Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 12

Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 12
12 MORGVNBL AÐ1Ð Miðvikudagur 24. október 1962 tJtgefandi: Hí. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. 'Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. VIGHREIÐUR í VESTURHEIMI Á torginu fyrir framan höll Imamins í Taw voru hinir dauðadæmdu hálshöggnir. Imaminn lét myrða 300 höfðingja til að tryggja sig í sessi Covétríkin hafa gert Kúbu að víghreiðri sínu í Vest- urheimi. Á sama tíma sem kommúnistar hafa fullvissað bæði Bandaríkjamenn og all- an heiminn um það að vamir Kúbu væru eingöngu mið- aðar við að verjast árás, hafa Sovétríkin unnið af kappi að byggingu stórkost- legra eldflaugastöðva á Kúbu. Með slíkum eldflauga- stöðvum 90 mílur frá strönd- um Bandaríkjanna hefðu Rússar aðstöðu til að skjóta stærstu borgir Norður- og Suður-Ameríku í rústir með vetnis- og kóbalt-sprengjum á skömmum tíma. Þegar stjóm Bandaríkj- anna hafði fengið óyggjandi vissu um þennan stórkostlega árásarviðbúnað Sovétríkj- anna á Kúbu, taldi hún ekki lengur til setunnar boðið. — Kennedy forseti hefur nú stigið það öriagaríka skref að slá herkví um Kúbu og banna alla vopnaflutninga þangað. Jafnframt hafa Bandaríkja- Kienn eflt flotastöð sína á Kúbu og gert aðrar víðtæk- ar ráðstafnir til þess að koma í veg fyrir að haldið verði á- fram uppbyggingu rússnesks víghreiðurs í hjarta Vestur- heims. ★ Þegar þetta er ritað er ekki vitað um viðbrögð Rússa við þessum ráðstöfunum Banda- ríkjanna. En í hinum frjálsa heimi mun yfirleitt talið að Bandaríkjamönnum hafi ver- ið nauðugur einn kostur að . grípa til fyrrgreindra örygg- isráðstafana. Svik og fláræði Rússa í sambandi við her- stöðvar þeirra á Kúbu, minn- ir mjög á aðfarir nazista á sínum tíma. Krúsjeff og Gromykó lýsa því yfir hvað eftir annað, utanríkisráðherr ann síðast í samtali við Kenn edy forseta í Hvíta húsinu fyrir nokkrum dögum, að all- ur stuðningur Sovétríkjanna við Castro miði að því að koma upp vömum á Kúbu til þess að verjast árás. En á sama tíma em Rússar sann- 'anlega að koma fyrir eld- flaugastöðvum fyrir kjarn- orkusprengjur, sem hægt er að skjóta frá Kúbu til allra landa Vesturheims. Krúsjeff hefur að vísu fyrr lýst því yfir að hann muni hjálpa kommúnistastjórninni á Kúbu ef hún þurfi á að haldá með öllum þeim tækj- um, er Rússar hafi yfir að ráða. En margt bendir til þess að hinn rússneski ein- ræðisherra muni hugsa sig tvisvar um áður en hann legg ur út í slíkt ævintýri. Lík- legra er að Rússar muni hætta hergagnaflutningum sínum til Kúbu þegar þeir sjá framan í öryggisráðstaf- anir þær, sem Bandaríkja- menn hafa gert til þess að svipta Sovétríkin þeirri fót- festu, sem þau þykjast hafa fengið á Kúbu. Hins vegar er ekki ólíklegt að þrýstingur Rússa á Berlín kunni að auk- ast. — Ekkert skal þó um þetta fullyrt að svo komnu máli. Heimurinn er í dag staddur á mikilli hættustund. Hinn alþjóðlegi kommúnismi hef- ur leitt yfir mannkynið gíf- urlega hættu, sem engan veg inn verður séð fram úr í dag. HLUTLEYSIÐ BRÁST Ckjól hlutleysisins brást ^ þeim Nehru og Krishna Menon eins og það hefur brugðizt öllum, sem hafa treyst á það sér til skjóls og varnar. Leiðtogar Indlands héldu að þeir gætu tryggt ör- yggi lands síns og þjóðar með því að neita að viðurkenna yfirgang hins alþjóðlega kommúnisma. Þeir gengu m. a. s. svo langt að fulltrú- ar þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum tóku upp harða baráttu fyrir því að Rauða Kína yrði veitt innganga í samtökin, þrátt fyrir það þótt Pekingstjómin hefði staðið fyrir árás á Samein- uðu þjóðirnar í Suður-Kóreu á sínum tíma. Hið kommúníska Kína hef- ur nú hafið árás á hið hlut- lausa Indland. Svo virðist sem Nehru hafi nú gert sér ljóst að hlutleysið eitt dugir ekki. Hann hefur snúið sér til Breta og Bandaríkja- manna og óskað eftir því að þeir láti hann hafa vopn til þess að verjast árás kín- verskra kommúnista. Áður hafði hann einnig fengið vopn frá Sovétríkjunum. En skipbrot hlutleysisstefn unnar í Indlandi er ekki að- eins lærdómur fyrir þá Nehru og Krishna Menon. — Allar þjóðír heíms geta af því lært. í hlutleyáí eh ekk- ert skjól. Það er aðeins blekk EFTIR að byltingin var gerð í Jemen, hefur mikið v/.ið ritað um landið. Heimildir um stjórn- arfar og lifnaðarhætti íbúanna eru bó af heldur skornum skan-.inti, því að landið hefur verið mjö’- einangrað. Vitað hef ur verið að geysileg harðstjórn hefur íkt í landinu, sem er mjÖK skammt á veg komið og sagt hefur verið að öll menn- ing hafi staðið í stað frá því á miðöldum. Sama fjölskyldan, Said, hefur ríkt í Iandinu s.l. 1000 ár og flestir konungarnir hafa verið myrtir og af því má marka „vinsældir“ þeirra. Imaminn Arhmed, sem lézt 18. sept. s.l. 66 ára gamall dó þó á sóttarsæng, en það var ekki vegna þess, að þegnar hans hefðu ekki láfcið hjá líða að gera tilraunir til að ráða hann af dötgum. 12 sinnum höfðu vél- byssuskot verið fjarlægð úr l'ík ama hans og alltaf reis hann frískur upp atf sjúkrabeðinum. ing og flótti frá hinum kalda veruleika. HVAÐ GERA RÚSSAR? k rás kínverskra kommún- ^ ista á Indland skapar Rússum mikinn vanda. Sovét ríkin eru í orði kveðnu banda menn Sovét-Kína og skuld- bundin til þess að koma Kín- verjum til hjálpar ef á þá er ráðizt. Nú heldur Peking- stjórnin því fram að Indverj- ar hafi ráðizt á Kína. Hvorki Kínverjar né Indverjar hafa að vísu lýst yfir styrjaldar- ástandi, en orustur geisa á landamærum ríkjanna og á- tökin fara harðnandi með degi hverjum. Hvernig snúast Rússar við þessum atburðúm? Peking- stjórnin segir að Indverjar Þegar Imam Aohmed I. tók við völdum 1948 ætlaði hann að tryggja sér rólegt líf, — án morðtilrauna. Hann .hélt mikla veizlu. í Canaa og bauð þangað þrjú hundruíð æðstu mönnum landsins. í lok veizlunnar gekk hann fyrstur út úr salnum og 'hurðin hafði varla lokast á eftir honium, þegar hermenn, búnir vélbyssum, birtust í gluiggunum og sfcutu til bana alla, sem inni voru. Nokkrir tugir háttsettm manna í landinu bomust lífs af úr þessum fjöldamorðum, þeir sem Imaminn taldi sér fullkom- lega hættulausa. Þeim var ekki boðið til veizlunnar. Imaminn taldli of hættulegt að búa í höfuðborginni Sanaa og flutti þVí aðsetur sitt til Taiz og gerði hana að höfuðborg landsins. í Sanaa búa um 60 þús. manns, en aðeins um 15 þús. í Toiz. Fyrir framan höll Imamins í Tazi, er markaðstorg og þar hafi ráðizt á Kína. Nehru og Krishna Menon lýsa því yfir að Kínverjar hafi ráðizt á Indland. Hvorum aðilanum trúir Moskva? Krúsjeff hefur selt Nehru vopn en hann er í varnarbandalagi við Mao- tse-tung! Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að þessi á- tök Kínverja og Indverja koma Moskvu mjög illa. Þau brjóta niður alla trú á hlut- leysisstefnuna, sem kommún- istar hafa notað sem sauða- gæru yfir ofbeldisáform sín víða um lönd. Þau dreifa kröftum kommúnistaríkjanna og kunna að hafa truflandi áhrif á áform Sovétríkjanna, áuk þess sem þau sýna heim- inum á ótvíræðan hátt að ekki er allt með felldu í sam- búðinni milli Moskvu og Pek ing. — voru þeir, sem hann dæmdi til dauða, teknir af lífi. Imaminn var æðsti dómari landsins. Þeir, sem hlutu líflátsdóm voru annað hvort hálshöggnir, grýttir eða hýddir ';il bana. Aftökurnar voru opinberar athafnir, sem allir gátu verið viðstaddir. Áður en hinir dauðadæmdu voru leiddir fyrir oöðlana, lók hljómsveit hersins. Þegar Imam Achemed I. var sýnt banatilræði skömmu eftir að hann kom til valda, sá hann að það hafði ekki nægt að myrða höfðingjana 300. Tók hann einhvern af æðstu mönnum hvers einasta ættflokks í landinu sem gísl og hélt hon- um föngnum í höll sinni í Taiz. Ef einhver mótþrói gegn Imam inum varð vart hjá ættflokknum voru gíslarnir tafarlaust háls- höggnir. Þegar Imam Aohmed I. lézt og sonur hans Imam E1 Badr tók við völdum, ætlaði hann að draga úr harðstjórninni og byrjaði á því að láta gísiana lausa. Það gagnaði þó ekki, því að 9 dögum eftir að hann kom til valda, var byltingin gerð og sagt var að hann hefði verið drepinn. Eins cg kunnugt er, er nú talið full- víst, að E1 Badar hafi komizt lífs af og sé nú að reyna að ná völdunum aftur í sínar hendur. Harðstjórlnn Imant Achmed. Hann lifði 12 banatilræði og lézt á sóttarsæng. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.