Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 9. október 1962 MOKGIUS BLAÐIÐ 23 — Utan úr heimi Framh. af bís. 12. Skoðun Gaullista Málin standa nú þannig, að bæði stuðningsmenn de Gaulle og andstæðingar telja, að þeir geti hagnazt á þing- kosningum nú. Hins vegar áttu kosningar ekki að fara íram fyrr en að ári. Hins vegar gætir aðallega tveggja sjónarmiða í þessu máli. Gaullistar álíta, að lýð- hylli forsetans muni vinna honum mörg atkvæði 28. þ. m., er kosið verður um stjórn arskrárbreytinguna. — Telja sumir þeirra, að þá muni jafnvel 28 milljónir manna greiða forsetanum atkvæði. Sömuleiðis álíta stuðnings- menn forsetans, að því sé j mjög heppílegt að kjósa til J>ings viku síðar, þá muni flokkur de Gaulle njóta fýrri sigursins, fáir skipti um skoð un á svo skömmum tíma. Skoðun andstæðinganna Andstöðuflokkarnir telja hins vegar, að þessu sé farið á annan veg. 28. okt. kjósi fólk fyrst og fremst eftir skoðun sinni á forsetanum einum — þar að auki sé ver- ið að kjósa um það, á hvern hátt nýr forseti skuli valinn — eftir þrjú ár. Við almennar þingkosning- ar taki menn hins vegar af- stöðu til fjölmargra annarra mála, eins og venja sé við slíkar kosningar. Þá láti menn í ljós álit sitt á öllum stjórnarathöfnum undanfarið kjörtímabil. Því sé mjög lík- legt, að þá geti meirihlutinn snúið baki við flokki de Gaulle. Þá er einnig bent á, að nú eru a. m. k. 500.000 alsírskir flóttamenn í Frakk- landi, er hafi kosningarétt, og þeir muni forsetanum ekki sérlega hlynntir, vegna þeirra úrslita, sem Alsírmálið fékk. Það er einróma álit þeirra fréttamanna, sem um mál þetta hafa fjallað síðustu daga, að sjaldan eða aldrei hafi verið eins erfitt að spá fyrir um úrslit nokkurra kosninga og þeirra, sem nú standa fyrir dyrum. Ringulreið? Bent er m. a. á einn mögu- leika, sem valdið gæti algerri ringulreið í frönskum innan- ríkismálum. Fái de Gaulle traust þjóðarinnar við kosn- ingarnar 28. þ. m., en flokk- ur hans tapi verulega við sjálfar þingkosningarnar, þá hefur skapazt ástand, sem er nær óþekkt. Forsetinn ríki þá — með vilja almennings — í andstöðu við stjórnina, sem vætanlega byggðist á meiri- hluta þeirra þingfulltrúa þeirra stjórnarflokka, sem einnig hefur verið kosinn á þing af almenningi. Þá verður ekki hægt að rjúfa þing í heilt ár, því að franska stjórnarskráin mælir ■vo fyrir um, að þing megi ekki rjúfa, fyrstu 12 mánuði, sem það situr. Hins vegar er einnig sá möguleiki fyrir hendi, að for- setinn fái ekki þann stuðning 28. þ. m., sem hann telji sér nægja, þ. e. 60—70% atkv. Þá kemur til kasta hans að framkvæma hótun þá, sem hann kom fram með í sjón- varpsræðu 2 tímum áður en umræðurnar um vantraustið hófust — þ. e., að hann myndi segja af sér. EkkiSunna VEGNA greinar þeirrar, er birt ist í Morgunblaðinu síðastliðinn íau'gardag, varðandi viðskipti fierðalanga Við ferðaskrifstofu, vill ferðaskrifstofan Sunha taka |>að fram, að við hana er ekki <átt í þessari grein. Vísað úr landi fyrír njósnir EINN af starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Moskvu, Raymond Smith, er verið hefur flotamálaráðunaut ur, var fyrir nokkrum dögum rekinn frá Rússlandi, sakaður um að hafa stundað njósnir. Smith var tekinn höndum 2. þ.m. í Leningrad, og segja rúss nesk yfirvöld, að fundizt hafi í fórum hans tæki myndavél- ar o.fl.), sem hann hafi notað við njósnir sínar. Myndirnar hér að ofan birt- ust í „Izvestia" 5. þ.m. og er sú til vinstri sögð tekin, er in^wiw. Smith var handtekinn. Mynd- in til hægri er sögð sýna njósnatæki þau, er á honum hafi fundizt. í gær, kom Smith með fjöl skyldu sina til Kaupmanna- hafnar, á leið til Bandaríkj- anna. Fjölskyldan Framhald af bls. 3. okkur upþlýsinga um ttetm* val sterkara kynsins. — Það selst mikið af d'ökk um fötum og núna upp á síð- kastið hefur sa’.a þeirra farið enn vaxandi. Þess eru dæmi, að strákar, sem eru að kotna heim úr síldinni hafi algjör fataskipti hérna hjá okkur og velja allt það vandaðasta, sem á markaðinum er. Áður var það mjög algengt að menn kæmu hér inn og veldu bara af handahófi, en þeir eru farnir að gera miklu meiri kröfur til vörunnar en áður var. — Hvaða efni eruð þið að- allega með? — Bfnin eru einkum ensk og Þýzk; terylene og Harris Tweed. Við erum með nýtt þýzkt efm í frakka, sem nefn ist Diolen og svipar mjög til terylene. Það er þegar orðið mjög vinsælt. Dacron er nýtt amerískt, efni einnig í frökk- um og er líka orðið eftirsótt. — Er ekki mikil sala á stökum jökkum? — Jú, hún er mikil, sér- sérstaklega um þessar mundir En samt er jafnan meiri sala í föturn. Heath fer fram á undanþágur fyrir 6 lönd samveldisins Fyrsti fundur hans með ráðherranefnd EBE síðan í águst Brússel, 8. október — Ap-NTB BREZKI varautanríkisráðherr- ann, Edward Heath, átti í dag fyrsta fund sinn með ráðherra- nefnd Efnahagsbandalagsins, frá því að slitnaði upp úr viðræðum í ágúst sl. Ráðherrann gerði grein fyrir af stöðu samveldislandanna brezku, eins og hún kom fram á fundi forsætisráðherranna í síðasta mán uði. Kom Heath fram með beiðni um betri kjör til handa 6 sam- veldislöndum. Einnig hvatti hann til þess að haldnir yrðu fleiri fund ir ráðherranefndarinnar og full- trúa Breta, þannig, að hægt yrði að taka ákvörðun um aðiid þeirra sem fyrst. Síðar í dag sagði van Houten, utanríkisráðherra Hollendinga, að augljóst ræri, að forsætisráð- herrafundurinn í London á dög- unum hefði tekið mjög vinsam- lega afstöðu til Evrópu. i Heath sagði í skýrslu þeirri, sem hann fiutti í dag, að Ghana, Nigería og Tanganyika, sem öll eru í samveldinu, vildu eklci þekkjast boð bandalagsins um að gerast aukaaðilar. Dró Heath ekki úr vonbrigðum sínum yfir þessari afstöðu landanna, en beindi hins vegar þeim orðum til ráðherranefndarinnar, að reynt yrði að finna aðrar leiðir til þess að tryggja verzlunarhagsmuni þessara landa. Þótt það hafi ekki komið fram í skýrslu Heath í dag, þá herma fréttir, að raunveruleg ástæða þess, að löndin þrjú hafa ekki viljað ganga til slíks samstarfs við EBE, sé sú, að þau telji það fyrir neðan virðingu sína. Öll hafa ríkin öðlazt sjálfstæði. 9 Þá vék Heath að afstöðu Ind- lands, Pakistans og Ceylon til við- skiptasamninga, sem EBE hefur viljað gera við þessi lönd. Kom þar fram, að ráðamenn þessara landa óttast, að ytri tollur banda- lagsins kunni að hafa mjög óhag- stæð áhrif á útflutningsverzlun þeirra. Beiddist ráðherrann þess, að hafizt yrði handa um þessa samninga strax og Bretar kynnu — Jemen Framhaid af bls. 1 sprengjuflugvélum af Ilyushin- gerð, og væri fleiri flugvéla von í næsta mánuði. Hver flugvél mun hafa einn eða fleiri flugmenn frá löndun- um austan járntjalds, en Sallal sagði fleiri flugmenn nú vera við nám á ítalíu og í Egypta- landi. Um stjórn landsins sagði Sallal, að í henni ættu sæti 17 fulltrúar. Auk þess væri nú í landinu 12 manna byltingarráð og landvarnaráð, sem í ættu sæti 100 leiðtogar ýmissa ætt- bálka. Hins vegar kvað hann erfitt mundu verða um kosningar í landinu. Aðeins fjórir akvegir væru þar til, talsíma- eða loft- skeytakerfi ekkert, og nær allir íbúar landsins ólæsir. Sallal skýrði þá svo frá, að fram til þessa hefðu allir skatt- ar í landinu farið til konungs- ins. Eftir uppreisnina heíðu að- eins fundizt sem svaraði 6.4 milljónum dala í fjárhirzlum konungsins, en vitað hefði ver- um Jemen. að ganga í bandalagið. Yrði þess gætt í því sambandi, að tollur bandalagsins yrði ekki lagður á þær vörur, sem löndin flyttu til Bretlands, eftir aðild þess, fyrr en samningar hefðu tekizt. Loks^ ræddi Heath nokkuð af- stöðu Ástralíu, Nýja-Sjálands og Kanada. Kom fram, að ráðamenn þessara landa bera nokkurn ótta í brjósti um það, að lönd EBE kunni brátt að verða sjálfum sér nóg um ýmsar helztu útflutnings vörur þeirra, auk þess, sem þau teldu hættu á, að verðlagskerfi það á landbúnaðarvörum, sem gilda skal innan bandalagsins framvegis, verði til þess að lækka heimsmarkaðsverð varanna. í því sambandi benti Heath á, að ekki hefði verið stofnað til samn ingaumleitana nema um helm- ing þess vörumagns, sem samveld islöndin seldu, þannig, að erfitt væri að fá heildarmynd af ástand inu. f yfirlýsingu van Houten, utan ríkisráðherra Hollendinga er nokkuð vikið að þessum atrið- um. Segir þar m.a., að litlar lík- ur séu taldar fyrir því, að lönd landbúnaðarvörur á næstunni, auk þess, sem í ljós hefði komið, svo ekki yrði um villzt, að við- skipti landa EBE við umheiminn hefðu aukizt síðan bandalagið varð til. ið, að er Imam Ahmad kom til valda 1948 hefði verið til jafn- ““ gildi 1.120.000 milljóna dala. EBE. VGrðl Sjalfum ser n°S Loks lýsti forsætisráðherrann því yfir, að hin nýja stjórn ladsins ætlaði sér að standa við allar skuldbindingar, sem fyrri ráðamenn hefðu tekizt á hend- ur gagnvart öðrum löndum. — Stjórnin vildi gjarnan þiggja hjálp erlendis frá, ef því fylgdu engin skilyrði og legðu ráða- menn áherzlu á sem bezt sam- skipti við öll lönd. Þá lýsti iðnaðarmálaráðherra Jemen því yfir í dag, að sendi- nefnd frá landinu myndi fara þess á leit við Öryggisráð SÞ, að það tæki til athugunar vopna sendingar stjórnar Saudi-Arabíu til landamæranna, er liggja að Jemen. Loks hermdu fregnir frá London í dag, að brezka stjórn- in myndi ekki viðurkenna stjórn byltingarmanna í Jemen, eins og sakir stæðu, þar sem litlar fregnir hefðu borizt af ástandinu, énn sem komið er. — Hins vegar var sagt af brezkri hálfu, að það væri ekki rétt, að brezku herliði í Aden hefði verið stefnt að landamær- — Þið eruð ekki með nein föt, sem saumuð eru erle.id- is? — Nei, við höfum engin föt saumuð ytra. Það væri allt of mikil áhætta held ég að flytja þau inn. Við yrðum sennilega að fara utan til að velja stærði og liti, og svo er langur afgreiðslufrestur á þessu. Aftur á móti erum við með stakar buxur saum aðar erlendi.. t.d. danskar terylene-buxur, sem eru seld ar sama verði og sams kon- ar buxur, sem saumaðar eru hér heima. — Þið seljið líka karl- mannaskó? — Já, við seljum dýra karl manaskó. Ekki alls fyrir löngu fengum við sendingu af enskum Dolcis skóm, sem má hiklaust telja með því langbezta sem gerizt í skófatn aði. Þeir kosta 1144 krónur og meirrhluti sendingarinnar var seldur á tveimur iögum Skórnir eru gerðir úr hross- húð, sem tekin er af lend- inni á hestinum og fær síðan sérmeðferð, sem gerir skóna sérlega endingargóða. Það hefði sennilega ekkert þýtt að reyna að flytja inn svona skó fyrir fáeinum árum, en salan á þeim núna er einn vottur um hvað menn leggja mikið upp úr því að fá vand- aða vöru, þó að hún sé dýr. möa. Togarasölur í GÆR seldi togarinn Þorkefl Máni 130 lestir í Grimsby fyrir 11.965 sterlingspund, og Svalbak- ur seldi í gær í Ouxíhafen 127 lestir fyrir 110.050 mörk. Duglegir ungiingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Hvassaleiti — Flókagötu Skólavörðustíg. i •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.