Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. sept. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
—Þefta fólk
Framhald af bls. 1.
sem lýsa jafnmikið og 70 milljón
kerta perur. Tóku flugmermirnir
að varpa niður þessum blysum
til þess að fá eins nákvæmamynd
af ástandinu og hægt væri. Flaug
vélin síðan lágt yfir flekana en
í lágflugunum gátu flugmennirn-
ir ekki sagt um hvort nokkur
væri lifandi um borð í bátunum.
í>ar sást engin hreyfing og það
leit ekki út fyrir að nokkur hefði
sloppið lifandi úr þessu slysi.
„Kanadíska flugvélin gat að-
eins staðið við hjá okkur í þrjá
stundarfjórðunga og varð þá að
fara vegna benzínskorts. Rétt áð-
ur en hún fór vörpuðu flugmenn-
irnir niður blysum, sem loga
lengi enda þótt þau séu í sjónum.
„Eftir nokkrar mínútur tóku
flugvélar að streyma að frá Jajes
á Azoreyjum og Prestwick í
Skolandi.
Líf eða dauði?
„Fyrsta skipið, sem við náðum
sambandi við, var Andania. Við
gátum ekki haft beint radíósam-
band við svissneSka skipið Celer-
ina þar sem það var ekki búið
radíótalsíma, svo öll okkar við-
skipti við það þurftu að fara um
Andania. Andania var aðeins
6—8 mílur frá slysstaðnum þegar
við náðum sambandi við hana,
og kom hún fyrst skipa á vett-
vang, en síðan Celerina og önn-
ur skip. Um það leyti að við
fórum voru sex skip komin á
staðinn og áttu þau í erfiðleikum
með að rekast ekki hvert á ann-
að.
„Fyrstu upplýsingarnar feng-
um við frá Andania. Um það
leyti var ekki hægt að botna í
neinu, því allt gerðist í einni
svipan. Andania tilkynnti fyrst
að gúmmíbátur sæist frá skipinu,
og væri verið að sigla að hon-
um. Á því stigi málsins var enn
ekki hægt að segja til um hvort
nokkur hefði komizt lifandi sök-
um þess að ekkert lifsmark var
Erlendar
fréttir
í stuttu máli
• Dæmdur í tíu ára
nauðungarvinnu.
Karisruhe, 24. sept. —
NTB — Reuter. —
í dag var kveðinn upp í Karls-
ruhe dómur í máli Peter Fuhr
mann er játað hafði á sig
njósnir í þágu Sovétríkjanna.
Var hann dæmdur í tíu ára
nauðungarvinnu og til greiðslu
á rúmlega þrjú þúsund mörk
um, er Rússar höfðu greitt hon
um fyrir leyndarmál. Fuhr-
mann starfaði í landvarnaráðu
neyti V-Þýzkalands og fékk
Rússum í hendur margvísleg
skjöl, þar sem meðal annars
voru mikilvægar upplýsingar
um starfsemi Atlantshafs-
bandalagsins.
• Viðræðum lokið
fyrir jól?
Brússel, 24. sept. —
NTB — Reuter. —
Haft er eftir talsmanni belg-
íska utanrikisráðuneytisins, að
í þeim búðum sé talið, að samn
ingaviðræðunum um aðild
Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu geti orðið lokið fyrir
jólin.
Paul-Henri Spaak, utanrík-
isráðherra Belgíu, ræddi við
Edward Heath, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bretlands og
fleiri brezka ráðherra um helg
ina og sneri heim bjartsýnn
mjög.
Lt.cdr. Richard Knapton —
leizt björgun vonlaus.
að sjá í bátnum. Þegar Andania
kojn upp að honum tilkynnti hún
okkur að fólk væri um borð, en
sagði jafnframt að miklum erfið-
leikum væri bundið að taka það
um borð vegna veðunsins. Við
spurðum hve margir væru lífs í
bátnum, og fengum þau svör að
þeir væru allmargir. En við vild-
um fá nákvæma tölu, og það tók
nokkra stund að fá þær upplýs-
ingar. Fyrstu nákvæmu upplýs-
ingarnar, sem við fengum, voru
að 38 manns hefðu verið í þess-
um bát, en þar af tveir stórslas-
aðir og eitt lík.
Aðeins blóðug föt
„Hálftíma síðar tilkynnti And-
ania að annar gúmmíbátur væri
í augsýn. Þessi bátur reyndist
tómur að öðru leyti en því að í
honum var blóði drifinn fatnaður
og blóðlitað vatn sem skvettist
til og frá á gólfinU. 15 minútum
Edward Heath kom til
Brússel í dag, síðdegis og
ræddi við brezku samninga-
nefndina — en hélt nokkrum
klst. síðar áfram til Bonn,
þar sevn hann ræðir við
Gerard Schröder, utanríkis-
ráðherra V-Þýzkalands.
í dag var tilkynnt að hann
muni eiga einkaviðræður við
Konrad Adenauer, kanzlara.
• Rúml. 5 milljónir
greiddu framboðs-
listanum atkvæði.
Algeirsborg, 24. sept. —
AP —
Úrslitin í kosningunum í Alsír
urðu tneð þeim hætti, að
5.23G.377 kjósendur greiddu
atkvæði með framboðslista
stjórnarnefndarinnar, en
18.637 greiddu atkvæði gegn
honum.
Verið getur að tölur þessar
breytist eitthvað, þegar öll
kurl koma til grafar, en það
verður lítið, að því er tals-
maður yfirkjörnefndar hefur
tjáð fréttamönnum.
Kjörsókn mun hafa verið
bezt í vestur hlúta Alsír, allt
upp í 92% en verst í Algeirs-
borg, um það bil 65%, en þar
er þess að gæta að mikill meiri
hluti evrópskra manna sem
flúið hafa þaðan eru skráðir á
kjörskrá.
Þá var skýrt frá því á fundi
með fréttamönnum fyrir helg-
ina, að ákveðið hefði verið að
koma upp varnarstöðvum um-
hverfis Algeirsborg, til þess að
varna þvi að skæruliðar ráðist
þangað.
Um helgina stóðu yfir fund
ir stjórnarnefndarmanna. Er
reiknað með því, að Ben Bella
verði forsætisráðherra lands-
ins og líklegt talið, að Abderah
mane Fares, formaður bráða-
birgðastjórnarnefndar Frakka
og Serkja, verði forseti þings-
ins.
síðar tilkynnti Adania enn að
gúmmíbátur væri í augsýn, en í
honum vax ekkert, hvorki föt né
annað.
„Þegar hér var kömið sögu
var flugvél frá Keflavík, sem
taka skyldi við af okkur, aðeins
50 mílur í burtu, og við vorum
farnir að nota varaeldsneyti okk
ar. Við héldum því af stað heim,
eftir að hafa látið hinni flugvél-
inni í té allar þær upplýsingar,
sem við höfðum um ástandið.
„Við yfirgáfum staðinn í dög-
un og þá voru sex leitarskip og
átta flugvélar samankomin á
þessu iitla svæði. Um það leyti
að við fórum skildist okkur að
fleira fólk hefði fundizt, en ég
veit ekki hvernig því hefur reitt
af“.
Er fréttamaðurinn spurði
Commander Knapton að lokum
hvað hann hefði álitið um björg-
unarmöguleika fólksins þegar
hann sveimaði yfir slysstaðnum,
sagði hann:
„Mér datt ekki í hug að það
hefði nokkra möguleika til
bjargar þegar ég horfði út í nátt-
myrkrið og yfir hafrótið. En
þetta fólk var ekki feigt.“
Korn fýkur af ökrum
í ROKINU, sem varð um helg-
ina mun talsvert tjón hafa orð-
ið á kornökrum.
f Gunnarsholti á Rangárvöll-
um var búið að skera þar korn,
sem hættast var við roki en það
var svonenft Edda-bygg. Nokkr
ir hektarar af Jötunbyggi voru
óslegnir og fauk allmikið úr því,
en talsvert lagðist undan rokinu
og fuku öxin ekki af því. Allt
sem eftir er af bygginu er Hertha
en hún stendur vel af sér rok og
er því óskemmd. Búið er að slá
35 ha af 170 ha sem eru undir
korni.
Á Hafrafelli á Rangárvöllum
mun sömu sögu að segja. Þar var
búið að slá Edda-byggið.
Norður á Öxará í Ljósavatns
hreppi fauk talsvert af Jötun-
byggi, sem þar er í 10 ha lands.
Akurinn í Reykjadal er 13 ha
stór og mun iítið sem ekkert hafa
fokið þar enda veður þar minna.
Búið er að slá 18 ha. á Öxará og
er uppskeran 15—18 tunnur af
ha. Kornið er talið sæmilegt
nyrðra en vöxtur þess stöðvaðist
við frostin nú nýverið. Talið er
að það muni taka um viku að sl&
það sem eftir er, en alls er korn
í 46 ha hjá Þingeyingum. Slegið
er dag og nótt er veður leyfir.
Mikið fokið á Héraði.
í vor var sáð korni á Fljótsdals
héraði í um 150 ha lands. Þótt
sumar væri fremur kalt og sólar
lítið telur Páll Sigurbjörnsson
ráðunautur kornið hefði náð
sæmilegum þroska ef tíð hefði
verið þolanleg í september. Um
miðjan mánuðinn kom hins veg
ar hörkufrost og fór það illa
með kormð.
Á Víðivöllum í Fljótsdal mun
hafa litið emna bezt út með upp
skeruna, en fyrir um hálfum
mánuði geiði þar hvassviðri og
fauk þá mikið af korninu. En jafn
an fer það kom verst sem bezt er
þroskað.
'Nú um 'nelgina gerði ofskarok
og fór það enn illa með.alla korn
akra.
Allt verður kornið skorið upp
en alls er enn óvíst hver afrakst
urinn verður.
Snjór á IMorðvesturlandi
Siglufjarðarskarð lokaðist
I FYRRINÓTT og gær snjóaði á
vestanverðu Norðurlandi, og
mest á Vestfjörðum. Náði snjó-
koman suður á Snæfellsnes, þar
sem snjóaði niður á láglendi, og
austur í Eyjafjörð. Siglufjarðar-
skarð lokaðist í gær og voru bíl-
ar tepptir beggja megin við það.
Blaðið átti tal við nokkra. frétta-
ritara sína á þessu svæði, er
fluttu eftirfarandi snjófréttir:
Á norðanverðu Snæfellsnesi
voru fjöll hvít. en í gær var þó
farið að blotna þar og snjór að
hverfa aftur. Á Hellnum hafði
snjóað niður á láglendi.
Við Patreksfjörð fennti í fjöll.
í Rauðasandshreppnum átti að
fara í leitir í gær. en leitum var
frestað vegna snjókomu. Einnig
var göngum, sem áttu að hefjast
í gærmorgun frá Flateyri, frest-
að. Voru gangnamenn síðbúnir
vegna veðurs og voru fyrst að
leggja upp kl. 10 um morguninn.
Kæra vegna kartaflanna
MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir
helgina efnislega viðtal við Þor-
gils Steinþórsson hjá Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins vegna
óvenjumikilla skemmda sem
hefur orðið vart í kartöflum nú
í haust. í gær barst svo Morgun-
blatl-. afrit af kæru Neytenda-
samtakanna á hendur Grænmetis
verzluninnl vegna þessa máls.
Segir í kærunni að Neytenda
samtökunum hafi á undanförnum
árum borizt fjöldi kvartana
vegna kartöflusölu Grænmetis-
verzlunarinnar. Segjast samtök-
in hafa látið fara fram á sínum
vegum atiftigun, sem sýni, að
kvartanir þessar hafi við full
rök að styðjast. Saka neytenda-
samtökin Grænmetisverzlunina
um að koma vkvitndi á mark-
aðinn „gallaðri vöru undir röng
um forsendum fyrir sem mest
verð.“
í kæru þessari, sem Neytenda
samtökin leggja fyrir Sjó- og
verzlunardóm, er krafizt að for-
svarsmenn Grænmetisverzlunar-
innar vcrði látnir svara til
Fyrsta sala
INGÓLFUR Arnarson seldi í
gær í Englandi 145 lestir fyrir
£ 10.360. Þetta er fyrsta togara-
salan í Bretlandi eftir verkfall.
Togarinn Hvalfell seldi í gær
í Þýzkalandi 122 lestir fyrir D.M.
104.000.
; hyrgðar í þessu máli, og óskað
að rai—-ólm málsins verði hrað-
að.
Stolið úr bílum
SAMKVÆIMT .upplýsingum frá
Rannsóknartögreglunni var stol-
ið fatnaði, útvarpi og myndavél
úr nokkrum bílum fyrir utan
sam-komuhúsið á Hvolsvelli að-
faranótt sunnudags. Umferðar-
lögreglan, sem var við gæzlu
aus'an fjalls fann þýfið í bifreið,
sem stöðvuð var á leið í bæinn.
Auk þess voru framin í Reykja
vík nokkur smávægileg innbrot,
en engu stolið.
—Slysfarir
Framhald af bls. 24.
öðru ári varð fyrir dráttarvél
og beið bana.
Dren-gurinn var með föðúr
sínum, sem var að heyvinnu á
túninu, er slysið vildi til.
Foreldrar dre. „sins eru Guð-
mundur Jónsson bóndi að Refs-
mýri og kona hans Unnur Jóns-
dóttir.
Eins og sagt var frá á laugar
dag, varð fólkið á Refsmýri fyrir
því óláni á föstudag að missa
150 hesta af heyi er sjálfsí-
kveikja varð í hlöðunni þar. —
Ari.
• Fótbrotnaðl.
Akureyri, 24. september.
Sálðastliðið laugardagskvöld
var Viðar Daníelsson á leið fram
Eyjafjörð í bifreið, og var félagi
hans með honum. Er þeir komu
að Djúpárdalsbrú hlupu þrjár
kindur fyrir bifreiðina. Viðar
stöðvaði bílinn þegar og fór út
úr bifreiðinni, en bað félaga sinn
að aka bílnum yifr brúna og snúa
honum þannig, að ljósin lýstu
upp svæðið til þess að hann gæti
séð hvort kindurnar hefðu skað-
azt, Viðar gekk síðan aftur með
bílnum, en ir hann - om að aftur-
hjóli.iu hrasaði hann og lenti
fyrir hjólinu í sa-ma mund og
bifreiðin fór af stað. Fór aftur-
hjólið yfir vinstri fót Viðars og
braut báðar pípurnar.
Félagi Viðars fór strax til
næsta bæjar til að bomast í síma
og náði sambandi við Akureyri
og fékk þaðan sjúkrabíl. Var
Viðar þegar fluttur í fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og gert
að meiðslui'. hans þar.
Af kindunum er það að segja,
að tvær þeirra munu hafa drep-
izt samstundis, en þeirri þriðju
varð að lóga vegna meiðsla. —
St. — Sig.
Slátrun átti að hefjast í dag og
áætlað að slátra rúmlega 4000
fjár. Fréttaritarinn í Bolung-ar-
vík, sagði að í gær hefði snjóað
töluvert Og væri alveg hvítt ofan
í byggð.
í Skagafirði snjóaði í fjöll og
einnig við Eyjafjörð. En frétta-
ritari blaðsins á Akureyri sa-gði
að enginn snjór væri í Vaðla-
heiði og fréttaritarinn á Húsavík
sagði að þar vseri enginn snjór.
Fulltrúar trésmiða
UM helgina fór fram allsherj-
aratkvæðagreiðsla í Trésm-iða-
félagi Reykjavíkur um kjör full-
trúa á þing Alþýðusamband ís-.
lands. Úrslit urðu þau, að A-
listi kommúnista hlaut 280 at-
kvæði en B-listi lýðræðissinna
197. í síðustu kosningum til Al-
þýðusambandsþings hlutu söm-u
listar 288 og 217 atkvæði. Full-
trúar trésmiða á þinginu verða
þessir: Jón Snorri Þorleifsson,
Sturla H. Sæmundsson, Bene-
dikt Ðavíðsson, Ásbjörn Pálsson,
Lórenz R. Kristvinsson og Hall-
varður Guðlaugsson.
4
SKIPAUTGCR0 RÍKISINS
Ms. BALDUR
fer til Breiðafjarðarhafna 25.þ.m.
Vörumóttaka á mánúdag til Rifs-
hafnar, Ólafsvíkur, Grundafjarð-
ar og Stykkishólms
Ms HERÐUBREIÐ
fer vestur um land í hringferð
29. þ. m. Vörumóttaka í dag til
Kópaskers, Þórshafnar, Bakka-
fjarðar, Vopnafjarðar, Borgar-
fjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvar-
farðar, Breiðd-alsvíkur og Djúpa-
vogs. Farseðlar seldir á föstudag.
Ms. ESJA
fer austur um land í hringferð
1. okt. Vörumóttaka í dag og ár-
degis á morgun til Fáskrúðsfjarð
ar Reyðarfj arðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar Seyðisfjarðar, Rauf
arhafnar og Húsavíkur. Farseðl-
ar seldir á föstudag.
M.s. HERJÖLFUR
fer til Vestmann-aeyja og Horna-
fjarðar 26. þ. m. Vörumóttaka i
dag til Hornafjarða-r.
X. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9.
Fundur í kvöld kl. 8.30 í GT-
húsinu.
Kosning embættismanna.
Umræður um vetrarstarfið o fL
Félagar mætum öll og stundvís-
lega
Æðstitemplar,