Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 16
16 MORCl'NRLAÐIÐ Fimmtudagur 11. október 1962 Brauðgerð til sölu Hálft brauðgerðarhús Stykkishólms er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Til greina kemur einnig sala á eigninni allri. Allar upplýsingar gefur undirritaður ÁGÚST EYJÓLFSSON Stykkishólmi — Sími 16. Ú tgerðarmenn Stór og góð hús til leigu til síldarsöltunar. íbúð fyrir starfsfólk. fylgir. Upplýsingar í síma 2058, Keflavík. Stúlkur óskast til eldhússtarfa í veitingahúsið Röðul sími 15192. Sendill Okkur vantar sendil nú þegar, hálfan eða allan daginn. Rannsóknastofa Háskólans, v/Barónsstíg. Atvinna Ungur og lagtækur maður getur fengið atvinnu við verkstæðisstörf. Vélverkstæði EGILS ÓSKARSSONAR Ármúla 27. 100 þtis. — 100 þús. Heildverzlun vantar 100 þúsund krónur í 4 mánuði að láni. Góðar tryggingar og háir vextir í boði. Algjört einkamál. Tilboð sendist til blaðsins fyrir 16. þ. m. merkt: „Einkamál — 3518“. Iþróttafélag kvenna Leikfimin hefst í kvöld í Miðbæjarskólanum kl. 8 fyrri flokkur og kl. 8,45 seinni flokkur og á sama tíma á mánudögum. — Innritun sama stað. Nánari upplýsingar í síma 14087. Konur á öllum aldri velkomnar. I. K. Framtíðaratvinna Stúlka, sem hefur kunnáttu í ensku og einu norður- landamáli óskast til afgreiðslustarfa hjá Ferðaskrif- stofu Ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 12/10 merkt: „Framtíðaratvinna — 3510“. Hentug íbúð 4ra—5 herb. íbúð í nýju tvíbýlishúsi á mjög góðum stað í Kópavogi er til sölu. Sér inngangur, sér hiti. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. JÓN BJARNASON, hæstaréttarlögmaður Lækjargötu 2 — Sími 11344. Þriggja mastra skúta til sölu vegna kaupa á mir.na skipi. Hún er byggð úr eik 1923 í Danmörku, og er í góðu standi. Vél: 285 HK 4C ALPHA-DIESEL, sett í 1961 með verksmiðjutryggingu. Burð- arþol (burðarmagn) 330 T.D.V. bergmálsdýptarmælir, miðstöðv- arhiti í klefa skipstjórans og tveim öðrum kiefum afturá, klefi fyrir fjóra menn framá. Tveir lestrarhlerar 4x5. Vinsamlegast sendið tilboð til HR. SKIBSF0RER K. JAKOBSEN, SOR0VEJ 21, SKÆLSK0R DANMARK. HELGHSON/ SÍIOflRVOG 20 H,/ b K A I r Oakarameistari sem starfað hefur sjálfstætt í um 20 ár óskar eftir atvrnnu i Reykjavík. — Til greina koma venjuleg störf eða verkstjórn. Tilboð sendist afgr. Mbl. um kaup og vinnu- tíma f. 20. þ. m., merkt: „Bakari — 7936.“ HANSA-hillur HANSA-skrifborð HANSÁ Laugavegi 176. Sími 3-52-52. Starfsstúlka eða kona oskast i sendiráð Sendiherra Noregs í Reykjavík óskar sem fyrst eftir duglegri vinnukonu, sem er vön matreiðslu. Nánari upplýsingar Fjólugötu 15, sími 15886. Stúlkur óskast 't í frystihús. — Upplýsingar í Súðavogi 1 og síma 34735. Frá Skattstofu Reykjavíkur Tilkynning um framtalsfresti Athygli er vakin á ákvæðum 35. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem svo er fyrir mælt að skattframtölum skuli skila til skattstjóra eða um- boðsmanns hans fyrir lok janúarmánaðar. Þeir sem at- vinnurekstur stunda, þurfa þó ekki að hafa skilað fram- talsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúarmánaðar. . .Ef sérstaklega stendur á, getur skattstjóri eða um- boðsmaður hans veitt framtalsfrest, þó eigi lengri en til 28. febrúar, nema atvinnurekendum má veita frest til 31. marz. Umfram þann frest, sem lögin ákveða, þ. e. til 28. febr., eða 31. marz fyrir atvinnurekendur, er skattstjóra ekki heimilt að veita nokkurn frest. 47. gr. laganna kveður svo á að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skil miða skatt- matið við raunverulegar tekju rog eign að viðbættum 25%. Er skylt að beita þessum viðlögum. nema skattþegn sýni fram á að óviðráðanleg atvik hafi hamlað. Auk þess glatar gjaldandi heimtingu sinni á því að honum verði tilkynnt um breytingar á framtali. Þá er ennfremur bent á að samkvæmt ákvörðun fjár- málaráðuneytis er skylt að skila til skattyfirvalda skýrsl um um greidd vinnulaun í síðasta lagi 20. janúar ár hvert, ella má beita dagsektum samkv. 50 gr. laga nr. 70/1962. Framangreindar frestákvarðanir eru óhjákvæmilegar til þess að unnt sé að ljúka gjaldheimtuskrám á lög- boðnum tíma, þ. e. fyrir lok maí mánaðai. Hér með er þeirri áskorun beint til allra, sem fram- talsskyldir eru, eða launaskýrslu eiga að gefa, svo og til þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt hafa tekið á sig ábyrgð á framtals- eða reikningsskilum fyrir aðra, að hraða nú þegar allri undirbúningsvinnu vegna þessara skýrslugjafa, svo þeir geti komizt hjá viðurlögum og réttindamissi, sem eftir á verður þýðingarlaust að bera sig upp undan, eða óheimilt að víkja frá Reykjavík, 9. október 1962 Skattstjórinn í Reykjavík. & lítil ritvél en framúrskar- andi handhæg og vönduð — ritvéi sem leysir hvaða veikefni sem er með prvði. Kjörin fyrir skrif- stofuna, skólann, heimilið og ferðalög. Framleidd í DDR BORG ARFELL H. F. Laugavegi 18, Reyajavik — Sími: 11372. ^nrax IriLraiiLOJxjkinjeiL-ejqunJ IrerlÍTL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.