Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCU1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 11. október 1962 Fischers- sund malbikað HAFINN er undirbúningur að malbikun einnar af elztu göt um Reykjavíkurborgar, Fisoh erssunds. Gatan var hefluð í gær og er ætlunin að slétta hana og laga kanta, en malbika síðan. Búizt er við, að malbikunin hefjist eftir næstu helgi og ta>ki einn dag. Myndina tók Sv.Þ. í gær þegar verið var að hefla Fisohersundið. Afmælisfyrir- lestur Háskólans PRÓFESSOR Ólafur Jóhannes- son flytur fyrirlestur í hátíðasal háskólans n.k. sunnudag 14. okt. kl. 2 e.h. Fyrirlesturinn nefnist: „Stjórnarskráin og þátttaka ís- lands í alþjóðastofnunum“. Er fyrirlesturinn hinn fimmti í flokki afmælisfyrirlestra háskól ans, og er öllum heimill aðgang- ur. í fyrirlestrinum verður fyrst og fremst fjallað um þau tak- mörk, sem stjórnarskráin setur aðild íslands að alþjóðastofnun- um. Jafnframt verður það nokk uð rætt, hvort skuldbindingar íslands gagnvart alþjóðasam- tökum geti baft það í för með sér, að landið verði ekki leng- ur talið fullvalda. Loks verður vikið að þeirri spurningu, hvort þörf sé á nýjum stjórnlagaá- kvæðum vegna aukinnar þátt- töku íslands í alþjóðlegu sam- starfi. í sambandi við þessar spurningar verður kannað, hvort ísland geti gerzt aðili að Efnahagsbandalaginu og öðrum álíka valdamiklum stofnunum án undangenginnar stjórnar- skrárbreytingar. AÐALFUNDUR Heimdallar F. U. S. verður haldinn fimmtu- daginn 18. okt .1962 kl. 8,30 — (nánar auglýstur síðar). Tillögur uppstillinganefndar um stjórn félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins í Valhöll. Öðrum tillögum sé skilað eigi síðar en tveimur sólahringum fyrir aðalfund. Stjórnin. Kirkjuþingið í Róm hefst í dag Róm 10. okt. NTB í DAG hefst kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar í Péturskirkjunni í Róm. Þingið sækja um 3 þús. fulltrúar auk áheyrnarfulltrúa annarra kirkjufélaga en kaþ- ólskra. Er þetta í fyrsta skipti, sem áheyrnanfulltrúar annarra kirkjufélaga fá tækifæri til að sitja þing kaþólsku kirkjunnar. Fulltrúar, sem sækja munu kirkjuþingið hafa streymt til Rómar undanfama daga. í blaði Vatíkansins, sem kom í dag byrtist boðs’ rpur níu þjóð arleiðtoga. Segiast þeir vona, að kirkjuþingið muni auka einirigu kristinna manna og verða til 'ð efla friðinn í heiminum. Þjóðar leiðtogarnir eru: Kennedy Banda ríkjaforseti, Eamon de Valera forseti írlands, Franeo hershöfð ingi á Spáni, Sohaerf forseti Austurríkis, Faud forseti Líban on, Segni forseti Ítalíu og forset ar Afríkuríkjanna Líberíu, Sene gal og Efri-Volta. Adenauer kanzlari Þýzkalands hefur einnig sent boðskap sama efnis. SlökkviUðið gabbað tvisvar- SLÖKKVILIÐIÐ var .í gærkvöldi í tvígang gabbað með brunaboða á Laugavegi 78. Þetta skeði hvort tveggja á sama klukkutímanum. Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Fjólugötu Bergstaðastræti nrginnMtó Miklar ráðstafanir hafa verið gerður í Róm til verndar öryggi þingfulltrúa. 1200 vopnaðir lög- reglumenn verða á verði við Péturskirkjuna og eiga þeir að vernda fulltrúana fyrir öllu frá vasaþjófum til tilræðismanna. Talið er að fyrsti fundur kirkju þingsins standi í þrjár klukku- stundir . Þingfulltrúar munu ganga til Péturskirkjunnar í fylkingu og verður Jóhannes páfi XXIII í fararbroddi. Á eft- ir honum koma 2500 kirkju’.eið togar, þá 85 sérstakir fulltrúar frá 85 löndum, síðan lífvörður páfa, . illtrúar Vatíkansins og þeir, sem eiga að .raðrita ræð- ur, er fluttar verða á þinginu. Fulltrúarnir á kirkjuþinginu eru þagnarskyldir og allar frétt ir, sem þaðan berast koma frá sérstakri fréttaþjónustu, sem starfar í sambandi við þingið. Kosiö í Frakklandi 18. og 25. nóv. Andstæðingcu de Gaulles gagnrýna hann harðlega París, 10. okt. — NTB-AP TILKYNNT var að afloknum ráðuneytisfundi frönsku stjórn- arinnar í dag, að þingkosningar myndu fara fram í iandinu dag- ana 18. og 25. nóvember nk. í dag héldu fund með frétta- mönnum stjórnmálaflokkar þeir, sem eru andsnúnir þeirri breyt- ingu á frönsku stjórnarskránni, að þjóðin öll kjósi forseta lands- ins í stað kjörmanna. A fundin- um réðust leiðtogar flokkanna á de Gaulle Frakklandsforseta og þá ákvörðun hans að láta þjóð- ina ganga til kosninga um ofan- greinda stjórnarskrárbreytingu. Guy Mollet, leiðtogi sósíalista, sakaði de Gaulle um að beita stjórnmálalegum mútum með því að hóta að segja af sér, ef þjóðin samþykki ekki stjórnar- skrárbreytinguna 28. október, þegar kosið verður um hana. — Mollet sagði, að de Gaulle bryti st j órnar skrána, ef hann léti verða af hótun sinni. Ennfremur að stjórnarskrárbreytingin, sem de Gaulle beiti sér nú fyrir sé ekki annað en tilraun til að veita forseta landsins einræðis- vald, hún feli í sér hættu á ein- ræði og borgarastyrjöld í land- inu, en flokkarnir, sem séu and- snúnir henni vilji vernda lýð- ræðið og friðinn. íhaldsmaðurinn Paul Rey- naud, sem stjórnaði blaðamanna- fundinum, tók undir með Moll- et. Auk þess sakaði hann stjórn landsins um að nota útvarps- og sjónvarpsstöðvar, sem reknar eru af ríkinu, í áróðursskyni. Miðinn á 65 krónur VERÐ aðgöngumiða að kvik- myndinni „79 af stöðinni“, sem frumsýnd verður í Reykjavík annað kvöld, hefur verið ákveðið 65 krónur. Verðið er hið sama hvar sem setið er í kvikmyndahúsinu. Þetta er rúmlega þrefalt verð að- göngumiða að venjulegum kvik- myndasýningum. Verðlagsstjóri tjáði Morgun- blaðinu í viðtali í gær, að sér væri kunnugt um þetta fyrirhug- aða verð. Ekki verður sérstakt frumsýn- ingarverð að kvikmyndinni. Hæstu vinningar Happdrættis Háskólans MIÐVIKUDAGINN 10. október va* dregið í 10. flokki Happdrættis Há-* skólia íslands. Dregnir voru 1,250 vina ingar að fjárhæð 2,410,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur kom á fjórðungsmiða númer 29,107. Voru þeir seldir í þessum umboðums Frlmanni Frímannssyni, Hafnarhús- inu, Guðrúnu Ólafsdóttir, Austur* stræti 18, Stykkishólmi og Grinda- vík. 100,000 krónur komu á hálfmiða númer 5,796, sem seldir voru hjá Guðrúnu Ólafsdóttir, Austurstræti 18. og í umboði Helga Sivertsen, Vestur- veri. 10 þús. 839 1661 2025 3035 3365 6484 662« 8674 9513 12034 12593 13122 13715 13750 20286 20419 20931 21311 21372 21625 23042 25468 26787 26966 28169 29106 29108 3072-3 33228 33751 34771 36426 40050 40586 45932 46305 50392 50930. (Birt án ábyrgðar) Barist á landamærum Indlands og Peking 10. okt. (NTB-AP). FRÉTTASTOFAN Nýja-Kína skýrði frá því í dag, að indversk- ir hermenn hefðu ráðizt á kíni- verskar varðstöðvar í S-Tíbet. 11 kínverjar væru fallnir eða særðir. f /* NA !5 hnúiar [ SV50hnútar ¥: Snjókoma f ÚSi \7 Skúrir E Þrumur mzx KutíaM HiUtkit H Hmt U M hádegið í gær var S- strekkingur vestan lands, þurrt og hlýtt veður. Er það fremur sjaldgæft veðurlag hér um slóðir, en gott dæmi þess, að sumarátt hefur ekki ævinlega votviðri í för með sér. Hiti var 10—11 stig hér á landi og 11—13 stig á haf- inu suður undan. Frostlaust var upp í 3000 m hæð, en það er líka sjaldgæft á þessurn árstíma. Þetta veðurlag á rót sína að rekja til háþrýsti- svæðis yfir íslandi og Bret- landseyjum. Jafnframt er djúp en hægfara lægð suð- austur af Grænlandsodda, og S-hvassviðri og jafnvel rok er á allstóru svæði suðaustur af íslandi. Veðurspáin kl. 10 í gaerkvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: Sunnan eða SV stinn- ingskaldi, skýjað en víðast úr komulaust að mestu. Norðurland og miðin: SV gola eða kaldi, skýjað. NA- land til SA-lands og miðin: SV eða vestan gola, léttskýj- að með köflum. 1 Nýju Delhi var tilkynnt í dag, að upplag blaðs, sem gefið er út af kínverska sendiráðinu I borginni, hefði verið gert upp- tækt vegna greinar, sem birtist í því um landamæradeilur Ind- lands Og Kína. Var greinin sögð hættuleg öryggi Indlands. ★ Nýja-Kína segir, að Indverjar hafi hafið árás sína á kínversku varðstöðvarnar í morgun og skot- ið á þær í allan dag. Kínversku verðirnir hefðu neyðst til a<5 svara skothríðinni. Bardagar þess ir fóru fram á svæðið, sem Ind- verjar telja sitt, en Kinverjar sitt. — Jemen Framhald af bls. 1 aðstoðar þeim er áttu að gæta virkisins. Eins og áður er sagt, féllu um 30 menn í bardögun- um og útvarpið í Amman segir, að meðal þeirra, sem voru tekn- ir til fanga hefðu verið þrír sov- ézkir liðsforingjar. Sagði útvarp ið, að Rússarnir hefðu verið með liðsaukanum, sem stjórnin í Sanaa sendi til virkisins. Einn þeirra flaug þyrlu, sem hirðingj arnir skutu niður. Senidnefnd Jemen í Amman, sem hliðholl er A1 Hassan prins, mótmælti því í dag, að menn þeir er berðust í N-Jemen og fylgdu prinsinum, væru undir stjórn ofursta frá Saudi-Arabíu. Það væru aðeins Jemenbúar, sem þar berðust fyrir A1 Hassan og hann væri á móti öllum er- lendum íhlutunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.