Morgunblaðið - 26.10.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 26.10.1962, Síða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ Föstudagur 26. október 1962 — Fjárlagaræðan Framhald af bls. 1. munu launabætur þær, er veittar hafa verið á árinu, óhjákvæmi- lega valda umframgreiðslum. Eins og nú horfir, er rétt að gera ráð fyrir greiðsluafgangi hjá rík issjóði á yfirstandandi ári, en ógerlegt er að svo komnu að nefna tölur um það efni. Heildarótgjöld fjárlaga Heildarútgjöld fjárlaga fyrir yfirstandandi ár voru áætluð 1748.7 millj. kr. Heildarútgjöld fjárlagafrv. fyrir næsta ár, sem hér liggur fyrir, eru áætluð um 2113,4 millj. og er það hækkun 364.7 millj. kr. Sú upphæð skipt- ist þannig, að áætlanir með rekst ursútgjöld hækkar um 347,5 millj., en útgjöld vegna eigna- hreyfinga á 20. gr. um 17,2 millj. í frv. er gert ráð fyrir greiðslu- afgangi á næsta ári, sem nemur um 12,8 millj. kr. Ástæður til þeirra hækkana, sem eru á þessu fjárlagafrv. frá gildandi fjárlög- um, eru einkum þær, sem nú skal greina. í fyrsta lagi. Vegna fólksfjölg- unar í landinu hækka ýmsir liðir óhjákvæmilega frá ári til árs. Má þar nefna sem dæmi kostnað við kennslumál vegna fjölgunar barna og unglinga við nám. Á rekstursreikningi hækkar kostn- aður við skólamálin um 18,4 millj. og á 20. gr. hækka fram- lög til byggingar Menntaskóla og Kennaraskóla um 2 millj. Kostnaður við kennslumálin hækkar þannig um rúmar 20 millj. króna. , I öðru lagi. Framlög til félags mála hækka um 85,9 millj. Fram lagið til atvinnuleysistrygginga- sjóðs er að upphæð 32,9 millj. á næsta árL í gildandi fjárlögum var gert ráð fyrir, að framlagið fyrir þetta ár yrði greitt á nokkr um árum. Hefur nú verið ákveð- ið, að það greiðist á næstu 4 ár- um, og hefur fyrsta fjárveitingin vegna framl. fyrir árið 1962 verið tekin upp í fjárlagafrv., nú, en það eru 6 millj. og 875 þús. kr. f»á má vænta breytinga á lögum um almannatryggingar, en heild arendurskoðun á þeim lögum stendur nú yfir. Má gera ráð fyr ár nokkrum breytingum, er hafa á för með sér aukin útgjöld, m!a. þeirri breytingu, að allt landið verði nú gert að einu varðlags- svæði. í frv. er áætlað framlag vegna væntanlegra breytinga á lögum um almannatryggingar, 20 millj. kr. f>á hækka einnig framlög til Byggingarsjóðs verkamanna, til sjúkratrygginga og kostnaður við rikisframfærslu sjúkra manna og örkumla. í þriðja lagi. Vegna endurreisn ai' í stc .ulánamálum landbúnaðar ins með lögum frá síðasta þingi, hækka framlög ríkissjóðs um 9- XRÍlij. kr. í fjórða lagi. Vegna laga um aflatryggingarsjóð hækka fram- lög ríkissjóðs um 9 millj. kr. Niðurgreiðslur og uppbætur í fimmta lagi. Niðurgreiðslur á vöruverði og uppbætur á útflutt ai: landbúnaðarafurðir hækka um 130 millj. frá núgildandi fjárlög run. Þegar áætlun var gerð um þennan lið í fjárlögum þessa árs, stóð yfir athugun á endurskoðun á niðurgreiðslukerfinu í heild með það fyrir augum, að draga mætti úr þessum kostnaði. Nið- urstaðan af þeirri athugun varð sú, að hætt var við niðurgreiðslu á kartöflum, en aðrar breytingar reyndist ekki unnt að gera. í þessu sambandi er rétt að benda á þá staðreynd, að neyzla hinna niðurgreiddu vara vex mjög ört. Neyzla landsmanna á kjöti, mjólk, smjöri og fleiri landbún- aðarvörum eykst um 10% á ári á sama tíma, sem fólkinu í land- inu fjölgar aðeins um 2%. Ástæð ur þessarar miklu neyzluaukn- ingar, að neyzlan eykst fimm- falt á við fólksfjölgunina, eru væntanlega einkum tvær, önnur batnandi afkoma landsmanna, hin, að hið niðurgreidda verð er lægra hlutfallslega en annað verðlag í landinu, og þessar ástæð ur kal1 é aukna neyzlu. Þessa staðreynd er rétt að hafa í huga í sumbandi við niðurgreiðslur í framtíðinni á nauðsynjavörum. Heildarfjárhæð til niðurgreiðslu á vöruverði og til uppbóta á útfl. landbúnaðarvörur er áætluð 430 millj. í stað 300 millj. í gildandi fjárl. Á grundvelli þess magns af landbúnaðarvörum, sem seld- ist innanlands 1961 eru útgjöld til niðurgreiðslu áætluð 352 millj., en til uppbóta á útfluttar afurðir 60 millj. Samkv. fenginni reynslu þótti svo rétt að hækka þessa áætlun um ca. 5% vegna meiri söluaukningar en gert er ráð fyrir í þessum áætlunartöl- um. í sjötta lagi. í september sl. var samkv. hinum nýju lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna samið um 7 % launahækk- un til handa ríkisstarfsmönnum. Undirbúningi fjárlaga var þá svo langt komið, að ekki þótti ger- legt að endurreikna launalið i frv. vegna þessarar uppbótar. Þess vegna er uppbótin áætluð í einu iagi á 19. gr. Á sl. vori var ákveðið að greiða kennurum sér um 270 milj. hærri tekjum en fjárlög nú gera ráð fyrir. Þá er miðað við innflutning, sem nemi um 3500 millj. á næsta ári. Hinn vaxandi innflutningur stafar af aukinni framleiðslu, vaxandi kaupgetu og frjálsari innflutn- ingi. 2. Vaxandi velta innan lands, enda er gert ráð fyrir, að 3% söluskatturinn skili 247,6 millj. eða 32,6 millj. meira en í gild- andi fjárlögum. 3. Hækkandi tekjur lands- manna bæði vegna almennra kauphækkana og aukinnar fram leiðslu, einkum síldveiði. Tekju- og eignaskattur er áætlaður 155 millj. eða 60 millj. hærri en í gildandi fjárlögum. Koma hér einnig til áhrif skattlaga, sem óvefengjanlega valda réttari framtölum. Þessir þrír liðir, sem ég gat um sérstaklega, nema um 360 millj. kr. áætluðum tekjuauka. Auk þess hækka nokkrir smærri liðir, 5,8 millj., þá raforkumál 31,8 millj. og loks rannsóknir í þágu atvinnuveganna o. fl. 12,7 millj. 17. gr. fjallar um félagsmál, þar með framlög til almanna- trygginga, og nema þau í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsba ár 504,4 milj. kr. 18. gr. er til eftirlauna og styrktarfjár, 42,3 millj. 19. gr., sem heitir: Til óvissra útgjalda o. fl. 521 millj., en þar er aðalliðurinn að sjálfsögðu 430 millj., sem ætlaður er til niður- greiðslu á vöruverði og uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir, sem samkvæmt gamalli venju eru hafðar á 19. gr. Á þessari 19. gr. er einnig sá liður, sem ég gat um hér áðan, til launauppbóta, 65 millj. kr. Þetta voru útgjöldin sam- kvæmt rekstrarreikningi fjárl. þ.e.a.s. 7.—19. gr. 1 20. gr. fjárl., sem kölluð er: eignarhreyfingar, eru útgjöldin áætluð 128,1 millj., þar af eru Framlög til flugvallagerða hækka upp í 12,7 milljónir króna. staka kgupuppbót vegna auka- starfa, sem ekki eru önnur á- kvæði um, hvernig greiða skuli og samsvarar þóknunin greiðslu fyrir fjórar stundir á viku þann tíma, sem skóli starfar. Hefur þótt rétt að fá fjárveitingu fyrir þessari launauppbót fyrir árin 1962 og 1963. Framangreindar launauppbæt- ur til ríkisstarfsmanna og sérupp bætur til kennara eru áætlaðar 65 millj. kr. Til verklegra framkvæmda í sjöunda lagi. Framlög til ým issa verklegra framkvæmda eru hækkuð. Þannig hækka framlög til flugvallargerðar úr 10,7 millj. upp í 12,7 millj. eða um 2 millj. Framlag til vegaviðhalds hækkar um 5 millj., úr 78 í 83 millj. Framlög til hafnarmannvirka og lendingarbóta hækka um 3.2 millj., úr 13,8 upp í 17 millj. Til aukningar landhelgisgæzlu er fjárveiting hækkuð um 3,4 millj. upp í 8,4 millj., og er það bæði vegna greiðslu afborgana og vaxta af kaupverði varðskipsins Óðins, og vegna kaupa á gæzlu- flugvélinni Sif. Þá er nýr liður, ZV2 millj. til smíði tveggja nýrra flóabáta, Djúpbáts og Stykkis- hólmsbáts. Áætlaður byggingar- kostnaður hvors bátsins er 7 millj., og mun ríkissjóður greiða helming smíðakostnaðar. Gert er ráð fyrir, að greiða þurfi eina millj. af framlagi ríkissjóðs til hvors báts við undirritun smíða samnings og 750 þús. að auki til hvors þeirra á árinu 1963. Þess vegna nemur fjárlagaliðurinn nú 3% millj. Síðan er gert ráð fyrir 250 þús. kr. árlegri fjárveitingu til greiðslu hluta ríkissjóðs, unz greiddur hefur verið helmingur byggingarkostnaðar. Hér hefur verið getið stærstu liðanna, sem valda hækkun á gjaldhlið fjárl., og sést af þeim í hverju meginhluti hækkunar fjárlfrv. er fólginn. Skal þá vikið að tekjuáætlun frv. Heildartekjur ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs eru á ætlaðar á næsta ári 2126,2 millj., og er það hækkun um 374,2 millj. frá gildandi fjárl. án þess að skatta- eða tollstigar séu hækk aðir eða nýjar álögur upp teknar. Þessar ástæður valda aðallega aukningu ríkisteknanna: 1. Vaxandi innflutningur, sem skilar að óbreyttum tollstigum og vísa ég ta grg. fjárlfrv. um þau atriði. Helztu gjaldaliðir fjárlagafrumvarpsins Þessu næst skulu raktir í stór- um dráttum helztu gjaldaliðir fjárlagafrumvarpsins. í 7. gr. fjárlfrv. er gert ráð fyrir, að vaxtagreiðslur nemi 10.6 millj. kr. Það er hækkun um 1,4 millj. frá gildandi fjár- lögum og stafar aðallega af kaup um á húseigninni Borgartúni 7, sem ég mun koma nánar að í öðru sambandi. 8. gr. er kostnaður við æðstu stjórn landsins, 1,6 millj. 9. gr. er til alþingiskostnaðar og yfirskoðunar ríkisreikninga, 12.6 millj. 10. gr. til ríkisstj., en þar er innifalinn allur kostnaður við ut- anríkisþjónustuna, er 50,6 millj. kr. 11. gr. er í þrem liðum. Það er fyrst a) dómgæzla og lögreglu- stjórn, sem er áætlað, að kosti 96.1 millj., en í því er innifal- inn kostnaður við landhelgis- gæzluna. 11. gr. b) kostnaður við innheimtu tolla og skatta 32.1 millj. og c) sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur, 2,2 millj. kr. 12. gr. fjallar um læknaskip- un og heilbrigðismál, og er kostn aður samkvæmt henni 66,1 millj. kr. 13. gr. skiptist í nokkra undir- kafla..Eru þar fyrst vegamál, en til þeirra á að verja 114,2 millj. kr. Þá er samgöngur á sjó 17,6 millj., vitamál og hafnargerðir 34.1 millj., flugmál 12,2 millj. Ég vil geta þess í sambandi við flug- málin, að þetta er aðeins rekstur flugvallanna, en hins vegar er annar liður, nokkru hærri en þetta, á 20 .gr., til nýrra flug- valla. Þá er veðurþjónusta 5,2 millj. og ýmis mál, þar er m.a. Ferðaskrifstofa ríkisins, ferða- mál, lar.d- og sjómælingar o. fl. 6,5 millj. 14. gr. skiptist í tvo undirliði, það er a) kennslumál og er gert ráð fyrir, að þau- kosti 241,4 millj. kr. b) er til opinberra safna, bókaútgáfa og listastarf- semi 15,.. millj. 15. gr. kirkjufnál, og er veitt til þeirra 1GV2 millj. 16. gr. skiptist í fimm undir- liði. Er þar fyrst landbúnaðar- mál 95,2 millj., þá sjávarútvegs- mál 36,7 millj., þá iðnaðarmál stærstu liðirnir afborganir lána rikissjóðs 20,1 millj., framlag til Ríkisábyrgðarsjóðs 38 millj., til bygginga ríkisspítalanna 7,2 millj., til flugvalla 12,7 millj., til ýmissa skólabygginga á vegum ríkisins 8,4 millj. Til byggingar lögreglustöðvar 3 millj. o. fl. Ekki á að standa á fé til byggingaíramkvæmda menntaskólans Ég vil af sérstöku tilefni minn- ast á einn lið í 20. gr., sem er hækkaður nú frá gildandi fjárl., og það er til byggingar Mennta- skólans í Reykjavík. í gildandi fjárl. vorU veittar 2 millj., og sú fjárveiting er nú hækkuð upp í 3 millj. Á undanförnum árum hefur safnazt saman nokkurt fé, sem veitt hefur verið til bygg- ingar menntaskóla, og er nú eft- ir ónotað af fyrri fjárveitingum um 5,2 millj. kr. Húsnæðismál menntaskólans eru eitt af hinum mestu nauðsynjamálum, sem vinda þarf bráðan bug að að hrinda í framkvæmd. Það er að- kallandi að ákveða, hvert stefna skuli, hvort á að byggja nýtt menntaskólahús og þá væntan- lega á þeim grunni, sem grafinn var fyrir nokkrum árum í Hlíð- um suður, eða hvort á að byggja viðbótarbyggingar austanvert við núverandi menntaskóla, eða gera hvort tveggja, og tel ég það æskilegast. Gamli menntaskól- inn, sem þar hefur starfað í yfir eitt hundrað ár, á að starfa á- fram. Slíkar minningar eru tengdar við það hús, að því verð ur að halda við lýði, svo lengi sem kostur er. Það er ekki að- eins vegna skólahaldsins sjálfs. Þar var Þjóðfundurinn haldinn, Alþingi í mörg ár, þar sat Jón Sigurðsson öll sín þing, því að Alþingishúsið, sem við nú erum í, var ekki byggt fyrr en að hon- um látnum. Það er mjög aðkallandi að taka sem fyrst ákvarðanir um, hvert stefna skuli í byggingarmálum menntaskólans og afla sam- þykkis skipulags- og byggingar- yfirvalda í þeim efnum. Þegar þetta liggur fyrir, sem ég vona að verði, áður en langt um líð- ur, á ekki að standa á fé til þess- ara nauðsynlegu framkvæmda. 5,2 millj. eru sem sagt geymslu- fé og 3 millj. er gert ráð fyrir að veita í fjárlfrv. fyrir 1963. Um leið og hafizt verður handa af myndarskap og röggsemi, verð- ur að hækka fjárframlög frá rík- inu og útvega lánsfé, eftir því sem nauðsyn krefur. f þessum málum má enginn dráttur leng- ur verða — svo mikið er í húfi fyrir æsku Reykjávíkur og æsku alls landsins, auk þess sem hér stendur metnaður þjóðarinnar á bak við. Meiri vegagerð fyrir sama fé í sambandi við þessa grg. fyrir einstökum tekju- og út- gjaldagreinum fjárl. og þeim hækkunum, sem af ýmsum á- stæðum hljóta að verða á tekj- um og gjöldum ríkisins, þykir mér rétt að minnast á nokkur atriði varðandi hagsýslu, hag- ræðingu og sparnað í vinnu- brögðum á vegum ríkisins. í síðustu fjárlagaræðu gat ég um nokkur atriði í þessum efn- um, sem ýmist væru komin til framkvæmda eða á undirbún- ingsstigi. M.a. gat ég þess þá, að í vegaframkvæmdum hefði orð- ið veruleg umbót í því efni, að við skiptingu vegafjár hefði ver- ið farið inn á nýjar brautir. Það var öllum mönnum orðið ljóst, að með því að skipta vegafénu á mjög marga staði, þannig að að- eins lítið kom í hlut hvers, var verið að kasta peningum á glæ, því að oft fór meginhluti fjár- veitingar til tiltekins vegar fyrst og fremst í það að flytja mann- skap, verkfæri og vélar á stað- inn og þaðan aftur. f fjárl. 1959 var vegafénu skipt niður á 219 staði. í fjárl. fyrir 1960, 1961 og 1962 var fækkað þeim vinnustöðum, þar sem ætti að vinna hverju sinni, en fjárveitingin aukin að sama skapi. Á yfirstandandi ári hafa þeir staðir, sem fjárveitingarnar hafa farið í, verið 132, í staðinn fyrir 219 árið 1959. Á því er eng- inn vafi, að þessi fækkun vinnu- staða og hækkun fjárveitingar í hvern stað, leiðir til betri nýt- ingar fjárins, og sparast þannig mikið fé, sem kemur landsmönn- um til góða í því, að þeir fá meiri vegagerð fyrir sama fé. Aukinn sparnaður og bætt vinnubrögð Sameining á innheimtu þing- gjalda, útsvars, fasteignagjalda til borgarsjóðs Reykjavíkur og sjúkrasamlagsiðgjalda til Sjúkra samlags Reykjavíkur, er nú komin í kring, og hóf innheimtu stofnunin nýja starfsemi sína 1. september sl. undir nafninu Gjaldheimtan. Þess er að vænta, að skattborgurum þyki hag- kvæmara að geta greitt öll sín gjöld á einum stað, í stað þriggja eða fleiri áður. Nú þegar Gjald- heimtan er komin á stofn, virð- ist áætlunin um kostnað við hana hafa verið nærri lagi, og má vænta þess, að fyrir ríkis- sjóð verði af þessari endurskipu- lagningu sparnaður, sem nemi eigi minna en 2% millj. kr. á ári, en auk þess mikill spárnað- ur fyrir aðra þá aðila, sem að innheimtustofnuninni standa. —. Þessi framkvæmd er einn þáttur í breyttu skipulagi við álagn- ingu og innheimtu skatta og tolla í ríkissjóð. Meðan við þenn- an þátt var unnið, hafa aðrir þættir verið látnir bíða, enda var beðið eftir breytingunni á t skattalögunum, sem gerð var nú í ár, áður en lengra yrði haldið. Nú ex ný tollskrá einnig í und- irbúningi. Verður haldið áfram undirbúningi þess að koma sparn aði og bættum vinnubrögðum við álagningu og innheimtu skatta og tolla í ríkissjóð, en á því er énginn vafi, að eins og sparnað- | ur verður mikill við gjaldheimt- una, sem ég nefndi, þá er einnig hægt að spara mikið fé varðandi þessi atriði. Varahlutabirgðir Vegagerðar- innar nema 22 millj. kr. Eins og minnzt var á í fyrra hefur verið til athugunar kostn- aður við bifreiðar og vinnuvélar ríkisins. Sú athugun er komin töluvert áleiðis og nú þegar má sjá, að mjög mikils sparnaðar'er að vænta með skynsamlegri end urnýjun á bifreiða- og vélakosti. I Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.