Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. október 1962. MORGVNBLAÐIÐ 17 Landið okk Framhald af bls. 10. höfum brætt í sumar 60 þús- und mál og nítján betur. — — Og eigið von á meiri síld? — Nei, ætli það. Við verð- um að stöðva verkismiðjuna nú því að allar geymslur eru orðnar fullar, bæði lýsis og mjölgeymslur — en við losn- um við töluvert magn áður en þrumur úr heiðskíru lofti brugðum við okkur inn á símstöðina, sem er þar í næsta húsi, hringdum í síma 10 og spurðum, hvort við mættum líta við í eina mínútu eða svo. Það var auðsótt mál og við hlupum yfir götuna. — Nú er ég aldeilis undr- andi, sagði frú Lita, þegar hún heyrði, að kominn væri blaðamaður að sunnan, slíkt hefur ekki gerzt fyrr öll þessi ár, sem við höfum verið hér. — En svo er hún þotin fram í eldhúsið, við höfðum sem sé hringt í miðjum bakstri en sennilega er húsmæðrum lítt verra gert, en ónáða þær, þegar svo stendur á. Haraldur Sigurðsson, læknir var einn þeirra, sem rétt Læknishjónin — Lita og Haraldur Sigurðsson langt um líður, það er búið að selja um það bil 470 tonn af mjöli og annað eins af lýsi sem þegar er farið. Hér mun hafa orðið einna skárst nýt- ing af verksmiðjum á Aust fjörðum, um 53 kg af afurð- um af hverju máli, sem má teljast mjög gott. — Og þú ætlar aftur hing- að næsta sumar? — Já, að öllum líkindum — ég hef verið heppinn með mannafla og véarnar eru ágæt ar svo þetta hefur gengið ljóm andi. Héraðslæknir í rúm tuttugu ár. Héraðslæknisbústaðurinn á Fáskrúðsfirði er hið vegleg- asta hús, byggt af frönskum rétt eftir aldamótin, sennilega um 1907, og það stendur hátt og fallega — svo hátt, að við urðum að gefast upp við að ná af því birtingarhæfri mynd. Frakkar gerðu mikið út frá Fáskrúðsfirði á skútu- árunum, allt fram undir 1924- 25. Húsið reistu þeir með það fýrir augum, að þar yrðu lækn ir og konsúll til húsa — en svo gerðu þeir lækninn að konsúl og síðan hefur bú- staðurinn tilheyrt læknisem- bættinu. Héraðslæknirinn, sem nú annast velferð Fáskrúðsfirð- inga, er Haraldur Sigurðsson og kvæntur er hann danskri konu, Litu, sem einnig er lækn ir að mennt, og hafði starfað við lækningar í Danmörku, áður en þau hjónin settust að á Fáskrúðsfirði fyrir rúm- um tveim áratugum. Okkur datt í hug að fá að heilsa upp á þau augnablik, en til þess að koma ekki eins og sluppu heim fyrir heimstyrj- öldina síðari, frá Petsamó >á hafði hann nýlokið dönsku embættisprófi, hafði verið við framhaldsnám í Danmörku frá því árið 1934. Hann var kandidatsárið í Vi- borg, en siðan við framhalds- nám í Nyköbing á Norður Sjá landi, Aarhus og Kaupmanna- höfn. Árið 1937-38 starfaði hann á Ivigtut á Grænlandi. Aðspurður segir Haraldur að sér hafi líkað ágætlega í Grænlandi, þar var bara of lítið að gera segir hann — þá voru aðeins 200 manns í Ivigtut, nær eingöngu Danir sem voru þar við Kreolyt vinnsluna. Svo hafði ég líka þorpið Arouk, þar bjuggu nær 200 Grænlendingar. Hér á Fá- skrúðsfirði settist ég að árið 1940 og hefur líkað vel. Und- ir héraðið heyra um eitt þús- und manns — ég hef líka gegningarskyldu á Stöðvar- firði og að Eyri á Reyðarfirði svo hér er alltaf nóg að gera. — Hvert sendið þér í sjúkra hús? — Til Norðfjarðar, það sem þar er hægt að gera, annars suður, ef við verður komið. Hér í húsinu hef ég tvö rúm til að nota í neyðartilfellum, meðan engin er hér sjúkra- húsnefnan. — >ið hjónin hafið ekki hugsað til þess að flytja suð- ur úr fásinninu á næstunni? — Nei, ætli maður verði hér ekki eitthvað áfram, nú er vegasambandið hingað aust ur alltaf að skána. Áður fyrr var ekkert hægt að komast nema á hestum eða sjóleiðis, þótt vitlaust væri veður og sjór. Nú er þetta miklu betra, einkum eftir að hægt var að komast akandi til Stöðvar- fjarðar. — Hafið þér fengið menn til að leysa yður af í sumar- leyfum? — >að hefði sjálfsagt ver- ið hægt, ejr ég hefi ekki reynt það lengi? — Nei, segir nú frú Lita, sem er nýkomin inn aftur, þetta nær ekki nokkurri átt, hann hefur ekki tekið sumar- frí í þrettán ár. Sjálf hef ég alltaf farið til Danmerkur af og til að hitta fjölskyldu og vini. Lita Sigurðsson hafði starf- að í sjö ár að lækningum í Danmörku, áður en hún flutt- ist með manni sínum til fs- lands. Hún ætlaði að leggja fyrir sig geðlækningar — og var síðast aðstoðarlæknir á geðlæknispftalanum í Risskov í Aarhus, — en ekki varð frekar úr sérnámi, því örlög- in höfðu ætlað henni stað á íslandi. — Sjáið þér eftir því? spyrjum við, — en telj- um okkur þó vita svarið fyr- irfram, svo glaðleg kona sem hún er. Enda svarar hún — O, nei, nei, ég sé ekki eftir því, úr því að við höfum alltaf verið svo ánægð hér og liðið svo prýðilega. >að hefði verið annað, hefði ekki ver- ið svo, ef um óánægju hefði verið að ræða. Auk þess held ég, að ég sé jafnvel betri í í húsmóðurstörfum en lækn- ingum, að minnsta kosti nú orðið, segir hún og hlær við. — Farið þér stundum með héraðslækninum í vitjanir? — Já, mikil ósköp, ég fer al’ltaf með honum af og til. Nú hefur maður nógan tíma, börnin öll að heiman, svo það er engin ástæða til annars. — Fannst yður ekkert erfitt að samræma heimilisstörfin lækinisstörfunum? — Ég kynntist því aldrei nema með svo góðri hjálp, svarar Lita, sennilega er það orðið æði erfitt núna, ég veit það ekiki, get ekki talað af reynslu um það — en nú er orðið svo óskaplega erfitt að fá nokra húshjálp. Sennilega er svo um alla útivinnu hús- mæðra, að hún er erfið, ef þær þurfa að annast heimil- in hjálparlaust. — Er nokkuð auðveldara að fá heimilsaðstoð hér en í stærri bæjunum? — Nei, ekki virðist það vera. — En þér eruð ánægð hér á Fáskrúðsfirði? — Já, svo sannarlega, mér hefur liðið prýðilega hérna. Svo hlær hún stríðnislega og segir: — en þér megið samt ekki halda, að ég sé ánægð með allt. Ég er til dæmis ekki ánægð með póstsamgöng urnar og ekki ánægð með verzlunina hér og það má vel koma í blöðunum. Kaupmenn irnir hér virðast alveg stein- sofandi, — það þarf ekki að fara lengra en á næstu firði til þess að fá aukið vöruval og maður veit, að miklu væri áreiðanlega hægt að breyta til batnaðar, ef áhugi væri fyrir hendi. Og svo er kaup- félagið alveg ómögulegt, — það má líka koma í blöðunum — og það held ég margir séu sammála um hér á Fá- skrúðsfirði, segir frú Lita, hjartanlega og bætir við kím- in — en ég veit ekki hvort nógu mikið er kvartað yfir því. m.bj. I Framtíðarstarf Gamalt og þekkt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða ungan pilt 17—20 ára til alhliða verzlunar- starfa, sem allra fyrst. Umsóknir ásamt uþplýsing- um sendist afgr. Mbl. fyrir 21. þ.m., merkt: — „Áhugasamur — 3332“. íbúð til sölu Þriggja herb. íbúð í Norðurmýri til sölu. Nán- ari upplýsingar í síma 36169. IJTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboð um að byggja dælu- stöð Vatnsveitu Reykjavíkur við Háaleitisbraut vitji uppdrátta og útboðslýsinga í skrifstofu vora Tjarnargötu 12, III. hæð gegn 2.000,00 kr. skila- tryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. VIKAI KEMUR ÚT í DAG LESIÐ UM HALLDÓR KILJAN LAXNESS í ALDASPEGU Vetrartízkan með fjöida mynda. ☆ Hvernig verða bílar næstu 5 árin? ☆ Augu í heitu myrkri: Saga eftir séra Sigurð Eín- arsson í Holti. ☆ Getraunin um PRINZINN og hálft kóngsríku VlKAlll TIL SÖLIJ er raðhús við Álfheima. — Húsið er 2 hæðir og kjallari. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. TIL SÖLIJ er 4ra hæða steinhús í smíðum, byggt, sem verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Húsið er á mjög góð- um stað í bænum. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. Afturköllun uppboðs Uppboð á húseigninni Klöpp, Hafnarhreppi, sem fram átti að fara 19. þ.m. afturkallast hér með. 17. október 1962, Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Verzlun til sölu Vegna veikinda er lítil skemmtileg tóbaks- og sæl- gætisverzlun *;I sölu strax. Sendið nafn og heimilisfang til blaðsins, merkt: „Express — 3638“ fyrir 20. þ. m. Við óskum eftir sambandi við umboðsfirma eða heildsala, sem gæti tekið að sér sölu á fyrsta flokks garð-sólhlífum. — Svar merkt: „9600“ sendist A/S Höydahl Ohme, Osló — Norge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.