Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. október 1962 MORGVNBLAÐ IÐ T5 Landið okkar Framhald af bls. 13. ar hér frá Húsavík skapa, varði beinlínis afkomu byggðarlagsins. Það sér hver maður að f.o.b. verðmæti aflans árið 1961 sem var 22.6 millj. kr. gerir stórt strik í reikninginn ef það hverfur. Þessi upphæð gengur öll til byggðarlagsins. Það sér hver verðmæti, þjónustu, raf- magni o. fl. Hin mikla spari- fjármyndun, sem er hjá Spari sjóð Húsavíkur mun að mestu eða öllu koma frá sjáv arsíðunni, því kaupfélagið hér rekur innlánsdeild sem er mjög stór, svo og Sparisjóð Kaupfélags Þingeyinga. Einn ig eru sparisjóðir í nær hverj um hreppi sýslunnar. Fiskiðjusamlagið hefur hug á að efla starfsemi sina að mun, með því að byggja stór- hýsi milli söltunarhúsa og frystihússins og tengja þann- ig ;aman þessa tvíliða starf- aemi til betri nýtingar á vinnuafli. Þetta verður stór og dýr bygging og er nú unn- ið að teikningum o. fl. í sam- bandi við hana. Fiskiðjusam- lagið treystir á að lánastofn- anir reynist því vel í þessu sambandi, því fyrirtækið hef ur greitt öll sín lán skilvís- lega og aldrei hefur þurft að auglýsa nauðungaruppboð á eignum þess. Gott fólk og góð vara Margar stoðir renna undir veldi Fiskiðjusamlagsins, segir Vernharður. M. a. má geta þess, að meðferð fiskj- ar hér hefur verið góð. Sjó- mennirnir hafa skilið að það þarf að meðhöndla fisk sem matvæli, enda eru þeir flest- ir aldir upp við fiskveiðar frá barnæsku og hafa tekið arf sinn frá dyggum feðrum. í öðru lagi má geta þess að verkafólkið á Húsavík er gott starfsfólk. Það er vandvirkt og hér er litið um vinnusvik. Það hefur ríka ábyrgðatil- finningu og skilur nauðsyn þess að vanda framleiðsluna og þess vegna er gott að vinna með því. í þriðja lagi er megnið af fiskinum veitt á línu og afl- inn kemur daglega að landi ferskur og því tilvalið hrá- efni í góða vöru. Og í fjórða lagi vaknar sú spurning: Hví eigum við endilega að fram- leiða fisk með togurum, sem þurfa 10 kr. fyrir kílóið, til þess að geta borið uppi nauð- synlegan kostnað, ef aðrir geta haft sæmilega og góða afkomu með því að fá aðeins 3 kr. fyrir kílóið. Og þar að auki flutt að landi mun betri vöru til freðfisksiðnaðar en ella. Er þá ekki betra að vera prímitívur og ríkur en vera nýtízkulegur með hausinn undir fallöxinni? spyr Vern- harður og hlær við Engin móðuharðindi Þegar við yfirgefum frysti húsið og fiskverkunarhúsið á bryggjunni, höldum við nyrzt í kaupstaðinn og skoðum þar skreiðarverkunarhús og þurrk hús. Það er nýleg bygging, stór og vönduð. Það er því ekki einasta hraðfrystur fisk- ur sem Fiskiðjusamlagið á Húsavík framleiðir, heldur og saltfiskur á öllum þurrkunar stigum og skreið. Þá er Vern harður eini fiskframleiðand- inn á landi hér sem lagt hef- ur fyrir sig að þurrka hausa og dálka sem jafnaðarlega er fiskimjölsmatur. Vernharður hefur þurrkað þetta og selt á allgóðu verði suður til Af- ríku. Það má um þessa vinnslu segja að það er fleira matur en feitt kjöt. Vernharður kveður okkur með þessum orðum: — Þú getur sagt þeim þarna fyrir sunnan að hér á Húsavík séu engin helvítis móðuharðindi. Hér er nóg að gera og það er andskotann enginii bar- lómur í okkur Húsvíkingum. — Vig. „Vandinn að vera pabbi 144 — skemmtileg bók með danskri ] :ímni KOMIN er í bókabúðir bókin „Vandinn að vera pabbi“ eftir danska höfundinn Willy Brein- horst, sem hlotið hefur viður- kenningu fyrir leiftrandi, létta kímni og gagnrýnið og mark- visst háð. Bækur hans hafa hlotið miklar vinsældir. Bókin „Vandinn að vera pabbi“ kom út fyrir fáum ár um og var vel tekið. Höfundur- inn lýsir þar, hver reginvandi það er að vera faðir, þó það sé hins vegar lítill vandi að verða faðir, eins og höf. segir í for- mála. Og hann bætir við: „En ástæðan til ritunar þessarar bókar er sú, að verðandi og ný orðnir feður hafa alls engin fræðirit við að styðjast, þegar þeim liggur mest á .... því að öll fræðirit um barnið, beina máli sínu og leiðsögn til hinn- ar verðandi móður. En Breinhorst ritar þetta „fræðirit“ á sinn hátt. Þó hlát- urinn hljóti oftast að sjóða í lesandanum, er grunnt á alvör- unni og í þessum kímilegu lýs ingum finnur lesandinn ærið oft sín eigin vandamál — ef hann er faðir. Bókaútgáfan Fróði gefur bók- ina út, sem er hin vandaðasta. — Hróarskelda Framhald af bls. 10. fjarðar. Köfuðu fornleifa fræðingar í froskJbúningum niður til að aflhuga bau. í héruðunum við fjörðinn töldu menn, að þarna lægi eitt skip sem Margrét drottning hefði látið sökkva þar á 14. öld til að hefta ferðir sjóræningja. Bannsóknir leiddu bó brátt í ljós, að þarna lágu fleiri skip sem voru öll frá 10. öld, eft- ir laginu að dæma. Skipin eru að mininsta bosti 6 og hefur þeim verið sökkt, því að við rannsóknirnar kom í Ijós, að þau höfðu verið hlaðin grjóti, en ekki er vitað hver tilgangurinn var. þó er talið að fbúarnir í innri hluta fjarðarins hafi sökkt skipun um til að hindra ferðir sjó- ræningja. Stálfram- leiðslan 1961 Bonn 5. okt. (A). HLUTI V.-Þjóðverja í stálfram- leiðslu heimsims minnkaði á ár- inu 1961, í fyrsta skipti frá 1953. Þá var stálframleiðsla Þjóðverja 7,6% af allri stálframleiðzlu heimsins. 1960 framleiddu þeir 9.9%, en 9,2% 1961. Hlutur Bandarikjanna í stál- framleiðslunni minnkaðil úr 26,8% 1960 í 24,9% 1961, hluti Breta minnikaði úr 7,2% í 6,2% Off Frakklands úr 5% í 4,9%. Aftur á móti jókst hluti Sovét- ríkjanna úr 19% í 19,5% off Jap- ans úr 6,4% í 7,8% á sama tíma. - K.F.U.K. Framhald af bls. 8. Noregi. Agnes Kvistvik, Noregí, lék Pílagrímskórinn úr „Tann- hauser“. Fulltrúi úr hópi ís- lenzku þátttakendanna þakkaði gestum komuna og samveruna. Frú Áslaug Ágústsdóttir bað fyrir kveðjur til félagssystranns, er heima sátu, og óskaði bless- unar Guðs yfir starfi K.F.U.K. á Nörðurlöndum. Margar kveðjur hafa borizt frá erlendu þátttakendunum, og segj- ast þær minnast ógleymanlegra daga'á íslandi. Minnast þær ís- landsdvalarinnar sem óslitins sól- skinsdags. Meðan þær dvöldu hér var farið með þær í ferða- lög, heimsóknir á einkaheimili, söfn og opinberar byggingar. Kynntust þær þannig . talsvert landinu og allmörgum einstakling um, auk þess að kynni K.F.U.K. félaga á hinum Norðurlöndunum og félaganna hér á landi hafi orðið nánari við það, að þetta norræna mót var haldið hér á landi. Kvenkuldaskór mikið úrval með hæl og flatbotnaðir. Kvenbomsur fyrir lága og háa hæla einnig flatbotnaðar. SKÖVERZLVNr VeUcis /buOUM-sotuvi Laugavegi 17. Framnesvegi 2. BASF - frostlðgurinn kominn Getum itú boðið bifreiðaeigendum og oðrum BASF-FROSTLÖGIIMN I heilum tunnum eða lausu mali. < 1-3 < < 02 < Ö Xfl ö % w X BASF-FROSTLÖGtiRIIMIM er gerður úr ETHVLEIME-GLVCOL, inniheldur ryðvarnarefni, er litaður og gufar ekki upp. VIÐURKENNDUR FROSTLÖCUR T.D. NOTADUR AF BREZKA-FLUCHERNUM Sérstaklega odýr FROSTLÖGIJR Aðeins kr. 45,00 pr. líter FROSTLÖGURINN ER SETTUR Á BÍLINN YÐAR Á SMURSTÖÐ VORRI ÍCILL VILHJÚMSSil H.F Laugavegi 118 — Sími 2 22 44 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.