Morgunblaðið - 14.10.1962, Side 6

Morgunblaðið - 14.10.1962, Side 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 14. oktðber 1962 Æskan verður að ráða niður- lögum áfengisbölsins eftir Pétar Ottesen Þ A Ð er binðindisdagurinn í dag. Að þessu sinni vilja bind- indissamtökin í landinu alveg sérstaklega slá til hljóðs fyrir því, að allur almenningur vildi í ys og önn líðandi stundar gefa sérstakar gætur að því hvar vér stöndum, og jafnframt beina því til fólksins, að það heilshugar leit ist við að gera sér grein fyrir, hver farartálmi á leið sannrar framþróunar oss er búinn af þeirri skefjalausu drykkjuhneigð sem nú í vaxandi mæli knésetur þjóð vora og sviptir dagsdaglega menn og konur í hópatali viti, ráði og rænu og allri blessun. — Stærsta og djúpstæðasta þjóðfélagsvandamál vort á rót sína að rekja til þessa ástands. Segja má, að hyldýpi marg- háttaðrar spillingar, sem þessu fylgir, ógni oss við hvert fót- mál, sem stigið er. Það fær enginn tölum talið, hvert afhroð lífsþróttur og af- rekageta einstaklinganna má gjalda í þessu gerningaveðri drykkjuskaparins. — Hitt er áþreifanlegra, hver háski er hér á ferð, t. d. á þjóðbrautum í landi voru. Það er nú orðið hvers dagsviðburður, að fregnir ber- ast á öldum ljósvakans og í blöðum um árekstra þar, slys og dauðsföll, stundum mörg á dag. Og það er segin saga, að orsök- ■in er í langflesum tilfellum ölv- un. Og svo grómtekin eru drykkjuskaparáhrifin, að all- margir þeirra, sem þessum slys- um valda, eru á stolnum öku- tækjum, þannig að vínnautnin hefir, ofan í kaupið, leitt þá út á þjófabrautina. Þá er það ekki síður áþreif- anleg staðreynd, að sambúðar- hættir vorir bíða mikið tjón af völdum drykkjuskaparins. Þau eru ekki fá heimilin, þessi grið- arstaður og helgireitur hvers þjóðfélags, sem vínnautnin hef- ir sært holundarsári. En með þessum friðarspillir á heimilunum og hamingjusvipt- ingu þar, er næst höggvið hjarta rótum þjóðlifs vors. ★ Sá háski, sem þjóð vorri er búinn af völdum drykkjuskapar óreglu og truflunar á heilbrigðri og eðlilegri framþróun, eins og fyrr segir, er vissulega þess eðl- is, að ekki er vanþörf á því, að þjóð vor strjúki stýrurnar úr augum sér og sýni þess .fulla við leitni, að hér sé goldið varhuga við. Og það er engan veginn að ófyrirsynju eða ástæðulausu, þó nú sé á þessum degi slegið til hljóðs fyrir því, að alþjóð hug- leiði, hvert stefnir með þjóð vorri, ef slíku vindur fram um skeið. Vér bindindismenn erum mjög áhyggjufullir yfir þessari þró- un. Félagssamtök vor hafa vissulega unnið marga sigra í baráttunni við drykkjubölið, hrifið fjölda manna úr fang- brögðum þessa bölvaldar mann- kynsins, en þó umfram allt með barna- og unglingastarfsemi sinni, átt sterkan þátt í að þróa þann hugsunarhátt og sjálf- stæði, sem engar freistingar af þessu tagi gátu riðið á slig. En sú hefir framvindan í þess- um efnum verið nú um sinn, að það væri óheilbrigður sjálfbirg- ingsháttur að viðurkenna ekki hreinskilnislega að bindindis- starfsemin hefir ekki til hlítar fengið rönd við reist. Hennar sterki armur hefir ekki nú um skeið megnað að kveða niður drykkjuskapinn og bægja þann ig þeirri hættu og þjóðfélags- ógæfu, sem af honum stafar, frá bæjardyrum vorum eða þvo þennan smánarblett af þjóð vorri. En sú getuskortsviður- kenning, sem í þessu felst, er ekki sögð í neinum uppgjafar- tón. Því fer fjarri. Bindindis- menn láta sér þvert á móti þessa reynslu að kenningu verða. Sú fagra og göfuga hugsjón, sem bindindismenn hafa valið sér að grundvelli í starfi sínu, lifir góðu lífi í hug og sinni þessa fólks. Sóknin heldur áfram með nýjum og vaxandi þrótti og styrk, því þedr, sem hana bera uppi, sækja í sig veðrið. Þeir hafa augun opin og hugleiða breyttar aðferðir í starfinu, er betur samrímast þjóðféiagshátt- um vorum nú og líklegar eru til betri árangurs, gefa starfsem- inni breiðari vængi með aukn- um arnsúg í fluginu. Þetta er yfirlýsing og boðskap ur bindindisstarfseminnar í landi voru á þessum bindindis- degi. ★ Bindindisstarfsemin safnar nú nýjum kröftum. Þetta forystulið í baráttunni við drykkjuskapinn og afleiðing ar hans heitir á samstarf og stuðning allra þjóðhollra og hugsandi manna. Sú barátta, sem hér er háð, er barátta fyrir frelsi og sjálf- stæði þjóðar vorrar. Þetta er barátta fyrir því, að þjóðinni megi auðnast að lifa manndóms- og menningarlífi í landi sínu. Þetta er barátta fyrir bættum lífskjörum, góðri efnahagsaf- komu og örri þróun framfara til lands og sjávar. Og loks er þetta barátta fyrir góðum sambúðarháttum landsins barna, farsælu heimilislífi, hag- sæld og öryggi í hvívetna. Hér er til mikils að vinna: heill og framtíð lands og þjóð- ar. Leggið ótrauð hönd á plóg- inn. Gerið með sameiginlegu átaki drykkjuskaparóregluna útlæga úr landi voru. Þá mun allt, sem fegurst er, bezt og þroskavæn- legast ■ í þjóðlífi voru þróast og dafna til farsældar landi og lýð. ★ Vér bindindismenn treystum því, að þessi lögeggjan vor í dag beri þann árangur, að alþjóð hefjist handa um að treysta rað- ir bindindissamtakanna og unn- ið verði að því með aukinni orku og krafti, að reistar verði skorður við vínflóðinu, sem nú vekur ótta og ugg um allar byggðir þessa lands. En þótt þátttaka eldra fólks- ins í bindindisstarfinu sé harla mikilsverð og reynsla sú, sem það hefir að baki sér, nauðsyn- legur og traustur grundvöllur að óyggja á í sókn og vörn, þá skipt ir það óneitanlega mestu máli, að æskan bregðist hér vel við, að hún hlusti með athygli á rödd skynseminnar, þegar hún er kvödd til starfs og athafna á MBL. hefir snúið sér til séra Ingólfs Guðbrandssonar sem til skamms tíma hefir starfað hjá lögreglustjóraembættinu í Rvík að fræðslu- og unglingamálum og beðið hann að segja nokkur orð um áfengisvandamálið og unglingana. • Umferðarfræðsla Ég hefi að undanförnu starf- að einna mest við skólaheim- sóknir þar sem umferðarfræðsl- an hefir verið meginverkefnið og vildi ég m:ga skjóta hér inn í hvatningu til allra uppalenda, foreldra og kennara að leggja sig fram við umferðaruppeldið, bæði í orði og með góðu for- dæmi og nota fáanleg hjálpar- gögn eins og t. d. umferðabók- ina. Umferðauppeldi er ekki áreiðandi í dreifbýli en þéttbýli og á bókin því erindi inn á hvert einasta heimili. • Áfengisvandamálið og ríkið Áfengisvandamálið gripui inn á nær öll svið og verður því vart hjá því komizt að drepa á það í sambandi við umferðar fræðsluna einkum við elztu börnin og unglingana. Það er einnig ástæða til að fræða ungt fólk um áfengislögin eins og önnur lög. Fyrsta skylda ríkisins 1 þessum efnum er þó ekki fræðsla, heldur löggæzla. Það eru haldlítil lög sem ekki er framfylgt og það er aðkallandi að fylgja betur eftir ákvæð- um áfengislaganna um vínveit- ingar til unglinga. Það ætti að vera óþekkt að ÁVR af- greiddi áfengi til manna innan 21 árs. Það ætti einnig að rann saka ýtarlega hver veitir ungl- ingum áfengi það sem þeir hafa neitt þegar þeir eru handteknir vegna ölvunar og láta hina seku svara til saka. Þetta kostar að sjálfsögðu mannafla og rögg- semi en það er nú fyrsta skylda ríkisins að halda uppi lögum og reglu. Það verður að skapa lög- reglunni aðstöðu til þess að gegna þessu hlutverki t. d. þannig að ekki sjáist áberandi ölvaðir menn á almannafæri og hægt sé að slíta samkomum þar sem ölvun og ólæti keyra úr hófi fram. Þetta er því miður ekki hægt eins og nú er að lögreglunni búið. Lýðræðissinnar verða að halda vöku sinni í þessum mál- um engu síður en í varnarmál- um. • Áfengisvandamálið og kirkjan Þegar ræða á áfengisvanda- málið frá kirkjunnar sjónar- miði hlýtur kirkjan fyrst að gera kröfur til sjálfrar sín og starfsmanna sinna, þótt hún geri einnig kröfur til þess að ríkið gegni einnig sínu hlut- verki. Kirkjan hlýtur að fagna hverju því átaki, sem gert er til þess að vernda æskuna gegn áfengisbölinu og efla heilbrigð- an félagsskap. Margir hafa mikla trú á því að danskennsla og áfengislausir dansleikir fyrir unglinga vinni mjög gegn út- breiðslu áfengisbölsins. Þó er ég fyrir mitt leyti ekki sannfærður um að dansinn sé eins örugg vörn gegn áfengisbölinu og margir vilja vera láta, því hann getur eins leitt unglingana inn á drykkjusamkomurnar eins og fælt þá frá þeim. Þótt margt gott megi um dansinn segja þá er hann í slíkum órofatengsl um við drykkjusamkundur, að erfitt er að mæla með honum sem lausn. Það mun einnig vera reynzla margra, sem við ungl- ingaskemmtanir fást, að dansinn er þegar til lengdar lætur eitt lé legasta skemmtiatriðið. Það er þessum vettvangi. Ekki getur neinni þjóð nokkru sinni verið búinn meiri hætta af neinu en því, að æskumaðurinn haldi ekki vöku sinni og lendi í andvara- leysi í flatsæng freistinganna og fljóti sofandi að feigðarósi. Æskan er berskjölduð fyrir áfengisflóðinu. Þar ríður hol- skeflan að. Æskan þarf mikið þrek og viljafestu til þess að sigla skipi sínu heilu í gegnum .brim og boða þessa fárviðris. En það er guði fyrir að þakka, að æska lands vors er í ríkum mæli í innsta eðli sínu þessu þreki gædd, þótt allir séu þar ekki jafnsterkir á svellinu. — Dugnaður, þrek og þrautseigja er aðalsmerki, sem greypt er í baug íslenzkrar æsku. Æskan erfir landið og það eru þessir eðliskostir hennar, sem framtíð lands og þjóðar hvílir á. Þjóð vor á því allt undir því, að þú æskumaður gætir þess að halda jafnan vöku þinni, standir heill og hraustur af þér öll fárviðri freistinganna og allt, sem ginn- ir og glepur. Minnstu þess á öll- um stundum lífs þíns, og þá ekki sízt á æskuskeiði, þegar lífið brosir við þér og verkefnin breiða hvarvetna út faðminn á móti þér og hugsjónir og raun- veruleiki stæla hjá þér hverja taug til starfs og athafna. Já, minnstu þess, æskumaður, að þín bíður mikið hlutverk í landi þínu. — Þér hefir fallið í skaut stór arfleifð, gott og kostaríkt land, sem enn er ekki numið til hálfs og býr yfir miklu vaxt- arrými og getur búið margfallt fleira fólki en hér býr nú góð og örugg lífsskilyrði um alla framtíð. — Það er skylda þín, æskumaður, og metnaður að Framhald á bls. 22. Ingólfur Guðbrandsson til betri skemmtun og það bezta er ekki of gott. Kirkjulegir æskulýðsleiðtogar ættu því fremur að mínum dómi að beita sér fyrir betri og kristilegri sam komum en danssamkomum og dansklúbbum. Lifandi trúarlíf í heilbrigðum. kristilegum félagskap er ein bezta leiðin til siðferðilegrar fót festu í þessu vandamáli, sem öðrum. • Lokaorð Ég vildi mega nota þetta tæki færi til að senda félögunum í lögreglunni, kennurum og öðr- um, sem ég hef átt samstarf við, mínar beztu kveðjur með þakklæti fyrir þann hlýhug sem ég hef fundið, þegar ég nú hef nýtt starf. Ég sakna verulega starfs míns hjá lögreglunni, en vona að lögreglustjóraembættið þurfi ekki að gjalda þeirrar vel vildar, sem það sýndi mér með því að leysa mig undan þeim skyldum, sem ég hafði tekiat þar á hendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.