Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 228. tbl. — Laugardagur 13. október 1962 ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ Sjá bls. 14 Berklaveiki kemur upp á Eyrarbakka A myndinni sést Kolbeinn Finnsson, skipstjóri, með 89 cm þorsk er vó 4.2 kg. Dró Kolbeinn hann á skipi sínu Magna, þar sem það lá við Grófarbryggju i gær. Þorskinn fékk hann á litla silungastöng og notaði hann lítinn ufsahaus sem beitu. Aldrei sagðist hann fyrr vita til þess, að svo stór þorskur hefði veiðzt hér í höfninni. Taldi Kolbeinn, að þorskurinn væri ný- genginn hingað, þar sem hann var mjög Ijós, en sem kunnugt er dökknar þorskurinn mjög fljótt, ef hann liggur í svipuðum stað dálítinn tíma. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) 9979 af stöðinni46 í umsýnd við ágætar undirtektir BERKLAVEIKI hefur orðið vart á Eyrarbakka og hafa þrír piltar þaðan verið lagðir in/n á hæli með berkla. Næstu daga mun allsherjar berklaskoðun fara fram á staðnum vegna þessa. Bragi Ólafsson. héraðslæknir, tjáði Mbi. í gær að til sín hefði komið fyrir nokkru ungur piltur, sem stundar sjóinn á sumrin, en er í ekóla á veturna. Hefði pilt- urinn kvartað undan lasleika, og við skoðun hefði komið í ljós breyting í lunga. Var pilturinn þá sendur á Heilsuverndarstöðina í Reykjavik og skoðun þar stað- festi að hÓT væri um berkla að Verkamannafélagið Dagsbrún hélt í gærkvöldi fund í Tjarnar- bæ til þess að ræða, hvort segja ætti upp samningum. Fyrir fund inum sem rösklega 100 manns sótti, lá tillaga um að segja upp samningum 15. október, með Trúnaðarmanna- ráð afgreiðir kaup gjaldsmálin Akranesi, 12. október. — Á fundi Verkalýðsfélags Akra- ness í kvöld var samþykkt að fela trúnaðarmannaráði félagsins afgreiðslu kaupgjaldsmála. í trún aðarmannaráðinu eru 30 manns og hefur fundur verið boðaður á morgun, laugardag. — Oddur. Merki skáta seld / á morgun Á MORGUN er hin árlega merkjasala skátanna. í ár minn- ast skátar 50 ára skátastarfs á ís- landi og var meðal annars í því tilefni haldið stórt skátamót á Þingvöllum síðastliðið sumar með þátttöku um 1700 skáta, íslenzkra og erlendra. Er það stærsta skáta mót, sem haldið hefur verið hér- lendis. En sjálfur afmælisdagurinn er 2. nóv. næstkomandi og munu þá skátafélögin minnast hans á ýms- an hátt, hvert í sínu byggðarlagi. 50 ára starf géfur tilefni til að líta fram á við Og reyna að gera sér í hugarlund, hvað næstu ár hafi upp á að bjóða. Hraðinn eykst og tækninni fleygir fram og þar af leiðandi verður upp- vaxandi kynslóð nauðsynlegt að „vera viðbúin" að mæta og sam- ræmast hinni öru þróun. En það eru einmitt einkunnarorð skát- anna, „að vera viðbúnir“ að mæta því, sem koma skal. Og nú vænta íslenzkir skátar þess, að allir „verði viðbúnir" og taki vel á móti þeim, þegar þeir koma með merki sín á morgun. Kirkjukvöld í Landakotskirkju 1 SAMBANDI við kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar, sem nú er hafið í Róm, ætla kaþólsku prest- arnir í Reykjavík að efna til kirkjukvölds sunnudaginn 14. október, kl. 6 síðdegis. Beðið verður fyrir kirkjuþing- inu og ræða flutt um mikilvægi kirkjuþingsins. Öllum er heimill aðvanour. ræða og var pilturinn komið fyr- ir á hæli. Úr því að svo var komið fóru þeir, sem náið samband höfðu haft við fyrrgreindan pilt, til læknis og kom í Ijós að tveir þeirra voru einnig með berkla og hafa þeir sömu leiðis verið lagðir inn á hæli. Héraðslæknir tjáði Mbl. að hann hefði þegar framkvæmt berklapróf á börnum á skólaaldri og væri það óbreytt frá fyrra ári. Yrði nú framkvæmt herkla- próf á börnum undir skólaaldri og unglingum og síðan stæði fyr- ir dyrum allsherjar berklaskoðun á íbúum Eyrarbakka. mánaðar uppsagnarfresti. Tillag an var samþykkt einróma. Það vakti athyigli á fundinum að kommúnistar fengust ekki til að minnast einu orðd á ný- afstaðnar Alþýðusambandisþings kosnijagar. Á fundinum, sem var fámenn- ur, urðu miklar umræður, og var greinilegtt að fundiarmenn voru ekki að öLliu leyti sammália um hagjkvœmustu leið til að ná beztu kjörum. Á fundinum var einniig borin fram tálliaga til hvatninigar nefnd þeirri, sem Al- þingi skipaði til að finna leiðir til varanlegra kjarabóta verka- manna, en hún fékkst vitanlega ekki borin upp til samiþykkis sökum þess eins, að hún var borin fram af andstæðingum Dagsbrúnar. í lok fundarins var svo sam- þykkt tillaga til mótmæla við innheimtu opinberra gjalda í desembermánuði. Með þessari samþykkt hefur yerið ákveðið að segja upp samn ingum frá og með 15. nóvember. Hlíf segir upp Hlíf í Hafnarfirði hélt einnig fund í gærkvöldi, þar sem sam- þykkt var að segja upp samn- ingum frá sama degi að telja. '___________________ Bílvelta á Kefla- víkurvegi Aðfararnótt fimmtudagsins val<t bifreið á Keflavíkurvegin- um við Hvassahraun. í bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, og skarst annar þeirra á hendi. Her lögregla af Keflavíkurflugvelli kom á staðinn og var annar mað- urinn fluttur á sjúkrahús hers- ins á Ketflavíkurflugvélli og gert að sárum hans þar. Bílinn stór- skemimdist. 28,9 kg. dilkur Akranesi 12. okt. SLÁTRUN hjá sláturhúsi Kaup félagis Suður-Borgfirðinga varð á sjötta þúsund fjár. -Kropp þungi þyngsta dilksins var 28,9 kg., en hann var eign Guðmund- ar Bjarnasonar á Sýruparti. Þetta var hrútlamb, tvílembing- ur, og hitt lamibið vó 2Í7,4 kg. Varðarkaffi í Valhöll # dag kl. 3-5 síðdegis KVIKMYNDIN „79 af stöðinni", sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteins- sonar, var frumsýnd í gærkvöldi í tveimur kvikmyndahúsum sam tímis, Háskólabiói og Austur- bæjarbíói. — Voru bæði kvik- myndahúsin þéttsetin áheyrend- um. Meðal gesta í Háskólabíói voru forsetahjónin, ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og sendiherrar erlendra ríkja. Áður en sýningin hófst í Há- skólabíói flutti Guðlaugur Rós- inkranz, þjóðleikhússtjóri, for- maður Eddafilm, en hann gerði kvikmyndahandritið af kvik- myndinni - stutt ávarp og þakk- aði þeim aðilum, sem gert höfðu mögulegt'að ráðast í gerð þess- arar fyrstu íslenzku kvikmynd- ar. Kvað hann að von sína að fleiri íslenzkar kvikmyndir yrðu til á næstunni. Sérstaklega þakk aði hann leikurum, leikstjóra og höfundi. Áheyrendur tökiu kvikmynd- inni ágæfa vel. Voru leikararnir kalilaðir fram að sýningunni lok- inni og þeir hylltir með lófataki Einnig bárust þeim blóm. Hötf- undar skáldsögunnar og kvik- myndahandritsins voru einnig kallaðir fram. Brynjóltfur Jóhannesson leik- ari fiutti stutt ávarp og þakk- aði leikurunum fyrir brautryðj- endastarf þeirra, og Guðlaugi Rósinkranz fyrir forgöngu hans um gerð kvikmyndarinnar. Með þessari íslenzku kvikmynd væri brotið blað í sögu íslenzkrar leiklistar, sagði ræðumaður. ís- ienzkir ieikarar hefðu haslað sér völl á sviði kvikmyndalistarimn- ar og á því sviði mætti mikiLs vænta af þeim í framtíðini. EÆtir sýninguna mátti heyra að einstök atriði kvikmyndarinnar voru mjög urmdeild meðal sýn- ingargesta. En allir virtust hafa skemmt sér vel á þessari fyrstu frumsýnimgu alíslenzkrar kvik- myndar. f DAG opnar Búnaðarbankinn nýtt útibú, Vesturbæjarútibú að Vesturgötu 52. Útibúið er allt hið smekklegasta úr garði gert, en þó hóflegt að stærð og bún- aði. Þetta er þriðja útibú Búnað arbankans í Reykjavík, og fyrsta bankútibúið í Vesturbænum. Fréttamenn skoðuðu úti'búið í gærmorgun, en við það tækifæri flutti Magnús Jónsson, batika- stjóri, stutta ræðu um tilgang og tilkomu útibúsins. „Ekki er verið að þenja út bankana sjálfa, með stofnun úti búa, heldur er verið að skapa vaxandi borg aukna þjónustu,“ sagði Magnús. Minntist hann síð an á það, að ekki væri vonum fyrr að sett væri upp útibú í Vesturbænum. Með því væri bank inn einnig að vinna tvennt, í fyrsta lagi að bæta þjónustu við viðskiptavinina og ' öðru lagi að létta á aðalbankanum. Þetta Gluggi í | flugstjóra- klefa brotnaði LOFTLEIÐAFLUGVÉL á leið inni milli ósló og Reykjavík- ur varð fyrir því óhappi í gær kvöldi að gluggi á flugstjórn- arklefa brotyiaði í 14.000 feta hæð. Varð flugstjórinn, Guð- laugur Helgason, að steypa flugvélinni niður í 8.000 feta hæð, en farþegaflugvélum er ekki leyft að fljúga yfir 10,000 feta hæð undir venjulegum kringumstæðum, nema far- þegaklefi sé sérstaklega út- búinn. Svo er um millilanda- flugvélar Loftleiða og Flug- félags íslands. Mál LÍV flutt í næstu viku MÁL Landssambands íslenzkra verzlunarmanna gegn Alþýðu- sambandi íslands kom fyrir Fé- lagsdóm klukkan 5 í gærdag. Lýst var yfir því, að gagna- söfnun væri lokið og síðan ákveð ið, að munnlegur málflutningur færi fram fimmtudaginn 18. okt. klukkan 4 síðdegis. Að málflutningi loknum verð- ur málið tekið til dóms og mun taka nokkra daga þar til hann verður upp kveðinn. Harður árekst- ur og slys UM þrjúleytið í gær varð harð ur árekstur á mótum Miklubraut ar og Lönguhlíðar með þeim atf- leiðingucm að annar billinn valt á götunni og skemmdist mikið. Nánari atvik voru þau að vöru bil var ekið suður Lönguihlíð og inn á Miklubrautina. Þar lenti hann aftanvert á fólksbíl, sem ekið var austur Miklubraut, sem er aðalgata, svo sem kunnugt er. Við áreksturinn vairt fólkS- bíllinn á götunni, en slys urðu ekki á mönnum. Bíllinn skemmd ist hins vegar mikið. í gær gerðist það einnig á Laugarásvegi að fjögurra ára drengur hljóp fyrir vörubíl. Hlaurt hann höfuðmeiðsi °6 vair flubtur í slysavarðstofuna. aðarbankinn kemur á lagg- irnar í þeim tilgangi, og tvö þau fyrri hafa sannað nauðsyn þeirra. Afgreiðslusalur banikans er 50 fermetrar að flatarmáli en auik hans er þarna lítið skrifstofuher bergi, baffistofa og snyrtiher- bergi. í kjallara eru svo skjala geymslur. Teibningar gerði Magn ús Guðmundsson en Svavar Jó- hannsson hafði umsjón með fram kvæmdum fyrir hönd bankans. Afgreiðslurtími í hinu nýja úti búi verður kl. 13— 18,30 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12,30. Útibúinu veitir for stöðu ungfrú Helga Kristjáns- dóttir, sem um langt skeið hetf- uir verið einn fremsti srtarfskraft ur Búnaðarbaníkans og gjaldkeri verðuir Böðvar Magnússon. Dagsbrún og Hlif -segfa upp samningum Búnaðarbankinn opnar útibú í Vesturbænum er þriðja útibúið, sem Bún-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.