Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCTJNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 1962 %>:•:•¥<■Tgpy.'yx'f Kaupa norsk skip og flyfja vetrarsíldina út ísaða? BIAÐIÐ hefir fregnað að þeir Baldur Guðmundsson útgerð- armaður skipsins Guðmunidar Þórðarsonar og hinn kunni aflaskipstjóri hans Haraldur Ágústsson ætli í félagi að kaupa skip frá Noregi. Skip þetta er 280 tonn að stærð og þarf að gera á því nokkrar breytimgar áður en það getur hafið veiðar hér. Haraldur mun vera nýkom- inn frá Noregi þar sem hann skoðaði skipð í Álasundi. — Stærð skipsins er sérstaklega valin svo mikil með það fyrir augum að ísa síldina í skipið og sigla siðan beint af mið- unum með síldina til eriendra hafna, enda er gert ráð fyrir að erfitt verði með löndun Suðurlandssíldar þar sem skipunum, sem stunda hana, fjölgar stöðugt. Ekki mun enn fengið leyfi fyrir þessum skipakaupum, en óliklegt talið að jafn kunnum aflamanni og Haraldi verði synjað um leyfi fyrir skip: er hann hefir sjálfur skoðað og telur heppilegt til þeirra nota er hér um ræðir. Þessa mynd tók Garðar Pálsson skipherra af jökum í lóninu undan Breiðamerkurjökli. Öræfa- jökull í baksýn. 13 þús. hafa tfiúið A-Þýzka- land á rúmu ári Bonn, 5. okt. — NTB — Hvítu bókarinnar. Sagði hann, að Vestur-þýzka stjórnin lagði í dag 13 þús. menn hefðu flúið A- fram Hvíta bók, sem fjallar um aðgerðir a-þýzkra stjórnarvalda til þess að draga úr ferðafrelsi milli A- og V-Þýzkalands. Ráðherra Bonnstjórnarinnar, sem fer með málefni alls Þýzka- lands, Ernst Lemmer, ritar inn- gangsorð að Hvítu bókinni og seg ir m.a. að það séu engin vandamál í V-Berlín eins og þau, sem komm únistar haldi fram í áróðri sínum og Berlínarvandamálið hefði aldrei komið til sögunnar, ef út- þenslustefna heimskommúnistm- ans hefði ekki bitnað á frelsi borgarinnar. Lemmer hélt fund með frétta- mönnum i tilefni af birtingu — Melstarinn er hér Framih. af bls. 3 nota erfiðileiksa til að ná tál okk- air. Okkur mönnunum hættir svo oft til að gleyma Guði, þeg- aor altt leikur í lyndi. Þá trúuim við í rauninni oft aðeins á okk- ur sjálf, hamingju okikiar og dugnað. Þess vogna verður Guð stund- um eins og að svipta ofckur þessu til að fá að komast að í lífi okkar og veita okkur bless- un sína. Látum aldrei synd okk- ar eða afleiðingu hennar, hdð illa í heiminum verða til að skyggja á Guð. Gleymum þvi aidrei, að tafemark Guðs er bundið hinu eilífa lífi, sem hainn gefur. Lær- um að treysta honum. Fylgjum fordæmi Maríu. Stöndum upp skjðtt, og förum til fundar við frelsarann, er hann kal'lar okkur til fylgis við sig. Jónas Gíslason Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins Þýzkaland frá því að múrinn í Berlín var reistur 13. ágúst 1961 og 52 þús. A-Þjóðverjar, sem dvalizt hefðu á vestrænum lönd- um á þessum tíma, hefðu ákveðið að snúa ekki heim. Dagsbrúnarmenn KOSNINGASKRISTOFA B-Iistans í Dagsbrún er í Breiðfirðinga- búð uppi. Verður hún opin meðan kosning stendur frá kl. 10 f. h. til 11 e. h. í dag. Símar skrifstofunnar eru: 2 016 0 og 20161. Allir þeir, sem vilja aðstoða við kosninguna, eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofuna. Miðar fást í Austurstræti (í happdrættisbílunum sjálfum) og í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu við \nstur- völl. — Hitinn í húsum Ólafsfjarðar hefir hækkað um 3-4 gráður í GÆR átti Mbl. tal við Ásgrím Hartmannsson, bæjarstjóra í Ólafsfirði, og spurðist fyrir um hina nýju borholu, sem fyrir skemmstu gaf 40—50 sek- úndulítra af 47 stiga heitu vatni. Hann sagði að búið væri að tengja holuna við hitaveitu- kerfi bæjarins og hefði hita- stig vatnsins aukizt upp í 49 stig, en vatnsmagnið væri svipað. Hiti í húsum hefir vaxið um 3—4 gráður. Hin nýja hola tók nokkurt vatns- magn frá öðrum hoiium hita- veitunnar, enda á svipuðum slóðum. Verið er nú að undirbúa borun nýrrar holu, sem menn gera sér vonir um að skili heitara vatni, enda telja sér- fræðingar að þar sé um annan vatnsgang að ræða. Þá er ennfremur talið að niðri í kaupstaðnum sjálfum sé heitt vatn og verður i vet- ur hafinn undirbúningur að borun þar. Verið er nú að vinna að endurnýjun á hitaveitukerfi bæjarins, sem er farið að gefa sig, en það var tengt 1943. Ennfremur er unnið að því að tengja ný hús við kerfið. FH og Haukar keppa HAFNARFIRÐI — Eftir um 15 ára hlé kepptu knattspyrnuflokk ar FH og Hauka í gær, en félöig- in hafa nú á ný tekið að æfa knattspyrnu í sitt hvoru lagi. f gær kepptu þau í 5. og 2. aldurs flokki. Næstu æikir verða á laugardaginn kemur í 3. og 4. aldursflökki, og sunnudaginn 21. þ. m. keppa 4. fl. og 1. fl. strax á eftir. Er mikil gróska í knatt- spyrnulífinu í bænum Og allir flokkar fullskipaðir, Fram vann Val 3-2 í GÆRDAG léku Fram og Valur í Bikarkeppninni. Hinir nýbök- uðu slandsmeistarar Fram unnu með 3 gegn 2. Valur er þar með úr keppninni, en Fram er eitt fjögurra félaga, sem heldur áfram keppninni um Bikarinn. Ekki Saga í BLAÐINU í gær er greimt frá viðskiptum ferðlamga við ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofam Saga hefur beðið blaðið að gefnu tilefni að geta þess að hún á efcki hér hlut að málii. Berlin — Framhald af bls. 1. strax um göngin til V-Berlínar og gáfu sér ekki einu sinni tima til að klæða sig. Ekki er vitað hvað margir V- Berlínarbúar voru enn í íbúð- inni, þegar a-þýzkir verðir hringdu dyrabjöllunni, en talið er að þeir hafi verið þrír. Einn þeirra, sá sem anzaði hringing- unni, særðist af skotum varð- anna, en hinum tókst að flýja um göngin. Þegar um þetta fréttist í V- Berlín sendu Vesturveldin sjúkrabifreið þá, er staðsett hef ur verið við „Charlie“-varðstöð ina inn í A-Berlín og átti hún að koma særða piltinum til aðstoð- ar, ef hann hefði ekki notið læknishjálpar. Sjúkrabifreiðin hefur verið staðsett við varðstöðina frá 17. ágúst sl., en þá særðu a-þýzkir verðir ungan mann, sem reyndi að flýja til V-Berlínar og blæddi honum út á borgarmörkunum án þess að tilraun væri gerð til að bjarga honum. Margir ásök- uðu Vesturveldin ekki síður en A-Þjóðverja fyrir að hafa ekki komið piltinum til hjálpar og var þá ákveðið að hafa sjúkra- bifreið viðbúna á borgarmörk- unum, ef eitthvað slíkt kæmi fyrir aftur. Sem fyrr segir fór sjúkrabif- reiðin inn í A-Berlín í dag, en þegar hún var komin mjög nærri staðnum þar sem skotið var á V-Berlínarbúann, stöðv- uðu a-þýzkir verðir hana og varð hún að súna aftur við svo búið. Sögðust a-þýzk yfirvöld sjá um að hinum særða manni yrði hjúkrað. Eriendar fréttir í stuttu mdli 700 þúsund. rigning norðan lands, en bjart- viðri syðra. Hiti vair víðast 3-4 st., en sums stðax í inn- sveitum var um frostmark. Lægðarsvæði er fyrir austan landi og önnur minni yfir Grænlandi. Veðurlag var mjög hlýtt og gott á megin- landinu austan hafs, 10-15 st. hiti kl. 6 að morgni. Nurnberg, 6. okt. — NTB. Af skýrslum, sem birtar voru í dag, má sjá að nú starfa 700 þúsund erlendir verkamenn í V- Þýzkalandi. í september sl. komu rúmlega 11 þúsund verkamenn til landsins. Voru það Ítalír, Grikkir, Spánverjar og Tyrkir. Um mánaðamótin voru lausar í V-Þýzkalandi stöður fyrir 38 þúsund erlsnda verkamenn. ★ Tollalækkanir. Washington, 6. okt. — AP. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að lög, sem veita stjórninni heimild til tolla lækkana og e.t.v. afnáms ýmissa tolla. Einnig var samþykkt að veita stjórninni heimild til að gera samninga við Efnahags- bandalag Evrópu. Lög þessi hafa nú verið lögð fyr ir öldungadeildina og er gert ráð fyrir að hún samþykki þau. ★ Ben Bella til New York. Alsír, 6. okt. Ben Bella íorsætisráðherra A1 ir heldur af stað til New York í dag ásamt uíanríkisráðherra sín um Mohammed Khemisti. Örygg isráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú samþykkt beiðni Alsír um upp töku í samtökin og mun Ben Bella verða viðstaddur, er alls- herjarþingið staðfestir aðild Alsír að SÞ. Á meðan forsætisráðherr- ann dvelst 1 New York mun hann m.a. ræða við Kennedy Banda- ríkjaforseta. Einnig fer Ben Bella til Kúbu til viðræðna við Castro. ★ Óvíst hver skaut sænsku flugvélina. New York, 6. okt. _ AP. Nefnd frá Sameinuðu þjóðunum, sem unnið hefur að því að rann- saka hver skaut niður sænsku flugvélina yfir Norður-Katanga 20. sept. sl. hefur enn ekki kom izt að niðurstöðu. Haft er eftir talsmanni í aðalstöðvum SÞ í New York, að allt bendi til að það hafi verið hermenn stjórnar- innar í Leopoldville, sem skutu á flugvélina. lAr Forseti Kúbu ræðir við U Thant. New York, 6j okt. — AP. Forseti Kúbu Osvaldo Dorticos Torrado heimsótti í gær aðalstöðv ar Sameinuðu þjóðanna og ræddi þar m.a. við U Thant framkvstj. samtakanna og Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.