Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 20
20 r Knnr.rnvftLAÐiÐ r Laugardagur 6. okt. 1962 i ^ HOWARD SPRING 49 RAKEL ROSING Rakel gaf honum ofur lausleg- an koss, sem hann var farinn að venjast, þó að hann hefði ekki mikla ánægju af honum. Hún hljóp upp í sína eigin stofu og horfði út um gluggann, út yfir torgið, alveg ringluð í höfðinu. Hún mat álit Maurices meir en dóm þeirra Julians, Minu og Charlie Roebuck. Nú fyrst fékk hún raunverulega trú á leikrit- inu. En einmitt þetta öryggi Maurices um álit hans á leik- ritinu Og þar með því, að Julian væri höfundur, sem gæti haft vel upp úr sér, varð nagli í eig- in líkkistu Maurices. Hún þurfti að hitta Julian sem fyrst og segja honum, að hún hefði snú- ið enn einurn manni til trúar á hann. Hún var að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að skreppa yfir í Andagarðinn, þegar Rose Chamberlain barði að dyrum hjá henni. Kjóllinn yðar er kominn frá Rosabelle, frú, sagði hún. Ég skal líta á hann rétt strax, sagði Rakel. Hún stóð enn kyrr við glugg- ann og horfði út. Hún minntist þeirra daga í Manchester, þegar hún hafði sjálf verið að hlaupa með kjólana til viðskiptavin- anna, og nú hafði hin mikla Rosabelle sent kjól til hennar. Rosabelle hafði verið yfir sig hrifin af vaxtarlagi hennar. Jafn vel nú, þegar hún var farin að vaða í peningum, hafði verðið á kjólnum gert hana ofurlítið órólega. En allar slíkar tilfinn- ingar hurfu eins og dögg fyrir sólu við þessa tilkynningu stúlk- unnar, og Rakel fann með á- nægju til þessarar nýju stöðu sinnar í þjóðfélaginu. Þetta var kjóllinn, sem hún hafði valið sér fyrir tvo fyrstu þættina af leikritinu. Hún gekk seinlega inn í svefnherbergið sitt, þar sem Rose breiddi kjól- inn út. Rose horfði á kjólinn með uppglenntum augum og hún hafði þegar frétt, að hann ætti að nota á leiksviði Það gerði hann að einskonar helgum dómi í hennar augum. Rakel fór nú í kjólinn. Hann var úr dökkrauðu flaueli og sýndi til fullnustu vaxtarlag hennar. Rose lagaði hann á henni hér og þar, hopaði siðan á hæl og virti hann fyrir sér tilsýndar. O, frú! andvarpaði hún. Skóna, bjáninn þinn! sagði Rakel með rödd, sem var hás af geðshræringu. Síðan settist hún niður og sat meðan Rose tók af henni skóna, sem hún hafði ver- ið með og færði hana í gyllta ilskó. Dragðu fyrir gluggana og kveiktu! Síðan skoðaði hún sjálfa sig, vandlega og ánægð í speglinum, tók nokkur spor til þessarar hlið- arinnar Og hinnar og hreyfði slóð ann með fætinum, til beggja hliða. >á benti hún Rose að fara út. Hún treysti sér ekki til að hafa vald yfir röddinni í sér. Svo settist hún niður í einkennileg- um hugarhræringum. Þetta var hátíðarstund í lífi hennar. Þegar Rakel skartbjó sig, var það til að sigra, og hún vissi, að svona vel hafði hún aldrei klætt sig fyrr. Rose klappaði á hurðina. Hr. Julian Heath er að spyrja um yður! Rakel leit snöggvast á stúlkuna leiftrandi augum. Láttu hann koma inn. Hingað inn, frú? Rakel svaraði engu en það var eins og reiðilegir neistar hrytu af augum hennar. Rose hopaði á hæl, ekkert nema auð- mýktin. Gott og vel, frú. Rakel stóð við snyrtiborðið og sneri baki að dyrunum og í speglinum gat hún séð Julian koma, • í dyrnar, og síðan loka þeim á eftir sér. Hún gat lesið í svip hans undrunina yfir byrgðu gluggunum og ljósunum og hún gat séð nasir hans titra við ilminn af öllum fegrunarmeð ölum hennar. Hún sneri sér að honum og veik síðan slóðanum á kjólnum til hliðar fimlega. Andlitið var ekkert annað en alvarleg leikgríma. Hún sagði aðeins: ,,Iris Mearns", og sneri sér síðan fyrir framan hann og lyfti ofurlítið báðum örmunum. Guð minn góður, Rakel! Þú gerðir mér hverft við. Enn brosti hún ekki. Það var líka ætlunin hjá mér. Þetta á að gera öllum hverft við. Hún sneri aftur hægt að spegl- inum og lét hann stara á þessa ögrandi fegurð á baksvip hennar. Hann hljóp til, snarsneri henni við og byrgði andlit sitt við brjóst hennar. Hún laut höfðu og lagði kinnina á hrokkið hár hans. Hann kyssti hana aftur og aftur og hún andaði að sér ilm- inum af hári hans. Þá sagði hún allt í einu, hásum rómi: Hættu! Hann leit upp en sleppti ekki takinu af mitti henn- ar, kafrjóður í framan, en nú sá hann, að hún brosti. Farðu! sagði hún. Farðu strax. Hvað heldurðu að stúlkubjáninn hugsi! Farðu nú. Kjóllinn er alveg eins og hann á að vera. Hann er eins og sniðinn á vonda konu. Hvorugt þeirra var neitt að hugsa um, hvaða erindi hann hefði átt og hvað hann ætlaði að segja XXIII. 1. Leiksýningin í Markhams fór alltaf fram í maímánuði. En nú getur verið allra veðra von í þeim mánuði. Það var til einhver ótrúleg arfsögn um það, að þegar Georgiana hin glæsilega var uppi hefði verið sett upp glóðarker um alla stóru hlöðuna, sem hefðu sent reyk sinn upp í ræfrið, sem var eins og í gamalli dómkirkju, og eftir sýninguna, hefðu gest- irnir farið á skauta á tjörninni, undir ísköldum stjörnuhimnin- um. En nú var maímánuður öllu mildari. Stóru vængjahurðirnar á vesturdyrum hlöðunnar voru galopnar, svo að hallfleyttir sól- argeislarnir gátu náð langt inn í húsið. Þessir rykmettuðu geislar féllu á Charlie Roebuck og Juli- an Heath, sem voru í ræfilsleg- um, víðum buxum ög gömlum peysum og hömuðust með hamra ög sporjárn við að koma leik- sviðsútbúnaðinum saman. Þarna var líka Mina. klædd á svipað- an hátt að hjálpa til að negla strigann á leiksviðsvæng og loks mátti nefna Harrison, úr kránni, sem var þekktur áhuga-rafvirki og átti að hafa stjórn á ljósun- — Fer þessi fiskur ekki að koma? um við þetta hátíðlega tækifæri. Enginn sagði orð. Mina klesti málningu á strigann, hörfaði síð- an ofurlítið frá, til að virða fyrir sér verkið. Einstöku sinnum gerði hún þó hlé, til að klappa hund- unum, sem lágu við fætur henni, eða hlusta á þrastasönginn, sem barst inn í hlöðuna, en allan tím- ann var hún að hugsa um það, hve fegin hún væri, að Maurice Bannermann skyldi geta komið og horft á leikinn Og væri vænt- anlegur síðdegis í dag. Julian og Charlie söguðu, hefl- uðu og tálguðu og vóru sýnilega niðursokknir í verk sitt. Julian var að hugsa um flugeldana, sem áttu að vera í Pagham og Charlie var að hugsa um, hve Mina líktist einhverjum fölum dýrlingi, og hve kuldalega dýr- lingsieg hún hafði verið þá um Marilyn Monroe eflir Maurice Zolotov B35 Zsa Zsa var ekki beint hrifin þegar Marilyn fékk hlutverkið sem ungfrú Caswell á móti Sanders sem Addison de Witt. Enginn veit betur en leikkona,. hve snögglega rómantískur skáld skapur í kvikmynd eða leikhúsi, getur orðið að veruleika, með kvöldverði við kertaljós og leyni fundum. Einn dag síðdegis var Marilyn að borða með Sanders í matsöl- unni, fyrir hreina tilviljun, og þau lentu við sama borðið, af því að þarna voru mikil þrengsli. Sanders var varla tekinn til við matinn, þegar hann fékk síma- hringingu. Svo kom hann aftur að borðinu, náfölur, og bað um reikninginn. Sagðist ekki vera svangur. Marilyn reyndi eitt- hvað að segja við hann, en hann flýtti sér að komast út. Seinna sama dag kom aðstoðar- maður hans með skilaboð til Marilyn, þar sem hann bað hana um að heilsa sér ekki nema á löngu færi. Hafði Zsa Zsa tekið þetta mót þeirra í matstofunni, svo sak- laust sem það var, fyrir byrjandi ástarævintýri? Hafði einhver spæjari séð til þeirra og hringt tl hennar? Hafði Zsa Zsa verið hrædd við óheiðarlega sam- keppni? Hafði Sanders kannske gefið konu sinni í skyn, að Marilyn væri æsandi. Við þessu eru engin svör frá Zsa Zsa, og um þetta borðhald þeirra hefur Sanders skrifað: „Ég borðaði með henni einu sinni eða tvisvar meðan á upptökunni stóð. og tal hennar var innihaldsríkara en ég hafði búizt við. Hún sýndi á- huga á andlegum málum, svo að það gekk alveg fram af mér. í návist hennar var erfitt að ein- beita sér“. XIII. Afþakkar milljónina. Leikkona er elskuð sökum feg- urðar sinnar og dulúðar þeirrar myndar, sem menn gera sér af henni. Hver aðdáandinn kemur öðrum dásamlegri. Stundum verð ur úr þessu ást, sem varir og það fram á fullorðinsár. En að verða ástfanginn er miklu leikhúslegra en að elska. Það kemur og til, að leikkonunni hættir til að ýkja hvert sitt ástarævintýri fyrir sjálfri sér. Stundum er hún sjálf tilbúin og óeðlileg persóna, Og reynir þá að halda áfram þess- um óeðlilega leik í einkalífi sínu. Svo rekur eitt ævintýrið annað — með nautabönum og aðalsmönnum, rómantískum svik urum og fölsurum. Meðan elsk- andinn er reiðubúinn til að leika hlutverkið á móti henni í þessu tilbúna ævintýri, finnst honum hún skemmtileg. En þegar þeir þreytast á þessum skrípaleik í einkalífinu, þreytist hún á þeim. Marilyn Monroe er ónæm fyr- ir þessum atvinnusjúkdómi leik- kvenna. Hún tekur ástina af fullri alvöru, og eins hjónaband- ið. Samband hennar við. John Hyde hófst eins og sígilt dæmi um ást roskins manns á ungri og fagurri stúlku. Hann var í engum vafa um, að hún yrði ein mesta stjarna síns tíma, og tók að svipast um eftir hlutverkum, sem gætu sýnt hvað í henni bjó. Hann stakk upp á því þegar árið 1950, að hún léki hlutverk Grus- henku í kvikmynd af Karam- assov-bræðrunum, sem MGM hafði þá augastað á. Julius og Philip Epstein höfðu samið hand ritið. Marilyn hafði kynnt sér handritið og hlutverkið all-ná- kvæmlega, en þá var hætt við allt saman. Hyde hafði unun af að breyta ungu stúlkunni í veraldarvana konu. Hún trúði honum fyrir allri hinni dapurlegu sögu sinní á bernskuárunum. Þannig ávann hún sér samúð hans og síðar ást. En hún elskaði hann ekki. Henni var vel til hans og treysti honum, en gat bara ekki elskað hann. Allir þarna í kvikmynda- nýlendunni héldu, að hún væri ástmær hans, Og þegar þau tóku að vera reglulega saman, var gengið út frá því sem gefnum hlut, að þau mundu giftast. Hann tjáði henni ást sína. Hún óskaði þess „af öllu hjarta“, að hún gæti endurgoldið ást hans, en það gerði hún ekki og gat ekki gert. Venjulega er það vanda lítið fyrir leikkonu að eignast þær tilfinningar, sem hún sjálf óskar, og Marilyn reyndi að elska Johnny, en gat það ekki. Hún treysti sér ekki til að ganga gegn um allt það, sem ástar- ævintýri útheimtir. Hann bað hennar, og hún neitaði. Til þess að giftast, varð hún að vera ást- fangin. í hvert sinn, sem hann ítrekaði bónorð sitt, reyndi hún til að elska hann, en það tókst ekki. Þrá Hydes eftir henni varð svo sterk, að hann leitaði til ýmiss fólks, sem þekkti Marilyn og óskaði milligöngu þess og hjálp- ar í nauðum hans. Hann bað ýmsa stárfsmenn hjá félaiginu að ganga í fyrirbón fyrir sig og þeir urðu við þeirri ósk. Vinir Jhonn- ys gátu ekki skilið, hvað hann gat verið vitlaus í stelpunni. í þeirra augum var hún ekki ann- að en tilfinningalaust stelpu- tryppi, sem var að reyna að oln- boga sig áfram til frægðar. Þeir reyndu að telja honum hughvarf. Þeir ýttu undir hverja niðrandi sögu sem um hana gekk, og gerðu yfirleitt allt, sem þeir gátu til að fá hann til að sjá sig um hönd. En það hafði alveg öfugar verk anir. Þau hittust nú á hverju kvöldi. Þau voru saman á til- raunasýningu og frumsýningum, átveizlum og öðrum samkvæm- um í skrautlegum veitingahús- morguninn, þegar hann kom vað- andi út í morgundöggina, og fann hana reikandi undir hvítu hvolfiþaki kirsuberj agarðsirus. Harrison var að hugsa um, að honum væri betra að ljúka við þessa déskotans víra, áður en hann þyrfti að opna í kránni, en Rakel, sem lá aftur á bak í strá« stól með allskonar kodda allt kring um sig, sem Julian hafði fært henni, gerði ekki annað en „taka sig út“ og rifja upp hlut- verkið sitt í huganum. Þessi hóp- ur þarna hafði nú verið á staðn- um í heila viku. Og eftir aðra viku, yrði leiksýningin orðin að veruleika. En þetta var alltof lítill gesta- hópur fyrir smekk Upavons lá- varðar og við morgunverðinn þá um morguninn hafði hann verið að nöldra út af því. Það er leið- um og næturklúbbum. Og sí- fellt ámálgaði hann bónorð sitt- En hann var sjúkur maður, Hann var með ofháan blóðþrýst- ing, og hafði þegar fengið alvar- legt kast fyrir hjartað. Læknir- inn hans sagði að ef hann héldi svona áfram, yrði hann dauður innan árs. En hann þráði Ofur- litla hjónabandssælu áður en öllu væri lokið. Hann lét þess jafnvel getið, máli sinu til framdráttar, að þetta yxði aldrei langt hjóna- band, og sagði henni umrnæli læknisins. En ennþá streittist hún á móti. Eitt kvöldið var það heima hjá Hyde, að hann fór upp á loft, til Þess að ná í einhverja bók, sem hana langaði að lesa. En þegar hann var kominn upp stigann, féll hann saman. Hann studdi sig upp við handriðið, og hún hljóp til hans. Þá sat hann á gólfinu stynjandi og greip um vinstri handlegg sér. Hann sagðist hafa vondan verk í honum. Hún studdi hann og hjálpaði honum í rúmið og hringdi í lækni. Johnny hafði fengið annað kast- ið. Læknirinn sagði, að hann yrði að taka sér langa hvíld. Hyde fór þá til Palm Springs. Áður en hann fór, bað hann hennar enn einu sinni. „Ég á skammt eftir ólifað“, sagði hann. „Ég á miklar eignir. Næstum milljón. Ég vil, að þú fáir þær. Ég vil, að þú giftist mér og erfír eignirnar mínar.“ Hún var grátandi. „Nei", snökti hún. „Ég get það ekki, Johnny. Þér batnar aftur. Ein- hverntíma verð ég ástfangin af einhverjum öðrum og langar að giftast honum, og það væri ekki heiðarlegt gagnvart þér“. En hann svaraði: „Nei, mér batnar ekki aftur. Það veit ég fyrir víst, og þú líka. Trúðu mér til, ég á enga batavon. Þú verður að giftast mér. Ég vil ekki deyja, án þess að vita, að þú eignist allt eftir mig“. Hún hristi höfuðið. Hinn 17. desember 1950, fékk Hyde enn eitt kastið, staddur í Palm Springs. Hann var fluttur í skyndi í sjúkrahús í Los Ang- eles. Og enn, meðan líf hans var að fjara út, bað hann bana að giftast sér, en hún neitaði. Að- faranótt 20. desemiber skildi hann við. Við kveðjuathöfnina, kast- aði Marilyn sér yfir líkkistuna og veinaði: „Ó, vaknaðu aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.