Morgunblaðið - 25.09.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. sept. 1962
v Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SAS OG LOFTLEIÐIR
Nýr Renaultbíll
væntanlegur hingað
Renault hyggst koma upp verkstœði hér
til þess að kenna íslenzkum bif-
vélavirkjum viðgerðir bílanna.
Sérstök verkstæði verða sett upp
í Reykjavik en úti á landi er
ætlunin að íá inni á stærri verk-
stæðum og kenna mömjum þar
viðgerðir Renaultbíla. Mun Col-
umbus h.f. sá um þessar fram-
kvæmdir fyrir hönd Renault.
Loks má geta þess varðandi
AÐ undanförnu hefur verið
staddur hér maöur frá Renault
bílaverksmiðjunum frönsku
Jacques Souehet að nafni. Ren-
ault-umboðið á íslandi, Coum-
bus h.f., efndi til fundar með
fréttamönnum nýlega og skýrði
Souchet þar m. a. frá nýjum bíl,
sem kominn er á markaðinn frá
Renault og ýmsu varðandi fram-
leiðslu verksmiðjanna. Kom m. a.
á daginn að Renault hyggst koma
hér upp verkstæðum fyrir bíla
sína í samvinnu við umboðið.
Souchet skýrði frá því að hjá
verksmiðjunum, sem eru eign
franska ríkisins, ynnu um 60,000
manns í fimm borgum í Frakk-
landi. Framleiða verksmiðjurnar
40% af öllurn bílum í Frakklandi.
1961 framleiddu verksmiðjurnar
322,000 bíla fyrir Frakklands-
markað, en 53% af framleiðsl-
unni eru flutt til útlanda. Verk-
smiðjurnar framleiða einkum
Renault 4, Renault Dauphine,
sem allir þekkja, Caravelle,
Floride, Stafette, ýmsar gerðir
vörubíla og hinn nýja bíl, sem
brátt mun væntanlegur hingað.
Renault 8. Þessi nýi bíll rúmar
fimm farjfega, véiin er 956 cc. og
48 hestöfl, hámarkshraði er 130
km á klst. og hann eyðir 7 lítr-
um af benzun pr. 100 km. „Kúpl-
ingin“ er af nýrri gerð og koma
þar stálplötur í stað „fingranna",
sem er á eldri gerðum. Á þetta
kerfi að vera mjög endingargott.
Renaulter fjórgíraður og eru
þír gíranna „syncroniseraðir".
Vökvabremsur eru á öllum hjól-
um og eiga bremsurnar að vera
sérstal.lega endingargóðar, sér
staklega í fjalllendi. Þarf t. d.
ekki að athuga þær fyrr en eftir
50.000 km. akstur, og aðeins tek-
ur 10 mínútur að skipta um borða
í hverju hjóJi.
Framleiðsla þessa bíls hófst í
júlí sl. og hefúr sala hans gengið
mjög vel. Fyrstu bílarnir eru
væntanlegir hingað innan
skamms og munu þeir kosta um
140 þús. kv. Renault Dauphine
kostar 120 þús. kr. og munu
Hinn nýi Renault 8.
verksmiðjurnar að sjálfsögðu
halda framleiðslu þeirrar gerðar
áfram.
Á fundi þessum kom í Ijós að
Renault hyggst innan skamms
koma hér upp verkstæðum fyrir
bíla sína, cg senda hingað sér-
fróða menn frá verksmiðjunum
Renaultbílinn nýja, að hann er
búinn lokuðu kælikerfi líkt og
Dauphine. t kerfi þéssu er ákveð-
in blanda sem þolir allt að 40
stiga frost og 40 stiga hita. Þurfa
Renaulteigendur því ekki að hafa
áhyggjur af irostlegi yfir vetrar-
mánuðina.
Fyrsta kanadíska geim-
farinu brátt skotið á braut
Washington, 22. sept. (AP)
I N N A N skamms munu
bandarískir vísindamenn að-
/\ðru hverju berast fréttir
” um það, að innan S A S
séu uppi ráðagerðir um það
að bola Loftleiðum út af
flugleiðinni milli meginlands
Evrópu og Norður-Ameríku.
Fram til þessa dags hafa
þessar ráðagerðir engan
árangur borið. Loftleiðir
hafa haldið áfram að efla
ctarfsemi sina og njóta áætl-
unarferðir þeirra milli New
York og Evrópu með við-
komu á íslandi, vaxandi
vinsælda.
Enda þótt enginn sé ann-
ars bróðir í leik þegar um
er að ræða hina hörðu sam-
keppni um lendingarréttindi
og farþegaflutning á flugleið
um, væri það þó mjög óhyggi
legt af hinu stóra norræna
flugfélagi að reyna að úti-
loka hið íslenzka flugfélag
frá farþegaflutningum á
milli Evrópu og Norður-
Ameríku. Loftleiðir hafa náð
þeirri góðu aðstöðu, sem fé-
lagið nú nýtur á þessari
flugleið vegna þess að það
hefur í senn boðið góða þjón-
ustu og mun ódýrari en þá,
sem SAS og ýmis önnur flug-
félög veita. Það er á grund-
velli eðlilegrar samkeppni
sem Loftleiðir hafa vaxið og
dafnað. Loftleiðir eru þar að
auki einkafyrirtæki, sem orð-
ið hefur að standa á eigin
fótum enda þótt það hafi
notið sjálfsagðrar fyrir-
greiðslu af hálfu íslenzka
ríkisins.
SAS er hins vegar að
meira eða minna leyti byggt
upp af ríkisvaldi þriggja
Norðurlanda og hefur feng-
ið stórkostlegt fjármagn af
opinberu fé til starfsemi
sinnar. Það myndi mælast
mjög illa fyrir ef þetta nor-
ræna stórfyrirtælci reyndi að
koma fram hefndarráðstöfim
um á Loftleiðum.
Ýmis blöð á öllum Norð-
urlöndum hafa stutt málsstað
Islands í þessum efnum. Nú
síðast hefur „Jyllandspost-
en“ varað eindregið við
stuðningi við SAS til þess að
bola íslendingum út af flug-
leiðinni yfir Norður,Atlants-
haf. Kemst blaðið í því sam-
bandi að orði á þessa leið:
„Flugsamgöngur nútímans
eru orðnar harður leikur þar
sem lendingarréttindi hafa
stóru hlutverki að gegna. En
skandínavísku löndin þrjú
ættu að vera afar varkár og
hugsa sig um oftar en einu
sinni áður en þau leggja lið
tilraunum SAS til þess að
bola íslendingum út af þess-
um flugleiðum, því þeir eiga
marga liðsmenn og viðskipta
vini, jafnt í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.“
Þessi ummæli hins danska
blaðs eru hin drengilegustu,
og undir þau munu áreiðan-
lega margir taka víðs vegar
um Norðurlönd.
ÖRVÆNTING
FRAMSÓKNAR
F eiðtogar Framsóknarflokks
ins standa nú uppi fullir
örvæntingar, úrræðalausir og
hræddir. Þeir láta Tímann
ýmist halda því fram að í
landinu ríki „móðuharðindi
af mannavöldum“ eða „ein-
stæð árgæzka." Þannig stang-
ast allt á hjá hinum örvænt-
ingarfullu Framsóknarmönn-
um.
Kjami málsins er sá, að
leiðtogar Framsóknarflokks-
ins hafa gert sér ljóst að við-
reisnin hefur tekizt. Viðreisn
arstjóminni tókst að bægja
frá hruninu, sem við blasti
þegar vinstri stjómin gafst
upp á miðju kjörtímabili. —
Viðreisnarstjórninni hefur
ekki aðeins tekizt þetta, held
ur einnig að leggja gmndvöll
að framfömm og uppbygg-
ingu í landinu, skapa vel-
megun sem öll þjóðin nýtur
nú góðs af.
Það er þetta, sem leiðtogar
Framsóknarflokksins óttast
— og alþingiskosningamar,
sem fram eiga að fara á næsta
ári.
Framsóknarflokkurinn hef
ur lengstum hfað af því að
vera í ríkisstjóm og stjóm-
araðstöðu. Nú hefur hann
verið í stjórnarandstöðu í
heilt kjörtímabil og allar lík-
ur benda til að þjóðfylking
hans með kommúnistum hafi
ekki aukið traust hans. Um-
boðsmenn Moskvuvaldsins á
íslandi em í dag einu banda-
menn Framsóknarflokksins.
Þetta er staðreynd, sem
miklum fjölda Framsóknar-
manna um land allt hrýs hug
ur við. Þess vegna em sigur-
horfur Framsóknarflokksins
í næstu kosningum ekki góð-
ar. Hann stendur uppi ein-
angraður með Moskvumönn-
um og berst með þeim von-
lausri baráttu. En viðreisnar-
stefna núverandi ríkisstjórn-
ar heldur áfram að bæta lífs-
kjör fólksins og ieggja gmnd
völl að áframhaldandi fram-
fömm og uppbyggingu á ís-
landi
ÓGNUN VIÐ
HEIMSFRIÐINN
ridel Castro lofaði að
*■ tryggja Kúbumönnum
frelsi og lýðræði. Hann hef-
ur efnt þetta loforð þannig,
ig, að gera Kúbu að víg-
hreiðri Rússa og hins alþjóð-
lega kommúnisma í Vestur-
heimi. Rússar og leppríki
þeirra hafa undanfarið flutt
ógrynni hvers konar vopna
til Kúbu. Þúsundir svokall-
aðra „sérfræðinga“ frá Sovét
ríkjunum hafa einnig verið
fluttir þangað.
Það sætir vissulega engri
furðu þótt þetta atferli veki
ugg bæði í Bandaríkjunum
og öðrum ríkjum Norður- og
Suður-Ameríku. Kúba liggur
aðeins 90 mílur frá ströndum
Bandaríkjanna. Eftir að Rúss
ar hafa komið þar upp stór-
I kostlegum hemaðarbæki-
stöðvum, búnum eldflaugum
og hvers konar nýtízku vopn
um, hefur hernaðaraðstaða
Bandaríkjanna versnað að
miklum mun. Vamir þeirra
hafa yfirleitt ekki verið
byggðar upp með árás. frá
suðri í huga.
Vígbúnaður Sovétríkjanna
á Kúbu er um þessar mund-
ir eitt aðal áhyggju- og um-
ræðuefni þjóða Vesturheims.
— Þessar hemaðaraðgerðir
Rússa ,í Vesturheimi eru
greinileg ógnun við heims-
friðinn. Þjóðir Ameríku ósk-
uðu einskis frekar en að geta
búið í friði hver við aðra. En
innreið kommúnismans á
Kúbu hefur gjörbreytt að-
stöðunni í þessum efnum. —
Ihlutun Rússa á Kúbu er á-
reiðanlega hættulegasta skref
ið sem þeir hafa stigið í al-
þjóðamálum síðustu árin.
stoða við að senda á loft
gcimfar, gert af kanadískum
vísindamönnum til rannsókna
á jónosferunni.
Geimfarið, sem kallað verður
„Alouette", en það þýðir „læ-
virki“, er hið fyrsta, sem gert
er af vísindamönnum annarrar
þjóðar en Bandaríkjamanna eða
Rússa. Ennfremur er það fjrsta
geimfarið, sem bandaríska geim-
vísindastofnunin NASA sendir á
loft frá geimvísindastöðinni
Point Arguello í Kaliforníu og
loks fyrsta sinn, sem NASA not-
ar tveggja þrepa Thor-Agena-
eldflaug við geimskot.
Geimfarið „Alouette" vegur
250 ensk pund. Er ætlunin að
senda það á sem næst hringlaga
braut umhverfis jörðu — ef til
vill í lok næstu viku.
• Taipei, Formósu, 21. sept.
AP. ÞJÓÐERNISSINNASTJÓRN
IN á Fonmósu hefur ákveðið að
senda matargjöf til fólksins í
Iran, sem varð fyrir tjóni af jarð
skjálftunum miklu í byrjun þessa
mánaðar. Fer skip frá Formósu
á laugardaginn með 30 lestir
af sykri og annað eins af hrís-
grjónum.