti Marty Marshall
1954. 23 leiki hefur hann unnið
á rothöggi en Í0 á stigum. En á
lista keppinauta hans eru ekki
mörg kunn nöfn, en sigrar hans
á rothöggi yfir Roy Harris og
Bora Folley 1960 tala sínu máli.
Árið 1&60 vann hann mjög naum-
lega á stigum Eddie Machen, sem
Floyd PattersOn vann á sliku
rothöggi snemma kappleiks, að
dómarinn hefði getað talið upp
að 100.
Floyd Patterson
Patterson á 40 atvinnukapp.
leiki a baki og 38 þeirra vann
hann, þar af 28 á rothöggi. Þrír
leikir hans við Ingimar Johans-
son um heimsmeistaratitilinn eru
kunnastir, þeim fyrsta lauk með
rothöggssigri Ingo, en síðan rot-
aði Fatterson Ingo tvívegis.
Og þeir sem „veðja á“ Patter*
son geta huggað sig við það, að
þrír fyrrverandi heimsmeistarar,
James Braddock, Essard Charles
og Ingimar Johansson, telja að
hraði Pattersons, betri þjálfun
og meiri hæfileikar muni hafa
úrslitaáhrif í þessum kappleik.
Tillögur íþróttaþings ÍSÍ
um íþrótfastarf
ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ, sem nýlega
er afstaðið gerði ýmsar sam-
þykktir varðandi menntun leið-
Akranesliðið gekk undir
bílinn og forðaði veltu
ÆÐRI máttarvöld tóku í taum-
ana á sunnudag og gerðu slíkt
fárviðri að af leik KR og Akur-
nesinga varð ekki. En KR-menn
létu veðurguðina komast, upp í
II—12 vindstiga blástur með til-
heyrandi vatnsveðri áður en þeir
aflýstu leiknum, og á meðan
barðist Akranesiðið sögulegri bar
áttu í Hvalfirði.
Liðsmenn lögðu af stað með
stórri rútu. í Hvalfirði þurftu
þeir að víkja fyrir einum sem
mikið var að flýta sér og lítið
vildi víkja. Vegkanturinn brotn-
aði undan rútunni og hún seig
næstum á hliðina. Skiptust knatt
spyrnumennirnir á að standa
undir bílnum unz hjálp barst,
því hjálparlaust komst hann
ekki upp á veginn vegna storms-
ins.
Var svo ferðinni haldið áfram
inn í botn, en þar fengu liðs--
menn skilaboðin um frestun
leiksins.
Nú mun ákveðið að leikurinn
verði á laugardaginn — og verð-
ur Akranesliðið þá án Helga Dan
íelssonar í markinu eins og lesa
má ofar á síðunni.
beinenda, íþróttastarf almennt og
áróður vai'ðandi íþróttaiðkun. —
íþróttanefnd fjallaði um allar
þessar tillögur og þegar þær
komu frá nenni voru þær sam-
þykktar án umræðu og allar
samhljóða. Tillögurnar fara hér
á eftir:
íþróttaþing ÍSÍ, haldið í Reykja
vík 14. og 15. september 1962,
fagnar því samstarfi um mennt-
un leiðbeinenda, sem á sl. ári
hófst á vegum tveggja sérsam-
banda og íþróttakennaraskóla ís
lands.
Þingið felur framkvæmda-
stjórn og sambandsráði ÍSÍ að
vinna að þvi, að fræðslustarfsemi
þessi verði enn víðtækari, og inn
í hana verði fléttað fræðslu um
félagsleg stórf og -sögu íþrótta-
hreyfingarinnar, og glædd heildar
hollusta og abyrgðartilfinning.
Leiðbeiningastarfsemi.
íþróttaþmg hvetur alla sam-
bandsaðila að efla íþróttastarf
meðal barna og unglinga. Felur
þingið framkvæmdastjórn ÍSÍ að
leggja áherzlu á leiðbeiningastarf
semi í þessu þýðingarmikla máli.
Keppt sé að því að öll börn og
unglingar fái tækifæri til þess að
kynnast íþróttum og íþróttalegu
félagsstarfi.
Sumarbúðir.
stjórn ÍSÍ að skipa nefnd, sem at
hugi rekstur sumarbúða í því
augnamiði að semja leiðbeining-
ar, sem veró'i þeim, sem innan
samtakanna hyggjast reka sumar
búðir, uppistaða í undirbúningi
og OTlrfræksm.
Þá athugi nefnd þessi hversu
slíkt sumarbúðarstarf verði bezt
tryggt fjárhagslega, og geri fram
kvæmdastjórnin tillögur þar að
lútandi. Jafnframt er nefndinni
falið að athuga möguleika á því,
að ÍSÍ reki sjálft sumarbúðir og
gefi sérsamböndurtum kost á viss
um tíma til æfinga og kennslu í
sínum sérgreinum.
Skiptiheimsóknir.
íþróttaþing felur framkvæmda
stjórn ÍSÍ að styðja námskeiðs-
starfsemi sambandsaðila með út
vegun góðra kunnáttumanna, til
þess að starfa að þeim, svo og
með eins mikilli fjárhagslegri að
stoð og unnt er.
í sambandi við mál þetta, vek
ur þingið athygli á þeirri starfs
tilhögun Héraðssambands Suður-
Þingeyinga, að bjóða íþróttafólki
til námskeiðs, sem það með nokk
urra klukkustunda vinnu að gerð
eða viðhaldi íþróttamannvirkja,
íþróttaþing felur framkvæmda vi"nur dvaiarkostnaði, en
- - nytur svo íþrottalegrar þjalfunar
og fræðslu. Þá bendir þingið einn
ig á þá tilhögun, að héraðssam-
bönd bjóði íþróttafólki annarra
héraða til helgidagadvalar til
samæfinga í íþróttum og kynning
ar á félagslegu starfi.
-- XXX ---
fþróttaþing felur framkvæmda
stjórn ÍSÍ, að auka og efla áróð
ur fyrir almennri iðkun íþróttcU
fþróttakcnnaraskólinn.
íþróttaþing skorar á ríkisstjórn
að leggja fyrir næsta reglulegt
Alþingi tillögu um fjárframlag
til þess að reisa heimavistarhús
við íþróttakennaraskóla íslands.