Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 1
24 síður wnMáhifo 49. árgangur 218. tbl. — Þriðjudagur 2. október 1962 Prentsmiðja Morsrtftiblaðsfns Jvariegustu inn í hundrað ár Tveir menn létutst í óeirð- um vegna inntoku blökku- stúdents í Oxford-háskólann í Mississippi fJWin-nrrrrr nrrrri ~>i—r~ 1-----1— ~n-----r~ sdeilur í ríkjunum Oxford, Mississippi, 1. október. — (AP — NTB — Reuter) — Q BORGIN Oxford í Mississippi í Bandaríkjunum var í kvöld einna líkust hertekinni borg. Hermenn sambands- stjórnarinnar halda þar uppi reglu og hafa vopnaða verði við helztu byggingar og helztu götur borgarinnar, — en meðal íbúanna er mikil ólga yfir því, að blökkumanninum James H. Meredith hefur verið veitt skólavist í ríkis- háskólanum. O Blóðugar óeirðir voru í gærkveldi og nótt, í allt að tíu klukkustundir, og féllu tveir menn fyrir kúlum óeirðar- seggja. Tuttugu manns voru fluttir í sjúkrahús og 175 hafa verið handteknir. — Aftur urðu óeirðir í borginni í dag, en hermönnum sambandsstjórnarinnar hefur verið fyr- irskipað að beita valdi, ef nauðsyn krefur, til þess að halda lögum og reglu í borginni. 0 Átök þessi eru hin alvarlegustu, sem orðið hafa í Bandaríkjunum, vegna skólavistar blökkumanna, eftir að hæstiréttur úrskurðaði árið 1954, að þeim bæri sami réttur og hvítum til náms í opinberum skólum. Jafnframt eru þessi átök hin mestu, sem orðið hafa milli fylkisstjórnar Missis- sippi og Bandaríkjastjórnar og jafnframt alvarlegustu inn- anríkisdeilur í Bandaríkjunum frá því í borgarastyrjöldinni, fyrir hundrað áiinn. Óeirðirnar I gærkveldi urðu eftir að vopnaðir hermenn sam- bandsstjórnarmnar höfðu fylgt blökkumanninum til íbúðar einn- ar á háskójasvæðinu, en þar gættu hans vopnaðir verðir í alla nótt. Óeirðirnar náðu hámarki, þegar Kennedy lýsti því yfir í útvarpsávarpi, að Meredith væri kominn inn í háskólann og yrði innritaður til náms í dag. Hvatti hann íbúa Oxford til að sýna stillingu. Þá höfðu um eitt þúsund her- menn sambandsstjórnarinnar ver ið sendir til b&rgarinnar og stjórn aði þeim Charles Billingslea, hershöfðingi. Andstöðunni af hálfu fylkisstjórnarinnar stjórn- aði Edwin A. Walker hershöfð- ingi, sem Koss Barnett fylkis- stjóri kallaði til Oxford á laug- ardag, eftir að Bandaríkjastjórn hafði sett honum úrslitakosti. Walker hafSi skipulagt þúsund manna lið tii þess að hafa for- ystu í óeirðunum. Hann var hand tekinn í dag og segir Robert Kennedy, dómsmálaráðherra,* að hann verði leiddur fyrir rétt, sak aður um að skipuleggja ofbeldis andstöðu gegn löglegum stjórn- arvöldum landsins, fyrir að hindra að fylkislögreglan í Missis sippi gegndi skyldu sinni og fyrir að standa fyrir Dfbeldisárásum á lögregluna. Við fyrsta atriðinu getur legið allt að 20 ára fangelsi eða 20.000 dala sekt Walker hers höfðingi var fyrirliði sambands- hermanna, sem sendir voru til Little Rock í Arkansas, er kyn- þáttaóeirðirnar urðu þar á sínum tíma. Sagði hann við fréttamenn í gær, að þá- hefði hann fylgt þeim, er hefðu haft á röngu að standa. • Tvelr létust af skotsárum Áður en Kennedy forseti flutti útvarpsávarpið þyrptust stúdent- ar að háskólasvæðinu og auk þeirra fjöldi mahna úr borginni og nágrenni hennar — jafnvel úr öðrum fylkjum. Fólkið hóf grjóthríð að hermönnum sam- bandsstjórnarinnar, kallaði til þeirrá ókvæðisorðum og grýtti öllu er hendi var næst, grjóti, múrsteinum, ávöxtum og flösk- 'um. Þegar hermenn beittu tára- gassprengjum gegn mannfjöld- anum var varpað handsprengj- um. I hálfa aðra klukku- stund tókst múgnuim að halda hermönnunum, sem stóðu vörð í hálfgerðri úlfakreppu, en þeim hafði verið fyrirskipað að verjast þess í lengstu lög að grípa til vopna. Loks kom svo, að skot kváðu við úr hópi óeirðaseggjanna, og Meðfylgjandi mynd var tekin í Oxford í Mississippi í gær, þeg- ar handtökur stóðu sem hæst. — Er síðast fréttist höfðu 175 manns verið handteknir, þar af þriðjungur stúdentar. varð af mikil ringulreið. Tveir menn létust af skotsárum. Var annar franskur, Paul Guihard, fréttamaður „London Daily Sketch" og „Agence France Presse" — (AFP). Hann fékk kúlu í bakið og lézt á leið í sjúkra hús. Hinn var 23 ára Bandaríkja- maður, George Gunter að nafni, sem var hæfður tveim kúlum, annarri í höfuðið. Hann lézt á leið í sjúkrahús. Tuttugu menn voru fluttir í sjúkrahús, þar af tyeir henmenn, einn bandarískur Framhaldi á bls. 2. kostar kr. 65.00 á mánuði innanlands — í lausasölu kr. 4.00. Auglýsingaverð kr. 36.00 pr. eindálka cm. ^é-.-xrv—i ,m n» w*mm*i,vtmiw*H* Í Eiturefni í síldarmjöli veldur lifrarsjúkdómi í húsdýrum \ r Osló, 1. október — NTB. Fyrsta tilfelli þessa sjúk- SÍÐUSTU mánuðina hafa vís- dóms fannst vorið 1961, en indamenn við dýralækningahá síðan haía að því bezt er vitað, skólann í Noregi unnið að fallið af hans völdum 50 stór- rannsóknum á nýjum og áður gripir, 125 svín og 6 geitur. óþekktum lifrarsjúkdómi í hús Prófessor Rolf Svenkerud dýrum. Htfur komið' í ljós, að forstöðumaður sjúkdóma- sjúkdómurinn á rætur að fræðideildar háskólans, sem rekja til eiturefnis í síldar- rannsókmrnar annaðist, segir, mjöli, er notað hefur verið til að með því að nota þetta efni, fóðurs. nitrit, af mikilli varkárni, sé Eiturefni þetta hefur mynd- sennilega unnt að komast hjá azt við það, að nitrit er sett myndun sjúkdómsins. í síldina til þess að verja hana Segir hann síldarmjölið svo skemmdum á þeim tíma, er mikilvægt til fóðurs, að nauð- líður frá því hún er veidd og syn beri til að flýta rannsókn þar til hún kemst í vinnslu. á þessu fyrirbæri. Erlendar fréttir i sfuftu máli New York, Algeirs- borg, 1. okt. AP-NTB. • í DAG var lögð fyrir fram kvæmdastjórn Sameinuðu Þjóðanna beiðni Alsir um upp töku í samtök Sameiniuðu Þjóðanna, undirrituð af Ben Bella. { Bella er væntanlegur til, New York innan skamms, til þess að vera viðstaddur, er beiðni Alsír verður afgreidd af Allsherjarþinginu. Hann mun hafa látið það í ljós við fréttamenn í Algeirsborg, að hann sé i>ví hlynntur, að Pek- ingstjórnin fái sæti Kína hjá S.J>. — Prag, 1. október. — AP—NTB. TÉKKNESKA fréttastofan Ceteka skýrir frá því í dag, aS nýlokið sé umfangsmiklum heræfingum rússneskra, tékk- neskra og austur-þýzkra her- sveita í Tékkóslóvakíu. Ekki skýrir fréttastofan frá i>ví hve margir hermenn hafi tekið þátt í æfinigunum, hvar eða hve lengi þær hafi staðið — en segir, að þær hafi verið til þess gerðar að auka samstarfs hæfni þeirra og efla vináttu og samvinnu hermannanna í mögulegum hernaði. Lagos, 1. okt. AP-NTB Forsætisráðherra Nigeriu, Tafawa Balewa, skýrði frá því í dag, að lögreglani hafi nýlega komið upp um smnsæri um að steypa stjórn landsins frá völd um og ræna allmörgum ráð- herrum hennar. Briissel 1. okt. NTB. • Skýrt var frá því í Briiss- el í dag, að viðræðurnar um væntanlega aðild Norð- manna að Efnahagsbandalagi Evrópu hefjist í lok október eða byrjun nóvember. Talið er, að viðræðurnar um aðild Noregs muni standa allt fram á næsta sumar, áður en endanlega verði gengið til sanminga. Nýju Dehli, 1. okt. — (AP) • Nehru, forsætisráðherra Indlands, er kominn heim-úr ferðalaginu, sem hófst með forsætisráðherrafundi brezku samveldislandanna og lauk með opinberri heimsókn í Kairó. Hann heimsótti einn- ig Frakkland, Nígeríu og ítalíu. . «*MhMM*MMMMMMWMMMlMM4aM**UM%MM 50 hafa tarizt í skriðuföllum Nýju Delhi, 1. október — AP — NTB. TAI.ll) er, að fimmtiu manns hafi farizt í snjó — og aurskrið- um, er lokuðu inni 2.500 manns í dal einum í Himalaya f jöllum. Hefur fólkið verið lokað inni í heila viku, en í dag tókst loks að koma þangað mat með þyrlum frá indverska flughernum. EkW gátu þyrlurnar lent, heldur varð að fleygja matvælunum niður með fallhlífum. Flestir þeirra, sem lokuðust inni eru vegavinnumenn, er unnu að mikilvægri vegalagningu skammt frá landamærum Ind- lands og Tíbet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.