Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASIMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Séð yfir sal Sameinaðs þings. Aldursforsetinn, Gísli Jónsson, er í forsetastól. Alþingi komið saman til starfa Forseti Islands setti þingið að lokinni guðsþjónustu í gær ALÞINGI ÍSLENDINGA — 83 löggjafarþing frá endurreisn Ai þingis árið 1845 — var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Setningarathöfnin fór öll mjög hátíðlega fram. — Þorri ingisir.mna var kominn til þings. Gengið til kirkju. Áðoir en gengið var til guðs- þjónustu undir hálf tvö, 'iöfðu alþingismenn safnazt saman í anddyri Alþingisíhússins. þaðan var svo gengið í fylkingu til kirkjunnar og voru forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og biskupinn, herra Sigurbjörn ; & // ' * Ný íslenzk frímerki í TILEFNÍ af lagningu nýja sæsímans milli Skotlands og Is- lands (Scotice) og milli íslands og Kanada (Icecan) gefur póst stjórnin út tvö ný frímerki þ. 20. nóv. n.k., og á merkjunum er landabréf, sem sýnir legu sæ símastrengsins milli landa þeirra, sem hann liggur milli. Verðgildi þessara nýju frí- merkja eru kr. 5,00, blátt og kr. 7,00, grænt, og eru þau prentuð hjá hinu þekkta fyrir- tæki, Courvoisier í Sviss. Einarsson, þar í fararbroddi. Síð an Ólafur Thors, forsætisráð- 'herra, og séra Emil Björnsson, er prédi'kaði, svo aðrir ráðherrar, aliþingismenn og skrifstofustjóri Alþingis. Öðrum fordæmi. Séra Emil Björnsson valdi sér texta úr Fjallræðunni, 14. versi 5. kapitula Mattheusarguðspjalls — Líkti hann alþin.gismönnum við slika borg. Til þeirra væru gerðar strangastar kröfur, en jafnframt sýndur hinn mesti trún aður. Og eftir þeim, hinum æðstu kjörnu ráðamönnum og leiðtogum þjóðarinnar færi sið gæði fjöldans og almenningsá- litsins að mestu leyti. Eitt kvað hann fljótt vekja at- hygli þeirra, er fylgdust reglulega með si "um Alþingis sem áheyr endur, og það væri, hve mikið af táma og störfum þingsins væri varið til að fjalla um efnahags mál og eraldlega afkomu þjóðar innar. Vissulega væri góð for- sjá í þeim efnum mikilvæg, en þó hefði verið sagt, að maðurinn lifði ekki af einu samah brauði. Og því reyndi á, að foringjar fólksins haldi vöku sinni í hin- um andlegu efnum, að tíðarand inn sé sá, að óneitanlega mest sé hugsað um efnahaginn. Þing sjó- mannasam- bandsins ÞING Sýómannasambandsins verður haldió í Reykjavik næstkontandi laugardag og sunnudag. Ekki hefur enn ver ið ákveðin dagskrá fundarins. Forseti íslands setur Alþingi íslendinga. Afturför trúarlífsins Loks veik séra Umil að þeim þætci andlegs lífs þjóðarinnar, er varðar trúarlíf og kristnihald Bað hann alþingismenn að hneigja eyru sín að því málefni, er margir teldu mesta alvöru- mál þjóðarinnar, augljósa aftur för trúarlífsins á heimilunum, í skólunuim í kirkjunum og á strætunum, — í opinberu lífi og einkalífi fólks, að hví er bezt væri séð. Ekki dygði minna en virk, jákvæð, einlæg og opin- ská persónuleg þátttaka hvers einstaks í trúarlífinu, þeirra sem viðurkenna að lifandi trúarlíf og trúariðkun sé grundvöllur þeirrar mannlhelgishugsjónar, lýðfrelsishugsjónar, mannúðar- hugsjónar og eilífðarsjónarmiða, sem samfélag vort hvílir á. Fjár veitingar til kirkjumála væru góðar, svo langt sem þær næðu, en hér ætti við það, er Gunnar sagði forðum við Njál: „Góðar þykj a mér gjafir þinar en meira þýkir mér vert u:m vináttu þína og sona þinna“. Alþingi sett Úr kirkju var síðan gengið aftur fylktu liði til Aliþingis og gengu þingmenn þegar til sæta sinna í Sameinuðu þingi. Forseti Islands gekk síðan í salinn og las fyrsta forsetabréf frá 28. sept um að reglulegt Alþingi skyldi koma til starfa 10. oflct. Lýsli hann því síðan yfir, að Alþingi væri sett. Árnaði hann- síðan Al- Framh. á bls. 23 Var fluttur í Landsspítalann GÍS'LI Hjartarson, 15 ára, sem lenti með handlegg í spili rækju- bátsins Einars frá ísafirði, liggur nú i Landsspítalanum. Handleggur Gísla skaddaðist mjög illa og vafasamt talið að hann héldi horvum. Þær upplýsingar fengust í gær, að líðan Gísla væri eftir atvikum góð og handleggurinn hefði ekki verið tekinn af honum. Fyrsti samn- ingafundurinn nm síldveiði- kjonn í GÆR var haldinn fund- ur sá, sem Sjómannasam- bandið átti upptök að boð- að var til. Fundurinn er samt haldinn á vegum Al- þýðusambands íslands, þar sem ýmis félög, sem aðild eiga að samningumy um síldveiðikjörin, eru ut an Sjómannasambandsins, en hins vegar innan ASÍ. Var kosin samninga- nefnd þar sem er einn full- trúi frá Alþýðusamband- inu, sex frá Sjómannasam- bandinu (Reykjavík, Hafn- arfjörður, Akranes, Kefla- vík, Grindavík og einn frá Matsveinafélaginu), tveir frá Vestmannaeyjum, tveir frá félögunum við Breiða- fjörð og einn frá Norður- landL Að fundinum loknum tilkynntu sjómenn Lands- sambandi íslenzkra út- vegsmanna, að þeir væru nú reiðubúnir til samninga um síldveiðikjörin og verður fyrsti samninga- fundurinn klukkan fjögur í dag. Undir venjulegum kring umstæðum ætti söltun Suðurlandssíldar nú þeg- ar að vera hafin. Eim ekki ráðiim bæjarstjóri á Seyðisfirði Seyðisfirði 10.. okt KLUKKAN að ganga eitt í nótt lauk einum lengsta fundi, er bæj arstjórn Seyðisfjarðar 'hefur hald ið. Fuindurinn hófst klukkan fjögur á mánudag og stóð fram undir miðnætti. Síðan hófsa fund ur að nýju klukkan átta í gær kvöldi og stóð til klukkan að ganga eitt. 44 mál voru tekin fyrir. Ekki veitti af, bar sem ékki hefur verið haldinn reglulegur fundur marga mánuði, aðeins au'kafundir. Fjöldi mála biður enn úrlausniar, enda erfitt við sum þeirra að eiga, þar sem bæj arstjóm hefur enn ekiki tekizt að mynda meirihluta eða raða bæj'arstjóra eða aðra fasta starfs menn. Því hefur Seyðisfjarðar- bær ekkert fastráðið stárfsfólk nema á sjúkra'húsinu. — Sveinn 34 fdrust í arslysi í Varsjá, 10. okt. — NTB — AP — Talsmaður pólska samgöngu- málaráðuneytisins skýrði frá því í dag, að 34 menn hefðu far- izt og um 65 særzt er tvær járn brautarlestir rákust á í Suður- Póllandi í gærkvöldi. -XXX ---- Slysið varð, þegar 11 vagnar lestar, sem var á leið frá Sofia, Belgrad og Budapest til Varsjár járnbraut- Pullandi fór út af sporinu og inn á spor hinnar svonefndu „Chopin- hraðlestar“, sem var á leið frá Varsjá til Prag og Vínar. Ekki tókst að stöðva Chopin-hraðlest ina í tæka tíð og lestirnar skullu saman. Áreksturinn varð ná- lægt smáþorpi á strjálbýlu svæði og björgun gekk erfiðlega vegna myrkurs. Umferð um teinana þar sem slysið varð hefst aftur í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.