Morgunblaðið - 14.10.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 14.10.1962, Síða 2
2 MOnGUlSBLAÐIÐ Sunnudagur 14. október 1962 / * utbreiðsluherferð Neytendasamtaka Adenauer til Washington HINGAÐ kom Arnarfell fyrrkvöld með síldartunnur. Hafði skipuð áður losað taLs vert magn af tunnum í Hafn- arfirði. Hér mun það eiga að losa um 10 þús. tunnur. Beð- ið er nú stöðugt eftir að samn ingar takist um síldveiðikjör- in svo skipin geti hafið veið- ar. — Ljósm. Sv. Þorm. Sksðamót * Islartds á Austurlandi STJÓRN Skíðasamibands íslands hefur nýlega ákveðið að fela Ungmenna- og íþróttasarobandi Austurlands að sjá um Skíðamót íslands á næsta vetri. Er gert ráð fyrir því að landsmótið fari fram um páskana i Neskaupstað og Norðfirði. Mun það verða í fyrsta sinn’ að íslandsmeistaramót í íþróttum er haldið á Austur- landi. Formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands er Kristján Ingólfsson, Eskifirði, en formaður Skíðaráðs UIA er Gunnar Ólafsson, Neskaupstað. Eftirprentanir á striga í SÝNINGARGLUGGA Morgun- blaðsins er nú útstillt nokkrum eftirprentunum á striga. Prent- unin er gerð á Ítalíu af prent- smiðjunni Ricardo í Milano, sem Rammagerðin í Reykjavík hefur einkaumboð fyrir. Eftirprentan- ir þessar eru gerðar af 40 mynd- um eftir heimsþekkta málara, aðallega frönsku impressíónist- ana svo sem Degas, Renoir, Cez- anne, Matisse og Gaugin og nokkra aðra t. d. Rembrandt og Picasso. Mjög sjaldgæft er að nota striga við eftirprentanir, Pittsburgh Pa., Bandarikjunum, 13. október — (AP) — PIERRE Salinger, blaðafull- trúi Kennedys forseta, til- kynnti í Pittsburgh í dag að Konrad Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands kæmi í opinbera heimsókn til Banda ríkjanna í næsta mánuði í boði Kennedys. Er kanzlar- Nýir stöðvastjór- ar F.í. í Eyjum og Egilsstöðum FYRIR nokkrum dögum auglýsti Flugfélag íslands h.f. eftir stöð varstjórum við afgreiðslur fél- agsins i Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum. Nýlega hefur verið gengið frá ráðningum og er Sigurður Krist insson ráðinn til að veita af- greiðslu félagsins í Vestmanna- eyjum og Guðmundur Benedikts son til þe-s að veita afgreiðslu félagsins á Egilsstöðum forsöðu. Sigurður Kristinsson hefir starfað 'hjá Flugfélagi íslands á Akureyri og í Reykjavík síðast- liðin sex ár. Hann tók við rekstri afgreiðslu Flugfélags íslands í Vestmannaeyjum 1. okt. s.l. Guðmundur Benediktsson, Egilsstöðum, hefir starfað sem fulltrúi og gjaldkeri við útibú Búnaðarbanka íslands á Egils- stöðum s.l. ár en var áður úti- 'bússtjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Guðmundur mun taka við stjórn afgreiðslu Flug- félags íslands á Egilsstöðuim 1. maí 1963. inn væntanlegur til Washing ton 7. nóv. n. k. Salinger sagði að Kennedy hefði boðið Adenauer til að fá tækifæri til að hitta hann og ræða við hann um sameiginleg vandamál Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Þetta verður í annað skiptið, sem Adenauer heimsækir Banda ríkin eftir að Kennedy varð for- seti, en siðast kom hann þangað í nóvember í fyrra. Ekkert hefur verið látið uppi um það hvaða vandamál leiðtogarnir munu ræða. En orðrómur hefur verið á kreiki um að Bandaríkin ótt- ist vaxandi spennu í Berlín. — Auk þess hefur Nikita Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hvað eftir annað lýst því yfir að Rússar muni undirrita sér-frið- arsamninga við Austur-Þýzka- land. Nýtt samkomuhús Húsavík, 13. okt. I DAG var fréttariturum blaða boðið að skoða nýtt samkomu- hús, sem mun hefja starfsemi sína hér á Húsavík í dag. Alþýðuflokksfélag Húsavíkur keypti gamla húseign á síðasta ári og hefir síðan verið unnið að því að breyta húsinu í ný- tízkulegt veitingahús. Síðar var stofnað hlutafélag um rekstur hússins og því valið nafnið Hlöðu fell. Teikningar af innréttingum gerði Ragnar Einarsson arkitekt og er húsið hið vistlegasta og bætir úr brýnni þörf Húsvíkinga fyrir samkomuhús. Framkvæmda stjóri er Guðmundur Hákonar- son. — Fréttaritari. STJÓRN Neytendasamtakanna skýrði Mbl. frá því í gær, að kl. 9 f.h. í dag verði hafin sókn til öflunar nýrra meðlima, eflingar starfsseminni og treystingar grundvallar þess, sem byggt er á. I stað leiðbeininga, bæklinga og félagsrita, er hingað til hafa ver- ið gefin út, keraur nú „Neytenda blaðið", í stóru broti og fjöl- breytt að efni. Fyrsta blaðið kem ur út eftir viku og er það ein- göngu sent til meðlima, en áskrift argjald blaðsins er innifalið í árs gjaldi samtakanna, kr. 45, ásamt rétti til lögfræðilegrar aðstoðar og upplýsinga, vegna kaupa á vörum og þjónustu. Að minnsta kosti 3 blöð munu gefin út fyrir áramót. Engar auglýsingar verða teknar um vörur, en hingað til hafa þær tíðkast af fjárhags- ástæðum. Dagleg störf Neytendasamtak- anna eru furðu umfangsmikil. — Skrifstofan er opin 2 klst. á dag Og er málum þá veitt viðtaka, en eftir er að vinna úr þeim. Sívax- andi fjöldi fólks leitar til sam- takanna, og ber þvi brýna nauð- syn til að auka starfkrafta þeirra. Mörg Og mikil verkefni bíða úrlausnar og kvaðst stjórn- in vonast til að undirtektir manna verði slíkar, er sókn þessi hefst, að þeim verði gért kleyft að sinna þeim í auknum mæli. Neytendasamtökin eru aðili að alþjóðastofnun slíkra samtaka og hafa rétt til að birta í eigin blaði niðurstöður rannsókna allra samtaka, sem aðild eiga að stofn- uninni. 5—10 manns leita dag- lega til samtakanna með mál, svo að sjá má að stöðugt sam- band er haft við neytendur. Forstöðumaður samtakanna, Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- ur, benti á, að rannsókn kartöflu málsins hefur víðtækara gildi fyr ir neytendur en hvað varðar gæði kartafla, sem þeir neyta daglega, þótt það sé ærið hags- munamál eitt. Reglugerð hefur verið sett á um flokkun og mat á smjöri og ostum, og voru allar tillögur Neytendasamtakanna teknar til greina við samningu hennar. Neytendasamtökin hér á landi eru hin 3. elztu í heimi, og hlut- fallslega þau langfjölmennustu. Meðlimir eru um 5 þúsund. Á næstunni verður starfssemi og tilgangur samtakanna kynnt- ur víðs vegar um land, og er væntanleg til landsins kvikmynd frá Bandaríkjunum. „Neytendur vilja vita“, sem sýnd verður á þeim kynningum. Simar samtakanna eru: 19722, 15659 og 36042. í GÆRMORGUN var komið landínu var aftur á móti hlý mikið háþrýstisvæði yfir NA- suðlæg átt, sem fylgdi lægð- Grænlandi og éljagangur var inni suður af Hvarfi. Yfir á Jan Mayen og náði allt til Bretlandseyjum var kyrstæð norðurlandsins. Suðvestur af hæð. Unnið við óseyrarbrautina (Ljósm. G. E.) Óseyrarbraut HAFNARFIRÐI. — Síðan í ágúst hefir verið unnið að vegarlagn- ingu með sjónum fyrir neðan Hvaleyrarbraut og verður fyrsti áfangi hans út að hafnargarði. Er þessi vegur að mestu, þar sem áður var Óseyrartún, enda dregur hann nafn sitt af því og heitir Óseyrarbraut. Á kafla, þar sem Hvaleyrarbraut og þessi nýja gata mætast, þurfti að fylla talsvert upp í fjörunni svo og skammt frá hafnargarðinum. Er nú verið að grafa fyrir klóaki og vatnsrörum en síðan verður vegurinn fullgerður. Fyrir ofan þennan nýja veg er álareykhúsið, og nýverið hafa verið reist þar tvö fiskvinnslu- hús, og annað stórt er fyrir. Af þessu má sjá að mikil þörf var fyrir veg á þessum stað. Og nú styttist einnig leiðin út á hafnar- Heímdellingar SKYNDIHAPPDRÆTTI Sjálfstæðisflokksins stendur yfir í aðeins einn mánuð og er sá tími nú þegar meira en hálfnaður. Það er þvi áríð- andi, að þeir, sem fengið hafa senda miða, geri vinsamleg- ast skil sem allra fyrst. Skrifstofan í Sjálfstæðis- húsinu er opin allan daginn. garðinn og léttir af umferðinnl á Hvaleyrarbrautinni. Myndin hér að ofan var tekin fyrir nokkru af framkvæmdum við Óseyrarbraut. — G.E. Mislingar í Grænlandi Kaupmannahöfn, 13. okt. (AP) U M þriðjungur allra íbúa Græn lands hafa fengið mislinga í far- aldri þeim, sem þar hefur geng- ið frá því í apríl sl. Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 10,771 tilfelli verið skráð, en talið er að mörg þúsund sjúklinga hafi ekki leitað læknis. Alls hafa 49 látizt úr mislingum eða fylgi- kvillum á þessum tíma. íbúar Grænlands eru um 32.000. %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.