Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 15

Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 15
Miðvikudagur 24. október 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 15 STEIIMASTEYPUVÉL Ævintýraförinni er senn lokiö Jerúsálem, 19. öktóber. ISLENZKI ferðamannahópurinn, sem farið hefur um löndin fyr- ir botni Miðjarðarhafs á vegum Ferðafélagsins útsýnar, er kom- inn til Jerúsalem eftir tveggja vikna sögulega ferð sem verið hefur ævintýri líkust. f hópnum eru 42 þátttakendur auk farar- stjóra, Ingólfs Guðbrandssonar, og leiðsögumanns, Sigurðar A. Magnússonar. Þar við bætist áhöfn flugvélarinnar frá Flug- félagi íslands, sex manns. Hópurinn hefur hvarvetna vakið athygli og fengið sérlega góðar viðtökur, því þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur ferða mannaflokkur heimsækir þessar slóðir. Fyrsti viðkomustaður var Vínarborg, þar sem hópnum var tekið með sérstökum ágætum. Hann dvaldist í borginni tvo daga, og fór að sjálfsögðu í Vín- aróperuna annað kvöldið. Þar var sýndur „Grímudansleikur- inn“ eftir Verdi með úrvalssöng- kröftum. í Miklagarði (Istambul) bjó hópurinn í einu glæsilegasta gistihúsi Evrópu, Hótel Hilton. Þriggja daga dvöl í Miklagarði veitti kærkomið tækifæri til að reika um fornar slóðir Væringja, skoða eitt mésta guðshús ver- aldar, Sófíu-kirkjuna frá 6. öld e. Kr., og heimsækja nokkrar tilkomumestu moskur og hallir hinnar sögufrægu borgar, sem hefur átt fáá sína líka um íburð og glæsileik, bæði á mektardög- um austrómverska ríkisins og síðar á blómaskeiði Tyrkjaveld- is. f Miklagarði er stærsti aust- urlenzki bazar veraldar, Grand Bazaar, heil smáborg undir þaki, og þótti íslendingunum forvitni- legt að kynnast litríku lífinu í öngstrætum og rangölum þessa sérkennilega borgarhverfis. Ekki má heldur gleyma skeiðvellinum forna eða „paðreiminum“, sem Væringjar þekktu vel, eða hin- um rammgeru borgarveggjum, sem staðið hafa í hartnær fimm- tán aldir. Frá Miklagarði var flogið til Aþenu. Þar voru skoðaðar hin- ar merkilegu fornminjar og glæsileg musterin á Akrópólis- hæð, bæði í sólbirtu og tungls- ljósi um miðnætti. Ennfremur var litazt um kringum hæðina, farið upp á Arésar-hæð þar sem Páll postuli hélt sína frægu ræðu, litið yfir leikhús Díónýs- osar, vöggu 'vestrænnar leiklist- ar, og hið kunna hringleikhús Heródesar Attíkusar, sem enn er notað til hljómleika og leiksýn- inga. Dagur i Delfí varð þátttak- endum ógleymanlegur, bæði vegna óviðjafnanlegrar náttúru- fegurðar staðarins og sökum minjanna um forna blómatíð, þegar Delfí var miðdépill alls hins gríska heims og helgasti staður hans. Frá Aþenu var flogið til Beir- ut, höfuðborgar Líbanons, hinna fornu heimkynna Fönikíu- manna. Flogið var yfir gríska Eyjahafið, Ródos og Kýpur. Bað- strendur í Beirut eru heimsfræg- ar, en borgin hafði líka upp á margt fleira að bjóða, t. d. Coca Cola er góður drykk’ur með mat og nauðsynlegur d hverju heimili ' Coca-Cola er Ijuffengur og hressandi drykkur, sem léttir skapið og gerir lífið dnægjulegra, Coca-Cola er bezta hressingin í önnum daasins, Það er auðvelt að taka a möti gestum ef Coca-Cola er til d heimilinu Nokkrir ferðalanganna á Akrópólis. stærsta spilavíti Austurlanda og eitt fegursta útsýni við austan- vert Miðjarðarhaf. Frá Beirut ók hópurinn í leigu bílum yfir hin fögru Líbanon- fjöll, sem við könnumst við úr Gamla testamenti. Þar fékk Salómon sedrusviðinn í musteri sitt og hallir, og þar er eitt bezta skíðaland nálægra Austurlanda. Komið var við í Baalbek, hinni fornu höfuðborg guðsins Baals, er síðar varð einn helgasti stað- ur rómverská ríkisins undir nafn inu Heliopólis (Sólborgin). Þar standa enn einhverjar bezt varð- veittu rústir rómverskra helgi- dóma, hið tröllaukna musteri Júpítérs og tvö minni hof, helg- uð Bakkusi og Venusi. Síðla dags var komið til Dam- askus, höfuðborgar Sýrlands, sem talin er vera elzta byggða borg veraldar. Þar komst hóp- urinn í kynni við andrúmsloft Þúsund og einnar nætur og skoð aði ýmsa staði nátengda kristn- inni, t. d. húsið þar sem Páll postuli var skírður og fékk sjón- ina aftur, „strætið, sem nefnt er hið breiða", gluggann á borgar- veggnum, sem Páll var látinn flýja út um undan ofsóknar- mönnum sínum, og þannig mætti lengi telja. í Damaskus var enn- fremur heimsótt hin mikilfeng- lega Omayyad-moska, ”eist árið 705, eitt veglegasta guðshús Múhameðstrúarmanna. Eftir sólarhrings viðdvöl I Damaskus var enn haldið í ný- tízkulegum leigubílum áleiðis til Landsins helga. Við ferðafólkinu blöstu ýmsir kunnir staðir úr Biblíunni, svo sem Nebó-fjall, þar sem Móses andaðist eftir að hann hafði litið fyrirheitna land ið, bg Jeríkó-borg. Ferðafólkið tók sér bað í Dauðahafi, 392 metrum undir sjávarmáli, og var vatnið þar svo salt að menn flutu ofan á því eins og korktappar. Skammt frá botni Dauðahafs er staður- inn við ána Jórdan, þar sem Jó- hannes skírari skríði Jesúm, og átti hópurinn þar hljóða stund. Þeir forsjálustu höfðu meðferðis flöskur undir hið helga vatn ár- innar, svo þeir gætu flutt það með 'sér heim til fslands. í Framh. á bls. 23 Séð yfir Aþenu ofan af Akrópolis um miðnætti. Fióðlýsta hæðin í baksýn er Lýkabettos. Ljósm.: Óskar Gíslason. Góðir greiðsluskilmálar ef semzt suax. Vinnustofa ÁSGEIRS LONG sími 50877, með mótum fyrir tvær milliveggjaplötum. Vélin er tílbúin til afgreiðslu strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.