Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. október 1962. llnnið að umfangsmiklum kornræktartilraunum A FTTNDI sameinaðs þings í gær urðu nokkrar umræður um til- lögu til þingsályktunar varðandi innlenda kornframleiðslu. M. a. kom þar fram í ræðu Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra, að ötullega væri nú unnið á veg- um atvinnudeildar Háskólans og ríkisstjórnarinnar að tilraunum við kornrækt hér á landi. Til- raunirnar næðu til um 40 korn- afbrigða og mætti búast við því, að innan fárra ára verði þær komnar svo langt, að unnt verði að benda bændum á þaó korn- afbrigði, sem mætti telja nokkuð árvisst og hentaði íslenzkum stað háttum. Karl Guðjónsson (K) mælt fyrir ti jg^nni, en hún er á þá lund, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að greiða verð- bætur á korn, sem ræktað er hér á landi, til jafn_ við niður- greiðslu á innfluttu korni. Kvað hann kornrækt nú komna á það stig, að hún væri komin af til- raunastiginu og orðin sérstök at- vinnugrein. Því hlyti að teljast eðlilegt, að hún nyti samkeppn- isaðstöðu við erlenda kornið. Ekki tímabært Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað það ekki skipta höfuðmáli, hvort kornframleiðsl- an væri greidd niður um þessa hálfu milljón, sem í tillögunni væri lagt til eða ekki. Aðalatriðið væri, að föstum og styrkum stoð um væri komið undir þennan atvinnuveg, en að því væri nú unnið með víð- tækum tilraun- um, er fram færu á vegum ríkisst j órnarinn- ar og atvinnu- deildar Háskól- ans. Kvað hann vís indamenn vera á þeirri skoðun, að rækta bæri sérstakt korn- afbrigði fyrir íslenzka staðhætti, svo að framleiðslan geti orðið nokkuð örugg og árviss. 1 því skyni hafi atvinnudeildin gert til raunir með 40 kornafbrigði á s.l. sumri. Ástæða væri til að ætla, að þessar rannsóknir muni inn- an fárra ára vera komnar á það stig, að hægt verður að benda á sérstakt afbrigði, er vel hentar íslenzkum staðháttum, enda ástæða til að ætla, að íslendingar komist langt með að rækta allt sitt fóðurkorn í framtíðinni. Þá vakti ráðherrann athygli á því, að fram hefði komið hjá stjórnarandstöðunni, að innflutt korn nyti óeðlilegra fríðinda, bæði hvað snerti frákt, niður- greiðslur og tolla. Vitað væri þó, að bændur legðu megináherzlu á að fá fóðurkornið við sem allra lægstu verði. En rétt væri þó að vekja at- hygli á, að vafasamt væri, hvort ástæða væri til að ýta undir bændur að leggja í þá áhættu, sem því fylgir að rækta korn, meðan þessi atvinnugrein er enn á tilraunastigi hér á landi. Enda gæti það orðið til að spilla fyrir því, að bændur tækju almennt upp kornrækt, þegar það má telj- ast tímabært, ef þeir hefðu áður orðið fyrir tjóni af kornrækt, sem ekki væri nógu vel undir- búin. Karl Guðjónsson (K) ítrekaði fyrri skoðun sína og hvað það út í hött að hefja almennar um- ræður um kornrækt. Þó þakkaði hann núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa veitt kornræktarbænd- um jarðræktarstyrk, sem ekki hefði verið gert áður. Niðurgreitt hey Eysteinn Jónsson (F) tók mjög í sama streng. Þá taldi hann kornrækt og grasrækt sambæri- lega að því leyti, að tilraunir væru gerðar með hvorttveggja og bændur gætu orðið fyrir sköðum við grasrækt, t. d. vegna kals í túnum. Spurði hann hvort ráðherrann teldi það ekki nægi- lega ástæðu til að flytja inn nið- urgreitt hey. Af þekkingu og kunnáttu Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra ítrekaði þá skoðun sína, að innlend kornframleiðsla stæði og félli með því, að unnt yrði að finna það afbrigði, sem hent- aði hér á landi og telja mætti sæmilega árvisst. En það væn ekki ráðherrans, heldur vísinda mann.___ía að dæma um það. Þá taldi ráðherrann fjarstæðu að gera samanburð á heyrækt og kornrækt. Heyræktina mætti telja mjög árvissa, enda hefði grasspretta ekki brugðizt í ára- tugi. Endaði hann ræðu sína með því að ítreka, að kornrækt í framtíðinni væri undir því kom- in að hún yrði undirbúin af þekkingu og kunnáttu. Áttræður 1 dag: Lárus Guðnason ÁTTRÆÐUR er í dag Lárus Guðnason Sogavegi 36. Lárus er Norðlendingur að upp runa. Fæddur á Skriðuklaustri í Skriðuhverfi í S-Þingeyjarsýslu. Tvítugur að aldri fluttist Lárus til Vestfjarða. Og 22. maí 1908 giftist hann Guðjónu Guðmunds- dóttur bónda í Æðey. í Æðey og á ísafirði var heimili þeirra hjóna nær 30 ár. En til Reykjavíkur fluttu þau búferli sitt árið 1941. Stundaði hann lengstum verzlunarstörf. Lárus og Guðjóna eignuðust 5 börn. Son sinn, Guðmund, misstu þau fyrir vestan, en dætur þeirra lifa allar fjórar: Lára, símastúlka, Guðrún, húsfreyja í Æðey og Ragnhildur og Rannveig heima hjá föður sínum. Konu sína missti Lárus 21. marz 1956. Mbl. óskar þessum mæta manni til hamingju með áttræðis afmælið og mikið og langt ævi- starf. Hollandia, Nýju Guineu, 17. okt. (AP) Kólerufaraluur breiðist nú út nálægt Merauke á suður- strönd Nýju Guineu, og hafa 80 manns þegar látizt úr veik- inni. Slökkviliðsstjóri svarar Slöldkviliðsstjórinn í Reykja- vík sendir okkur svofellt bréf: „í Morgunblaðinu í dag bein- ir Kristján Júlíusson þeirri fyrirspurn til mín, í bréfi til Vel vakanda, hvort „flestir af bruna bílujm borgarinnar séu um eða yfir 20 ára gamalt bíla-kirkju- garðarusl.“ Mér er sönn ánægja að svara þessari fyrirspurn, þar sem mér virðist að fyrirspyrjandinn sé fullur velvilja til þeirrar stofn unar, sem ég veiti forstöðu, og grein hans skrifuð í þeim til- gangi að fá skýringar á hlutum, sem honum, og mörgum öðrum eru ókunnir. Slökkvistöðin hefur undan- farin ár notað 6 slökkvibifreið- ar, sem eru frá árunum 1934 til 1947, flestar þó frá 1942, eða fjórar þeirra. Bréfritarinn fer því með rétt mál um aldur þeirra. Um orðatiltækið „gam- alt bíla-kirkjugarðsrusl“ er ég hinsvegar ekki sammála hon- um, enda fjarri sanni. Mun ég nú reyna að skýra málið fyrir þicim ágæta manni, sem og öðrum, er greinarkorn þetta lesa. Gildi slökkvibifreiða er ekki hægt að lesa úr aldri þeirra eins og annara bifreiða, þar sem notkun þeirra er allt önnur. Slökkvibifreiðar standa ónotaðar mestan hluta aldurs síns í upphituðum húsum und- ir stöðugri vörzlu og eftirliti. Þær eiga að vera tilbúnar til aksturs, hvenær sem er og í eins góðu ásigkomulagi og mögulegt er. Akstur þeirra er venjulega ekiki meiri en á eld- stað og heim aftur og sjaldan fara allar bifreiðarnar í einu á eldsstað, í flestum tilfellum 2—3 nema um meiri háttar elds- voða sé að ræða. Ágætt dæmi um aldur og akstur er elsta slökkvibifreiðin, sem nú er í notkun hér í nágrenninu, — í Hafnarfirði. Bifreið þessi var keypt til slökkviliðs Reykja- víkur 1931 og seld til Hafnar- fjarðar 1946. Hún er 31 árs og talin ágæt til sinnar notkunar ennþá. -Jf 200 km aksfur á ári Á þessu 31 ári hefur henni verið ekið samtals 6382 km. (206 km. á ári að jafnaði) eða sem svarar 2—3 mánaða notk- un venjulegarar vörubifreiðar. Einni af dælubifreiðum borgar innar, frá 1942, hefur á 20 ár- um verið ekið 3467 km. (um 175 km. að jafnaði á árr) og elstu bifreiðinni, frá 1934, ekið 4241 km. (175 km. að jafnaði á ári). Bifreiðarnar, sem mest eru notaðar, m.a. háþrýstibif- reiðarnar, sýna ekki akstur ein göngu, því hraðamælirinn snýst við dælingu, er bifreiðin stend- ur kyrr. Nýjasta dælubifreiðin, frá 1947, sýnir 17.280 km. á mæli, (1152 km. að jafnaði á ári) bæði akstur og dæling. Til sam- anburðar má og nefna nýjustu bifreið slökkviliðs Hafnarfjarð- ar frá 1955. Mælir hennar sýn- ir 7389 km. eða 1059 km. akstur og dælingu til jafnaðar á ári. Þrjár bifreiðar slötkkviliðs Reykjavíkur, frá 1942, sýna um 35.000 km. hver, eftir 20 ára nofckun (1750 km. til jafnaðar á ári), bæði akstur og dæling (tölurnar miðaðar við daginn í dag). Dælingin gerir meiri kröfur til vélarinnar en akstur- inn, því við dælingu eru notuð sem næst fullkomin afköst hennar. Því hefur verið nauð- synlegt að skifta um aflvélar í þessum bifreiðum og hefur það verið gert. 'A' Geta brugðizt þá mest á reynir Það er augljóst mál, að ný Vitið | þér? VITIÐ ÞÉR að nú fer hverí að verða síðastur að fá miðaZi í hinu stórglæsilega Skyndi-I happdrætti Sjálfstæðisflokks- V ins, sem staðið hefur yfir að í undanförnu? Ekki er nema rúm vika, þar til dregið verð- ur. Þeir, sem eignast miða í þessu einstæða happdrætti, eiga kost á að hreppa nýjan Volkswagen af árgerðinni 1963. Hvorki meira né minna en þrír slíkir bilar eru vinn- ingar í happdrættinu, en það er tvímælalaust glæsilegasta skyndihappdrætti, sem efnt hefur verið til hér á landi. Hver miði felur í sér þrjá möguleika til að eignast þægilegan og skemmtilegan bíl. Látið ekki þetta einstæða tækifæri ganga yður úr greip- um. Miðar fáist í happdrættis- bílunum sjálfum í Austur- stræti (við Útvegsbankann), og í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Hverjir sáu slysið? MÁNUDAGINN 8. október sL varð umferðarslys við Melabúð- ina, á mótum Hofsvallagötu og Hagamels. Þarna varð lítill dreng ur fyrir bíl og slasaðist nokkuð. Tveir sjónarvottar munu hafa verið að slysinu, menn sem stadd ir voru á gatnamótunum. Eru það vinsamleg tilmæli að þeir hafi samband við umferðardeild rann sóknarlögreglunnar. tæki eru betri en gömul, en þau tæki sem slökkvistöðin í Reykjavík hefur notað undan- farin ár hafa yfirleitt reynst vel, þó aldur þeirra sé orðinn nokkuð hár. Bréfritarinn tekur fram, að hann minnist ekki að hafa séð á prenti „þegar lýst hefur ver- ið slökkvistarfi brunaliðsins, að starfið hafi tafist vegna bíla kostsins.“ Sem betur fer-mun það sjaldan hafa komáð fyrir, en bifreiðar og dælur eru, eins og önnur mannanna verk, þannig gerðar, að eittbvað get- ur færst úr lagi og þá oftast þegar mest á reynir. Þó mun slíkar bilanir aldrei hafa haft áhrif á slökkvistarfið að ráðL Erlendis er sama upp á ten- ingnum og hér. Margar slökkvi bifreiðar eru þar æfagamlar miðað við aðrar bifreiðar, en í fullkomlega nothæfu ásig- komulagi. Viðhald slíkra bif- reiða er að vísu erfitt, þar sem erfiðara er að fá vara- hluti til þeirra, en bifreiða af nýrri árgerðum, en það rýr- ir ekki notagildið til slökkvi- starfa. Stjórnendur slökkvistöðva vilja sem lengst nota slíkar bif- reiðar, því endurnýjun er mjög kostnaðarsöm, og telja lítið vit í að aka bifreiðum á skran hauga, þótt gamlar séu að ár- um, séu þær enn fullgóðar til þeirra starfa, er þeim er ætlað að inna af hendi, viðhald þeirra mögulegt og ekki of kostnaðarsamt, og ber sízt að álasa þeim fyrir. Nýi bíllinn kemur Um nýju slökkvibifreiðina vil óg taka það fram, að aukn- ingar og endurnýjunar er á- valt þörf í borg í örum vexti, Hitt skiftir ekki öliu máli, hvort okkur er afhent bifreið- in mánuði fyrr tða síðar, enda þótt maður sé ávallt áfjáður í að fá ný tæki i hendurnar, þegar þau éru komin til landa- ins. Er það trú min, að ekki líði langur tími, þar til bifreið- in verði tekin í notkun. Reykjavík, 16. október 1962. Jón Sigurðsson.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.