Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. október 1961 ^HOWARD SPRING:^. 58 RAKEL ROSING Hansford hvarf án þess að segja meira. Morguninn eftir náði hann í tvo merka leikdóm- endur í sima. Hann kom frétt- unum á framfaeri. Þarna væri leikrit, sem eitthvað kvæði að. Og ný leikkona, sem hefði bæði fegurð og gáfur og mundi setja West End á annan endann. Og það var ekki kunn' L, að Hans- ford skjátlaðist nokkurntima um þessa hluti. Svo komu leikdómar- arnir á þriðjudagskvöld. Og á miðvikudag var það fullyrt af ábyrgum mönnum, að „Veikur ís“ og Rakel Rosing væri eftir- tektarverðasta leikritið og fremsta leikkonan það árið. Og það er eins og það á að vera, sagði Júlian, kæruleysis- lega, rétt eins og hann tæki þetta eins og sjálfsagðan hlut. Það var gott, Rakel, að þú skyldir segja þessum köllum, að þeir gætu fengið mynd af þér heima á Port mantorgi. Er hún ekki góð? Og sannarlega var hún góð. Það var velheppnuð vangamynd, sem gat hrært hvert hjarta með fegurð sinni. En það var nú ann- ars Maurice en ekki Rakel, sem hafði haft vit á að vísa á mynd- ina, og það var engin ljósmynd- ari úr West End, sem hafði tekið hana, heldur maður í Blackpool. Maurice hafði látið taka myndina áður en hann gekk að eiga Rak- el. Hann hafði haft hugsun á auglýsingagildinu löngu á undan hinum hafði hringt til Black- pool og látið senda heila tylft af myndinni heim til sín, til þess að hafa þær tilbúnar handa Lund- únablöðunum. Og svo kom mynd in í mörgum blöðum, ásamt mynd af Julian „Sonur lávarðs semur leikrit. Kona fjármála- manns leikur aðalhlutverkið“. — Það var strax farið að nefna nöfnin þeirra í sömu andrá. Tvö af vikublöðunum sendu ljósmynd ara til Markhams, sem tóku mynd af Julian og Rakel úti fyrir hús- inu þar. Og sama gerðu blöð sem bæta upp eigið fréttaleysi með smá-kjaftasögum um þekkt fólk. Rakel var hrifin af þessu, Mina sagði ekkert en gnísti tönn- um. 2. Á fimmtudagsmorgun — dag- inn eftir síðustu sýninguna á leiknum fékk Maurice bréf frá beinalækninum sínum, sem var orðinn órólegur yfir þessari löngu fjarveru sjúklingsins síns. Hann tilkynnti, að hann ætlaði að þoma til Markhams þá um daginn — sagðist vonast til að geta komið upp. úr hádegi — og lauk bréfinu með því að gefa í skyn, að ef Maurice hagaði sér skynsamlega, gæti hann ef til vill farið að standa á fótunum og jafnvel ganga upp eitt stigaþrep, með því að nota einn eða tvo stafi. Maurice las bréfið við morg- unverðarborðið. Mike Hartigan leit á hann, líkast móður, sem ætlar að fara að láta barn sitt reyna að ganga fyrstu skj-efin, og Mina klappaði saman hönd- um. Það verður stórkostlegt, hr. Bannermann, sagði hún. Ertu ekki spennt, Rakel? Rakel leit rólega upp úr bréfi, sem hún var að lesa. Auðvitað. Vitanlega hlakka ég til þegar Maurice getur farið að ganga. Ertu ekki alveg á nálum, þeg- ar þessi beinalæknir kemur? nauðaði Mina. Eg er hrædd um, að ég verði ekki hérna til að bjóða hann vel- kominn, svaraði Rakel. Jú, auðvitað...... Mina mín góð, sagði Rakel og röddin var ísköld og ásakandi. Annað eins og þetta hef ég von- andi leyfi til að ákveða sjálf. Mina svaraði engu, heldur laut fram yfir diskinn með reiðisvip og auðmýkingar á andlitinu. — Þetta bréf, hélt Rakel áfram, er frá hr. Hansford, sem er að bjóða mér til hádegisverðar með sér í dag. Hann vill gjarna, að þú komir líka, Julian. Nú? Andlitið á Julian Ijómaði, er hann skildi samstundis hvað þetta boð gæti þýtt. Eg vona, sagði Mina, með ís- kulda í röddinni, að jafn fræg persóna og Rakel þurfi ekki að þjóta upp til handa og fóta við fyrstu bendingu. Það ætti að vera hægt að velja einhvern ann- an tíma en í dag. Nú greip Maurice fram í. — Hvers vegna það. Eg get alveg bjargað mér sjálfur. Eg hef Mike hérna. Og auk þess býst ég ekki við, að beinakallinn kæri sig neitt um marga áhorfendur. Nei, þú verður að fara, Rakel. Eg sé, að þetta getur orðið mjög mikil- vægt fyrir >ig, Hann brosti. Eg vona, að þessi dagur þýði fyrstu sporin hjá okkur báðum. Mina horfði gaumgæfilega á hann, er hann afgreiddi þetta mál með því að veifa feitu, hvítu hendinni Hún sá vel kvíðann, sem lá að baki þessum kátu upp- gerðarlátum. Hann vildi alls ekki láta Rakel fara, og var meinilla við, að hún færi. En hann mundi fyrr deyja heldur en að fara að biðja hana að vera kyrra. Þetta var að minnsta kosti álit Minu. Nú skal ég segja yður eitt, sagði Julian, til þess að lækka spennuna. Við skulum hringja til ykkar frá Hansford og þá get- um við skipzt á gleðifregnum. Það væri ágætt, sagði Maurice. Eftir morgunveróinn kom Charlie Roebuck að dyrunum með beyglaða bílinn, sem þeir Julian áttu í félagi. Það var eins og allur vindur úr honum. Sýn- ingin var af staðin, og ef hún kæmi nokkurntíma í alvöruleik- hús, þá var hann að minnsta kosti utanveltu. Hann var alveg viss um, að Julian mundi gera sig að fífli í sambandi við þessa dökku töfradís. Það var eitthvað meira á seiði en augað sá. Nú vildi hann komast aftur til vinnu sinnar. Og Mina var þessa dag- ana álíka lífleg og kaldur hafra- grautur. Hann var feginn að kom ast burt Svo kvaddi hann alla. Ég sé þig náttúrlega bráðum, Julian, sagði hann. Þú fyrirgef- ur að ég tek trogið, en vonandi gefur frú Bannermann þér far. Enda mundi svona fræg peirsóna varla láta sjá sig í svona farar- tæki. Eiginlega ættirðu að ánafna mér þinn heíming, í minningu ævilangrar vináttu. Skítt með alla minningu, sagði Julian, en taktu ruslaskrínuna, og farðu með hana fjandans til, en nú förum við að fá eitthvað skárra, kall minn! Síðan fór hann til að leita að eintaki af „Veikum ís“ handa Hansford til að lesa. Enginn varð eftir í dyraþrepun- — Má ég dansa við yður næsta dans? um nema Mina. Charlie leit um öxl til að veifa til hennar, og fannst hún eitthvað svo vesaldar leg og sorgbitin. Hver fjandinn sjálfur var hlaupinn í allan mann skapinn í seinni tíð? spurði hann sjálfan sig önugur, svo að gamla trogið tók kippi og þaut síðan glamrandi niður eftir brautinni. Þetta var allt komið á öfuga end- ann og enginn kátur lengur, eins og áður hafði verið. Mina var lika einmana og yfir- gefin, eins og Charlie fannst hún vera eftir útliti að dæma. Hún þjáðist líka af þessum tómleika sem oft kemur að lokinni mikilli taugaáreynslu. Hún var nú orðin þarna ein. Pabbi hennar var far- inn á daglega „labbið“ sitt. Maur- ice var farinn inn í herbergið sitt og sagðist ætla að hvíla sig, svo að beinakallinn hans skyldi halda, að gestur hennar hefði ver- ið „þægur“. Rakel var sjálfsagt að „hvíla sig“ Það var ekki ein- leikið hvað hún var mikill hvíld- ar þurfi í seinni tíð, og Minu leið illa af grunsemdum sínum um hluta Julians í þessum „hvíldum“ hennar. Hún gekk nú um húsið, úauf í skapi, kallaði á afghanahund- ana sína og kom sér í sama skap- ið og kvaldi Charlie Roebuck. Nú voru allir farnir að fara í taugarnar á öllum, allir tor- tryggðu alla, og allir höfðu verið svo glaðir og ánægðir áður en þessi déskotans Júðakvensa kom með þessa örlagaríku fegurS sína. Mina stanzaði við hlöðu- dyrnar og leit inn. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov 19 Það vill svo til, að það er alls ekki satt, að Fox-félagið hafi standandi verðlaunatilboð til handa hverjum þeim, sem geti sýnt mynd af Marilyn með lok- aðar varir. Þessi orðrómur kom upp fyrir einum fimm árum og það stóð á svarinu: félagið fékk send hundruð mynda af Marilyn með lokaðar varir, frá fólki, sem vantaði aur. Earl Theisen sagði einu sinni við mig: Hún lætur aldrei taka svo mynd af sér, að hún hafi ekki undirbúið það vand lega. Hún veit alveg nákvæmlega hvað hún er að gera. Þú getur horft á hana meðan þú ert að stilla vélina og hafa hana til- búna. Hún veit alveg nákvæm- lega hve mikið hún á að opna varirnar og hve hátt að lyfta efri vörinni". Pete Martin hefur þetta eftir henni: „Hvað það snertir, að ég sé alltaf með opinn munn, þá sef ég líka með hann opinn. Ég veit það vegna þess, að hann er opinn þegar ég vakna. Ég hugsa aldrei viljandi um munninn á mér, en ég hugsa annars alltaf viljandi um það, sem ég hugsa um“. Þegar Marilyn Monroe yfirgaf félagið sitt. af því að hún neitaði að leika í gamanleiknum „How to Be Very Pouplar“, fékk leikstjórinn, Nunnally Johr.son Sheree Noth hina hvíthærðu í staðinn. „En hún vill ekki stæla Monroe-aðferðina“, sagði Johnson meinfýsnislega. „Hún Vill leika allt hlutverkið með lok- aðan munn“. XVI. Hittir Joe Di Maggio. Eftir að Marilyn hafði lokið við „Don’tr Bother to Knock", féll hún í langvarandi þung- lyndi. Enda þótt hún hefði ásett sér að láta úlfaþytinn út af nekt- armyndinni eins og vind um eyrun þjóta, lagðist bæði hann og svo uppljóstrunin um móður hennar þungt á hana. Að ljúga um móður sína og sitja nakin fyrir mynd var hvörttveggja í andstöðu við siðferðisskoðanir hennar. Ekki svo að skilja, að hún hefði aldrei brugðizt þessum skoðunum, en þetta lagðist engu að síður þungt á hana, og þegar slíkt kom fyrir, dró hún sig sem mest inn í sína eigin skel. Marilyn hafði kynnzt málugum og vingjarnlegum náunga, David March, sem hafði talið hana á að láta fyrirtækið Leslie og Tyson, sem hann vann eitthvað fyrir, sjá um fjárreiður hennar. Það gerði Marilyn að vísu ekki, en skrafið í honum hafði af fyrir henni. Hann útvegaði henni með- al annars íbúð, sem hún svo leigði, snemma ársins 1952. En það bætti ekki úr skák þó að hún byggi ein. Henni leiddist og hún var stöð- ugt þreytt. Þegar hún fór út með Skolsky að kvöldi dags, var hún niðurdregin. Hún átti engar jafn- aldra vinstúlkur til að skemmta sér með. Eini maðurinn, sem hún hafði gaman af að hitta var March, en áhugi hans á henni var eingöngu leiklistarlegs eðlis. „Ég var aldrei nærgöngull við •hana“, segir March. „Ég vildi aðeins láta hana leika“. Einu sinni gaf hún honum eintak af almanaksmyndinni góðu og skrif- aði á hana: „Til Davids. Viltu ennþá bara láta mig leika?“. Karlmenn drógu sig ekki eftir henni og hún hafði heldur enga löngun til þess. Minningin um Arthur Miller var nú fölnuð eins og visnað blóm, sem hefur verið pressað innan í bók. í kvikmynda verinu var hún fúl og fáorð. Orð- rómurinn um deyfð hennar barst til Zanucks, og í fyrsta sinn boð- aði hann hana í aðalskrifstofuna. Hann beitti öllum töfrum sínum, því að nú var hún stjarna og það var orðatiltæki þarna, að það yrði alltaf að hafa stjörnurnar í góðu skapi. Zanuck vildi, að henni fyndist hún vera eftirsótt. En eins og hún var nú í skapi, fannst henni aðeins hann líta á sig sem snöggvast og tauta nokk- ur orð á þá leið, að „hún skyldi treysta honum og hann skyldi gera sitt bezta til að gera hana að stórri stjörnu”. En með sjálfri sér var hún þess fullviss, að hann hataði hana enn. En vitanlega var þetta mis- skilningur, Zanuck hafði verið að kynna sér tekjurnar af „Clash by Night" og nú loksins vissi hann að félagið hans átti dýr- mætustu eign, sem kvikmynda- félag getur átt — eina stærstu stjörnu síns tíma. Og hann þráði jafn innilega og Marilyn sjálf að koma henni á framfæri í mynd- um, sem gætu uppfyllt vonirnar, sem hann gerði sér nú um per- sónu hennar. Þetta „svartnætti sálarinnar’* stóð mánuðum saman hjá Mari- lyn. í þessum óróleik sínum, flutti hún enn búferlum og nú í skrraut lega íbúð í Beverly Hills, en sú íbúð féll henni heldur ekki í geð og hún flutti enn í rándýra íbúð í Bel-Air-hótelinu. Þar borgaði hún 750 dali á mánuði fyrir íbúð- ina, sem var með svölum og út- sýni yfir sundpollinn. Stundum bauð hún March heim og þau borðuðu saman úti á svölunum. Svo þegar kólnaði, fluttu þau sig inn fyrir og kveiktu upp í arninum. Þau gátu setið þarna tímunum saman og talazt við. Þá andvarpaði hún oft og sagði: „Hvað er þetta líf eigin- lega?“ En March var enginn heimspekingur og gat því ekki útlistað hina dularfullu vegi til- verunnar. En oft sagði hann henni, að það sem hún þyrfti, væri maður, sem hún elskaði og elskaði hana. En reynsla hennar úr kvikmyndaheiminum hafði kennt henni að draga sig heldur í hlé frá umgengni við leikara, kvikmyndahöfunda og leikstjóra. „Ég læt engan segja mér fyrir um líf mitt“, sagði hún einu sinni við March. „Og ég ætla ekki að fara út með neinum snápum, sem félagið vill senda mig á stefnu mót við. Það er ekki til almenni- legur maður í allri Holywood. Þeir eru allir á höttunum eftir því sama. Þeir leggja það ekki einu sinni á sig að vera róman- tískir. Sumir þeirra eru snotrir og halda, að það nægi. Nei fjand inn hafi það! Ég kæri mig ekkert fremur um karlmann, þó að hann sé laglegur. Til þess að gera mig hamingjusama, þarf maðurinn að vera eitthvað. Eg vil fá mann, sem er heiðarlegur, greindur og óhræddur við að segja meiningu sína. Ég vil heldur vera einmana alein heldur en með manni, sem hefur upp á ekkert að bjóða. Hollywood er full af einmana fegurðardísum og Marilyn var hvað mest einmana þeirra allra. Hún gekk oft, ein og óþekkt eftir Sunset Boulevard, horfði í búð- argluggana og á þá, sem framhjá fóru, og hugsaði um lífið og mann lega tilveru. „Monkey Buslness" fór í upp- töku 26. febrúar 1952. Fjórum dögum seinna vaknaði Marilyn máttlaus og lasin og með sótt- •hita. Hún lá í rúminu allan dag- inn, í þedrri von, að sér skánaði, en það var öðru nær, heldur versnaði henni. Hún kallaði á lækninn sinn og hann fann, að hún var með háan hita. Einnig kvartaði hún um mikla verki f maga. Þetta virtist helzt vera botnlangabólga, og læknirinn pantaði sjúkrabíl til að koma henni í sjúkrahús. Myndatökunni var haldið áfram Og þau atriði tekin, sem Marilyn var ekki í. í sjúkrahúsinu voru henni gefnar stórar sprautur af penicillini, sem dró úr bólgunni, 1. marz var tekin af henni rönt- genmynd, og ákveðið, að hægt væri að draga uppskurðinn þang- að til myndinni væri lokið. Svo var botnlanginn frystur. Síðasta daginn í sj úkrahúsinu mátaði hún búninga, og einn blaðasnápurinn huggaði unnend- ur hennar með því, að jafnan væri hjúkrunarkona við höndina, til þess að sjá um, að hún hef?S nægar hvíldir milli þess að húa mátaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.