Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. okt. 1962 MORCUNBLAÐIÐ 13 ik RÍKISSKATTSTJÓRI, Sig- urbjörn Þorbjörnsson, opn- aði skrifstofu sína í fyrra- morgun, mánudaginn 1. okt. Þar með komu til fram- kvæmda ný skattalög, sem sett voru á síðasta Alþingi, en þau fela í sér talsverðar breytingar — nánast bylt- ingu — á því fyrirkomulagi, sem áður ríkti. Voru þær m. a. og ekki hvað sízt á- kveðnar með það fyrir aug- um að draga úr kostnaði við framkvæmd skattamála — og eru einn liður í aðgerð- um ríkisstjórnarinnar á því sviði, auk þess sem ýmsir Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri (t. h.) ásamt Þórólíi Ólafssyni, skrifstofustjóra. sskattstjóri seztur að stðrfum IVIýskipan á framkvæmd skattamá!a tók gildi um mánaðamótin fleiri kostir eru taldir fylgja breytingunni. Hin nýja skrifstofa ríkisskatt- stjóra er til húsa við Klappar- stíg 26, og þangað brá tíðinda- maður Mbl. sér á mánudaginn. Sigurbjörn Þorbjörnsson var þar þegar önnum kafinn við marg- vísleg störf, sem- hinu nýja embætti fylgja. Milli símhring- inga og styttri heimsókna leysti hann greiðlega úr spurningum fréttamanns og greindi frá meg- inatriðum breytingarinnar: Miklar breytingar. — Fram til dagsins í dag hafa verið starfandi skattstjórar í 10 kaupstöðum og 219 skattanefndir um landið allt — eða alls 229 aðilar. I hverri skattanefnd hafa verið þrír menn, svo að samtals hafa þarna unnið að framkvæmd skattamála hátt á 7. hundrað imenn. Þar fyrir utan hafa svo verið yfirskattanefndirnar 23 tals ins. Þetta eru þeir aðilar, sem haft hafa stjórn skattamála í sínum höndum. Nú eru allar þessar nefndir og embætti lögð niður. Og í staðinn koma 9 skattstjórar, sem starfa hver í sínu umdæmi. Munu þeir hafa sérstaka umboðsmenn í hreppum og bæjum utan aðset- aðsetursstaðar síns. Við umdæma skiptinguna hefur verið fylgt •kjördæmunum nýju að því einu undanskildu, að Vestmannaeyja- kaupstaður verður sérstakt skatt- umdæmi. Ennfremur er svo rík- isskattanefnd, sem nú er orðin hreinn úrskurðaraðili, og loks ríkisskattstjóri, sem lögum sam- kvæmt er formaður nefndarinn- ar. Aukið samræmi í álagningu. — Hver eru höfuðverkefni ríkisskattstjóra? — Ríkisskattstjóri er fram- kvæmdaaðili í skattamálunum má segja. Honum er ætlað að fylgjast með störfum skattstjór- anna víðsvegar um landið, sjá um að samræmis gæti í störfum þeirra, gefa þeim leiðbeiningar — og getur jafnvel verið rann- sóknaraðili, ef ástæður gefast til. f engu tilfelli breytir hann þó skattlagningu, heldur heyrir slíkt undir ríkisskattanefndina. Nefnd in er einnig úrskurðaraðili um útsvör, en hefur ekkert fram- kvæmdavald á því sviði. Einn er þó sá skattur. sem gengur til bæjar- og sveitarfélaganna, en sem skattstjórar armast algjör- lega álagningu á, og það er að- stöðugjaldið. Þeir skattar og gjöld, sem til okkar kasta kemur að sjá um álagningu á, eru annars tekju- og eignaskattar, söluskattur, aðstöðu gjald og tryggingagjöld. Aftur á móti munu útsvör verða lögð á af sérstökum framtalsnefndum og aðeins úrskurðir í sambandi við þau heyra undir ríkisskatta- nefnd, eins og áður var nefnt. Er gert ráð fyrir að skattstjór- arnir eða umboðsmenn þeirra sitji fundi framtalsnefnda. Einn af kostum þessa fyrir- komulags er tvímælalaust það, að meira samræmis en áður hef- ur verið mögulegt, mun gæta um land allt í álagningu opinberra gjalda. Fyrsta verkefni Skattstjóranna. — Þetta nýja kerfi tekur gildi í dag, að öllu leyti? — Umboð allra skattanefnda, sem fyrir voru, féll niður í dag. Einnig yfirskattanefnda og þeirr- ar ríkisskattanefndar, sem setið hefur. Þó er í lögunum heimild til að framlengja umboð þeirra yfirskattanefnda, sem ekki hefur unnizt tími til að ljúka st'örfum, og er einmitt í athugun, hverjar þurfi á framlengingu að halda. Að öðru leyti taka skattstjórarn- ir í dag við störfum og skyldum skattanefndanna. Fyrsta verkefni þeirra í skattálagningu verður álagning söluskatts fyrir 3. árs- fjórðung 1962. Framtölum fyrir þá álagningu á að skila fyrir 15. þ.m. og álagningunni að vera lokið 31. október. — Framtöl ganga þá hér eftir öll í hendur skattstjóranna til álagningar. Það hlýtur að vera drjúgt verkefni eða er ekki svo? Framteljendur yí'ir 80 þúsund. — Á síðasta ári, 1961, voru framteljendur 81,535. Þess ber reyndar strax að geta, að mjög margir þeirra reyndust ekki þurfa að greiða skatt, vegna hins mikla persónufrádráttar, sem nú er heimilaður. Rvík er að sjálf- sögðu langstærsta skattumdæm- ið, þar voru árið 1961 rúmlega 34 þúsund framteljendur. Næst kom Reykjanes með tæp 11 þús- und og Norðurlandeystra (þ. á m. Akureyri) með rúmlega 9 þúsund. Hin umdæmin eru svo öll mjög svipuð með 4,700 til 5,500 framteljendur, nema Vest- mannaeyjakaupstaður, þar sem voru rúmlega tvö þúsund fram- teljendur á síðasta ári. Einhverri aukningu má búast við á öllum þessum stöðum á árinu 1962. Fækkun skattgreiðenda — vegma breytinganna 1960. Um álagninguna sjálfa er það að segja, að frádráttarheimildir og skattstigar einstaklinga eða persónulegra aðila breyttust ekki á síðasta þingi, þegar sú fyrir- komulagsbreyting, sem nú kem- ur til framkvæmda, var ákveðin. En upp í hin nýju lög var tekin sú mikilvæga breyting, sem gerð var á skattlagningu einstaklinga árið 1960, en þá var gerð mjög veruleg breyting á skattstigun- um og persónufrádráttur stór- lega hækkaður þannig að skatt- greiðendum fækkaði að miklum mun. í framkvæmd reyndist þetta svo árið 1961, að þótt framteljendur væru rúmlega 81 þúsund — voru skattgreiðendur ekki nema rúm 19,600. En við gildistöku þessara breytinga 1960 fækkaði skattgreiðendum um u. þ. b. 74% Á síðasta þingi var svo aftur á móti unnið að breyt- ingum á skattlagningu félaga, —'¦ skattstigum, varasjóðshlunnind- um og arðsfrádrætti, og ný ákvæði þar að lútandi lögleidd. Að mörgu barf að hyggja. — Það er í mörg horn að líta, trúi ég, þegar slíkar breytingar eiga sér stað serri nú. — Ég held að óhætt sé að segja það. Auk þess, sem ég hef áður minnzt á. verður á næstunni unn ið að samantekt leiðbeininga fyr-. ir skattstjórana, viðbótarskýring- um og uppfyllingum reglugerðar ákvæða; þar munu fylgja með ýmsir úrskurðir ríkisskattanefnd ar, sem leiðbeiningargildi hafa varðandi álagningu. Er þetta einn þátturinn í því starfi, sem ríkis- skattstjóra er falið, samkvæmt lögunum. Jafnframt er í athug- un, að vissir þættir þessara leið- beininga verði gefnir út í að- gengilegu formi fyrir almenning, til þess að skattborgurunum megi vera hin ýmsu atriði eins skýr og kostur er. Einnig hef ég að undanförnu unnið við undir- búning að nýrri reglugerð um tekju- og eignaskatt, sem áform- að er að setja. Heiðarleiki — og góð samvinna. — Hver mundi nú frekast vera boðskapur yðar til skattborgar- anna á morgni fyrsta dags í þessu nýja og þýðingarmikla starfi? — Ég vona, að þeir verði sem heiðarlegastir í framtölum sínum og að samvinna milli okkar verð' ætíð sem bezt. — Ól. Eg. -•- Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins, eru hinir nýju skattstjórar þessir: Reykjavík: Halldór Sigfússon; VestUrland: Jón Eiríksson, áður skattstjóri í Vestmannaeyjum; Vestfirðir; Jón A Jóhannsson, skattstjóri á fsa- firði; Norðurland vestra. Ragnar Jóhannesson, sem verið hefur skattstjóri á fsafirði; Norðurland eystra: Hallur Sigurbjörnsson, skattstjóri á Akureyri; Austur- land: Páll Halldórsson, viðskipta fræðingur; Suðurland: Filippus Björgvinsson, viðskiptafræðingur — Reykjanes: Ævar ísiberg, við- skiptafræðingur. Enn hefur ekki verið ráðið í embætti skattstjóra í Vestmannaeyjum. Nýbygging Spari- sjóös Mýrasýslu Nýbyggihg Sparisjóðs Mýra- sýslu við Borgarbraut í Borg arnesi, er 182 ferm. kjallari og ein hæð, alls er húsið 1200 ten. metrar. Á hæðinni er rúmgóð- ur afgreiðslusalur, skrifstofa sparisjóðsstjóra, sem jafh- framt er fundarherbergi og tvær minni skrifstofur og auk þess eldtraust skjalageymsla. — f kjallara eru eldtraustar geymslur, kaffistofa, fatahengi og snyrtiherbergi og miðstöð. Auk þess sem nokkur hluti kjallarans er innréttaður sem íbúð. Húsið er byggt úr járn- bentri steinsteypu, þak einnig steypt og lagt með þéttiefni. Hitakerfi fyrir skrifstofu- hæðina er svo nefndt FRENG- er-geislahitunarkerfi, en í kjallara er venjuleg geislahit- un. Afgreiðslusalur svo og skrif- stofa sparisjóðsstjóra er að mestu klædd veggþiljum úr teak-viði, ennfremur er af- greiðsluborð og húsgögn úr teak. — Arkitekt hússins er Sigvaldi Thordarson. Járna- miðstöðvarteikningu annaðist verkfr. skrifstofa Sigurðar Xhoroddsen, en raflögn teikn- aði Jóh. Indriðason. Yfirsmið- ur hússins var Ásmundur Guð laugsson. Múrverk: Halldór Gestsson, múrari. Raflögn: Rafblik Borg arnesi. Miðstöðvarlögn: Jón Kr. Guðmundsson, pípulagn- ingameistari. Málning: Einar Indriðason, málaram. Byggnigarframkvæmdir hóf ust haustið 1960 og hefir verið unnið síðan að undanskildu því, að frá því í ágúst 1961 og fram í ársbyrjun 1962 lá vinna að mestu niðri vegna þess að beðið var eftir efni, sem pant að var erlendis frá. Sparisjóður Mýrasýslu flyt- ur nú úr húsnæði, sem hann hefir verið starfræktur í síð- an 1920, eða um 42 ára skeið, en Sparisjóðurinn var stofnað ur 1913. Sparisjóðsstjóri er Friðjón Svanbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.