Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORGLNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 1962 ; ? MMMhMaMAM Stefna ungu tdnskáldanna hefur lífgað finnska músik i: segir Erik Bergman ÞAÐ voru þreyttir menn, en aS því er virtist afar ánægð ir, sem yfirgáfu ísland sunnu daginn 2. september sR., i upphafi prentaraverkfallsins. Þar fóru menn, sem höfðu „komið, séð og sigrað“ — Þeir báru á borð fyrir íslend inga list sína, ser einkennd ist af smekkvísi og menning arbrag, og fundu að íslend- ingar voru þakklátir áheyr- endur. Það hafði leingi verið margra tithlökkunanefni að heyra „Multra Musikante", músikantnan !;átu, syngja hér ef dæma má af viðtökunum sem þeir fengu á hljómleik unum í Háskólabíói voru m.argir þakklátir Fóstbræðr- um fyrir að standa að komu þeirra hingað. Það var ek'ki hlaupið að því að ná tali af Erik Berg- man, sömgstjóra, sem stjóm að hefur þessum bezta karla kór Norðurlanda sl. 12 ár. Hann var, eins og kórfélagar allir, mi'kill auðfúsugestur á íslandi og umsetinn á alla vegu. >að var ekki fyrr en kórimn vár Qð fara, að við gátum spjallað við Bergman nokkrar mínútur, þar sem hann sat yfir bolla af svörtu kaffi. Bergmann er .naður grann vaxinn og fölleitur í andliti, en augun hlý og lífleg. Hann er nú fimmtugur að aldri og eitt frægasta núlifandi tón- skáld Finna — ->g að margra áliti eitt hið fremsta á Norð urlöndum öllum. Hann er fjölmenntaður listamaður; stundaði fyrst nám í Helsing fors, síðan í Berlín, Vínar- borg og Sviss - og stíll hans er fjölbreytilegur og frjáls. ★ Bergman hóf feril sinn sem söngstjóri árið 1933 og hefur síðan gengt margvíslegum störfum 1 finnsku tónlistarlífi Tónsmíðar hans vekja sí- innan Finnlands og Norði -- landa. Þau eru fjölbreytt að gerð, hann hefur samið fjölda einsöngslaga, tónsmíðar fyr- ir ýmis einleikshljóðfæri, kammermúsik, kórverk og stór hljómsveitarverk. Hann hefur meðal annars samið músik fyrir einsöngvara kór og hljómsveit við Ijóðaflokk- inn „Rubái át“ eftir Omar Khajám oig í fyrravetur var frumflutt verkið „Bauta“, þriggja þátta verk fyrir ein söngvara, karlakór og sláttar 'hljóðfæri, við texta úr Eddu „minni uppsprettu norrænnar menningar", segir Bergman. Verkið fluttu söngmenn úr „Muntra Musikanter" og „Akademiska Sangföirening- en“ ásamt hljómsveit. — Þér vitið ef til vill, sagði Eri'k Bregman og blés í svaxt kaff ið, að allir söngmann Muntra Musikanter eru áhugamenn, og flestir eða allir hafa áður sungið með „Akademiska Sangföreningen", sem er elzti karlakór Norðurlanda, 125 ára gamall. Þar eru söng menn MM aldir upp, ef svo má segja. — Eru Muntra Musikanter yfirleitt háskólamenntaðir menn? — Allt að því 90% eru akademikarar, hinir úr ýms- um áttum. — Mér er sagt, að mikil gróska sé í finnsku tónlistar lífi. — — Já, samsinnir Bergman það er óhætt að segja, Fimn- ar eiga mörg ung og efnileg tónskáld, sem eru fulltrúar nýrrar stefnu og stíls í finnskri músik. Við höfum átt stór nöfn, eins og Sibelíus Palmgren og fleiri tónskáld, sem voru sérstæð og þjóðleg í list sinni. Stefna ungu tón skáldanna er aliþjóðlegri. Hún hefur gætt finnska mús ik nýju lífi. — Þér vitið, þetta eru menn, sem aðhyllast tólftóna kerfið og fleiri nýleg músik kerfi, en eru engu að síður persónulegir í listsköpuh sinni — hver höfundur skap ar sér í raun og veru sérstak am stíl. — Hvernig gengur ungum tónskáldum að fá verk sín flutt í. Finnlandi? — Það gengur nokkuð vel. í Sibelíusar konservatoiiíin/u gefast til þess mjög góð tæki færi, þar er starfandi sin- fóníuihljómsveit og kammer- íhljómsveit, og þar geta ungu tónskáldin fengið reynslu í meðferð hljófæranna og stað góða æfingu við að skrifa fyrir hin ýmsu hljóðfæri. Fnmska útvarpið vinnur einn ig mjög á þeirri línu að gefa ungum tónskáldum færi á að koma verkum sínum á fram færi. Sjáið til í gamla daga voru keisarar og furstar helzta stoð tónskálda, en nú hefur útvarpið að nokkru tekið við hlutverki þeirra, a.m.k. hjá ok'kur. — Einhversstaðar hef ég séð að finnsk stó'órnarvöld geri óvenju mikið til þess að létta undir með tónlistar- mönnum og efla tónmennt í landinu? 1 hvaða formi er sú viðleitni? — Það er rétt að stjórnin gerir ýmislegt til hjálpar tón skáldum — og öðrum lista- mönnum. Fyrst og fremst með veitingu styrkja, sem skipt er á milli hinna ýmsu listgreina. Til dæmis með þeim hætti, að eldri lista- menn fá laun ;;reidd frá rík inu íþrjú ár samfleitt, til þess að geta á þeim tíma unn ið óskipt að samningu ein- hverm listaverka, sem þeir hafa í huga og hafa ef til vill lagt drög að. Ungir listamenn fá gjarna slík laun eitt ár í senn í sama augamiði. Enn- fremur eru veittir margskon ar styrkir, t.d. margir styrk ir úr Síbelíussjóðnum auk stóra Síbelíusarstyrksins, sem nemur r*n 1 millj. ísl. kr. -g er aðeins veittur sem sérstök viðurkenning. Hann hafa með al annars hlotið Hindemith og Shostakovich. Varðandi tónment almennt heldur Bergman áfram. þá er mjög góð músikkennsla í skól um á skyldustiginu, þar er sífellt meira og meira að ryðja sér til rúms svonefnd Orff-aðferð, sem kennd er við þýzka tónskáldið Carl Orff. Eru þá notuð ýmis hljóð færi við kennsluna, svo sem blokkflautur og sláttarhljóð- færi og nemendum kennt að tjá sig melodískt og rytmískt Yfirleitt má segja, að í Finn Erik Bergman landi er sterk hreyfing í þá átt að auka músikuppeldi barna og unglinga. ★ — Er von á fleiri stórverk um frá yður á næstunni — einhverju álíka og „Baut“? — Ja, það er víst ekkert leyndarmál lengur, að í haust efnir finnska útvarpið til tón listarviku, þar sem eingöngu verða leikin nútímaverk. Eg var beðinn að semja sérstak lega fyrir þessa tónlistarviku verk fyrir kór og hljómsveit. í vor var stofnaður nýr út- varpskór í Helsinki, auk þess sem fyrir var. Sá nýi er mainna Madrigal-kór, sen. Harald Andersen stjórnar, — mjög góður maður Andersen Ætlunin er að þessi kór fái eldskím sína í þessu verki. Það er samið við teksta úr DaVíðssálmum og nefnist „SELA“. — — Hvað þýðir „SELA“? — Orðið er hebreskt og kemur fyrir í sálmunum cft ir annað. Guðfræðingar 'hafa mikið velt vöngum yfir þessu orði en enginn veit með vissu hvað bað þýðir. Bn svo mikið er víst, að það, merkir eins konar hlé við lestur sálmanna. Ef til vill hefur einhverntíma verið söngur eða músik milli sám- anna — einnig mætti hugsa sér, að áheyrendur hafi þá beðizt fyrir — en þetta eru tómar getgátur. Textinn við verk mitt er úr nýrri þýzkri biblíuþýðingu eftir Gyðing- inn Martin Buber, sem er einn mesti núlifandi heimspek ingur og rithöfundur ísraels manna — mér þætti ekki ólík legt, að hann yrði mættur til að lcljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. Buber býr í Jerúsa- lem en skrifar á þýzku. Hann kallar sálmana ekki „Sálrna" heldur „lofsöngva", „Buch der Preisung“. — Þér segið að „SELA“ verði flutt af 20 manna kór og hljómsveit — verður það fullskipuð sinfóníuhljóm- sveit? — Nei, strengjasveit, nokk ur blásturshljóðfæri og slag verk, sem gengur gegnum verkið allt. Það er kallað á Bergman — flugvélin er að fara og við gerum okkur líkleg til að kveðja og þakka fyrir viðtal ið — en Bergman heldur á- fram: — Eg vildi gjarna lát'a í ljós þakklæti mitt fyrir þessa ógleymanlegu daga á íslandi, og þakka Fóstbræðr um, sem hvorki hafa sparað fyrirhöfn né fé til þess að gera okkur allt sem ánægju- legast. Og persónulega vil ég þak'ka fyrir að hafa fengið tækifæri til að upplifa Island, þetta sérstæða land með sín um miklu andstæðun.. Þegar ég samdi verk mitt „Bauta“, var það hugsað sem minni uppsprettu norrænnar menn ingar — og einmitt hér á ís- landi skilur maður bá upp- sprettu. Mér finnst ég hafa fundið hér svo sterkt áhrif ó- endanleikans, víðáttunar og skilið smæð mannsins gagn- vart alheimnum. Maður sér hér einn mann, eitt hús, eða eitt dýr í náttúrunni og skil- ur þá hvers vegna Island hef ur átt öll þessi skáld — finn ur hvernig tjáningarþorf þeirra hefur átt sér upp- sprettu í löngum köldum vetr um íslenzkrar náttúru. Já, ég þakka fyrir að hafa fengið innsýn í jarðveg hinnar fornu íslenzku menningar, sem er hyrningarsetinn nor- rænnar menningar — Verið þér sælar. Mbj. Ályktanir aðalfund- ar Verzlunarráðs AÐALFUNDI Verzlunarráðs Is- lands var haldið áfram í gær, (föstudag, 5. okt.), að Hlégarði í Mosfellssveit. Fundarstjóri var Þorsteinn Bernharðsson, stór- kaupmaður. Nefndir þser, stm starfað höfðu daginn áður, skiluðu áliti Tillögur nefndanna, eins og þær voru samþykktar af fundinum, fara hér á eftir. Þá voru kosnir endurskoðend ur og kjörnefnd. Endurskoðend- ur voru kosnir þeir Ottó Michel sen og Magnús Helgason og í kjörnefnd þeir Árni Árnason, Guido Bernhöft og Páll Jóhann esson. Tollvörugeymslan Formaður stjórnar Tollvöru- geymslunnar h.f., Albert Guð- mundsson, skýrði fundarmönnum frá málum hennar og Magnús J. Brynjólfsson, formaður skóla nefndar Verzlunarskóla íslands, skýrði frá byggingarfrafnkvæmd urn skólans. Tollvörugeymslan er nú komin undir þak og efri hæð hins nýja skólahúss með • fjórum kennslustofum verður! tekin í notkun nú í haust. Fundi var síðan frestað tar til úrslit stjórnarkosningar verða birt. Að loknum fundi var sam- eiginlegt borðhald. Fundurinn gerði svofelldar á- lyktanir ” um efnahagsmál og verðlagsmál: Efnahagsmál „Aðalfundur V.í. 1962 vill vara við þeirri hættu á ofþenslu í efnahagslífinu, * sem ávallt er samfara skyndilegri aukningu á framleiðslu og launum. Fundurinn heitir á stjórnar- völd landsins að vinna gegn of þenslu með viðeigandi ráðstöf- unum í peningar.jálum og fjár málum og gæta hófs í fjárfest- ingu, jafnframt því sem stefnt verði að tekju _ mgi hjá ríkis sjóði. Ennfremur skorar fundurinn á samtök atvinnurekenda og laun þega að haga samnigum sínum. og öðrum aðgerðum þannig, að tryggður verði jafn og örugg- i ur vöxtui þjóðarframleiðslunn- ar.“ VerSIagsmál „Aðalfundur V.í 1962 lýsir ó- ánægju sinni yfir því, að ekki hafi verið haidið áfram afnámi verðlagsákvæða, jafnt einkafyr irtækja sem samvinnufélaga, að verðlagsákv-. 3i komi í veg fyrir hagræðingu í rekstri og nefti frjálsa samkeppni, e:. hvort tveggja bitriar á neytendum, þegar vöruframboð er nægilegt ' eins og nú er orðið. Ermfremur mælist fundurinn til þess við ríkisstjórnina, að undirbúin verði í samráði við V.í. lög, er verndi frjálsa sam keppni og sporni við viðleitni stórfyrirtækj a og hringa til að skapa sér einokunarstöðu á ís- lenzkum markaði.“ Lagfæring tolla Þá skora*; fundurinn á Al- þingi og ríkisstjórn að lagfæra tolla og stjórn V' zlunarráðs var falið að vinna að undirbúnin_i myndun stofnlánadeildar við Verzlunarbankann. Farið var fram á a‘" Verzlunarbankinn verzli með erlendan gjaldeyri, dregið verði úr rekstri opin- berra fyrirtækja og einkasala, athugað verði um möguleika á stofnun almenningshlutafélags. Athugað verði um að svipuð tollupp’.æð verði lögö á vörur hvort sem þær eru fluttar sjó- leiðis eða loftleiðis, ennfremur að lagður sé tollur á fob-ve-ð vörunnar í stað cif-verðs eins og nú er. Þá gerði fundurinn ályktun í 6 liðum út af skattamálum og er þar m.a. farið fram á að lagt sé jafnt á öll fyrirtæki, hvort sem þau eru einkafyrirtæki, sam vinnufyrirtæki eða rekin af ríki eða bæ. 10. sýning „Frænkunnar44 Garnanleikurinn „Hún frænka mm“ verður sýndur í 10. sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er léttur og skemmtilegur gamanleikur, sem lýsir nokkrum sérkenni- legum atriðum í ævi sérstæðr ar konu „Mamie frænku“ eina og hún hcitir í leiknum. Guð- björg Þorbjarnardóttir leikur þessa kostulegu frænku og hef ur leikur hennar vakið verð- skludaða athygli. „Frænkan" kemur öllum í got skap með sínum kostulegau tiltækjum og brellum. — Myndín er af Guðbjörgu ásamt Boga Magn ússyni, Gísla Alfreðssyni og Margréti Guðmundsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.