Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 10
10 MOPCrivni AÐ1Ð T,augardagur 13. október 1962 .. Hvað fjöi- skyldan segír um Schirra, Qeimfluqmann WALTáR M. Schirra heitir nýjasti geimfari Bandaríkja- manna. Margt og mikið hefur verið ritað um hann bæði fyr ir og eftir hina velheppnuðu geimiferð hans, Móðir hans hefur lýst honum svo a@ æska hans hafi verið full af „full af prakkarastriku!m“. Hún minnist þess með glettnis- legu bliki í auga, ei hún fell fyrir borð á sunnudagssigl- ingu með fegðgunum og hún varð að bíða eftir björgun á meðan Wally og faðir hans hlógu sig máttlausa, að sjá hana svamfe í vatnsskorp- unni. En e.t.v. var það einhvert spaugilegasta atvikið í æsku Walters, er hann hafði stol- Walter Schirra með börnum sínum. Ætlar ekki aö hætta fyrr en hann hefur komizt til tunglsins Eiginkona Schirra segir: „það er annað hvort mjög fjölbreytilegt og spennandi eða ákaflega einn?.malegt“ izt úr svefnherbergi sínu á annari hæð og tekið lítinn bát er hann átti, í leyfisleysi úr bátaskýlinu, og sigldi góða stund á vatninu sem var ná- lægt heimili hans. Maður, sem átti leið framlhjá heyrði skvampið í vatninu, hélt að það væri einhver að drukkna, og hringdi á lögregluna. En þegar hún kom til þess að slæða vatnið var Walter kom- inn heim í herbergi sitt og báturinn í skýlið. Lögregluforinginn kom heim til Scirra til þess að fá léðen bátinn sem hann vissi að Walt er átti. Fór Wally þá náöar- samlegast út úr rúminu og var það sem eftir var nætur að hj'álpa lögreglunni að slæða vatnið í leit að hinum drukknaða manni. — Walt- er sagði foreldrum sínum frá ævintýrinu næsta dag. Þau reyndu að vera alvarleg en án árangurs og það endaði með því að öll fjölskyldan fór að skellihlæja. ★ □ ★ Eiginkona Sohirra, Josep- hine segir, „Elskulegheit hans og vingjarnlegt viðmót hefur djúp áhrif á alla . . . Hann er alvarlegur þegar það á við, en kímnigáfa hans er óvið- jafnanleg". Það e,- lífsnauðsynlegt fyrir þann sem tekux sér á hendur slíkt hlutverk <-g Schirra að heimili hans sýni fullan skiln ing á því verki sem hann vinnur. Ef eiginkonur geim- faranna eru hræddar um menn sína, mega þær alis ekki sýna það á nokkurn hátt. „Ég er vel undir bað búin ‘, segir Jo. „Hann byrjaði sem flugmaður, — síðan varð hann tilraunaflugmaður og loks. fór hann í þetta. Ég er aldrei hrædd“. ★ □ ★ „Mér finnst“, segir móðir Walters Schirra að Wally séu tveir menn. Annar er sonur min,, og hann er alltaf sami drengurinn og áður. Hinn er geimfarinp, sem ég þekki ekki. Ég hugsa, að svo lengi sem mér finnst það, verði ég ekki áhyggjufull. En ég verð fegin þegar þessu er lokið". Sonur Schirra, Marty, 12 ára gamall lítur upp til foð- urins með fölskvalausri að- dáun, en milli þeirra ríkir skemmtilegur ski-.'.ingur. Geimfarinn virðist hafa með- fædda kennarahæfilei'ka sem gena honum auðvelt að tala um geimferðir í auðskiljan- legum orðum svo að hinn ungi sonur hans skilji hann. Fjögurra ára gömul dóttir hans, Suzanne, lærði að synda á þrem vikum s.l. sum ar og var það eitt að aðal- gleðiefnum Schirra. ★ □ ★ Ef Schirra-fjölskyldan sér að einhverju leýti eftir því að hafa farið inn á þessa nýju lífsbraut, er það aðeins vegna þess að tími húsbónd- ans til að vera með fjölskyldu sinni er nú mjög takmark- aður. ,.Líf eiginkonu geint- fara er annað hvort mjög fjölbreytilegt og spennandi eða þá ákaflega einmanalegt. — Og Wally er ekki heima ne.na örstuttar stundir í éinu“ Hún segir einnig að hann gefi hverjum hóp, í starfi eða leik .niklu meira en hani. taki frá honum. En han. er mjög djúpt hugsandi á stundum og hr 'ux' miklar áhyggjur út af hve oft geimfararnir eru kvaddir til að koma fram opin berlega. Hon finnst vera einhver „loddarabragur" á því. Hann hefur einnig verið hugsandi út af því hvort frægð hans og frami myndi breyta honuim i sam<bandi við börn hans. En í því sambandi er honum huggun í að hugsa til föður síns sem var flug- maður í fyrri heimsstyrjöld- inni og hlut mikla frægð fyrir. „Pabbi er maður sem gerði heilmikið af óvenjulegum hlutum og það virtist -ekki hafa nein áhrif á hann og óg vona aðeins að það verði eins með mig“. < Álit Schirra á geimferðum í daig er mjög ólí'kt því sem það var fyrir þrem árum er ; honum var tilkynnt að stjórn j in væri á hnotskóg eftir til- raunarflugmönnum í geim- flug. Þá sagði hann: „Hve fá ránlegt!" En nú ætlar hann { ekki að hætta fyrr en hann < hefur stígið fæti sínum á ' tunglið eða jafnvel einhverja fjarlægari stjörnu. ; Nýreglugerð um dreifingu og mat á karföflum BLAÐIÐ hafði í gær samband við hiran nýskipaðta yfirmiabs- mann garðávaxta og sagðist hon um svo frá: 26. sept s.l. gaf landbúnaðar- ráðiherra, Ingólfur Jónsson, út nýja reglugerð um Grænmetis- verzlun landbúnaðarins, mat og flokkun kartaflna og grænmetis. Þá skipaði landbúnað&rráðherra og Eðvald B. Malmquist, ráðu- naut, yfirmatsmanin frá síðustu mánaðarmótum, og hefur hann siðan ferðazt um sveitir Ámes- og Rangárvallasýslu, haldið fundi með framleiðendum og leiðbeint þeim við flokkun og meðferð kartöfluuppskerunnar samikvæmt hinni nýju reglu- gerð. Ágreiningur Eins og kunnugt er, þá hefur komið fram alvarlegur ágrein- ingur frá kaupmönnum og neyt- endasamtökunum í Reykjavík um flokkun og gæði þeirra kart aflna, sem á markaði hafa ver- ið nú i haust. Það þótti því sér- stök ástæða til að endurskoða hina gömlu reglugerð, sem gilt 'hefur fram að þessu, og gera á henni nauðsynlegar endurbæt ur til að stuðla að meiri vöru- vöndun og betra eftirliti með framleiðslunni og dreifingu hennar. í 7. gr. reglugerðarinnar segir, að Grænmetisverzlun landbún- aðarins skuli í samráði við Fram leiðsluráð stuðla að því, að mark aðurinn nýtist s-.n bezt og að sanngjörnum óskum framleið- enda og neytenda verði sem bezt fullnægt. C'-ipuleggja skal dreif ingu og sölu þannig, að Græn- metisverzlunin ákveði sölusvæði hvers umboðsmanns. Verði þann ig komist hjá óþarfa flutningum og undirboðum frá bví verði sem Frarrieiðsiuráð hefur auglýst á hverjum trma. Breyting um áramót í hinni nýju reglugerð er heit ið úrvalsflokkur fellt niður, en í stað þess kemur 1. flokkur ^g síðan 2. og 3. flokkur. Breyting þessi tekur þó ekki gildi fyrr en um næstu áramót, og verða því umbúðir í smásöluverzlun- um hér í Reykjavík auðkenndar skv. gömlu reglugerðiniii þang að til, þ.e.a.s.: Úrval, 1. fl. o.s. frv. Þá er enn frerraur gert ráð fyrir því, að smáar kairtöflur (ca. 25 gr.) úr úrvalsafbrigðum s.s. Ólafsrauð og Guilauga verði seldar á almennum markaði, en það hefur sýnt sig undanfarið, að fól>k sækist mjög eftir þessum kartöflum, enda eru þær sízt lakari hinum stærri og auð- vitað miklu ódýrari vara. Allar innlendar kartöfluir, sem seldar eru til manneldis, skulu vem aðgreindar í þrjá gæða- flokka. Smásöluverzlanir í Reykjavík, á Suðurnesjum, Akranesi og ná- grenni þessara staða eiga að kaupa kartöflur frá Grænmetis- verzlun laind'búnaðarins eða um- boðsmönnum hennar, eftir því sem henta þykir hverju sinni og Grænmetisverzlunin ákveður. E. B. Malmqvist Merktar umbúðir Þá er verzlunum gert að skyldu að ha& aðeins á boð- stólum kartöflur í greinilega merktum umbúðum. þar sem sést í hvaða gæðaflo<kki kartöfl- urnar eru og hvaðan þær eru keyptair í 'heildsölu. Skulu um- búðirnar vera áprentaðar nafni Grænmetisverzlunar landbúnai.- arins. Þá er matsmönnum gert að skyldu að 'hafa eftirlit með því, að kartöflur séu ekiki seldar ó- metnar né ómerktar í smásölu- verzluraum. Skal ,natsmönnum heimilt að skoða kartöflu'birgðir verzlana þegar þurfa þykir, og er seljanda, þ.e. kaupmönnum, skylt að lába matsmönnum í té upplýsingar og alla aðstoð við skoðunina. Ná.kvæm flokkun og betrf frágangur. Framleiðendum er gert að skyldu að flokka sölukartöflur í þrjá fiokka, eins og áður get- ur, samkvæmt þeim fyrirmæl- um, sem í reglugerðinni eru Allar kartöflur skal afhenda til heildsala í þurrum, hreinuim og gisnum pokum, sem eru að þyngd 25 eða 50 kg. nettó eftir því sem Grænmetisverzlunin á- kveður. Loks skal tekið fram, að með brot á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála, Oig varða brot alllt að 10.000 kr. sekt, nema þyngri refsing liggi við lög'um samkvæmt. Uppskeruhorfur Samkvæmt þeim upplýsingtvm, sem fyrir liggja, um kartöflu- sprettu, þytkir sýnt, að miklu minni heildaruppskera verður á þessu hausti en sl. ár. í Eyja- firði var spretta að vísu sem næst meðallagi, en frost hafá 'þegar rýrt uppskeruna til muna. Fraimh. á bls. 21. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.