Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORCUISPT. ATtlb Miðvikudagtir 3. okt. 1962 Nœr 15 þús. nemendur í skólum Rvíkur í vetur Indriði G. Þorsteinsson og Kristján Eldjárn. Indriði G. Þorsteinsson hlýtur styrk Lindemanns 1. OKT. sl. var Indriða G. Þor- steinssyni veittur styrkur úr Rit höfundasjóði Kelvin Linde- manns að upphæð 5 þús. danskra króna. Auk Indriða hlutu að þessu sinni styrk úr sjóðnum þrír aðrir norrænir rithöfundar, Ebba Haslund frá Noregi, Sven O. Bergkvist frá Svíþjóð og Pertti Nieminen frá Finnlandi. Voru þeim einnig veittir styrk- irnir sama dag, hverjum í sínu heimalandi. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, sem á sæti í sjóðsstjórn- inni fyrir íslands hönd ásamt Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, rit- höfundi, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. Kelvin Lindemann stofnaði Rithöfundasjóðinn árið 1946, en þá átti hann peningaupphæðir á Norðurlöndum, sem hann hafði fengið fyrir þýðingar á bókum sínum. Þessar upphæðir voru stofnfé sjóðsins. Fyrst var úthlutað úr sjóðn- um 1949 og var ólafur Jóhann Sigurðsson fyrsti íslenzki styrk- þeginn, en síðan hafa þeir Guð- mundur Böðvarsson og Jón úr Vör fengið styrkinn. Alls hefur verið veitt fimm sinnum úr sjóðnum og hafa 18 rithöfundar hlotið styrk úr hon- um. í tvö skiptin hlutu aðeins tveir rithöfundar styrk. í stofn- skrá sjóðsins er gert ráð fyrir því, að rithöfundar frá öllum norrænu löndunum utan Dan- merkur fái styrki, en þeir eru hugsaðir sem ferðastyrkir og eiga að veita rithöfundunum tækifæri til að dveljast að minnsta kosti einn mánuð í ein- hverju hinna norrænu landa ut- an heimalandsins. Er sjóðnum því ætlað að efla norræn kynni og samhug. Sjóðsstjórnina skipa tveir menn frá hverju Norðurland- anna og veita þeir styrkina án þess að um þá sé sótt. Sr. Friðrik lýkur 40 ára prestsþjónustu HÚSAVÍK, 1. okt. — f gær flutti sr. Friðrik A. Friðriksson próf- astur á Húsavík sína síðustu messu sem þjónandi prestur á Húsavík, en hann lætur nú af embætti eftir rúmlega 40 ára prestsþjónustu. Kirkjan var þétt- setin og að messu lokinni ávarp- aði Finnur Kristjánsson, formað- ur sóknarnefndar prófastinn sr. Friðrik og frú Geirþrúði og þakk- aði þeim hið mikla og fórnfúsa starf, sem þau hafa innt af hendi fyrir Húsavíkursöfnuð, en sr. Friðrik hefur þjónað Húsavík í tæp 30 úr og prófastsfrúin lengst af verið organisti. Sr. Friðrik hefur verið þjónandi prestur í rúm 42 ár, en fyrstu 12 árin þjónaði hann söfnuðum Vestur-íslendinga í Kanada. Auk kirkjunnar mála hefur sr. Frið- rik tekið virkan þátt í framgangi menningarmála Húsavíkur og m. a. verið formaður fræðsluráðs og formað ir stjórnar sjúkrahúss- ins í fjölda ára, einn aðalhvata- maður að stofnun karlakórsins Þryms og söngstjóri hans í 20 ár, svo nokkuð sé nefnt. Prófastshjónin munu áfram hafa búsetu á Húsavík. — Fréttaritari. f GÆR voru skólarnir í Reykja- vík settir, en áður voru yngstu deildir bamaskólanna byrjaðar. í barna- og gagnfræðaskólum verða í vetur um 13 þús. nem- endur, í Menntaskólanum í Reykjavík 850 nemendur, í Verzl unarskóla fslands 400, Kvenna- skólarium 250 og Kennaraskólan- um á 3. hundrað nemenda, og 5 æfingardeildir barna. 11 bamaskólar og 12 gagnfræðaskólar. í barnaskólunum verða um 8.400 nemendur og eru barna- skólarnir í Reykjavík 11 að tölu. Fjölmennastur er Breiðagerðis- skólinn með 1350 nemendur. — Fastráðnir kennarar í barnaskól- unum eru 240, en auk þeirra fjöldi stundakennara. í skólum gagnfræðastigsins verða um 4800 nemendur, þar af 3000 í 1. og 2. bekk. í 3. bekk verða 1200, þar af 400 í lands- prófsdeild, rúmlega 300 í verk- námsdeildum 300 í almennri gagnfræðadeild og um 150 í verzlunardeild. í fjórða bekk verða um 600 nemendur. Skólar gagnfræðastigsins verða 10, auk gagnfræðaskóla verknámsdeild- arinnar og gagnfræðaskóla lands prófsdeildar við Vonarstræti. — Verður fjölmennasti gagnfræða- skólinn Gagnfræðaskóli Vestur- bæjar með 600 nemendum. Við gagnfræðaskólana eru 160 fast- ráðnir kennarar, auk fjölda stundakennara. Verzlunarskólinn fær nýja hæð. Verzlunarskólinn var settur í gær í Tjarnarbæ. í haust verður tekin í notkun efri hæð í ný- byggingu skólans og hægt að fjölga nemendum við það. Bekkj ardeildir verða 16, 1. og 2. bekk- ur fjórskiptur, 3. og 4. bekkur þrískiptur, en 5. og 6. bekkur starfa í einum bekk hvor um sig. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá í fyrra. Menntaskólinn í bremur húsum. Menntaskólinn í Reykjavík var settur í gær. Hefur nemendum fjölgað um 100 og bekkjardeildir verða 37 í stað 32 í fyrra. Sagði rektor í setningarræðu sinni að nú yrði kennt í þremur stöðum, í gamla húsinu, Fjósinu svokall- aða og í Þrúðvagni, og yrði það miklum erfiðleikum bundið í framkvæmd. Hefði það orðið mik il vonbrigði að nauðsynlegar við byggingar við skólann komust ekki upp fyrir þetta haust, en vonandi yrði lausn komin á mál- ið fyrir næsta haust. Umsjón í Þrúðvangi mun Einar Magnús- son, yfirkennari hafa í vetur. Sjötti bekkur skiptist í 7 deild- ir, 5. í 9 deildir, 4. í 9 deildir og 3. í 12 deildir. Talsverðar breyt- ingar hafa orðið á kennaraliði skólans, 12 kennarar hætta kennslu, a.m.k. í bráð og 18 koma að skólanum. Þessir kennarar eru nú ráðnir fastir kennarar við Menntaskól- ann: Bjarni Guðnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason, í íslenzku, Friðrika Gestsdóttir í ensku, Sig- ríður Magnúsdóttir í frönsku, Þórður Sigurðsson í latínu og ensku og Skarphéðinn Pálma- son í eðlisfræði og stærðfræði. — En þessir kennarar hverfa frá skólanum í vetur: Guðmundur Pálmason, Halldór Guðjónsson, Loftur Guðbjartsson, Ólafur Pálmason, Rúnar Bjarnason, Sig- urðm- Þórarinsson, Steinunn Ein- arsdúttir, Sveinn Skorri Hösk- uldsson, Sverrir Sch. Thorsteins- son, Tómas Tryggvason, Unnur Jónsdóttir, Þórey Guðmundsdótt- LEIKRITHD Rekkjan hefur nú verið sýnt tvisvar sinnum í Austurbæj arbíói á vegum Félags íslenzkra leikara og hefur verið uppselt á báðum sýningv.num og marr;>- þurft frá að hverfa. Nú hefur ver ið ákveðið að hafa eina sýn- ingu enn þá á þessu vinsæla leikriti og verður hún n.k. fimmtudagskvöld kl. 9,15. All ur ágóði rennur til Félags ís- lenzkra leikara. Þetta verður 90 sýning leiksins hér á landi og um leið síðasta sýning leiks ins. Myndin er af Herdisi Þor- valdsdóttur og Gunnari Eyj- -<g> ólfssyni í hlutverkum sínum.; • Kapphlaupið um vöruverðið Geirþrúður Sigurjónsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundizt yfir allri þeirri hækkun á matvör- um, og þó einkum og sér í lagi á afurðum úr sveitunum, sem til þessa er að skella á. Verðhækk- anir eru að meðaltali 3—4 sinn- um á ári og kastar fyrst tólfun- um nú, að bændur hafa tekið höndum saman og bókstaflega hótað sölustöðvun, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um verðhækkanir. — Nú finnst mér að tími sé kominn til að það verði húsmæður, sem ekki láti bjóða sér allt þetta þegjandi og hljóðalaust en taki höndum sam an og set.ii á viðskiptastöðvun um tíma, eða mjög miklar tak- markanir á kaupum þessara af- urða, til þess að sýna fram á, að það eru þær, þegar allt kemur til alís, sem raunverulega ráða mestu um það, hvort hægt er að halda vöru eða vörum svo dýrum, að það misbjóði kaup- getu almennings. — Þetta kapphlaup með hækkanir vöru verðs er orðinn hlægilegur barnaleikur, síðan koma verk- föllin með kröfu um hærra kaup eða verkföilin á undan og síðan verðhækkanir. Nú til dags þarf ekki að tala um einyrkj.i í sveitum landsins, því nú hata allir vélar til allrar vinnu og nú slá menn 100 resta af heyi á einum degi og hafa heyskapinn sem sagt í hjáverk um, miðað við það, sem áður var og ódýran vinnukraft, a.m.k. þegar 12—13 ára gamlir unglingar eru látnir stjórna véla kostinum. Þessi dýrtíð er raunverulega okkur húsmæðrum að kenna. __ Tökum höndum saman og neytum ekki þessara vara, þ.e. kjöt og mjóikurvara í 2—3 daga nema í brýnustu nauðsyn, vegna barna t.d., fyrr en hóflegt verð lag er komið á aftur. Þetta er mál, sem ekki er hægt að flokka undir neinn atvinnuróg af neinu tagi, heldur tillögur til úrbóta á vandamáli, sem við vitum öll, að allsstaðar er rætt, og af mik illi alvöru. — Því ættum við ekki að fara að dæmi húsmæðra í löndum, sem við teljum menn- ingarlönd og tölum sýknt og heilagt um að fara eigi eftir, en látum aldrei verða af því, eins og t.d. í sambandi við samtök húsmæðra sjálfra. — Með þökk fyrir birtinguna. Allt saman sann- (©PIB C0PENHAGIN girniskröfur Já, þetta er sjónarmið hús- móðurinnar. Þannig getur þetta gengið koil af kolli. Hver um sig vill fá hækkað verð fyrir sína vinnu og sína framleiðslu, en setja sölubann eða kaupbann á aðrar vörur, ef þær hækka. Húsmóðinn er vafalaust eins sannfærð um að mál hennar sé aðeins „sanngirniskrafa", alveg eins og bændurnir voru sann- færðir um sínar „sanngirnis- kröfur" áður en þeir fengu að hækka. Og bændurnir og hús- mæðurnar eru heldur ekki ein um slík sjónarmið. ÞÚFUA., N-ís. 1. okt. — Leitir eru nýlega afstaðnar. Gengu þær vel. Slátrun er byrjuð á ísa- firði og fjárflutningar hafnir. Slátrun í Vatnsfirði byrjar 1, október. Leitarmenn urðu varir við minnkaför í leitum, svo sá skað valdur er kominn í héraðið. Heyskap er fyrir stuttu lokið og heyfengur hirtur, og er víða í meðallagi. — PP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.