Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 20
20 MOKGUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 3, okt. 1962 HOWARD SPRING: „ ^ „__ ^ 46 _ RAKEL ROSiNG mig hornauga, svo að ég segi eins Og er, en mér er nokkurnveginn sama og geri mér ekki neina rellu út úr því. En ég frétti þetta allt frá stelpugopanum henni Rose Chamberlain. Hún blaðrar eins Og hún væri slúður- dálkasnápur og frú Bannermann væri aðalsfrú. Rakel kom inn í stofuna. Hún var að setja á sig bílhanzka og var komin í fötin, sem hún var helzt í þegar hún ók út. Elskan mín, sagði hún. Ég ætla að skreppa út. Ég þarf endilega að fá mér ofurlítið frískt loft. Geturðp komizt af án mín fram að hádegisverði? Maurice tók um aðra hanzka- höndina og hélt. í hana. Gerðu það sem þú vilt, elskan, sagði hann. í>ú mátt ekki halda, að þó að ég sé bundinn inni á þessari löpp minni, þá vilji ég endilega hafa þig alltaf innanhúss. Nei, Rakel. Þú verður að fá að skemmta þér eins og þú yilt. Jæja, vertu þá sæll. Ég verð komin aftur til hádegisverðar. En þú verður þá að borða ein, elskan. Ég er enn ekki fær um að sitja við almennilegt matborð. Það verður að mata mig. En Mike sér um mig. Það væri þá ekki nema sann- gjarnt, sagði Rakel kuldalega. Það er nú ekki alltaf að menn standi við skyldur sínar og skuld- bindingar, Rakel. En það er nú annars ekki á dagskrá. Aðal- atriðið, er að þú getur farið út og séð þig um eftir vild, þangað til við getum farið út bæði sam- an. Mike hafði gengið hinumegin í stofuna. Rakel laut niður og kyssti Maurice, Og tárin stungu í augu hennar. Þú ert svo góður, Maurice, svo þolinmóður við mig .. og síðan gekk hún hratt út úr stofunni, kvalin af þessum góð- leik, sem gat fengið hana til að skammast sín, þótt ekki auð- mýkti hann hana, og vekti enga hrifningu, til svars við honum. Maurice lá alveg kyrr, þangað til hann heyrði í bílnum hennar, er hann var settur ofsalega í gang; það var svo ólíkt hans eig- in hægu og mjúklegu meðferð á bíl. Hann andvarpaði og kallaði á Mike Hartigan. Heldurðu, að hún sé hamingju- söm, Mike? Mike ók sér eitthvað og fitlaði við gömlu pípuna sína, og svar- aði síðan dræmt og blés reykn- um út milli fingranna: Æ, hún er eins hamingjusöm og hún get- ur orðið, og meira getur maður ekki heimtað — og meira getur maður ekki fengið. Maurice haði ekkert svar við þessu. Við skulum fara inn í lestrarstofuna, Mike, sagði hann, og Mike ýtti hjólakörfunni á undan sér áleiðis þangað en reykjarstólparnir stóðu upp af honum eins og reykháf. 4. Mina Heath hafði borðað morg- unverð í Andagarðinum hjá Juli- an og Charlie. Áður en hún var komin á fætur, hafði síminn hringt, og Charlie hafði tilkynnt henni, að nú væri „Veikur ís“ fullgerður. Hann var ennþá æst- ari en Julian. Sannast að segja var Julian enn sofandi og Charlie var eins umhyggjusamur við hann og móðir, þegar barn henn- ar hefur Orðið vansvefta nóttina áður.. Hann talaði mjög lágt í símann, og hafði síðan sem allra lægst um sig, þegar hann fór í baðið og undirbjó morgunverð- inn. Hann vakti ekki Julian fyrr en allt var tilbúið og Mina kom- in, og þá leyfðist Julian að sitja til borðs í náttfötum og innislopp. Síðan pældu þau öll þrjú gegn um síðasta þáttinn af leiknum og komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri góður, og höfðu síðan undirbúnings-umræðu um hlutverkaskipunina. Upavon lá- varður vildi alltaf koma fram sjálfur í þessari árlegu leiksýn- ingu, og það var jafnan nokkurt vandamál, af því að hann gat aldrei leikið annað en sjálfan sig, og þessvegna var ekki hægt að nota önnur leikrit en þau, sem höfðu innan sinna vébanda einhverja hátiðlega höfðingja- persónu. Julian hafði því sniðið eina persónuna fyrir föður sinn og ein? voru þarna hlutverk handa Charlie og Minu. Svo var þar Iris Mearns handa Rakel Bannermann, og loks var ákveð- ið, að kjaftfora ráðskonan í leiknum skyldi ætluð frú Harri- son í kránni. Þá v’ar ekki eftir nema eitt hlutverk óskipað, það var roskinn biskup úr nýlendun- um, og loks var samþykkt, að presturinn þeirra í Markhams mundi líklega gleypa við slíkri forfrömun. Hann hafði leikið áður og þau komust að þeirri niurstöðu, að hann væri hreint ekki svo afleitur í þunglamaleg hlutverk. Julian skrifaði því á blað: VEIKUR ÍS. Nútímaleikrit eftir Julian Heath. Allur leikurinn gerist í lestrar- stofunni í Matcham. „Þú skalt ekki gefast upp, góða mín“, sagði ungfrú Ryman. „Brátt kemur að því, að þér standa allar dyr opnar, en þang- að til vil ég, að þú skoðir mig vin þinn. Komdu til mín hvenær sem þú ert í einhverjum vand- ræðum eða hefur einhverjar á- hyggjur, og ég skal hjálpa þér“. Ungfrú Ryman vissi ekki, að Marilyn er ein þeirra kvenna, sem draga að sér vandamál og vandræði, eins og segull járn. Það voru ekki margir dagar liðn- ir, þegar hún leitaði hjálpar hjá ungfrú Ryman. Marilyn leigði um þessar mundir herbergi á neðstu hæð. Eina nóttina vakn- aði hún við einhvern tortryggi- legan skruðning úti fyrir glugg- anum hjá sér, Og í skugganum sá hún mannshöfuð. Maðurinn ætlaði sýnilega að brjótast inn. Marilyn stökk á fætur opnaði dyrnar hljóðlega og var komin fram í forstofu áður en maðurinn var kominn inn. Hún hringdi á lögregluna og síðan á ungfrú Ryman. Hún var hrædd við að fara aftur að sofa í herberginu. Ungfrú Ryman kom með einfalda lausn á því vandamáli. Hún bauð Marilyn að flytja til sín, og svo bjó hún hjá henni í hálft ár. Og Ungfrú Ryman gerði betur en að hýsa hana. Hún gaf henni líka 25 dali á viku í vasapeninga. „Ég get ekki komið orðum að því, hvað þetta veitti mér mikla vel- líðan og öryggi“, sagði Marilyn einhverntíma við Lizu Wilson. Jafnvel verstu óvinir hennar verða að játa, að hún hefur ein- hverja sérstaka gáfu til að draga að sér velgerðamenn. Hún getur fengið fólk til að þykjast bera persónulega ábyrgð á öllu því mótlæti, sem þjóðfélagið hefur valdið Normu Jean Mortenson. Nú þurfti Marilyn ekki lengur að sitja fyrir eða gera annað því líkt, sér til lífsuppeldis. Nú var hún orðin skapandi iistamaður, eða lifði sem slíkur. Hún sótti kennslustundir í leiklist og söng. 1 þáttur — kl. 6.30 á janúar- kvöldi. 2 þáttur — eftir kvöldverð sama dag. 3. þáttur — fyrir morgunverð ‘hæsta morgun. Persónur: Sir Edward Barlow............ Upavon lávarður Biskupinn af Boomerang....... , Séra Justin Wyndham George Barlow .... Julian Heath Henry Lorimer................ Charles Roebuck Mary Sinclair ............... Wilhelmina Heath Frú Oddy.........Ada Harrison Iris Mearns .. Rakel Bannermann Nei, þetta gengur ekki, sagði Julian og leit alvarlega á blað- ið. Síðan strikaði hann út síð- asta orðið og skrifaði Rosing í staðinn. Maður verður a taka tillit til iþess, sagði hann glottandi, að þetta leikrit verður seinna leikið í West End, svo að það er betra að hafa öll smáatriði rétt frá upphafi. Eruð þið ekki á sama máli? Finnst ykkur ekki Rakel Rosing betra nafn fyrir leikkonu Hún lifði náðugu lífi heima hjá Ryman og jók á vellíðan sína þar með sígildum bókmenntum í bundnu máli og óbundnu. Einn daginn kom ungfrú Ry- man heim í nokkrum æsingi. John Huston var að stjórna kvik- myndaútgáfu af skáldsögu W. R. Burnetts. „The Asphalt Jungle“, sem er raunsæislegt verk um glæp og refsingu. Hún var ný- búin að lesa handritið. Þarna var óskahlutverk fyrir Marilyn, ein- mitt hlutverkið, sem hún þarfn- aðist til að verða fræg á. Hún hafði þegar minnzt á Marilyn við Huston, og hann vildi heyra hana lesa. „Hvenær?" „Hringdu í Johnny Hyde. Láttu hann tala við Huston og aftala tíma, Marilyn. Það er betra, að láta Johnny hafa milli- göngu. Þú færð betri samning þannig". Hyde fór sjálfur með hana til leikstjórans, Arthus Hornblow yngra á Metro. Þar hitti hún John Huston. Hún hefur látið svo um mælt, að Huston væri fyrsti listamaðurinn með snilli- gáfu, sem hún kynntist persónu- lega. Karlmennska hans og ör- yggi hafði alla þarna inni á valdi sínu. Hann reyndist vera stór maður með strítt hár, langt og beinabert andlit og svört, rannsakandi augu. Sterklegur maður, sem gat aldrei verið kyrr, en var sífellt á ferð og flugi um alla skrifstofuna, eins og rándýr eftir bráð. Hann bar það með sér að vera snillingur. Hann var hreint ekki snyrtilegur til fara, og eins og allir vita, eru flestir snillingar kærulausir um klæða- burð. Hann var í grófum buxum, gömlum, og í dökkri skyrtu, sem var flakandi í hálsmálið. Hann studdi nú höndum á síð- ur og horfði á hana með drembi- legum svip. Hann sagði, að útlit hennar væri gott í hlutverkið, en útlitið eitt dygði bara ekki til. Hún yrði að geta leikið líka. heldur en Rakel Bannermann? Hin samþykktu þetta Og eftir nokkrar umræður um eitt Og annað fór Mina með handritið að síðasta þættinum til vélritarans. Og því fyrr sem við hefjumst handa, því betra, sagði hún. Við verðum að hafa sýninguna eftir mánuð. Þegar Mina kom frá vélritar- anum, gekk hún yfir götuna og yfir á Portmantorg. Hún var sú eina, sem var í nokkrum vafa hvað Rakel snerti. Julian og Charlie virtust taka það sem sjálf sagðan hlut, að Rakel gæti eytt í leikinn öllum þeim tíma, sem á þyrfti að halda. Og Minu var það fyllilega ljóst, að það yrði Þarna væri eitt atriði, þar sem hún þyrfti að falla saman — fara að gráta og snökta. Hann sagði henni undan og ofan af ganginum í leiknum og lýsti að nokkru innræti málfærslumanns- fantinum, sem Louis Calhern átti að leika. í handritinu var hún kölluð ,,frænka“ Calherns, en var raunverulega frilla hans. Hún kallaði Calhern alltaf „frænda“. í þá daga, meðan enn voru til feimnismál í kvikmyndum, var frilla aldrei titluð réttu nafni. Huston sagði, að sér lægi ekk- ert á að heyra Marilyn lesa hlut- verkið fyrr en hún hefði kynnt sér það. Þetta gaf henni enn aukna trú á snilligáfu hans. „Og láttu þér ekki nægja að lesa hlutverk Angelu", sagði hann. „Þú verður að kunna hlut- verk Emmerichs líka. Lestu allt andskotans handritið, eins og það leggur sig. Það er gallinn á flest- um ykkar leikaranna, að þið haldið, að þið þurfið ekki að kunna neitt nema ykkar eigið hlutverk, en látið ykkur á sama standa um allt hitt. Komdu ekki aftur fyrr en þú hefur kynnt þér allt efnið í leiknum — ekki Ang- elu eina. Við hittumst aftur“. Hann veifaði til hennar í kveðju skyni og sneri við henni baki. Hún hefði orðið hneyksluð á þessum ruddaskap hans, ef hún hefði ekki vitað, að hann var snillingur. Hyde leiddi hana út úr skrifstofunni. Henni fannst hún yfirtþyrmd af því, sem fram undan var. Svo komu þau út á tröppurnar á skrifstofubygging- unni. Hún ætlaði að fara að ganga yfir bílastæðið og út á götuna,- en sólin féll beint í aug- un á henni, svo að hún fór að gráta. Að minnsta kosti sagði hún Johnny það — eða reyndi að segja. Hún gat ekki komið upp orði. Hyde sagði henni, að það væri ofsnemmt að fara heim, og fór með hana inn í skuggalega knæpu við Washington Boule- vard, þar sem starfsfólkið frá tímafrekt með afbrigðum. Eins lengi og hún mundi aftur í tím- ann, hafði það verið siður, að hafa sem flest heimilisfólk í leiknum og æfa að mestu leyti heima, en kalla ekki þá, sem utan heimilis voru til æfinga fyrr en síðasta hálfa mánuðinn. Þann- ig var hægt að æfa miklu vand- legar en ella. Þetta gat- allsaman verið gott og vel fyrir þau hin, en Rakel átti eiginmann, sem lá rúmfastur. Já, það var ýmislegt, sem Mina vissi, að hún þurfti að ræða og ganga frá. Hún var að þjóta heim til Rakelar, þegar Charlie Roebuck hóaði í hana. Ég skildi Julian eftir í baðinu —mér datt í hug, að ég gæti náð Metro var vant að koma, af þvi að í veitingahúsinu í verinu, fékkst ekkert áfengi. Hún fékk sér einn daquiri, uppáhaldsdrykk inn sinn, það árið. Annars drakk hún aldrei mikið. „Kærðu þig kollóttan*, sagði Hyde blíðlega. „Þú getur þetta vel. Ég veit, að þú getur það“. „Mér má ekki mistakast í þetta sinn, Johnny“. sagði hún. „Það er úti um mig, ef þetta fer illa“. Og það fór heldur ekki illa. Hún las vandlega hvert orð í handritinu, næstu þrjá dagana. Fór yfir hlutverk Angelu með ungfrú Lytess, klukkustundum saman. Svona fara smástjörnur sjaldnast að. Angela var að vísu eftirtektarvert hlutverk í mynd- inni, en alls ekkert aðalhlutverk. Hún var eins og til hliðar við aðalefni leiksins, og kom ekki fram nema í tveim alllöngum atriðum, báðum með Calhern. En það skipti Marilyn engu. Með ein beittni, sem einkennir allt lista- starf hennar, lærði hún hlutverk- ið vandlega. Þegar hún hafði lært textann og hugsað sér mann gerð Angelu, æfði hún hlutverk- ið á legubekk í stofu ungfrú Ryman — því að Angela lék mestan hluta hlutverks síns í láréttri stellingu — eins og frillna er siður. Þegar undirbúningnum var lok ið, fór Hyde með hana aftur til Culver City. Þar biðu hennar bæði Horniblow og Hustön. Hust- on sá þegar, að hún var óstyrk á taugunum og reyndi að róa hana. Henni fannst næstum eins Og hún væri að missa vitið. Gat ekki munað hlutverkið sitt. Var skrælþurr í kverkunum. Höfuðið á henni var eins og úr tré og væri að klofna. Huston stóð við gluggann, og var að kippa í gluggatjaldið. „Jæja, ungfrú Monroe, eigum við !þá að reyna? Bill hérna gefur yður bendiorðið". Hann benti að- stoðarmanni sínum. Hún hélt handritinu fast upp að brjóstinu og horfði kring um sig í stofunni. Þarna var enginn legubekkur, en hún hafði æft hlutverkið liggjandi. Annars er legubekkurinn alltaf sjálfsagður hlutur í svona æfingasal, en þarna var varla svo mikið sem stóll. Hún vildi ekki fara með hlutverkið standandi, og sagði því: „Ég vildi helzt liggja á gólf- inu, meðan ég fer með þetta. Má ég það?‘. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.