Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 15
Þriðjudagur 25. sept. 1962
MORCVNBLAÐIÐ
15
— Þórshöfn
Framih af bls. 10
vegna þess að ólendandi væri
hérna. Vikulegar flugferðir eru
tvær að sumarlagi en á veturna
er ein ferð. Þá koma strandferða
Skipin hingað að jafnaði einu
sinni í viku og tvær áætlunar-
ferðir eru vikulega á landi til
Akureyrar á sumrin, og ein að
vetrinum.
Akfært er frá Þórshöfn norður
yfir Axarfjarðanheiði og suður
yfir Sandvíkurheiði til Vopna-
fjarðar. Vegasamband er einnig
við Raufarhöfn um svonefnda
Hálsa, en sá vegur er slæmur
og erfiður öllum bíluim, og er
verið að vinna að endurbótum á
honum.
Skólahúsið stækkað.
— Hvað eru margir á skóla-
skyldualdri hérna á Þórshöfn?
— Mig minnir að það verði
milli 70 og 80 nemendur í barna-
og ung'lingaslkóttanum í vetur.
í fyrra var tekin í notkun við-
bygging við gamla skólahúsið og
nú er unnið að endurbótum á því.
— Hvað eru margir kennarar
við skólann?
— Það eru þrír fastráðnir
kennarar, en Pálmi ólason er
skólastjóri. Okkur hefur gengið
auðveldlega að fá kennara hing- i
að og höfum við ekki átt í nein-
um erfiðleikum með skólahald
eins og oft hefur átt sér stað á
öðrum stöðum í dreifbýlinu.
— Það hafa oft heyrzt kvart-
anir um léleg skilyrði á Norð-
Austurlandi til að hlusta á ríkis-
útvarpið. Er Þórshöfn nokkur
undantekning í þeim efnum?
— Nei, það heyrðist oft illa til
ríkisútvarpsins — einkum að
vetrarlagi. Þó held ég að um
rnegi kenna að einhverju leyti
vélum á staðnum sjálfum, sem
trufla móttökuna og nú fara
fram athuganir á úrræðum til
að koma í veg fyrir það.
— Stunda menn einhvern land
i búnað í bænum?
— Það er óðum að minnka.
Áður fyrr hafði hver einasta
fjölskylda kýr til mjólkurfram-
leiðslu fyrir heimilið, en nú er
það óðum að leggjast niður. Við
fáum hingað mjólk af tveimur
bæjum, Syðra-Lóni hérna í
hreppnum. og Sætúni í Sauða-
neshreppi. Þessir tveir bæir geta
varla fullnægt allri eftirspurn og
þess vegna vill það stundum
bregða við, að mjólkurskortur
geri vart við sig. Annars er
víst í bígerð að reisa hér mjólik-
urbú á vegum kaupfélagsins og
mun það að sjálfsögðu ýta undir
fjölgun nautgripa á bæjum í nær
liggjandi sveitum, sem eru þó í
sauðfjárræktarlandi. Bæjarbúar
eiga enn á fimmta hundrað kind
ur og er hér ágætt graslendi.
Það var lítil sþretta í vor, en
heyin hafa nýtzt vel.
Að lokum saigði Einar Ólafsson:
— Ég er þeirrar skoðunar að
Þórshöfn sé ákaflega lífvænlegur
staður og vissulega megum við
líta vongóðir fram í tímann, þó
að alltaf verði við einhver vanda
mál að glíma. Ég hefi fylgzt með
þróun staðarins og ég byggi von-
ir mínar á þeirri staðreynd, aS
hér hefur verið flóandi atvinna
miklar framkvæmdir eru í aðsijfi
og velmegun hefur aldrei veriS
meiri — m.ö.a.
RENAULT RENNUR ÚT
RENAULT DAUPHINE
er lykillinn að hamingju yðor og Öryggi
Hér eru aðeins örfáar staðreyndir sem ekki verða hraktar:
REIMAIJLT DALPHIIME
ic .. hefir gangþýðustu vél og endingar-
beztu sem völ er á.
★ .. er sparneytnasta bifreiðin á benzín
(5,6 1. pr. 100 km).
★ .. er sérstaklega byggð fyrir íslenzka
malarvegi.
★ .. er öll ryðvarin.
★ .. er fimm manna.
★ .. er með franskt nýtízkulegt útlit.
★ .. syncromiseraðir gírar.
★ .. er 4ra dyra með barna- öryggis-
læsingum á afturhurðum.
★ . . hefir einn og sama lykil að öllum
læsingum — og þjófaöryggislæsingu
á stýri.
★ . . eru nú fyrirliggjandi.
Söluumboð á Akureyri:
Björn O. Kristinsson
c/o Vélaverkstæðið Oddi
COLUMBUS H.F.
Brautarholti 20 — Símar: 22116, 22117, 22118
vwð k*.120.tkh
Innifalið í verðinu er:
öflug vatnsmiðstöð, rúðublásari, vatns-
sprauta á framrúður, leðurlíki á sætum
og toppi, verkfærataska, varadekk og
tjakkur.
Tæknilegir gallar hafa alls ekki
komið fram, en samt eru allir vara-
hlutir fyrirliggjandi.