Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 6
6 MOKCJllSHL 4 ÐIÐ Laugardagur 13. október 1963 Fastanefndir Alþingis A FUNDUM Alþingis í gær var kosið í fastanefndir þess sanrakvæ'mt 16. gr. þingskapa. SAMEINAÐ Þing Fjárveitinganefnd: Guðlaug- ur Gíslason (S), Jón Árnason (S) Gunnar Gislason (S), Kjartan son (A), Halldór Ásgrímsson (F) J. Jóihannsson (S), Birgir Finns- HaJHdiór E. Sigurðsson (F), Ingv- ar Gíslason (F), Karl Guðjóns- son (K). Utanríkismálanefnd: Gísli Jóns son (S), Jóhann Hafstein (S), Birgir Kjaran (S), Emil Jónsson (A), Hermann Jónasson (F), Þórarinn Þórarinsson (F), Finn- boigi Bútur Valdimarsson (K). Varamenn: Ólafur Thors (S), Bjarnd Benediktsson (S), Gunn- ar Thoroddsen (S), Gylfi Þ. Gislason (A), Eysteinn Jónsson (F), Gísli Guðimundsson (F), Einar Oligeirsson (K). Allsherjarnef nd: Gísli Jdns- son (S), Jónas G. Rafnar (S), Pétur Sigurðsson (S), Benedikt Gröndal (A), Gísli Guðmunds- son (F), Björn Pálsson (F), Geir Gunnarsson (K). Þingfararkaupsnefnd: Kjartan J. Jóhannsson (S), Einar Ingi- mundarson (S), Eggert G. Þorst- einsson (A), Halldór Ásgrímisson (F), Gunnar Jóhannsson (K). NEÐRI DEILD Fjárhagsnefnd: Birgir Kjaran (S), Jóhann Hafstein (S), Sig- urður Ingimundarson (A), Skúli Guðmundsson (F), Lúðvík Þ. Jósefsson (K). Samgöngumálanefnd: Sigurð- ur Ágústsson (S), Jónas Péturs- SOn. (S)’ Benedikt Gröndal (A), Björn Pálsson (F), Hannibal Valdimarsson (K). Landbúnaðarnefnd: Gunnar Gíslason (S), Jónas Pétursson (S), Benedikt Gröndal (A), Ág- úst Þorvaldsson (F), Karl Guðj- ónsson (K). Sjávarútvegsnefnd: Matthías Á. Mathiesen (S), Sigurður Ingimundarson (A), Þórarinn Þórarinsson (F), Eðvarð Sigurðs son (K). Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Gísli Jónsson (S), Guð- laugur Gíslason (S), Birgir Finns son (A), Jón Skaftason (F), Hannibal Valdimarsson (K). Menntamálanefnd: Ragnhildur Helgadóttir (S), Alfreð Gíslason (S), Benedikt Gröndal (A), Björn Fr. Björnsson (F), Einar Olgeirs son (K). Allsherjarnefnd: Einar Ingi- mundarsson (S), Alfreð Gísla- son (A), Björn Fr. Björnsson son (S), Sigurður Ingimundar- (F), Gunnar Jóhannsson (K). EFRI DEILD Fjárhagsnefnd: Ólafur Björns- son (S), Magnús Jónsson (S), Jón Þorsteinsson (A), Karl Kristjánsson (F), Björn Jónsson (K). Samgöngumálanefnd: Bjart- mar Guðmundsson (S), Jón Árnason (S), Jón Þorsteinsson (A), Ólafur Jóhannesson (F), Sigurvin Einarsson (F). Landbúnaðarnefnd: Bjartmar Guðmundsson (S), Sigurður Óli Ólafsson (S), Jón Þorsteinsson (A), Ásgeir Bjarnason (F), Páll Þorsteinsson (F). Sjávarútvegsnefnd: Jón Árna- son (S), Kjartan J. Jólhannsson, Eggert Þorsteinsson (A), Sigur- vin Einarsson (F), Björn Jónsson Iðnaðamefnd: Magnús Jóns- son (S), Kjartan J. Jóhannsson (S), Eggert G. Þorsteinsson (A), Hermann Jónasson (F), Ásgeir Bjarnason(F). Heilbrigðis- og félagsmáda- nefnd: Kjartan J. Jðhannsson (S), Auður Auðuns (S), Jón Þorsteinsson (A), Karl Kristj- ánsson (F), Alfreð Gísiason (K). Menntamálanefnd: Auður Auð uns (S), Ólafur Björnsson (S), Friðjón Skarphéðinsson (A), PáLl Þorsteinsson (F), Finnbogi R. Valdimarsson (K). Allsherjarnefnd: Magnús Jóns son (S), Ólafur Björnsson (S), Friðjón Sfearphéðinsson (A), Ó1 afur Jóhannesson (F), Alfreð Gísiason (K). Sinfóníutónleikar FYRSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands á þessu hausti voru haldnir í samkomu- húsi Háskólans /sl. þriðjudags- kvöld. Tónleikunum stjórnaði am eríski hljómsveitarstjórinn Willi- am Striekland, sem hefir verið ráðinn aðalstjórnandi hljómsveit- arinnar í vetur, og einleikari var Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari. Viðfangsefni voru for- leikur að óperunni „Euryante" eftir Weber, píanókonsert í g-moll, op. 33, eftir Dvorák og sjöunda sinfónía Beethövens. Það var reisn yfir flutingi Euryante-forleiksins, og þetta glæsilega verk naut sín vel, þrátt fyrir smávegis ónákvæmni í samleik. Allmargir nýir hljóð- færaleikarar eru í hljómsveit- inni, eins og jafnan hefir verið á haustin, og heimamenn ef til vill ekki að fullu „samspilaðir" eftir sumarhvíldina. Píanókonsertinn eftir Dvorák er sjaldséður á efnisskrám tón- leika, og verður undirritaður að játa, að hann hefir ekki heyrt hann fyrr. Margir fagrir sfaðir eru í verkinu, en sem heild virð- ist það kaldhamrað og óinnblás- ið, og sumstaðar hangir það sam- an á hreinum bláþráðum. Það er með ólíkindum, að þetta verk skuli koma úr sömu smiðju og fiðlukonsertinn og cellókonsert- inn eftir Dvorák. En það er sanni nær, að enda þótt tónskáldið væri orðið hálffertugt, þegar píanókonsertinn var saminn, má með fyllsta rétti líta á hann sem æskuverk, enda ber hann mörg einkenni slíkra verka. — Af þeim hundruðum — ef ekki þúsundum — píanókonserta, sem samdir hafa verið, eru varla meira en tuttugu, sem að staðaldri eru fluttir á tónleikum. Það er góðra gjalda vert, þegar vikið er út af þeirri troðnu slóð. Fyrir það eiga þeir Rögnvaldur og hljómsveitar- stjórinn þakkir skyldar. Rögn- valdur lék konsertinn með glæsi- brag og víða með miklum og skemmtilegum tilþrifum. William Strickland, sem að þessu sinni þreytti frumraun sína á íslenzkum tónleikapalli, er röggsamlegur stjórnandi, sem sýnilega veit hvað hann vill og gengur hreint og beint til verks. Þessir góðu kostir komu fram í flutningi hans á sinfóníu Beet- hovens. Hún var skýrt og skil- merkilega mótuð, og þótt deila megi um hraða — og hraðabreyt- ingar — er það atriði, sem ekki er ástæða til að fjölyrða um að sinni. Hér skal aðeins látin í ljós sú ósk, að samstarf Williams Stricklands og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands megi reynast báð- um árangursríkt og heilladrjúgt. „Plasthiminninn" er, ekki kom- inn á sinn stað. Stórum fjárupp- hæðum hefir verið varið til þess, að gera þetta glæsilega hús ákjós anlegt til tónleikahalds, en svO virðast menn láta sér vaxa í augum slíkt smáræði, sem það hlýtur að vera, að hengja nokkr- ar plastplötur yfir sviðið. Plöt- urnar hafa verið í kjallara húss- ins síðan í fyrra. Þetta er eins og að smíða dýrt skip en tíma svo ekki að sjá af korktappa í negl- una. Jón Þórarinsson. 1 dag hefjast í Stjörnubíó sýningar á þýzk-amerískri kvikmynd, er nefnist „Töfra- heimur undirdjúpanna". Mynd ir er í litum og að mestu tekin neðansjávar í Karibba- hafinu og við Galapagoseyjar. Myndin hefur hvarvetna vak- ið mikla athygli, enda sýnir mm «m 'I hún á raunsæjan hátt lífið í undirdjúpunum. Kvikmynda tökumennirnir lögðu sig hvað eftir annað í hættu við töku myndarinnar og annar þeirra, Jimmy Hodge lét lífið við það Er myndin tileinkuð minn- ingu hans. Jarðhitaleit í Borgarfirði LÓGÐ hefur verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um, að á vegum jarðhitasjóðs verði gerð rannsókn á jarðhita- svæðum Borgarfjarðarhéraðs og víðtæk jarðhitaleit gerð í hérað- inu. Leitin verði m. a. miðuð við að athuga möguleika á hita- veitu fyrir Borgarnes. Flutnings- menn tillögunnar eru allir þing- menn Vesturlandskjördæmis. Þá hafa allir þingmenn Fram- sóknarflokksins lagt fram frum- varp um efnahagsmál, þar sem lagt er til að vextir af afurða- víxlum, sem endurkeyptir eru af Seðlabankanum megi ekki vera hærri en 5—5,5% og að vaxtakjör og lánstími hjá nokkrum lána- stofnunum verði hin sömu og 1959. Auk þess verði úr gildi numin lög frá 1956 um banh við okri, dráttarvexti o. fl., en í gildi komi lög frá 1933 um sama efni og lög frá 1952 um breyting- ar á þeim lögum. Halldór E. Sigurðsson og Bjöm Fr Björnsson flytja frumvarp um, að það ákvæði laganna um ríkisábyrgðir, er kveður á um, að eingöngu skuli gefin út ein- föld ábyrgð, nema öðruvísi sé ákveðið í heimildarlögunum sjáli um, nái ekki til sveitarfélaga. 0 LANGE í JAPAN Tokio 1«. okt. (NTB) Utanríkisráðherra Noregs Hal- vard Lange og kona hans komu til Tokio í dag í opinbera heim- sókn. Var tekið á móti þeim á flugvellt borgarinnar af ýmsum japönskum ráðamönnum. Hjónin dveljast t Japan í viku. ::::::::::::::::::: DRYKKJU- OG GEÐSJÚK- LINGUR. Okkur virðist það vera skyn semdarkona, sem sendir okkur bréf og ræðir þar vandamál geðbilaðs fóliks og drykkjusjúk linga. Að vísu skammar hún of- urlítið blöð og blaðamenn í leið- inni, en við sjáum efcki ástæðu til að sleppa því, enda munu kollegar vorir hafa aðstöðu til að svara fyrir sig, finnist þeim að sér.sneitt. En gefum nú Þ.G. orðið: „Undarlega kom mér fyrir sjónir það skyndiuppþot, sem blöðin gerðu út af sjúkrahús- málurn geðbilaðs fólfes, vegna þess að manni með drykkju- æði var ekki veitt móttaka, þegar hann var fluttur fyrir- varalaust að Kleppi, heldur hýstur eina nótt í fanga- geymslu. Ég gat ekki annaö en borið þetta saman við þann úlfa- þyt, sem sömu blöð gerðu fyrir nokkrum árum út af öðrum manni, sem lögreglan flutti að Kleppi og var veitt þar móttaka. Munu kunnugir mátovöxtum bezt geta borið um það, hvort tilefnið var þá öllu minna. Ég vil nota tæifærið tiil þess að benda blaðamönum á, að við bæði þess tækifæri hefði blöðunum verið mejri sómi að því að segja færra en kynna sér málin betur. Hitit' er allt annað mál og engin dægurfluga að umbætur þarf á sjúkrahúskositi geðbilaðs fólks, og ekki sízt bætta að- stöðu, til þess að þeir sjúkling- ar, sem starfsgetu hafa, sem betur fer eru þeir margir, geti notað hana sér og þjóðfélaginu til gagns. Ennfremur vantar alveg vinnuhæli fyrir konur, sem þurfa að vera undir læknis- hendi sökum drykkjuskapar eða lyfjaneyzlu. Ég get ekki skilið að það sé á neinn hátt hentiugt eða skynsamlegt að hafa þær, né raunar heldur karla af sama tagi, innan um geðsjúklinga. Það þarf að taka miálefni sl'íks fólks fastari tök- um en gert hefir verið. UNGLINGAR HJÁLPAR ÞURFI. Einkum er sorglegt að ekki skuli meira gert til bjangar ung lingum, sem komnir eru á glapstigu í þessum efnum, en virðast hafa andlega og lfkam- liega hæfileika, til að lifa heil- brigðu lífi. Ég er hvorki læknir né sál- fræðingur og mínar skoðanir því e.t.v. lítils virði. Ég get hins vegar ekki skilið að þess- um unglingum sé nein sálubót að því að hanga tímakorn iðju lausir innan um sjúkt fólk, sem þarfnast allt annarar meðferð- ar. Nægileg störf undir umsjá skilningsgóðs og nærgætins fólks, hljóta að vera það sem fyrst og fremst getur slitið tengsl og brotið á baik aftur áráttu ills vana. Hvað unglinga snertir er því von að heilbrigð- ar venjur geti útrýmt honum til fulls, en til þess þarf tíma og tækifæri. Blöðin gætu gert margt til að styðja að framgangi nauðsynja- mála slíkra sem þessara. Til þess þurfa þau að fylgjast með málunum ár^ frá ári og kynna sér þau frá óllum hliðum. Væri slíkt mjög æskilegt og þá ekki sízt þau mál, sem alla varða. Að bl'öðunum standa margir skynsamir og velviljaðir menn. En þá ættu þeir blessaðir að hætto að skrifa í útlendum æsi fréttastíl um viðkvæm mál. Þ. G. Svo mörg voru þau orð þess- arar ágætu konu. Sjálfsagt er aldrei góð vísa of oft kveðin í þessu efni, sem hér hefir verið tekið til umtals. Hitt er þó rétt að benda á að bæði eru til hæli fyrir drykkjusjúka og vandræða menn ag ber að þakka það framtak, sem gert hefir verið bæði hjá einstökum félgisskap og hinu opinbera þessu fóllki til hjálpar. Hvort nóg sé þegar að gert skal hinsvegar ósagt Jiátið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.