Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 12
12
HORCVNBLAÐIÐ
-2Z
Þriðjudagur 9. október 1962
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanland*
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
ATKVÆÐATAP
KOMMÚNISTA
í DAGSBRÚN
ÍTrslit allsherjaratkvæða-
greiðslunnar í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún um
kjör fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing sýna, svo að ekki
verður um viilzt að kommún-
- — istar eru að stórtapa í höfuð-
vígi sínu. í janúar í fyrra er
munurinn á framboðslista
kommúnista og lýðræðis-
sinna 920 atkvæði. í stjórnar
kosningunum, sem fram fóru
í Dagsbrún í janúar sl. minnk
aði þetta bil og munurinn er
þá 750 atkvæði á kommún-
istum og lýðræðissinnum. í
fulltrúakjörinu um síðustu
helgi er þessi munur hins
vegar kominn niður í 602 at-
kvæði. Kommúnistar fá nú
333 atkvæðum færra í Dags-
brún en þeir fengu í stjóm-
arkosningum í félaginu í jan.
1961.
Þetta er vissulega gleðileg
staðreynd. Þrátt fyrir alls
konar fantabrögð og misbeit-
ingu á valdi sínu mæta komm
- únistar nú stórfelldu at-
kvæðatapi í höfuðvígi sínu.
Er óhætt að fullyrða að þeir
myndu vera búnir að tapa
Dagsbrún ef kosningar færu
þar fram með lýðræðislegum
hætti og andstæðingar þeirra
hefðu þar jafna aðstöðu á við
kommúnista. En eins og
kunnugt er halda kommúnist
ar kjörskrá félagsins í járn-
klóm sínum eins og þeir
gerðu á sínum tíma í Iðju,
félagi verksmiðjufólks hér í
Reykjavík. En um leið og lýð
ræðissinnum tókst með
snarpri sókn að vinna það fé-
lag úr höndum kommúnista
og létu síðan kosningar fram
fara þar að réttum lýðræðis-
reglum með ófalsaðri kjör-
skrá voru kommúnistar komn
ir þar í vonlausan minni-
hluta. Svipuð saga myndi á-
reiðanlega gerast innan Dags
brúnar, en einnig þar er ljóst
orðið að kommúnistar eru að
stórtapa.
Þetta gerist þrátt fyrir það
að kommúnistar og Fram-
sóknarmenn standa hlið við
hlið innan Dagsbrúnar og
reyna að telja verkamönnum
trú um að viðreisnarstefna
núverandi ríkisstjórnar sé
þeim fjandsamleg og skað-
leg. Uppskeran af þessum
áróðri þjóðfylkingarmanna
vesður hins vegar sú að fleiri
og fleiri verkamenn snúast
gegn kommúnistum og Fram
sóknarafturhaldinu. — Eiga
kommúnistar áreiðanlega eft
ir að finna það betur að
stuðningur Framsóknar-
flokksins mun sízt verða til
þess að auka traust þeirra og
fylgi meðal reykvískra verka
manna. — Verkalýðurinn í
Reykjavík veit það að Fram-
sóknarflokkurinn er og hef-
ur jafnan verið höfuðóvinur
hans.
FRAKKLAND
Á KROSSGÖTUM
F'rakkland stendur nú á
*■ krossgötum. De Gaulle
hershöfðingi hefur í fjögur
ár stýrt fjórða lýðveldinu
með þeim árangri, að efna-
hagur landsins hefur verið
treystur, þeirri borgarastyrj-
öld afstýrt, sem yfir vofði,
þegar hann tók við völdum
og Alsír-vandamálið leyst.
En þrátt fyrir þennan
glæsilega árangur af stjórn
de Gaulle hefur franska
þingið nú samþykkt van-
trauststillögu á ríkisstjórn
hans. Jafnframt hefur for-
setinn, de Gaulle sjálfur, ver
ið sakaður um að brjóta
stjórnskipulagslög landsins
og stefna að einræði.
De Gaulle hefur svarað
þessu með því að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu og al-
mennra þingkosninga. Legg-
ur forsetinn til að stjórnskip-
un Frakklands verði breytt í
svipað horf og í Bandaríkj-
unum þar sem forsetinn
myndar í raun og veru ríkis-
stjóm. — De Gaulle óttast
flokkafjöldann og upplausn-
ina, sem ríkti í Frakklandi
áður en hann sjálfur tók við
völdum. Er sá ótti vissulega
ekki ástæðulaus.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
breytingu stjórnarskipunar-
innar mun fara fram í Frakk-
landi 28. þ. m. En almennt er
gert ráð fyrir að de Gaulle
muni láta þingkosningar fara
fram í svipaðan mimd. í þess
um atkvæðagreiðslum og
kosningum mun ekki aðeins
verða kosið um tillögur de
Gaulle, heldur einnig um
persónu hans. Um úrslit
þeirra átaka skal engu spáð.
En margt bendir til þess að
forsetinn muni halda velli.
Mikill meirihluti frönsku
þjóðarinnar viðurkennir að
hann bjargaði Frakklandi á
örlagastundu. — Reynsla
Frakka af þingræðinu á dög-
um þriðja lýðveldisins mun
UTAN ÚR HEIMI
i
j
Myndin hér að ofan var tekin að lokinni atkvæðagreiðslu um vantraust á frönsku stjórnina sl.
föstudagsmorgun. Þingmennirnir eru á leið frá þinghúsinu. Frá vinstri: Paul Reynaud, George
Pompidou, forsætsráðherra, sem nú fer frá og Guy Mollet.
Er algjör dreiða framund
an í frönskum stjórnmálum
EINS og skýrt hefur ver-
ið frá í fréttum, þá sam-
þykkti neðri deild franska
þingsins vantraust á stjórn
George Pompidous árla
morguns sl. föstudag. De
Gaulle, forseti, hefur á-
kveðið að rjúfa þing og
efna til almennra þing-
kosninga, sem fara munu
fram 4. og 11. nóvember.
Samkvæmt beiðni forset-
ans mun stjórnin þó sitja
enn um skeið, eða þar til
kunnugt verður um úrslit
atkvæðagreiðslunnar og
nýtt þing kemur saman.
Ástæðan fyrir vantrausti
því, sem nú var samþykkt
á stjórnina, er krafa de
Gaulle, forseta, um þjóð-
aratkvæði 28. þ. m. Hefur
forsetinn krafizt þess, að
þá verði almenningur lát-
inn greiða atkvæði um
stjórnarskrárbreytingu, er
miðar að því, að forseti
larfdsins verði framvegis
kosinn af allri þjóðinni, en
ekki kjörmönnum (80.000),
eins og nú er.
Hefur þessi krafa forset-
ans vakið andúð allra
flokka, nema flokks de
Gaulle. Telja stjórnmála-
fréttaritarar, að nú kunni
að vera framundan miklir
óróatímar í frönskum
stjórnmálum.
Stjórnarskrárbrot?
Deilan stendur fyrst og
fremst um það, hvort forset-
inn sé að fremja stjórnar-
skrárbrot með þessari kröfu
sinni. Fylgismenn forsetans
telja ekki að svo sé, en tals-
menn andstæðinganna segja,
að svo sé, og telja auk þess
mikla hættu á því, að forset-
inn sé að koma á því kerfi,
er fyrr eða síðar muni leiða
til algers einræðis í landinu.
Einræðisvald?
Telja þeir fordæmi fyrir
því í Frakklandi, að forseti
hafi með sífelldum þjóðar-
atkvæðagreiðslum tekið sér
einræðisvald. Er sérstaklega
bent á Louis Napoleon, er
var kosinn forseti landsins
1848. Strax á eftir reyndi
hann að vinna þingið til
fylgis við sig, þannig, að
hann yrði kjörinn næsta 4
ára tímabil. Er það tókst
ekki, rauf hann þing 1851 og
lét taka höndum andstæðinga
sína. Síðan lét hann fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu
og var kosinn forseti til 10
ára. Síðar lét hann gera sig
að keisara, Napoleon III. Völd
hans héldust fram til 1870,
er Frakkar biðu ósigur fyrir
Þjóðverjum og lýðveldi var
endurreist.
„Fyrsti Gaullistinn"
gegn de Gaulle
Það vakti talsverða athygli,
að Paul Reynaud, er var á
sínum tíma mjög eindreginn
stuðningsmaður de Gaulle,
enda oft verið nefndur „fyrsti
Gaullistinn", var fyrstur and-
stæðinga forsetans á mæl-
endaskrá, er umræðurnar um
vantraust hófust sl. fimmtu-
dag.
Annar helzti andmæland-
inn var Guy Mollet, foringi
sósíalista.
Pompidou sagði 1 svarræðu
sinni, að þjóðaratkvæða-
greiðsla væri lýðræðisleg í
sjálfu sér, væri reyndar einn
af hyrningarsteinum sjálfrar
stjórnarskrárinnar, og því
ætti alltaf að vera hægt að
beita henni til lausnar á öll-
um meiri háttar vandamál-
um.
Frfi. á bls. 23
áreiðanlega eiga sinn þátt í
því að skapa aukið fylgi við
tillögur de Gaulle um styrk-
ara stjórnarfar, til þess að
koma í veg fyrir tíð stjórn-
arskipti og flokkaglundroða.
SVAR SJÓMANNA
CJjómennirnir hafa hrundið
^ herhlaupi því, sem komm-
únistar gerðu á samtök
þeirra. Úrslit fulltrúakosn-
inganna í Sjómannasambandi
íslands urðu mikill sigur fyr-
ir lýðræðissinna. Þeir hlutu
637 atkvæði, en listi komm-
únista 422 atkvæði.
Þetta er í fyrsta skipti sem
hið nýja Sjómannasamband
kýs fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing og eru því ekki til
tölur til samanburðar við úr-
slitin nú. En auðsætt er að
sjómenn hafa vísað áróðri
kommúnista á bug. Komm-
únistar lögðu í þessum kosn-
ingum sérstakt kapp á, að
sanna sjómönnum, að við-
reisnarstefna núverandi ríkis-
stjórnar væri þeim fjand-
samleg og skaðleg.
Yfirgnæfandi meirihluti ís-
lenzkra sjómanna gerir sér
ljóst að Viðreisnarstjórnin á
ríkan þátt í batnandi afkomu
þeirra. Hún kom í veg fyrir
það hrun, sem við blasti, þeg-
ar vinstri stjórnin hrökklað-
ist frá völdum og verðbólg-
an var að kæfa allan atvinnu-
rekstur í landinu, og þá
einnig sjávarútveginn, sem
stendur undir svo að segja
allri gjaldeyrisöflun þjóðar-
innar. Engum var það ljós-
ara en sjómönnum, hversu
geigvænlegar afleiðingar
stöðvun útflutningsframleiðsl
unnar hlyti að hafa fyrir þá
sjálfa og þjóðina í heild. —
Ríkisstjórninni tókst ekki að-
eins að koma í veg fyrir, að
útgerðin stöðvaðist, heldur
lagði hún grxmdvöll að fram-
fara- og uppbyggingarstefnu,
sem tryggt hefur áframhald-
andi aukningu íslenzka flot-
ans, stuðlað að aukinnl
tækni í þágu fiskveiðanna og
stóraukið tekjur sjómanna á
síðustu árum.
Það er vissulega fyllsta á-
stæða til þess að fagna þeirri
hrakför, sem kommúnistar
nú hafa farið á fund sjó-
mannasamtakanna. Hún er
greinilegur vottur þess, að
sjómennirnir kunna að meta
hið mikla viðreisnarstarf,
sem unnið hefur verið sl. 3
ár og vilja leggja fram sitt
lið til þess að hindra að
kommúnistum og fylgifisk-
um þeirra takist að rífa nið-
ur það sem áunnizt hefur.