Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Laueardagur 13. október 1962 Þjóðleikhúsið: Sautjánda brúðan Höfundur: Ray Lawler Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Höfundur: Ray Lawler. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. miðvikudagskvöld sjónleikinn „Sautjáuda brúðan", eftir ástr- alska nthöfundinn Ray Lawler. Er þetta fyrsta ástralska leikrit- ið, sem sýnt er hér á landi. Til skamms tíma hefur ástralska þjóðin látið til sín taka á sviði bókmennta og lista og á það sínar eðlilegu . orsakir. Ástralskt þjóðfélag á sér ekki langa sögu, en þjóðin hefur lengst af búið við frumstæð lífskjör og órðið að heyja harða baráttu fyrir til- veru sinni í erfiðu og víðáttu- miklu landi. Þjóðin hefur því lítið tóm haft til þess að sinna bókmenntum og listum, enda, vegna fjarlægðar og erfiðra samgangna, átt þess lítinn kost að njóta uppörfunar og áhrifa til þeirra hluta frá hinum gömlu menningarþjóðum. Þessar stað- reyndir eiga ekki hvað sízt um leikmenningu landsins. Saga ástralskrar leiklistar er ekki löng, nær aðeins yfir rúmlega hundrað ár, og hefur lengst af verið ærið rislág og viðburða- lítil þar til nú á síðari árum. Menn hafa haft litla trú á inn- lendri leiklist og innlendir leik- ritahöfundar hafa lengst af átt litlu gengi að fagna þar í landi. Það er ekki fyrr en með stofn- un Australian EliSabethan Trust Theatre í Sydney, er tók til starfa árið 1955, að hér verður Hjartkær systir og móðursystir INGIBJÖRG HALLDÓRA STEFÁNSDÓTTIR Borgarvegi 2, Ytri-Njarðvík, andaðist að kvöldi fimmtudagsins 11. okt. í sjúkrahúsi Keflavíkur. Guðmundur Stefánsson, Kristinn Helgason. Móðir mín SIGURBORG JÓNATANSDÓTTIR andaðist 11. þessa mánaðar. Viggó Bachmann. Móðir okkar og tengdamóðir GRÓA INDRIÐADÓTTIR Suðureyri, Tálknafirði, andaðist í sjúkrahúsi Patreksfjarðar 11. október. Börn og tengdabörn. Maðurinn minn PÉTUR LÚÐVÍK MARTINSSON andaðist að heimili sínu Lindargötu 34 hinn 10. okt. Jarðarförin ákveðin síðar. Kristín Sigmundsdóttir. Eiginmaður minn JÓN JÓHANNSSON skipstjóri frá Siglufirði, lézt hinn 1. október s.l. Jarðarförin hefur farið fram. Maria Hjálmarsdóttir. Kveðjuathöfn JÓN KJARTANSSON sýslumanns, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. þ. m. kl. 10,30 f. h. Jarðsett verður frá Víkurkirkju þriðjud. 16. þ. m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hins látna kl. 1,30 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. Vilborg Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og fósturdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR frá Völlum á Kjalarnesi, lézt að heimili sínu 4. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hennar. Þökkum auð- sýnda samúð. Helgi Jónasson, Eyrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónasson, Svava Jónsdóttir, Jónas Jónasson, Jóhanna Björnsdóttir, , og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför konu minnar INGIBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR GALLAGHER Pat Galiagher og sonur. gerbreyting á. Varð stofnun þessa nýja leikhúss mjög til þess að örfa leiklistarlíf og leik- listaráhuga í landinu og þá jafn- framt innlenda leikritun. Þegar Trust-leikhúsið „opnaði“, tók það til sýningar þrjú leikrit og var eitt þeirra „Sautjánda brúð- an“. í leikskrá Þjóðleikhússins hefur ritstjórinn (V.F.) í fróð- legri grein um leikmenninguna í Ástralíu, rakið þróun þessara mála og leyfi ég mér að vísa til hennar. Ray Lawler mun vera maður á bezta aldri. Auk leikritunar hefur hann stundað leik og leik- stjórn. Lék hann sjálfur eina af aðalpersónunum, Barney, er leikur þessi var sýndur í London og síðar í New York. Hann er nú fastráðinn leikari við Trust- leikhúsið og fæst jafnframt við ritstörf. „Sautjánda brúðan“ hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur, J en þó beztar í London, þar sem leikurinn var sýndur mánuðum saman. Leikurinn gerist í út- hverfi Melbourne í Ástralíu. Þeir félagarnir, Barney og Roo, hafa í tuttugu ár unnið saman baki brotnu á sykurekrum í Ástralíu sjö mánuði hvert ár en fimm mánuði á ári hverju hafa þeir notið lífsins með vinkonum sínum í Melbourne — síðustu 16 árin alltaf með Olive og vin- stúlku hennar. Hefur Roo jafnan fært Olive vinkonu sinni brúðu að gjöf í hvert sinn er hann hef- ur komið. Hefur hann nú fært henni sautjándu brúðuna í við- bót við allar hinar, sem hanga hingað og þangað um stofu Olivu. En nú er vinkona Olivu gift og hefur hún orðið sér úti um annan kvenmann í hennar stað til þess að gera Barney lífið þægilegt. Er það ekkja, Jearl að nafni, og'á hún átján ára dótt- ur. Enda þótt þeir Roo og Barney hafi þolað sætt og súrt saman um áratugi, eru þeir ærið Barney og Pearl (Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvalds- dóttir). lítt um borgaralegar siðgæðis- kröfur. Því fellur henni mæta vel að njóta „frjálsra ásta“ með Roo í orlöfi hans, en verður bæði hrygg og reið þegar hann talar um að kvænast henni. Pearl er hæglát og prúðari í framkomu en vinkona hennar, enda vakir það fyrir henni með sambandinu við Barney að kom- um af mikilli vandvirkni, er.da er sýningin öll traust og vel unnin. Þó finnst mér það ekki koma nægilega fram í fasi og klæðaburði kvennanna og reynd ar fleíru, að þær hafa (að minnsta kosti Olive) unnið ár- um saman á lélegum bjórbar í vafasömu úthverfi borgarinnar, en slíkt umhverfi hefur að sjálf- Roo og Olivia (Jón Sigurbjörnsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir). jlíkar manngerðir. Roo er al- vörugefinn, kappsfullur og metn aðargjarn og umhverfist því þeg- ar annar reynist honum afkasta- meiri en hann við vinnuna. — Barney er hinsvegar laus við allan metnað, er ærið kvenholl- ur og laus í rásinni. Hið sama er að segja um konurnar. Einnig þær eru mjög ólíkar. Oliva er skapmikil og ör í lund og hirðir ast í örugga höfn hjónabands- ins. Þessar ólíku skapgerðir per- sónanna valda í leikslok örlaga- ríkum átökum og því fer sem fer. Og Emma gamla, móðir Olivu gefur á því hina réttu skýringu eitthvað á þessa leið: Þið eruð orðin of gömul og því er orlofstíminn liðinn hjá. Baldvin Halldórsson hefur sett leikinn á svið og stjórnað hon- sögðu haft sín áhrif. Hygg ég atj höfundurinn hafi ætlazt til að þetta kæmi fram, eftir þeim orðum að dæma, sem hann legg- ur Oliviu í munn er hún talar til móður sinnar. Öðru máli gegnir með þá Roo og Barney. Þeir eru í túlkun leikaranna, að öllu leyti sjálfum sér samkvæmir. Leikendur fara yfirleitt vel með hlutverk sín. Guðbjörg Þorbjamardóttir leikur Oliviu prýðisvel, bæði í gáska hennar og gleði og í hinum sáru von- brigðum hennar í leikslok. Leik- ur Herdísar Þorvaldsdóttur 1 hlutverki Pearl er byggður á glöggum skilndngi á persón- unni og er ýkjulaus og sannur. Róbert Arnfinnsson, er leikur Barney, sýnir í þessu hlutverki, sem svo oft endranær, hversu fjölhæfur og snjall leikari hann er. Jón Sigurbjörnsson, er leik- ur Roo, sýnir með þróttmiklum Frh. á bls. 23 Þakka hjartanlega öllum fjær og nær sem glöddu mig með stórgjöfum, heimsóknum, blómum, skeytum og sím- tölum á 70 ára afmæli mínu 23. septernber. Guð blessi ykkur öll. Amfríður Stefánsdóttir, Vesturgötu 50. Þakka innilega alla vináttu sem mér var sýnd á átt- ræðisafmælinu þann 5. október. Eiríkur Jónsson, Starhaga 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.