Morgunblaðið - 26.10.1962, Side 1
II
Föstud. 26. okt. /962
s
2tttn*uunWíiíuí>
FjárEagaræða Gunnats Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðlierra
HÉR FER á eftir ræða fjármála-
ráðherra, Gunnars Thoroddsen,
við 1. umræðu fjáriaga sl. þriðju
dagskvöld.
Herra forseti. Góðir hlustend-
ur. Frv. til fjárlaga fyrir árið
1963 liggur hér fyrir til 1. umr.
Rétt er að gera fyrst grein fyrir
afkomu ríkissjóðs á sl. ári. Þeg-
ar ríkisbókhaldið hefur lokið upp
gjöri ríkisreiknings, en það var
xiú á öndverðu sumri, fara yfir-
skoðunarmenn Alþingis yfir
reikninginn og gera athugasemd-
ir sínar. Af hálfu fjmrn. eru sam
in svör og skýringar í samb. við
þær aths. og að því loknu gera
yfirskoðunarmenn tillögur um,
hvernig með skuli fara. Reikn-
ingurinn er síðan prentaður með
aths., svörum og tillögum og sam-
kv. stjórnarskránni ber að leggja
frv. til laga um samþykkt á ríkis-
reikningnum fyrir Alþingi. Þessu
er nú lokið, og var frv. til laga
um samþykkt á ríkisreikningnum
fyrir 1961 lagt fyrir Ed. Alþing-
is í gær, tekið þar fyrir til 1. umr.
og vísað til 2. umr. og fjhn. Mun
það vera í fyrsta sinn, sem full-
gerður reikningur fyrir næstliðið
ár ásamt frv. um samþykkt á hon
um er lagt fyrir Alþingi, áður en
1. umr. fjárlaga fer fram.
Athugasemdir með fæsta móti.
Yfirskoðunarmenn gera að
þessu sinni 28 aths. við ríkisreikn
inginn og er það með fæsta móti.
Till. þeirra, að svörum fengnum,
hafa samkv. venju verið ýmist á
þá leið, að þeir telja aths. full-
nægt með svarinu eða málið sé
upplýst, að þeir telja, að svo búið
megi standa, að aths. sé til at-
hugunar eða eftirbreytni fram-
vegis, og loks, að þeir vísa mál-
inu til aðgerða Alþingis, ef þeim
þ. '..ir sérstök ástæða til. í þetta
sinn var ekkert atriði, sem yfic-
skoðunarmenn töldu ástæðu til
aö vísa til aðgerða Alþingis.
Ég hef áður lýst þeirri skoðun
minni, að breyta þurfi þeirri
venju, sem hér hafði tíðkazt um
langan aldur um endanlega sam-
þykkt ríkisreikninga á Alþingi,
aó þeir væru ekki lagðir fyrir
A’hingi til samþykktar fyrr en
þeir eru orðnir 2—4 ára gamlir.
1 i þessi csiður hafði viu^ - zt
lengi. Nú hefur þessu verið
breytt. Ríkisreikningar fyrir ár-
in 1959, 1960 og nú fyrir 1961
hafa verið lagðir fyrir Alþingi til
samþykktar strax á næsta ári eft
ir reikningslok. Var að því stefnt
varðandi hina tvufyrrireikninga',
að unnt væri að afgr. þá endan-
lega á Alþingi fyrir áramót, en
sú regla þarf að komast á. En
stjórnarandstæðingar lögðu á það
rrykið kapp, bæði á þingi 1960
og 1961 að koma í veg fyrir, að
þessi umbót kæmist í fram-
kvæmd, og tókst að tefja málið
í bæði skiptin. En allt er, þegar
þrennt er, og nú er hin þriðja til-
raun gerð, til þess að fá ríkis-
reikninginn endanlega samþykkt
an fyrir áramót, og vænti ég þess
fastlega, að hv. stjórnarand.stæð
ingar láti sér nægja þá gleði að
hafa tafið þessa umbót í 2 ár,
og allir hv. alþm. telji nú tíma-
bært að koma á þessari sjálf-
sögðu reglusemi í rikisbúskapn-
um.
Afkoma ríkissjóffs 1961
Skal nú gefið hér yfirlit um
afkomu ríkissjóðs á árinu 1961.
Tekjur ríkissjóðs voru áætlaðar
í fjárlögum 1589 millj. kr., en
urðu 1672 millj. og voru þannig
83 millj. fram úr áætlun. Liggja
til þess aðallega tvær ástæður.
Tekju- og eignarskattur fór veru
lega fram úr áætlun. Það stafar
einkum af réttari framtölum, sem
eiga rót sína að rekja til umbóta
á skatta- og útsvarslögum. Og
tekjur ríkissjóðs af innflutningi,
sem .miðast við hundraðstölu af
verðmæti innfluttra vara, urðu
meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Á hinn bóginn urðu tekjur af
rekstri ríkisstofnana, — en þar
er Áfengis- og tóbaksverzlun rík
isins stærsti liðurinn — um 19
millj. kr. minni en fjárlög ætl-
uðu. Útgjöld ríkisins eru í fjár
lögum greind sundur í reksturs-
útgjöld samkv. 7.—19. gr. og
eignarhreyfingar samkv. 20. gr.
Rekstursútgjöldin, sem voru á-
ætluð 1476,4 millj. reyndust
1509,8 millj. eða 33,4 millj. um
fram áætlun. Nemur það um
2,3%. Til samanburðar má geta
þess, að á árunum 1946—1958
voru umframgreiðslur á rekstr-
arreikningi að meðaltali tæplega
11%. Árið 1959 urðu þær 0,8%,
1960 urðu rekstursgjöldin lægri
en fjárlög gerðu ráð fyrir eða
3,7% undir áætlun. Þessar um-
framgreiðslur árið 1961 stafa eink
um af hækkuðu kaupgjaldi á
miðju ári og gengisbreytingunni,
sem kom í kjölfar þeirra. Launa
hækkun opinberra starfsmanna
um 13,8% frá 1. júlí 1961 mun
hafa valdið um 25 millj. kr. hækk
un ríkisútgjaldanna á árinu og
gengisbreytingin sjálf um 10
millj. kr. hækkun. Þetta voru
rekstursgjöldin.
Útgjöldin samkv. 20. gr. fjár-
laga voru áætluð 111,9 millj., en
urðu 77,1 millj. eða 34,C millj.
undir áætlun. Flestir liði 20. gr.
fylgdu úæ th.ii, en vegna stofn-
unar Ríkisábyrgðasjóðs samkv.
lögum frá síðasta Alþingi þurfti
ekki að greiða úr ríkissjóði 38
millj. kr., sem áætlað hafði verið
í 20. gr. fjárlaga vegna áfallinna
ríkisábyrgða. í Ríkisábyrgðasjóð
inn var ákveðið, að rynni veru-
legur hluti af gengishagnaði 'út-
flutningsbirgða í ágúst 1961.
Ósamræmi í útreikningi
greiðslujafnaðar
Heildarútgjöld ríkissjóð samkv.
fjárlögum, þ.e. bæði reksturs-
gjöld og útgj. skv. 20. gr. fjárí.,
voru áætluð rúmar 1588 millj.,
urðu tæpar 1587 millj. eða rúm-
lega 1 millj. undir áætlun. Þar
sem ríkisreikningurinn og írv.
um samþykkt á honum liggur nú
fyrir Alþingi, get ég verið stutt-
orðari en ella um einstök atriði
hans. Auk tekna og gjalda samkv.
fjárlagaliðum eru ýmsar útborg
anir og innborganir hjá ríkissjóði,
sem hafa áhrif á greiðslujöfnuð-
inn. Eru það einkum breytingar
geymslufjár, yeitt lán, aukið
rekstrarfé ríkisstofnana, fyrir-
framgreiðslul- vegna fjárl. næsta
árs o. fl. Þegar finna skal greiðslu
jöfnuð ríkissjóðs, þ.e.a.s. greiðslu
afgang hans eða halla, þá hafa
fleiri reglur en ein verið viðhafð
ar. í ríkisreikningnum fyrir 1961
hefur nú eins og 1960 verið tek-
in upp grg. um greiðslujöfnuðinn,
en slíka grg. hefur ekki verið að
finna áður í ríkisreikningum. í
þeim skýringum kemur það m.a.
fram, að sú aðferð, sem ríkisbók-
haldið hefur haft, er nokkuð frá-
brugðin þeim reglum, sem Seðla
banki íslands notar. Þessi munur
liggur m.a. í því hvernig telja
skuli breytingar á geymslufé,
fyrningar o.fl. Samkv. aðferð rík
isbókhaldsins varð greiðsluaf-
gangur ríkissjóðs árið 1961 um
57 millj. kr. Seðlabanki íslands
hefur um nokkurra ára skeið not
að aðra reikningsaðferð við á-
kvörðun greiðslujafnaðar ríkis
sjóðs, og hefur það komið fram í
tímariti bankans, Fjármálatíð-
indum. Seðlabankinn notar hér
svipaða aðferð og ýmsar alþjóð-
legar fjármálastofnanir, svo sem
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Al-
þjóðabankinn og Efnahags- og
framfarastofnun Evrópu, OECD.
í stuttu máli er hún fólgin í því,
að reiknuð er sú breyting, sem
orðið hefur á árinu á sjóði, banka
innstæðum og lausaskuldum rík
issjóðs. Ef breytingin á þessu
þrennu samanlagt er jákvæð, þá
hefur orðið greiðsluafgangur,
sem því nemur, ef hún er nei-
kvæð, er greiðsluhalli sam-
kvæmt þessum reglum sem
nú hafa hlotið allalmenna
viðurkenningu, var greiðsluaf-
gangur ríkissjóðs á árinu 1961
72,4 millj. Þessi regla Seðlabank
ans og alþjóðlegra fjármálastofn
ana er einföld í notkun, gefur
glögga mynd af útkomu ríkis-
sjóðs og gerir auðvelt að átta sig
á áhrifum afkomu ríkissjóðs á
efnahagslífið. Til fróðleiks skal
hér getið um greiðslujöfnuð rík-
issjóðs árin 1950 og síðan samkv.
þessari aðferð Seðlabanka ís-
lands.
1950 var greiðsluafgangur 23,9
millj. 1951 var greiðsluhalli 9,1
millj., 1952 greiðsluhalli 38
millj., 1953 greiðsluafgangur 7,2
millj., 1954 greiðsluafgangur 15,5
millj., 1955 greiðsluhalli 5 millj.,
1956 greiðsluhalli 28,4 millj., 1957
greiðsluhalli 36,8 millj., 1958
greiðsluafgangur 52,7 millj., 1959
greiðsluafgangur 13,2 millj, 1960
greiðsluafgangur 35,4 millj og
1961 greiðsluafgangur 72,4 millj.
Þetta eru tölurnar samkv. þeim
reglum, sem Seðlabankinn og al-
þjóðlegar fjármálastofnanir nota.
Ný löggjöf um ríkisbókhald
og endurskoffun
Nú munu menn spyrja: Þarf
að ríkja einhver óvissa um það,
hvernig reikna skuli raunveru-
lega afkomu ríkissjóðs á hverju
ári? Er ekki hægt að setja ttm það
fastar reglur og skapa samræmi
frá ári til árs? Svarið er: að þessu
er einmitt unnið. Nú hefur á ann
að ár verið undirbúin ný lög-
gjöf um ríkisbókhald og endur-
skoðun. Er gert ráð fyrir veru-
legri breytingu á gerð fjárlaga
og ríkisreiknings, til þess að fá
glögga mynd af afkomu ríkis-
sjóðs og gott samræmi milli fjár
laga og ríkisreiknings. En eins
og hv. alþm. er kunnugt, skortir
mjög á, að svo sé nú. Oft er örð
ugt um samanburð á fjárlögum,
ríkisrekiningi og frv. til laga um
samþykkt á honum. Með undir-
búningi þessarar nýju löggjafar
er m.a. að því stefnt að fá slegið
fastri reglunni um það, hvernig
reikna skuli greiðslujöfnuð,
greiðsluafgang eða halla ríkis-
sjóðs, sú regla verði lögfest og
þar með tryggt samræmi milli
ára, svo að um þetta þurfi ekki
að deila. Drög að slíku frv. og
ýtarleg grg. hafa verið samin og
eru nú til athugunar hjá ýms-
um sérfræðingum um þessi efni.
En hér er um að ræða mjög nauð ,
synlega umbót í rilkisrekstrinum,
sem þarf að koma í framkvæmd
sem fyrst, en jafnframt verður að
vanda mjög allan undirbúning
þeirrar umbótar.
Rétt aff gera ráff fyrir greiffslu-
afgangi á yfirstandandi ári
Skuldir ríkissjóðs eru í árslok
1961 taldar um 995 millj. kr. Þær
hafa lækkað um 348 millj. á ár-
inu, en sú skuldalækkun liggur
fyrst og fremst í því, að Seðla-
bankinn hefur með samningi við
fjmrn. tekið að sér skuldir við
Alþjóðabankann og Gjaldeyris-
sjóðinn. Það er nýmæli í skulda
málum ríkissjóðs, að tekjuaf-
gangi ársins var nú fyrst og
fremst ráðstafað til að greiða upp
lausaskuldir ríkisins. Þær voru í
ársbyrjun 1961 42,8 millj. kr., en
voru greiddar að fullu á árinu. í
lok 1961 voru því engar lausa-.
skuldir hjá ríkissjóði. En lausa-
skuldir ríkissjóðs hafa undanfar-
in ár verið sem hér segir miðað A
við árslok: 1950 91,9 millj., 1951
84.4 millj., 1952 80,5 millj., 1953
72,8 millj., 1954 69,2 millj., 1955
105 millj., 1956 91,5 millj, 1957
89.5 millj., 1958 voru þær 60,8
millj., 1959 voru þær 28,1 millj.,
1960 42,8 millj. og í lok ársins
1961 engar.
Eignir ríkisins umfram skuld-
ir, — það, sem kallað er skuld-
lausar eignir eru nú taldar 1292,3
millj. kr. og höfðu aukizt um 144
millj. á árinu. Varðandi horfur
um afkomu ríkissjóðs á árinu
1962 er þess að geta, að rekstrar
tekjur ríkissjóðs voru áætlaðar í
fjárlögum 1748,8 millj.. og rekstr
arútgjöld, 1637,7 millj. 30. sept. sl.
voru rekstrartekjur orðnar 1347
millj. og rekstrarútgjöld 1293,8
millj. Tekjur af innflutningi <•
munu reynast nokkru meiri æn
ráðgert var, bæði sökum vax-
andi magns innfluttra vara, svo
og þess, að samsetningur innflutn
ingsins virðist færast í það horf,
að tolltekjur af hverri krónu
verði meiri. Ennfremur má búast
við, að tekju- og eignarskattur
verði hærri en fjárlög gera ráð
fyrir. Á hinn bóginn munu verða
umframgreiðslur á liðnum til nið
urgreiðslu á vöruverði innan-
lands og til uppbóta á útfluttar
landbúnaðarafurðir. Ennfremur
Framhald á bls. 2.
E F N I þessa aultablaðs er m. a.:
Kirkjuþingið í Vatikaninu .............. bls. 3
Picasso, málarinn mikli ................— 6
Eskifjörður ............................ — 8
„Það er ekki sæmandi“ ..................— 10
Heimsókn til Blönduóss .................— 12
. nyon