Morgunblaðið - 24.10.1962, Page 24
f RÉTTASÍMAR M B L.
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
Dagur S. Þ.
Sjá bls. 13
237. tbl. — Miðvikudagur 24. október 1962
Skiptist í tvð horn
Skilningur í Vestri, gremja í Austri
London, 23. okt. (AP-NTB)
RÆÐU þeirri, sem Kennedy
Banidarikjaforseti flutti í gær
varðandi nýjar aðgerðir gagn-
vart vígbúnaði á Kúbu, hefur
verið misjafnlega tekið í heim-
inum. Austan járntjalds eru ekki
skiptar skoðanir um ræðuna, og
aðgerðir Bandaríkjannia nefndar
,,lögbrot“ og „sjórán“, sem árás-
aröflin þar í landi standi á bak
við. Bandalagsriki Bandarikj-
anna í Evrópu hafa hinsvegar
flest lýst yfir stuðningi við
stefnu Kennedys og fullum skiln-
ingi á nauðsym þess að grípa til
róttækra aðgerða.
Fara hér á eftir sýnishorn af
viðbrögðum á nokkrum stöðum:
London: Brezka stjórnin lýsti
í dag yfir fullum stuðningi við
aðflutningsbann Kennedys á
vopn til Kúbu. Jafnframt lýsti
stjórnin því yfir að árásarbæki-
stöðvar þær, sem Rússar hafa
látið byggja á Kúbu, væru hættu
legar heimsfriðinum. „Gromyko
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
gaf nýlega mjög ákveðna yfir-
lýsingu um að vopn þau, er
Sovétríkin hafa sent til Kúbu,
væru einungis til varnar,“ segir
í yfirlýsingunni. Sövétrikin hafa
gerzt sek um undirferli jafnframt
því sem þau eiga sök á því að
hafa vísvitandi efnt til árekstra
á nýjum landsvæðum. Þá segir
þrezka stjórnin að fulltrúa henn-
er hjá Sameinuðu þjóðunum. Sir
Patrick Dean, hafi verið falið að
styðja málstað Bandaríkjanna.
Bonn: Konrad Adenauer kanzl-
ari Vestur-Þýzkalands sagði í
dag að Vestur-Þjóðverjar væru
reiðubúnir til að taka hverri
þeirri áhættu, er stafaði af
stefnu Bandaríkjanna varðandi
Kúbu. Sagði hann að þýzka
stjórnin stæði einhuga með
Bandaríkjunum. „Ástandið er al-
varlegt," sagði Adenauer, „áhrifa
getur gætt í Berlín.“
Brussel: Utanríkisráðherrar
Efnahagsbandalagsríkjanna eru á
fundi í Brússel, Og lýstu þeir í
dag yfir fullum skilningi á að-
gerðum Bandaríkjanna. Áðstaðan
hefði gjörbreytzt eftir að kunn-
ugt varð að komið hafi verið
fyrir árásarvopnum á Kúbu.
Washiti.gton: Á fundi með
Stríðsvá-
tryggingar
London. 23. okt. — AP-NTB
BREZK sjóvátryggingafélög
tilkynntu í dag, að þau myndu
taka upp ný vátryggingarið-
gjöld fyrir skip, sem sigla til
Kúbu. Stafar þessi ákvörðun
af áðflutningsbanni því, sem]
Bandaríkin hafa sett á vopn ■
til Kúbu.
Verða iðgjöldin framvegis
j miðuð við f arm einstakra
skipa, og verða skipaeigendur
að semja sérstaklega við vá-
tryggingafélögin hverju sinni.
Samtök brezkra skipaeig-
enda lýstu því yfir í dag, að
sigiingar til Kúbu væri ekki
lengur mál, sem heyrði undir
samtökin. Það væri héðan
í frá brezku stjórnarinnar að
ákveða um siglingar brezkra
skipa til eyjarinnar.
Margir skipaeigendur hafa
að undanförnu gert samninga
við ýmis kommúnistaríki um
flutninga til Kúbu — sumir
til langs tíma.
Tryggingariðgjöld skipafé-
laga hafa hingað til numið
0.0375% af verðgiidi, þ.e. 9
pencum af hverju sterlings-
pundi eða 10% bandarísku
centi af hverjum 280 dölum.
Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í Washington í
dag, lýstu fulltrúar nítján ríkja
Ameríku yfir stuðningi við að-
gerðir Kennedys. Aðeins fulltrúi
Boliviu sat hjá, og það vegna
þess ai hann hafði ekki fengið
nein fyrirmæli frá ríkisstjórn
sinni. Eru allar líkur fyrir því
að öll Ameríkuríkin muni standa
einhuga með Bandaríkj amönn-
um.
Belgrad: Tito forseti Júgó-
slavíu sagði í dag að ástæða
væri til að óttast það ástand, sem
skapazt hefði vegna Kúbu. Hann
sagði að þær einhliða aðgerðir,
sem gripið hafi verið til, og aðr-
ar þær aðgerðir, sem hugsanlega
fylgdu hinum eftir, gætu stofn-
að heimsfriðinum í voða.
Tókíó: Ikeda forsætisráðherra
kva.ðst vona að unnt yrði að
Framh. á bls 23.
20 þusund
manris hafa
séð myndina
UM 20 þús. manns hafa séð
kvikmyndina 79 af stöðinni.
Búizt er við, að kvikmyndin
verði send til sýningar úti á
landi eftir næstu helgi og byrj
að á Akureyri og Keflavík.
Stjórn Edda Film hefur á-
kveðið að banna myndina
börnum innan 16 ára aldurs
1 vegna sífelldra kvartana for-
eldra, sem telja börnum innan
þess aldurs óhollt að sjá hana.
Kvikmyndaeftirlitið bannaði
myndina börnum innan 12 ára
aldurs.
ftwftifttfftift*:::*::::
Nú er búið að steypa Keflavíkurveginn suður fyrir Hvaleyrarholt, og senn fer að nálgast sá tími
þegar fyrsti kaflinn verður tekinn í notkun. Kaflinn, sem búið er að steypa, er 3,4 km á lengd.
Sjá nánari frásögn á blaðsíðu 3. Ljósm.: Sv. Þorm.
Herskip slá
IMörg rússnesk
hring um Kúbu
skip á leið þangað
Washington og Havana, 23. okt.
— AP-NTB —
FJÖLDI bandarískra herskipa
hefur nú slegið hring um Kúbu
og eru reiðubúin að stöðva hvert
það skip, sem grunur gæti leikið
á að flytti. vopn til Kúbu. Ekk-
ert skip hefur enn verið stöðv-
að, en vitað er um nokkur, sem
eru á leið til Kúbu. Hefur banda-
ríski flotinn sérstaklega fylgzt
með ferðum rússneska skipsins
Polotavia, sem er sérstaklega
búið til að flytja eldflaugar. Er
Varð fyrir bifreið
og fótbrotnaði
Akureyri, 23. okt.
UM kl. 7.40 í morgun varð
Sverrir Magnússon til heimilis
að Norðurgötu 57, starfsmaður
í Blikksmiðjunni fyrir bifreið
skammt vestan við trésmíða-
verkstæðið Skjöld í Gránufélags
götu. Bifreiðin var fólksbíll af
VW-gerð og lenti Sverrir á henni
að framanverðu hægra megin en
kastaðist síðan yfir hana og hafn
aði á götunni aftan við bílinn
vinstra megin.
Sverrir var þegar fluttur í
sjúkrahús og við rannsókn kom
í ljós að báðar pípur hægri fót-
ar voru brotnar og hafði hann
Árni Sigurðsson
sóknarprestur
á Norðfirði
PRESTKOSNING fór fram
Norðfjarðarprestakajli í Suður
Múla prófastsdæmi 14. þ.m. At-
kvæði voru talin á skrifstofu
biskups á mánudag. Á kjörskrá
voru 894. Atkvæði greiddu 613
og fór atkvæðagreiðslan þannig
að séra Árni Sigurðsson sóknar
prestur á Hofsósi hlaut 422 atkv.
séra Sigurjón Einarsson kennari
í Kópavogi 130 atkv, og séra
Trausti Pétursson prófastur,
Djúpavogi 59 atkv. Einn seðill
var auður og einn ógildur. Kosn
ingin var lögmæt og séra Arni
Sigurðsson því rétt kjörinn til
prestakallsins.
hlotið nokkur meiðsl önnur, sem
órannsökuð eru enn Þau eru
þó ekki talin stórvægileg
St.E.Sig.
Fjárleitað
úr flugvél
AKUREYRI, 22. október. — Um
hádegisbilið í dag flaug Tryggvi
Helgason, sjúkraflugmaður, um
framdali Eyjafjarðar, í fjárleit.,
en slíkar leitir hefur hann fari
ið í undanfarin haust.
Með Tryggva voru kunnugir
öárbændur. Leiðangursmenn
fundu all margar kindur í 2 eða
3 dölum og verða þær sóttar
næstu daga.
Einnig sáu leitarmenn ógrynni
af rjúpu. — St. E. Sig.
Mokliríð á
Akureyri
KLUKKAN tæplega 10 í gær-
kvöldi fór ið snjóa á Akureyri
og um 15 mínútum síðar voru
allar götur hér orðnar gráar.
Laust fyrir kl. 11 fór fréttaritari
blaðsins hringferð um bæinn. Þá
var þétt hríð og hvítt orðið frá
fjalli til fjöru, og talsverður
snjór að safnast í brekkurnar.
K1 11 var hér mokhríð.
— St.E.Sig.
talið að skip þetta sé nú á leið
til Kúbu, og jafnvel að það verði
fyrsta skipið, sem bandaríski flot
inn hindrar í a? sigla þangað.
Kennedy, Bandaríkjaforseti,
boðaði í gær aðflutningsbann á
vopn til Kúbu, og var jafnframt
tilkynnt í Washington að ekki
yrði hikað við að skjóta á skip,
sem ekki hlýddu banninu.
Skömmu eftir ræðu forsetans
gaf Fidel Castro, forsætisráð-
herra Kúbu, út fyrirskipanir um
að kalla til vopna allan her
landsins og var síðan útvarpað
tilkynningu um Havanaútvarpið
þess efnis að hernaðarástand
ríkti í landinu. Búizt var við að
Castro flytti útvarps- og sjón-
varpsávarp í dag, en ekki vitað
hvort úr því yrði.
254 skip
Varnarmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur neitað að gefa
upplýsingar um fjölda herskip-
anna, sem eru á verði við Kúbu,
en í gær var áætlað að þau væru
rúmlega fjörutíu. Ekki hefur
heldur verið látið neitt uppi um
fjölda rússneskra skipa á leið
til Kúbu annað en að þau séu
mörg. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum munu 254 erlend
skip hafa affermt í kúbönskum
höfnum á tímabilinu 1. júlí til
30. september sl., en þar af voru
aðeins rúmlega 90 frá kommún-
istaríkjunum, eða að meðaltali
eitt á dag.
Kennedy forseti hefur skipað
sérstaka öryggisnefr.d, en í henni
eru fulltrúar úr öryggisráði
Bandaríkjanna. Á nefnd þessi
að sitja fund með forsetanum á
hverjum morgni og fylgjast með
öllu, sem gerist varðandi Kúbu.
f nefndinni eiga sæti Lyndon B.
Johnson varaforseti, Robert Mc-
Namara varnarmálaráðherra,
Dean Rusk utanríkisráðherra,
Douglas Dillon fjármálaráð-
herra, Robert Kennedy dóms
málaráðherra, Maxwell Taylor
forseti herforingjaráðsins og
John McCone yfirmaður leyni-
þjónustunnar.
Viðbúnaður í Florida
Upplýst var í Colorado Springs
í dag að sveitir orustuflugvéla
hafi verið sendar þaðan til flug-
valla í suðausturhluta Banda-
ríkjanna, og er þar nú 180 þús-
und manna herlið. Mikill við-
búnaður er víða í Florida, sem
er aðeins 145 km frá Kúbu, og
í Key West og Mayport flota-
stöðvunum hafa safnazt miklar
hernaðarbirgðir. Nýr flugturn
var byggður í Key West á 48
klukkustundum, og hefur tekið
við yfirstjórn flugumferðar þar
Framh. á bls 23.
A ð e i n s
dagar
e f t i r
í hinu glæsilega Skyndihapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins. —
Þeir, sem hafa fengið senda
miða, en ekki gert skil fyrir
þá enn, eru því beðnir um að
gera það eins fljótt og þeir
frekast geta. — Miðarnir hafa
selzt mjög vel og eru nú að-
eins fáir eftir til sölu í happ
drættisbílunum sjálfum í Aust
urstræti (við Útvegsbankann)
og skrifstofu happdrættisins
í Sjálfstæðishúsinu. Skrif-
stofan er opin til kl. 10 eJi.
Togarasölur
1 GÆR seldu togararnir Hafliði
í Cuxhaven 132 tonn fyrir 86.665
mörk og Jón forseti í Bremenhav
en 123% tonn fyrir 89.500 mörk
Einn togari selur í Bretlandi
í dag oig tveir á morgun í Þýzka
landi.
Drætti alls
ekki frestað