Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORGLNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. október 1962, anssonar í Vík ÚTFÖR Jóns Kjartanssonar sýslu manns og fyrrverandi ritstjóra var gerð í gær í Vík í Mýrdal að viðstöddu miklu fjölmenni. Kom til hennar fólk úr öllum sveitum Vestur-Skaftafellssýslu og víðar af Suðurlandi og frá Reykjavík. Fáni í hálfa stöng fyrir framan sýslumannsbústaðinn í Vík í Mýrdal í gaer. Víkuin.iikj.r; í baksýn. Kaldi af suðvestri var á j»ar eystra og skiptust á skin og skúrir. Athöfnin hófst með því að séra Jónas Gíslason flutti húskveðju Kekkonen í Moskvu Moskvu, 16. okt. — (NTB-AP) KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt í dag há- degisverðarboð fyrir Kekk- onen Finnlandsforseta, sem nú er í heimsókn í Sovétríkj- unum. — f ræðu, sem Krúsjeff hélt í boðinu, sagði hann, að samning- urinn milli Finnlands og Sovét- ríkjanna um leigu á Saima- skipaskurðinum, væri sönnun þess að þjóðir heims gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Hélt Krúsjeff því fram, að þetta væri í fyrsta skipti, sem stórveldi lán- aði minna ríki landssvæði. — Saima-skurðurinn liggur út í finnska fióann og er á svæði, sem Sovétrikin fengu eftir styrjöldina við Finna 1940. Krúsjeff sagði ennfremur i ræðu sinni, að ýmislegt myndi verða gert til að auka viðskipti Finnlands og Sovétríkjanna í framtíðinni. í morgun var ráðgert að Kekk onen ræddi viö Bresjnev, for- seta Sovélríkjanna, en fundi þeirra var aflýst vegna þess, að Bresjnev hafði fengið inflúenzu. Læknar hans sögðu, að hann væri ekki mjög þungt haldixin. Kennedy og Gromyko ræðast við um Berlín Washington, Moskva, 16. okt. (NTB—AP). BLAÐAFULLTRÚI Kennedys Bandaríkjaforseta skýrði frá því í dag, að Sovétríkin hefðu farið þess á leit við Bandaríkjastjórn, að Kennedy Bandaríkjaforseti og Andrej Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna ræddust við n.k. fimmtudag. Ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir muni ræða, en talið er að Berlínarmálið verði efst á baugi. í dag átti Krúsjeff forsætis- ráðherra Sovétríkjanna viðræður við hinn nýja sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvu, Foy Kohler. Stóðu viðræður þeirra yfir í þrjár klukkustundir, en ekki hefur verið skýrt frá umræðuefninu. ★ Gerhard Schröder, utanríkis- ráðherra V.-Þýzkalands, sem staddur er í Bandaríkjunum hefur rætt ýmis atriði varðandi Berlínarmálið við Dean Rusk, utanríkisráðherra og Robert Mc Namara, varnarmálaráðherra og talið er að hann ræði við Kennedy forseta á morgun. Verða þær viðræður undirbún- ingur undir væntanlegar viðræð- ur Kennedys og Adenauers kanzl ara V.-Þýzkalands um Berlínar- málið 7. nóv. nk., en þá kemur Adenauer til Washington. ★ í gær kom fram í Bandaríkj-* unum sú skoðun opinberra aðila, að Sovétríkin myndu stiga nýtt skref í Berlínarmálinu að aflokn um kosningum í Bandaríkjunum, en þær eiga að fara fram 6. nóv- ember n.k. í Bretlandi eru menn ekki sammmála þessu og þar er álitið, að Sovétríkin muni ekki gera neitt í Berlínarmálinu í ná- inni framtíð, en lýsa sig reiðu- búin til samningaviðræðna við Vesturveldin. Sú staðreynd, að Sovétríkin hafa farið fram á við ræður þeirra Kennedys og Gromykos þykir benda til þess, að Sovétríkin vilji ræða við Vesturveldin um friðsamlega lausn Berlínarmálsins. Sovétríkin ætla ekki að skipta séi af landomæradeilum Indlands og Kína verja og Kínverja Sagði talsmað ur stjórnarinnar, að Indverjar og Kínverjar gætu áreiðanlega leyst þessar deilur sínar um eins- kisvert landisisvæði í friðsamleg- an hátt. Sovétríkin myndu ekiki, sagði hann, snúast á sveif með öðrum deilaðilanum, því að báð- ir væru vinir Sovétríkjanna. Enn fremur sagði talsmaðurinn, að Sovétríkin miyndu ekki gera til- (raun til að máðla málum. Frá útför Jóns Kjartanssonar sýslumanns fyrrv. ritstjóra. — M yndin er tekin í Víkurkirkju, þegar sýslunefndarmenoi Vestur-Skaftafellssýslu bera kistu hans úr kirkju. — Ljóem. vig. Fjðlmenn útför Jdns Kjart- Nýju Delhi 16. okit. (AP). ALLT hefur verið með kyrrum kjörum á landamærum Indlands og Tíbet frá því s.l. miðvikudag þar til í dag, en þá skutu Kín- verjar á indverska varðstöð og Indverjar svöruðu skothríðinni. Einn Kínverji er sagður hafa fallið. Brezka útvarpið skýrði frá því í dag, að Sovétstjórnin hefði lýst því yfir, að hún myndi á engan hátt skipta sér af deilum Ind- að heimili hins látna. Frá heim- Kommúnástaflokkur Venezuela bannaður ilinu báru kistuna nokkrir nán- ustu vinir. í kirkju báru ráðherrar og þing menn úr Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri og blaðamenn Morgun- blaðsins. Séra Jónas Gíslason flutti ritn- ingarorð í kirkju en séra Páll Pálsson líkræðu. Kirkjukór Vík- urkirkju annaðist sönginn. Úr kirkju báru sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu og ætt- ingjar og vinir í kirkjugarð. Fánar blöktu i hálfa stöng um allt kauptúnið meðan útförin fór fram. Að jarðarförinni lokinni þá fjöldi fólks myndarlegar . kaffi- veitingar á sýslumannsheimilinu í boði sýslunefndar Vestur- Skaftafellssýslu. Öll bar útför Jóns Kjartans- sonar vott hinum miklu og al- mennu vinsældum er hann naut í héraði sínu sem annars staðar. Karakas 16. okt. (NTB). ROMULU Betancourt forseti Veniezuela skýrði frá því í dag, að ríkisstjórn landsins hefði far- ið þess á leit við hæstaréttinn, að hann bannaði starfsemi komm únista og vinstrisininaða bylting- arflokksins í landinu. Sagði for- setinn, að þetta væri gert til þess, að leiðtogar flokkanna gætu ekki framið hryðjuverk í skjóli þinghelgi sinnar. Forsetinn sagði, að þegar hæsti réttur hefði bannað flokkana yrðu leiðtogar þeirra kallaðir fyr ir rétt og látnir svara til saka. Það væru margar sannanir fyrir því að þessir flugumenn Krúsjeffs og Kastrós ættu sök á morðum fjölda lögreglumanna og her- manna, sem hefðu verið skotnir í bakið. Einnig væru þeir upp- hafsmenn vopnaðra árása á banka, uppreisna á herstöðvum og skipulagningu skæruliðasveit- ar. Rúmlega 200 kennarar, sem störfuðu við skóla landsins og eru meðlimir kommúnistaflokks- ins hafa verið reknir og segir forsetinn. að ekki sé hægt að horfa aðgerðarlaus á það að skól- arnir séu notaðir sem áróðurs- stöðvar Sovétríkjanna og Kúbu. Ráðinn sveitastj. á Flateyri Flateyri 16 október N Ú fyrir helgina var í fyrsta Skipti ráðinn í Flateyrarhrepp í Ömundarfirði sveitarstjóri. Hann heitir Gísli Brynjólfsson úr Reykjavík. Hefur hann unnið áður við verzlunarstörf í Reykja vík. Barna- og um-glingaskólinn var settur suinnudaginn 7. þ. m. Nemendur verða rúmlega 90. Fimm kennanar munu starfa við skólann í vetur auk skólastjóra. Sama dag var haldið hér kveðjusamsæti fyrir Þóru Guð- mumdsdóttur, ljósmóður sem starfað hefur hér sem ijósimóðir í rúm tuttugu ár. Hún flytzt nú í burt af staðnum. Hún hefur verið afar vel látin og farsæl 1 sínu starfi. Við störfum hennar tekur nú nýútskrifuð ijósmóðir, Svanbjört Þorgilsdóttir. Slátrun er lokið og var slátrað 4600 fjár. Meðalþungi dilka var 15,47 kg. Þymgsti dilkur var 25,5 kg. Til tíðinda bar við sáltrun að nýra úr eimu lamibinu vó rúm 3 kg. HAFNARFIRÐI. — A mánu- dagskvöldið var dregið á bæj- arfógetaskrifstofunni í happ- drætti Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Vinning- urinn, sem var fólksbíll (Fiat- 500), kom upp á númer 1326. Var myndin tekin við þetta tækifæri og eru á henni frá vinstri: Einar Halldórsson, j,inar Þ. Mathiesen, Kristján Guðmundsson, en þessir menn höfðu með framkvæmd happ- drættisins að gera, og Björn Sveinbjörnsson sýslumaður. — Litla telpan er Valgerður Kristjánsdóttir og dró hún vinningsnúmerið. — Handhafi númersins má vitja bílsins til Kristjáns Guðmundssonar á Bílaverkstæði Hafnarfjarðar. — Ljósm. Herdís Guðmundsd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.