Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 11
pf Sunnudagur 7. okt. 1962 MORCIJTSBL iÐlfí 11 Kveðja frá liðnu sumri Sumarið er á þrotum. Hinn bleiki iölvi haustsins færist yf- ir landið. Skógurinn fellir lauf- ið óvenju snemma vegna stormsins, sem gekk yfir landið fyrir hálfum mánuði. Hið visn- aða lauf er í senn kveðja frá liðnu sumri og boðberi haust- yeðra og vetrarkomu. íslenzkt -sumar er stutt en ferskt og fagurt. Túngresi norð- ursins er kjarnmikið og ilmur gróandans sterkur. Endurminn- ingin um hann, sólríka daga og bjartar nætur styttir hinn nor- ræna vetur og hjálpar íslenzku fólki enn sem fyrr til þess að þreyja þorrann og góuna. Að loknum löngum vetri vakir vonin um nýtt vor og leysingu, sumar og ilm úr grasi og skógi í sveit og við sjó. Heildarheyfengur bænda hef- ur á þessu sumri orðið töluvert minni en undanfarin sumur. Vorið var kalt og hart. Hins vegar hafa síðustu vikur verið sæmilega hagstæðar. Gera má ráð fyrir að bústofni verði eitt- hvað fækkað, og þá helzt á Norð-Austurlandi. Á Suðurlandi er einnig gert ráð fyrir að sauð- fé verði fækkað eitthvað. Steingrímur Steinþórsson, bún aðarmálastjóri, sem blaðið fékk þessar upplýsingar hjá, taldi þó að hey hefðu yfirleitt verkast í befra lagi á þessu sumri. En hey- forði mundi verða töluvert minni í haust en undanfarin ár. Uppskera garðávaxta mundi einnig verða heldur minni en í fyrra. Búnaðarmálastjóri kvað mæði veiki hvergi hafa orðið vart á þessu hausti. Stæðu nú vonir til þess að þessi mikli vágestur hefði a.m.k. í bili verið kveðinn niður. Eru það mikil og góð tíð- indi, ef sönn reynast. Þannig standa þá málin í ís- lenzkum sveitum í dag. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika er fram- leiðsla landbúnaðarins meiri nú en nokkru sinni fyrr. Uppbygg- Æskan er setzt á skólabekk. REYKJAVÍKUSBRÉF Laugard. 6. október - ing sveitanna heldur áfram. Ræktunin eykst, ný myndarleg og hagkvæm íbúðar- og gripa- hús rísa inn til dala og út til nesja. Lífskjörin og aðstaða fólksins í sveitunum verður stöðugt svipaðri því sem gerist í þéttbýlinu. Rafmagnið nær inn á fleiri og fleiri sveitaheimili. í kjölfar þess koma aukin lífs- þægindi, birta og ylur. Áhrif fólks- fæðarinnar A undanförnum áratugum hefur fólkinu í sveitunum stöð- ugt verið að fækka. Því miður heldur þessi fólksfækkun áfram, enda þótt hún sé ekki eins hröð nú eins og áður. Fólkfæðin skap- ar sveitafólkinu margvíslega erf- iðleika. Það er ekki hægt að vinna öll störf með vélum. Tæknin hefur að vísu létt sveita- fólkinu störfin og gert því mögu legt að stórauka framleiðsluna á sama tíma og þeim höndum fækkar stöðugt, sem að henni vinna. En hin félagslega hlið þessa máls, er e.t.v. alvarlegri en menn gera sér ljóst. Fámennið í einstökum sveitum verkar lam- andi á allt félagslíf, dregur úr kjarki unga fólksins til þess að leggja hönd á plóginn í hinu nýja landnámi, taka við jörðum feðra sinna eða mynda nýbýli heima í sveitinni sinni. Þetta er mikið vandamál, sem ekki er vandi sveitanna einna. Við íslendingar þurfum að halda áfram að eiga þróttmik- inn og vel rekinn landbúnað. Fólkið við sjávarsíðuna fær beztu og hollustu matvæli sín, mjólk, kjöt og garðávexti frá sveitun- um. 1 sveitum fslands hefur vagga íslenzkrar menningar auk þess staðið um aldir. Þrátt fyrir gerbreyttar þjóðlifsaðstæður megum við ekki við því að sú kjölfesta rýrni enn, sem sveit- irnar hafa verið í íslenzku þjóð- lífi. isturvegur hinn nýi Hinn nýi Austurvegur um Þrengsli mun verða mikil sam- göngubót, í senn fyrir sveitir Suðurlands og þéttbýlið við Faxaflóa. Höfuðborgin og ná- lægir kaupstaðir eiga mikið und- ir því komið að greiðar samgöng ur séu vetur sem sumar milli þeirra og nágrannasveitanna. Á undanförnum vetrum hefur það oft hent, þrátt fyrir Krýsuvík- urveg að samgöngur hafa teppzt og skortur hefur orðið á neyzlumjólk í bæjunum. Með hinum nýja Austurvegi skapast mjög aukið öryggi í þessum efnum. Margir menn hafa lagt hug og hendi að baráttunni fyrir Aust- urvegi. Engum mun þó gert rangt til þó Eiríkur heitinn Ein- arsson frá Hæli, þingmaður Ár- einna mestri seiglu og þraut- segju barðist fyrir þessu um- bótamáii. Hann var óþreytandi í baráttunni fyrir bættum sam- göngum við sveitirnar austan fjalls. Hvað eftir annað flutti hann frumvörp og tillögur á Al- þingi um Austurveg og aðrar umbætur í samgöngumálum þessa landshluta: Það var eitt sinn á Alþingi að þessi barátta Eiríks Einarssonar fyrir Austurvegi var af einhverj um höfð að gamanmáli. Kvað Eiríkur þá vísu þessa: „Held eg enn í Austurveg. • æsku minnar gestur, þó að ellin þreytuleg, þokist öll í vestur“. Eiríkur Einarsson lifði það ekki að sjá hinn nýja Austurveg opnaðann til umferðar. En nafn þessa mæta manns og góða. drengs mun þó jafnan verða við hann tengt í huga þeirra, sem muna starf hans og baráttu fyr- ir þessu umbótamáli. Sannast hér enn sem fyrr að „fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“. Það eru komandi kynslóðir og framtíðin, sem oftar njóta á- vaxtanna af starfi og baráttu hugsjónamannanna en samtíð þeirra. Alþingi og verkefni þess Reglulegt Alþingi ársins 1962 nesinga sé talinn sá, sem af I kemur saman næstkomandi mið- vikudag, hinn 10. október. Þetta þing er síðasta þing yfirstand andi kjörtímabils og mun að sjálfsögðu bera að einhverju leyti svip þess, ef að líkum læt- ur. Stjórnarandstaðan mun þá ekki hvað sízt leggja mikla á- herzlu á margvíslegan tillögu- flutning til þess að sýna áhuga sinn og skilning á fjölmörgum málum, er varða hagsmuni ein- stakra landshluta eða þjóðarinn- ar í heild. Síðasta Alþingi var eitthvert hið athafnasamasta, sem um getur hina síðari áratugi. Við- reisnarstjórnin hafði þá forystu um fjölþætta lagasetningu og ráðstafanir til stuðnings bjarg- ræðisvegum landsmanna og framkvæmda og uppbyggingar á flestum sviðum þjóðlífsins. Á þessu kjörtínjabili hefur ríkis- stjórnin einnig framkvæmt stór- fellda skattalækkun og veru- lega lækkun tolla. Mikilvægustu aðgerðir hennar hafa þó verið fólgnar í efnahagsráðstöfunum hennar. Með þeim hefur Við- reisnarstjórninni tekizt að skapa jafnvægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar, bægja frá því hruni, sem yfir vofði þegar vinstri stjórnin hröklaðist frá völdum á miðju síðasta kjörtímabili, og leggja grundvöll að stórfelldum framkvæmdum og uppbyggingu í öllum landshlutum. Þetta er vissulega mikið af- rek, sem lengi mun verða minnzt. En á miklu veltur fyrir þjóðarheildina að nýtt kapp- hlaup verði nú ekki hafið milli kaupgjalds og verðlags og verð- bólguhjólið þar með sett í gang að nýju. í þessu sambandi má minnast þess að núverandi ríkisstjórn er ein hinna fáu stjórna síðari ára, sem setið hefur heilt kjörtíma- bil. Þær ríkisstjórnir sem Fram- sóknarflokkurinn hefur átt sæti á undanförnum árum, hafa fæstar setið heil kjörtímabil. Framsóknarmenn hafa haft lag á því að stytta líf þeirra með ein- hverjum hætti, þannig að til kosninga hefur dregið fyrr en efni stóðu til. Núverandi stjórnarflokkar hafa hins vegar unnið samin af heil- indum og festu að lausn hinna þýðingarmestu mála og sett sér það markmið, að láta það sam- starf standa út kjörtímabilið. Bendir nú allt til þess að því marki verði náð. Það kemur svo í hlut kjósendanna að kveða upp - sinn dóm um viðreisnarstefnuna annars vegar og verðbólgustefnu þjóðfylkingarmanna, Framsókn- ar og kommúnista, hins vegar. Um þetta tvennt verður kosið næstu kosndngum. Verkefni þess Alþingis, sem kemur saman næstkomandi miðvikudag verð- ur að sjálfsögðu fyrst og fremst fólgið í setningu fjárlaga fyrir næsta ár. Enda þótt afkoma ríkis sjóðs sé mjög góð er setning fjár- laga þó jafnan mikið vandaverk. Að þessu sinni munu hinar miklu kauphækkanir, sem orðið hafa á árinu, baka ríkissjóði stóraukin útgjöld, sem taka verð ur með í reikninginn þegar fjár- lög eru samin fyrir næsta ár. Ný tollskrá og vegalög Af öðrum málum, sem ríkis stjórnin mun væntanlega hafa forystu um á næsta þingi, má nefna nýja tollskrá, sem felur í sér samræmingu tollaákvæða og ýmsar endurbætur frá gildandi löggjöf um þessi efni. Þá er sennilegt að frumvarp til nýrra vegalaga verði lagt fyrir þingið. Milliþinganefnd hefur undanfarið unnið að end- urskoðun vegalaganna og mun því starfi nú lokið. Má gera ráð fyrir að ýmis nýmæli felist í frumvarpi að nýjum vegalögum, e.t.v. nýir tekjustofnar og auk- in framlög til vegagerða og sam- göngubóta í landinu. Auk þessara mála er vitað að einstakir ráðherrar hafa ýmis mál í undirbúningi og munu leggja þau fram á þinginu. Ekki er ólíklegt að þetta síð- asta þing kjörtímabilsins ein- kennist af átökum ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Fer svo oft er kosningar nálgast að stjórn- arandstaðan ókyrrist, deilir hart á ríkisstjórnina og telur hana flest hafa illt gert. Þrátt fyrir það mun það mála sannast að mikill meiri hluti íslendinga telji Viðreisnarstjórnina nú hafa unnið mikið og merkilegt upp- byggingar- og viðreisnarstarf. Hún tók við völdum á örlaga- ríkum tímum þegar hrun og upplausn vofði yfir hinu ís- lenzka þjóðfélagi. En samt tókst að bægja ógæfunni frá, stöðva verðbólguna og leggja grundvöll að blómlegu atvinnulífi, stór bættri gjaldeyrisaðstöðu út á Við, aukinni sparifjármyndun inn á við og nýrri trú íslenzku þjóðarinnar á íslenzka krónu og möguleika sína til framfara og þróunar. Þetta er vissulega mikill ár- angur og merkilegur af þriggja ára viðreisnarstarfi. Afurðalán bænda Tíminn hefur undanfarið kvartað yfir því að ekki hafi nú þegar verið tekin ákvörðun um hækkun á afurðalánum bænda, eins og Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra hafi gefið vil- yrði um. í þessu sambandi mætti benda á að afurðalán eru yfir- leitt ekki veitt út á landbúnað- arafurðir meðan verið er að slátra. Enginn óeðlilegur drátt- ur hefur því orðið á efndum í þessum efnum. Auk þess má á það benda að bændur hafa ekki fengið lægri útborgun á afurðir sínar sl. tvö ár en á meðan Framsóknar- Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.