Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCUNBL 4 ÐIÐ Laugardagur 6. okt. 1962 Góður árangur efnahags- málastefnunnar Full aðild að Efuahagsbanda- bginu kemur ekki til greina Ummæli Gylfa Þ, Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra á aðalfundi Verzlunar- * ráðs Islands AÐALFUNDUR Verzlunarráðs ís lands hélt éíram í gær. Flutti Gylfi I>. Gísiason viðskiptamála- ráðherra þar ræðu um efnahags þróunina og afstöðu íslands til Efnahagsbandalags Evrópu. Ráðherrann skýrði frá því að á s.l. ári hefði gjaldeyrisstaða bankanna t atuað um nær 400 millj. kr. aðallega vegna þess að greiðslujöfnuðurinn var hag- stæður um 258 millj. kr. og auk þess naut ísland 85 millj. kr. efnahagsaðstoðar frá Bandaríkj- unum. Fyrra helming yfirstand- andi árs hélt gjaldeyrisstaðan áfram að batna, gjaldeyriseign bankanna nam 912 millj. kr. í lok júnímánaðar, en var 527 millj. í árslok 1961. Átti lækkun birgða útflutningsafurða verulegan þátt í þeirri aukningu. Hinsvegar jókst innflutningur verulega fyrri hluta ársins samanborið við sama tíma í fyrra og gera mætti ráð fyrir því að á árinu 1962 verði ekki eins mikill greiðsluafgangur og var 1961. Þá sagði viðskipta- málaráðherra að eins og nústæðu sakir væri 63% af heildarinn- flutningi landsins frjáls frá öll- um löndum. Hagstæð þróun peningamála Árið 1961 jukust útlán banka um 647 millj. kr., en innstæðu- aukning í bönkum og sparisjóð- um jókst sama ár um 786 millj. kr. Síðan núverandi stjórn tók við völdum hefur greiðsluaf- gangur verið hjá ríkissjóði og unnt hefur reynzt að greiðá allar lausaskuldir ríkissjóðs. Jafnvægi yrði einnig milli gjalda og tekna í fjárlagafrumvarpi því, sem lagt yrði fyrir Alþingi innan fárra daga. Ráðherrann taldi hiklaust mega fullyrða að ástandið í gjaldeyris- málum, peningamálum og fjár- málum þjóðarinnar hefði batnað og væri komið í gott horf. Hins vegar hefði þróunin í kaupgjalds og verðlagsmálum að ýmsu leyti verið uggvænleg. Mikil breyting hefði orðið 4 þessu sviði 1961 og þróunin síð.in orðið önnur en ríkisstjórnin stefndi að í upphafi. — Kommúnisfar Framfh. af bl. 1. Hin skefjalausa áróðursherferð kommúnista sem stjórnað er frá höfuðstöðvura þeirra að Tjarnar- götu 20 beinist fyrst og fremst að fulltrúum þessum persónu- lega. Meginkjarni Sjómanna- bandsins er Sjómannafélag Reykjavíkur, þaðan hefur alltaf komið harðasta andstaðan gegn kommúnistum á A.S.Í. þingum. Nú eins og ofT áður eru það fylgj endur allra lýðræðisflokkanna, sem standa að A-listanum í Sjó- mannasambandinu. Það er engin tilviljun að komm únistar leggja slíka höfuðáherzlu á að fella frambjóðendur á list- anum, því meðal þeirra eru Pétur Sigurðsson ritari Sjómannafé- lags Reykjavikur og Jón Sigurðs son form. Sjómannasambandsins, höfuðandstæði ngar kommúnista á Alþýðusambandsþingum að undanförnu. Sjómenn! Svarið árás kommún- ista og hrindið þeim af höndum ykkar. Fyikið ykkur um A-lista lýðræðissip-- » Slómannasam- tökununr Raunveruleg laun hefðu aðeins hækkað 1961 um 3—4% að meðal talL 12% kauphækkun að meðaltali Viðræður rikisstjórnarinnar og fulltrúa Alþýðusambandsins í ársbyrjun hefðu því miður ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Ríkis stjórnin hefði þó talið kauphækk un til hinna lægstlaunuðu verka manna geta komið til greina þar eð þeir hefðu fengið minnsta hækkun á kaupi sínu á síðasta ári, ef aðrir iaunþegar gerðu ekki kröfur til kauphækkana. Útkom- an hefði orðið að vinnuveitendur og verkamenn hefðu samið um 5% hækkun launa í vor til við- bótar 4% ka uphækkuninni, sem kom til framkvæmda 1. júní og faglærðir verkamenn hefðu síðan fengið 7—16% — Kaup- gjald á þessu ári hefði hækkað um 12% að meðal- tali, eða nálægt því eins mikið og leiddi til gengisfellingarinnar á sl. ári. Nú ættu þó að vera tök á að varðveita hagstætt jafn- vægi á grundvelli þessa kaup- gjalds, sem greitt væri í dag sök um þess að greiðslugeta útflutn- ingsatvinnuveganna væri mun meiri en í fyrra vegna góðs afla og vonir stæðu til að aukning þjóðarframleiðslunnar yrði ekki minni í ár en í fyrra, en þá varð hún samkvæmt bráðabirgðatölum 5%, eða me;ri en nokkru sinni áður síðan J955. En til þess að svo mætti verða þyrfti að stjórna peninga- og fjármálum landsins með festu og launþegar og at- vinnurekendur að sýna fullan skilning á því að frekari launa- hækkanir xnættu ekki eiga sér stað nú um sinn. Raunveruleg kauphækkun 4—5% Framfærsluvísitalan mundi verða 26% hærri í lok þessa árs en þegar framkv. hinnar nýju efnahagsstefnu var hafin. Á sama tíma myndi meðalkauphækkun hafa orðið eitthvað yfir 30%, þannig að raunveruleg laun væru nú 4—-5% hærri en í ársbyrjun 1960. Taldi ráðherrann það góðan árangur af efnahagsmála- stefnunni, þegar jafnframt væri haft í huga að á sama tíma hefði þjóðinni tekizt að koma sér upp 879 millj. kr. gjaldeyrisforða mið að við ágústmán. í fyrra og auka sparifé sitt innanlands um 1300 millj. kr. 5 ára framkvæmdaáætlun Ráðherrann skýrði frá því að ríkisstjórnin væri nú að vinna að 5 ára framkvæmdaáætlun og á sérstök efnahagsstofnun að hafa samningu hennar með hönd um. Jafnframt á þessi stofnun að semja árlega þjóðhagsreikninga, sem leiði í jjós hvað þjóðin raun- verulega framleiðir og hvernig hún ver tekjum sínum. Efnahagsbandalagið Að síðustu ræddi ráðherrann um Efnahagsbandlag Evrópu og þau miklu áhrif sem sú stofnun hefði óumflýjanlega á viðskipta- hagsmuni íslands, þar sem flest- ar þjóðir, er gengu í það eða bindust því væru viðskiptaþjóðir okkar. Sagði ráðherrann að hann teldi að íslendingar gætu ekki fyllt fordæmi Dana og Norð- manna og sótt um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu vegna smæðar sinnar og margskonar sérstöðu annars vegar og sumra ákvæða Rómarsamningsins hins vegar. Engum blöðum væri þó um það að fletta að það væri íslenzkum viðskiptahagsmunum mjög andscætt að íslendingar stæðu algeriega utan bandalags- ins. Það hlyti því að teljast hir eina rétta stefna í þessu máli at leita eftir ejjihverskonar tengsl- um í þessu máli við Efnahags- bandalagið, sem opnuðu fslend- ingum markað þess að svo miklu leyti, sem mögulegt væri án þess að íslendingar þyrftu að tengj- ast hinni stóru efnahagsheild nánar en svo að þeir héldu óskor- uðum yfirráðum sínum yfir auð lindum lands og sjávar. Enginr vissi þó hvoi't íslendingar ættu kost á því að gera slíka samn- inga og ríkisstjórnin hefði ekki sett fram neinar tillögur um það á hvern hátt hún teldi bezt að tryggja þessa viðskiptahags- muni, þ.e.a.s. hvort hún teldi að það ætti að gerast á grund velli aukaaðildar eða tollasamn inga. Ríkisstjórnin hefði aðein? talið sér skyit að kynna banda lagsríkjunum og stjórn þeirra hina ótvíræðu hagsmuni íslands í þessu samb-’ndi, en síðan hefði hún ákveðið að bíða átekta um sinn og sjá hverjar yrðu niður- stöður þeirra samninga, sem nú ættu sér stað í Brussel. Kona slasast í gassprengingu Ólafsfirði 5. okt. LAUST fyrir kl. fimm í gærdag várð það slys í matsal starfs- manna við Norðurlandsborinn, sem notaður er hér til leitar að heitu vatni,. að Kosangastæki sprakk, er ráðskona starfsmanna var að kveikja á því og brendist hún talsvert. Nánari atvik voru bau, að leki mun hafa komizt að gas- tækinu og var því gas í herberg inu. Er ráðskona kveikti á tæfk inu varð sprenging í skúrnum og hlaut hún fyrsta og amnars stigs bruna á andliti, höndum og fótum. Tryggvi Helgason sótti konuna í sjúkraflugvél sinni eftir að Stefán Jónsson héraðs læknir hafði búið um brunasár in til bráðabirgða og flutti hana í Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. — Fréttaritari. Barnasamkomur Dómkirkjunnar BARNASAMKOMUR Dómkirkj- unnar hefjast á morgun (sunnud. 7. okt.) kl. 11 f.h. í Tjarnarbæ og verða með svipuðum hætti og venjulegar barnaguðsþjónustur, en auk þess verða sýndar fræðslu myndir og biblíumyndir, eftir því sem tekst að útvega slíkar myndir. Barnasamkomur. þessar hafa verið mjög vel sóttar, og svo mun væntanlega enn verða í hinu nýja æskulýðsheimili Tjarnarbæ. Vekja má athygli á því að yngri börn en 4 ára eiga ekki erindi á samkomur þessar, þar sem þau hafa ekki skilyrði til þess að fylgjast með. SIÐDEGIS í gær varð það slys í Kjörgarði á Laugavtgi að 12 ára telpa, Guðrún Magn úsdóttir, Sólvallagötu 9, gekk í gegnum glerhurð og skarst illa. Sjúkrabifreið flutti hana á slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala. Myndin sýnir brotnu glerhurðina i Kjörgarði nokkrum mínútum eftir slysið. LögregLumaður- inn er Grétar Norðfjörð. (Ljósm. Sv. Þormóðssom) Norrænn búsýslu- háskóli stofnaður ÁÆTLANIR um norrænan bú- sýsluháskóla munu koma til framkvæmda áður en langt um líður. Stjórn skólans skipa tveir fulltrúar frá hVerju Norðurland anna fjögurra, Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og einn frá íslandi. Er það Vigdís Jóns- dóttir, skólastjóri Húsmæðra- kennaraskóla íslands. Mennta- málaráðuneyti landanna til- nefna stjórnarmeðlimi. Formað- ur stjórnarinnar er prófessor Birgir Bergersen frá Noregi, og boðaði hann til fundarins dag- ana 25. og 26. september. — Stjórnin gekk þar frá reglugerð, sem lögð verður fyrir ráðuneyti 'andanna. í stórum dráttum hefur stjórn in byggt á nefndaráliti um sam- norrænan búsýsluháskóla, sem gefið var út 31. des. 1959 um tilhögun og uppbyggingu skól- ans. Á fundinum var gerð grein fyrir undirbúningi að stofnun hinna þriggja deilda, sem áform að er að taki til starfa á næst- unni — tekstil-deild við Shalm- ers tekniske högskula í Gauta- borg árið 1963, heimilishagfræði deild við Árósarháskóla 1964 og næringarefnafræðideild við Osló arháskóla 1965. Einnig var skip- uð nefnd til undirbúnings verk- fræðideildar í búsýslu. Stjórnin samþykkti að skora á ráðuneyti landanna að vinna að framgangi þessara mála. Inntökuskilyrði í allar deildirnar er húsmæðra- kennaramenntun auk stúdents- prófs. Stúdentar úr máladeild- um þurfa auk þess sérstakan undirbúning í stærðfræði og eðl- isfræði. Áformað er, að nemend- ur ljúki kandidatsprófi á tveim- ur og hálfu til þrem árum. Ekki er ákveðið hvaða titil þeir bera að prófi loknu. Finnar taka þátt í þessu sam- starfi þótt þeir haf-i sérstöðu með því að þeir hafa þegar kom ið upp í landi sínu háskóladeild í búsýslu. Búizt er við, að eftir- spurn verði mikil eftir nýju sér- fræðingunum, þegar þeir hafa lokið námi, einkum til kennslu í húsmæðrakennaraskólum, við rannsóknarstörf í þágu iðnaðar og til ráðuneytisstarfa. (Frá undirbúningsdeild Nor- ræna búsýsluiháskólans) ENN var lægðarsvæði fyrir an lands var rigning, einkum SV lar." i gær, en regnsvæð vestan til, eins og verið hef- is þess var þó ekki farið að ur unc .nfarið. Hitinn var 4— gæta á landinu kl. 16. Norð 9 stig kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.