Morgunblaðið - 14.10.1962, Page 12

Morgunblaðið - 14.10.1962, Page 12
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. október 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 4.00 eintakið. ÁRASIN A SPARI- FJÁREIGEND UR UTAN ÚR HEIMI ' J Hásætisræöa Ólafs Noregskonungs ¥ ÖLLUM löndum hafa pen- ingavextir verið notaðir sem vopn í baráttu gegn verð þenslu. Hefur það einnig ver- ið gert hér á landi, nú síðast hefur viðreisnarstjómin hækkað bæði innláns- og út- lánsvexti í þeim tvíþætta til- gangi að draga úr eftirspurn eftir lánsfé og örfa almenn- ing í landinu til sparnaðar. Með takmörkun útlána og aukinni sparifjármyndun var stefnt að sköpun jafnvægis í efnahagsmálum landsmanna. Viðreisnarstjórninni hefur orðið mikið ágengt í þessum efnum. Hinir hækkuðu inn- lánsvextir hafa haft í för með sér stórfellda aukningu spari fjármyndunar í bönkum og sparisjóðum. Þjóðin hefur fengið aukna trú á krónuna og þýðingu almenns spamaðar í senn fyrir einstalclingana og þjóðarheildina. Hækkun út- lánsvaxtanna hefur að vísu valdið atvinnuvegunum kostnaðarauka, en ríkisstjórn in hefur reynt að koma til móts við óskir þeirra með nokkurri lælckun þeirra. Óhætt er að fullyrða að yf- irgnæfandi meiri hluti þjóð- arinnar hafi gert sér Ijósan tilgang vaxtahækkunarinnar. Sparifjáreigendur höfðu á undanförnum ámm verið hörmulega leiknir. Sívaxandi dýrtíð og verðbólga gerðu hinar samanspöruðu krónur stöðugt verðminni. Viðreisn- arstjórnin snerist hins vegar hart g egn verðbólgustefn- unni, treysti grundvöll krón- unnar og bætti sparifjáreig- endum að nokkru það rang- læti, sem þeir höfðu orðið fyrir. ★ En þrátt fyrir skilning al- mennings á nauðsyn vaxta- hækkunarinnar hafa Fram- sóknarmenn og kommúnistar hamast gegn henni frá upp- hafi. Þeir hafa í raun og vem sagt hinum stóra hópi spari- fjáreigenda stríð á hendur. Nú hafa Framsóknarmenn á Alþingi enn einu sinni girt sig í brók og flutt frumvarp tun lækkun vaxta. Enn einu sinni ráðast þessir skamm- sýnu menn gegn fólkinu, sem sparar og leggur þjóðfélag- inu og bjargræðisvegum þjóðarinnar til rekstrarfé og fjármagn til margvíslegra framkvæmda og umbóta í landinu. Vitanlega styðja kommúnistar þetta heimsku- lega frumvarp Framsóknar- manna. Kommúnistar draga enga dul á fyrirlitningu sína fyrir sparifjáreigendum. — Fólkið sem á ríkastan þátt í því með fyrirhyggju og fram sýni að efla ísl. lánastofnan- ir og stuðla að möguleikum þeirra til þess að lána til margs konar þjóðþrifafyrir- tækja er að áliti lcommúnista engra góðra gjalda vert. Því ber þvert á móti að refsa. ' í stríðinu gegn sparifjár- eigendum standa kommúnist- ar og Framsóknarmenn sam- an hlið við hlið. Þar gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Hinn stóri hópur sparifjár- eigenda verður að átta sig á þessu. Fylking niðurrifsafl- anna er þess alráðin að hleypa nýju verðbólguflóði yfir þjóðina, höggva ný skörð í ísl. krónu, eyðileggja spari- fé fólksins, sem það hefur safnað ýmist til nauðsyn- legra framkvæmda eða fram- færslu á efri árum. Gegn þessum áformum niðurrifs- aflanna verða ekki aðeins sparifjáreigendur, heldur og allir hugsandi menn í land- inu að snúast. ÍSLENZKAR KVIKMYNDIR F'RUMSÝNING kvikmynd- * arinnar „79 af stöðinni“ eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar er merkur menningarviðburður. Þetta er fyrsta alíslenzka kvik- myndin, sem gerð hefur ver- ið. Hún er tekin eftir íslenzku skáldverlci, leikin af íslenzk- um leikurum í íslenzku um- hverfi og hún er frumsýnd á íslandi. Kvikmyndirnar eru ríkur þáttur í skemmtanalífi þjóð- ar okkar eins og annara. — Hingað til hafa íslenzkir kvik myndahúsgestir orðið að horfa eingöngu á kvikmynd- ir á erlendum málum'. Nú hefur ísl. leikurum í fyrsta skipti verið fengið það verk- efni að flytja og túlka ís- lenzkt skáldverk á hinu hvíta tjaldi. Ýmsa galla má vafalaust finna á þessari kvikmynd, en í stórum dráttum má segja, að hún sé vel heppnuð. Að henni er mikill fengur. Þeir sem höfðu forgöngu um töku hennar og þá fyrst og fremst Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri, sem einnig samdi kvikmyndahandritið, eiga miklar þakkir skildar fyrir framtak sitt. íslenzkur kvikmyndaiðnað ur er í deiglunni. Fyllsta á- VIÐ setningu norska Stór- þingsins fyrir nokkru flutti Ólafur Noregskonungur há- sætisræðu, þar sem hann skýrði frá fyrirætlunum norsku stjórnarinnar, og helztu málunum, sem lögð verða fyrir yfirstandandi þing. Fer hásætisræðan hér á eftir í lauslegri þýðin^u og nokkuð stytt: Herra forseti, fulltrúar þjóðarinnar. Ég býð Stóriþingið velkomið til ábyrgðarmikilla starfa, og vona að þau verði föðurlandinu til gagns. Noregur vill vinna að efl- ingu Sameinuðu þjóðanna. Þýð- ingarmesta verkefnið í alþjóða- málum er að tryggja friðinn, koma á afvöpnun með eftirliti, og banna tilraunir með kjarn- orkusprengjur. Ríkisstjórnin vill af beztu getu stuðla að því að þessi vandamál verði leyst. Ríkisstjórnin mun ávalt skýra Stórþinginu frá samningaviðræð- um við Efnahagsbandalag Evrópu. Ríkisstjórnin lítur á bað sem sérstaklega áríðandi verkefni að halda áfram samvinnunná við vanþróuðu löndin og mun leggja til að fjárframlög til þeirrar sam vinnu verði aukin. Ríkisstjórn- in. telur að öll þjóðin eigi að vera með og leggja sitt af mörkum til hjálparstarfseminnar, og legg ur því til við Stórþingið að þetta gerist með því að lagður verði á sérsta/kur skattur, er nemi 1/4 prósent af áætluðum tekjum. Noregur telur samvinnuna í NATO nauðsynlega til að tryggja frið og öryggi landsins. Ríkis- stjórnin mun vinna að eflingu hersins og að bæta aðbúnað her- mannanna. Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um fjárframlög til hernaðarþarfa á næstu árum. í því frumvarpi verður einnig tek in ákvörðun um lengd herskyld- unnar. Eru stjórnmálaflokkarnir í Stórþinginu beðnir að vinna saman að þessu frumvarpi. HÆFILEG AUKNING UAUNA. Fjármálastefna ríkisstjórnar- innar miðar að mikilli fjárhags- legri uppbyggingu með atvinnu- öryggi og réttlátri skiptingu stæða er til að örva hann og listafólkið, sem vinnur braut ryðjendastarfið. Hin íslenzka kvikmynd mun í framtíðinni gegna mikilsverðu menning- arhlutverki. TVEIR ÞING- BÆNDUR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU Í ALÞINGI íslendinga sitja nú tveir ágætir bændur úr Þingeyjarsýslu, þeir Bjartmar Guðmundsson frá Sandi og Björn Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi. Báðir eru þessir merku bænd úr þingmenn Sjálfstæðis- launa En með tilliti til útflutn- ingsverzlunar Noregs, getur þessu takmarki stafað hætta af því að eftirspurnin innanlands verði of mikil og útgjöldin vaxi of ört. Það er því nauðsynlegt að sjá um að lawnaaukningin verði ekki méiri en fjárhagur- inn leyfir. Með þessu er einnig trygSt meira jafnvægi í verðlagi. Mikil áherzla verður lögð á upp- byggingu orkuvera og samgöngu leiða. Ríkisstjórnin mun leggja fyrir þingið frumvarp um breytingar á sérleyfislögunum, sem miða að því að ríkið fái einkarétt á að nýta vatnsorkuna og að reka orkuverin. Þá mun ríkisstjórnin halda áfram að vinna að bættri afkomu fiskiðnaðarins og gera ráðstafanir til að tryggja upp- byggingu og endurnýjun fiski- flotans. í skólamálum verður skipuð nefnd til að undirbúa lög um 9 ára skólaskyldu um land allt, Lagt verður fram nýtt lagafrum- varp varðandi menntaskóla, og lögð verður áherzla á að auka möguleika fullorðinna til að öðl- ast menntun. flokksins og glæsilegir og dugandi fulltrúar héraða sinna. Seta þessara tveggja þing- eysku bænda á Alþingi er að vissu leyti táknræn fyrir hinn nýja tíma í íslenzkum stjórnmálum. í Þingeyjar- sýslu stendur vagga Fram- sóknarflokksins. í áratugi hefur hann átt þar yfirgnæf- andi fylgi að fagna meðal bænda héraðsins. En um langt skeið hefur enginn Framsóknarbóndi komið úr röðum Þingeyinga til Alþing is. Fulltrúar Framsóknar- manna úr Þingeyjarsýslu á Alþingi eru að vísu greindir og glöggir menn, þótt öðrum þeirra hafi orðið á skyssa. BÚNAÐARBANKI Ríkisstjórnin mun leggja til að öll lánastarfsemi landibúnaðarins verði sameinuð í einni stofnun, búnaðarbanka ríkisins. Þá mun stjórnin leggja fram frumvarp til laga um sérmenntun í landlbún- aði og annað frumvarp varðandi dýraveiðar og fiskveiðar í vötn- um. Mun ríkisstjórnin hafa náið samstarf við félagssamtök at- vinnulífsins og landibúnaðarins. Ríkisstjórnin mun kanna á hvern hátt unnt er að tryggja það að fjalllendi og önnur lands- svæði verði opin almenningi til afnota, og mun láta gera áætlan- I ir um byggingu frístundaheimila, gisti og vega, svo svæði þessi verði áfram þjóðgarðar. „Ég bið Guð að blessa gjörðir Stórþingsins,“ sagði Ólafur koiu- ungur að lokum, og lýsti 107. þingið sett. Varðarfélagar MUNIÐ að happdrætti Sjálf- stæðisflokksins er skyndi- happdrætti. Tíminn styttist óðum. — Dregið verður 26. þ. m. — Vinnum einhuga að settu marki, það er, að allir mið- arnir verði seldir, þegar dreg: ið verður. Gerið vinsamleg- ast skil strax í dag. Skrifstofan í Sjálfstæðis- húsinu er opin allan daginn. sem lengi verður í minnum höfð og mun verða honum og flokki hans til áfellis og háð- ungar. Það er „móðuharð- indakenning“ Karls Kristjáns sonar. Þingbændumir úr Þing- eyjarsýslu eru fulltrúar við- reisnaraflanna í hinu ís- lenzka þjóðfélagi og hinnar bjartsýnu trúar á uppbygg- ingu og framför á íslandi. — Þeir em fulltrúar gróandans í þjóðlífinu. „Móðuharðinda- mennirnir“ eru fulltrúar hins bölsýna afturhalds, sem ekki hikar við að tengjast hinum alþjóðlega kommúnisma try ggðaböndum til þess að fullnægja pólitísku ofstæki í ófrjórri stjórnarandstöðu. Ólafur konungur flytur hásætlsræðu sína i Stórblnglnu. Við hlið hams er Haraldur krónprins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.