Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 3
Pöstudagur 26. olctðlber 1962
níORCTTSfíLAÐIÐ
3
■Mm
FYRIR nokkru var hald-
ið kirkjukvöld í Landa-
kotskirkju. Þar skýrði séra
Hackings, prestur í Landa-
koti frá Kirkjuþinginu í
Róm, og helztu verkefn-
um þess. Fer frásögn hans
hér á eftir:
FYRSTA spurningin, sem
liggur á vörum okkar í sam-
■bandi við hið mikla kirkju-
þing í Róm, er tvímælalaust
„Hvað er almennt kirkjuþing
eiginlega?“
Að svara þessari spurningu
í fáeinum orðum er jafn erf-
itt og að skilgreina kirkjuna
sjálfa, því að í báðum tilfell
um er um að ræða veruleika
með sýnilegri mannlegri hlið
og ósýnilegri guðlegri hlið
Háttsettur kirkjulhöfðingi
gaf ekki alls fyrir löngu eftir
farandi lýsingu á almennu
kirkju'þingi: „Kirkjuþing er
þing, samkoma allra biskupa
kaþólsku kirkjunnar, til þess
að ræða o.g leysa í sam-einingu
við páfann og undir hand-
Fulltrúar kirkjuþingsins í Péturskirkju
leiðslu hans, mikilvægustu
vandamálin, sem snerta líf
kirkjunnar bæði hvað kenn-
ingunni og kirkjuaganum við
kemirr.“
Við 'höfum líklega allir tekið
eftir því, að slíkt kirkjuþing
er kallað almennt eða á út-
lendu máli „ekúmeniskt".
Þetta orð höfum við oft heyrt
í sambandi við hreyfingu þá,
sem stuðlar að sameiningu
allra kristinna manna, sem
eru sundraðir í mörgum kirkj
um og trúflokkum.
Þess vegna misskildu marg
ir það, þegar páfinn kallaði
saman ekúmeniskt kirkju-
þing og héldu, að páfinn hefði
hér kallað saman allan hinn
kristna heim, til þess að ræða
þar öll hin ekúmenisku vanda
mál í víðtækari merkingu orðs
ins. Orðið ekúmeniskt, sem er
komið af gríska orðinu oiko-
umene á í raun og veru við
allan heiminn og þýðir al-
mennt. Kirkjuþingið, sem nú
er hafið, er almennt kirkju-
þing, í þeim skilningi að þar
mæta biskupar kirkjunnar
frá öllum löndum heimsins.
Fyrsta takmark kirkjuþings
ins er að klæða kirkjuna aftur
hinni sönnu fegurð sinni og
auðæfum, með því að fjar-
lsegja allt, sem skyggir á
fegurðina og auðæfin, sem
hún hefur til að bera. Með
kirkjuþinginu er kirkjan kom
in í einskonar þurrkví, til
þéss að losa sig við alla þá
aðskotaihluti, sem hafa fest
sig á hana og eru henni til
trafala í starfsemi hennar.
Við höfum ef til vill ekki mjög
mikla þörf á nýjum kennisetn
ingum. En heimurinn hefur
fengið aðra ásýnd síðan fyrsta
kirkj uþingið var í Vatikan-
inu árið 1870. Kirkja ársins
1962 hefur ef til vill ekki þró
azt allstaðar í samræmi við
kröfur tímanna. Hún hefur
þörf á að samlagast hinum
hröðu breytingum þessa heims
og skýra betur frá þeim atrið
um kenningar sinnar, sem virð
ast stinga í stúf við hugsunar
hátt þessarar stundar. Veru-
leiki nútímaheimsins er starfs
svið hennar. Þessi heimur er
í nauðum staddur, og með
heiminum er einnig kirkjan
í nauðum stödd. Hún er kirkja
hinna yngstu ríkja, sem hafa
myndast í ógurlegri valdabar
áttu. Hún er kirkja Suður-
Ameríku, sem nú er í mikilli
hættu vegna kommúnismans.
Hún er kirkja hinna ótal
mörgu, sem líða skort eða eru
reknir frá heimilum sínum,
sem ömerkileg peð á skák-
borði heimsstjórnmálanna.
Hún er hin þögla kirkja þeirra
sem þjást og ofsóttir eru vegna
réttlætisins. Hún er kirkja
hinna tvístruðu kristnu manna
á hinni erfiðu leið til sam-
eigingarinnar. Hún er kirkja
á tímabili guðleysisins og efn
ishyggjunnar bæði í austri
og vestri, hún er kirkja hinn
ar óstöðvandi löngunar eftir
Guði og innilegrar trúar, lausr
ar við allan ytri gljáa og líf-
la.ust prjál.
Bæði kirkjunar menn og
leikmenn hafa borið fram sín
ar óskir við feður kirkjuþings
ins í von um að þær verði upp
fylltar og af þeim breyting-
um verði, sem bent hefur ver
ið á
Meðal annars hefur gætt í
þessum uppástungum einskon
ar vantraust á kirkjulegum
stjórnarvöldum, sem eru mest
megnis í höndurn ítala. Ytra
prjál sumra hgttsettra kirkj-
unnar manna er gagnrýnt og
einnig að flestir af nánustu
ráðgjöfum páfans beri ítalskt
nafn. Alþjóðlegrar stefnu í
þessum málum er krafizt,
þannig að fulltrúar allra
landa fáist við stjórn kirkj-
unnar og skipulagningu mál-
efna hennar.
Annað mál, sem verður að
líkindum ítarlega rætt á þing-
inu, er að veita meira sjálf-
stæði bis'kupum kirkjunnar,
því að það eru biskuparnir
allir, sem bera ábyrgð fyrir
hönd kirkjunnar. Biskupinn
er leiðtogi og hirðir kirkj-
unnar í sínu eigin landi með
sínum sérstöku erfiðleikium
og staðerein'kennum, sem hann
þekkir betur en nok'kur ann-
ar.
Einnig hefur verið skorað
á leiðtoga kirkjunnar að
stuðla að því, að kirkjan sam
lagist staðháttum og einkenn
um allra þjóða. Eins og Páll
postuli gerðist Grikki með
Grikkjum, þannig á kirkjan
að gerast arabísk með Aröb-
um, svertingi með svertingj-
um, Indverji með Indverjum
Kínverji með Kínverjum. Sum
ir segja, að kirkjan hafi ver-
ið allt um of evrópískt-ame-
rískt fyrirtæki. Endurnýjun
í þessum anda hefur í för með
sér djúpa virðingu fyrir- hugs
unarhætti, menningu, tungu-
málum og trúarlegum tilfinn
ingum hinna mismunandi
þjóða. Kirkjan er hvorki
kirkja ítala eða Evrópu né
Ameríku. Hún er heimskirkja
Krists, sem er hvorki háð
stjórnmálum né menningu
eða tungumálum.
Ennfremur má búast við
breytingum á sviði kirkju-
og messusiðanna, einkum að
t.d. messan verði flutt að
i- .nsta kosti að nokkru leyti
á móðurmálinu, og að aflausn
in í skriftastólnum verði veitt
á því máli, scm skriftabarnið
skilur bezt.
Það þykir víst, að kirkju
þingið taki til athugunar,
hvort ekki skuli taka upp aft-
ur hið forna djáknaembætti,
sem leyfir einnig kvæntum
mönnum að aðstoða prestana
í hinni fjölbreyttu starfsemi
þeirra í þjónustu Gúðs, t.d.
við hátíðlega messugerð og
flutt ræður af prédikunarstóli
úthlutað altarissakramentinu
og framkvæmt hátíðlega skírn
Annað takmark kirkjuþings
ins er tvímælalaust viðreisn
einingarinnar milli allra krist
inna manna í eina hjörð og
undir einum hirði. Óeiningin
þræturnar og jafnvel hatrið,
sem ríkir milli hinna ýmsa
kristnu kirkjudeilda og trú-
flokka, er vafalaust mesta
hneyksli Okkar tíma. Kristur
vildi, að allir væru eitt og að
lærisyeinar hans elskuðu hver
annan. Þetta boð hafa kristn
ir menn ekki enn getað upp
fyllt eftir nærri því 20 alda
kristindóm.
Kirkjuþingið, sem nú er haf
ið, mun stuðla að bví að þessi
svarti blettur verði þveginn
burtu og reyna að koma á ein
ingu milli allra þeirra sem
trúa á Krist og tilbiðj a hann
sem frelsara sinn.
Skref í þessa átt var sú á-
kvörðun páfans að bjóða á-
heyrnarfulltrúum frá öðrum
kirkjum og trúfélögum.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu
kirkjunnar, sem það skeður
Það er nú orðið mögulegt
vegna hinnar miklu löngun-
ar, sem gætir á báða bóga til
þess að á megi komast meiri
eining.
Áíheymarfulltrúinn gegnir
mi’kilvæ’gu ekumenisku hlut-
verki. Að vísu er' hann ekki
fullkominn þátttakandi. Hann
hefur ekki bein áhrif á á-
kvarðanir þingsins. Hann gegn
ir hlutverki sínu með því að
vera á staðnum. En hann er
þar ekki aðgerðarlaus. Hann
á að sjá og hlusta, en það er
mikilvægur þáttur í samtal-
inu. Hann er ekki í almenn-
ingsstúfcu. Hann fær að vera
viðstaddur allar viðræður
biskupanna, þar sem þeir und
irbúa og taka ákvarðanir
þingsins. Hann verður tekinn
sem bró'ðix í Kristi. Hann
mun vera vitni að neyð og
áhyggjum kirkjunnar, veik-
leika hennar og mætti. Hann
mun heyra, hvernig hún boð
ar trú sína á Krist. Kirkjan
mun ekki reyna að fela sig
fyrir honum. í nærveru hans
mun vera fjallað um við-
kvæmustu og leyndustu trún
aðarmál kirkjunnar. Það er
sjálfsagt, að áheyrnarfulltrú
inn lætur skýrslur og upp-
lýsingar í té þeim, sem sendu
hann, leiðtogum kirkju sinn-
ar eða safnaðar. Nærvera á-
heyrnarfulltrúánna er af okk
ar hálfu merki um traust til
hinna kristnu bræðra okkar
og hreinskilni.
Ef þannig verður einnig lit
ið á málið af þeirra hálfu, má
búast við því, að af nærveru
áheyrnanfulltrú’ainna, bæði
ontodoxa og mótmælenda
muni skapast meiri s'kilningur
og innilegri bróðunkærleik-
ur.
Að svo komnu vil ég samt
minna áheyrendur mína á
það, áð ekki má búast við
kraftaverkum í þessum mál-
um.
Lí'tum til dæmis á hina svo
kölluðu ortodoxa eða grísk-
kaþólsku kinkjur, sem eru
Um það bil 115 milljónir með
lima. Aðskilnað, sem hefur
staðið í um það bil 900 ár, er
ekki hægt að lagfæra á svip
stundu. Það er samt aðeins eitt
aðal þrætuepli, sem aðskilur
grískkaþólska eða orthodoxa
frá kaþólsku kirkjunni, og
það er páfadómurinn. Hinir
austuxlenzku kristnu menn
líta á páfann um of sem ein
valda. Einnig hafa þeir öðru
leika páfans. Að öðru leyti er
vísi hugmyndir um óskeikul-
ekki margt sem aðskilur okk
ur. Þeir hafa sömu kennisetn
ingarnar, sömu sakramentin,
og dýrka sömu dýrlingana og
píslavottana.
Aðalatriðið er því að geta
skýrt þannig fyrir þeim páfa
embættið og óskeikulleikann,
að það geti samrýmzt þeim
hugmyndum, sem ortodoxú
kirkjudeildirnar hafa frá
fornu fari haft um sjálfsfor-
ræði austurlenzku kirknanna.
Jafnvel fyrir árið 1000 viður
kenndi rómverska kirkjan
sjálfstjórn aústurl. kirkjunnar
eins og hún var þá, Ef kirkj
an getur fundið einhverja leið
til þess að veita þeim meiri
sjálfstjórn í eigin málefnum,
þá mun sameiningin ekki vera
langt undan.
Jóhannes páfi XXIII blessar
mannfjöldann meðan verið
er að bera hann í hásæti ti7
St. Péturs kirkjunnar i
Vatíkaninu.
Einnig virðist nú vera til
grundvöllur fyrir því, að að
ilarnir geti orðið sáttir um ó-
skeikulleika páfans. Háttsett
ur austurlenzkur preláti, sem
hafði alltaf verið þeirrar skoð
unar, að austurlenzku kirkj-
urnar myndu aldrei geta
fallizt á óskeikulleika páfans
átti ekki alls fyrir löngu sam
tal við Bea kardinála. Hinn
síðarnefndi skýrði honum frá
því að óskeikulleiki páfans
væri í eðli sínu ekki annað en
óskeikulleiki kirkjunnar, sem
ortodoxar viðurkenna einnig.
Eftir þetta samtal hefur hinn
austurlez'ki preláti lýst því,
yfir, að, ef óskeikulleiki páf-
ans megi skilja þannig sem
óstkeikulleika kirkjunnar og
að hann sé til hennar vegna,
þá væri leiðin opin til sam-
komulags.
Við megum því vænta þess
að kirkjuþingið muni stíga
stórt skref í áttina til aust-
urs og til endanlegrar sam-
einingar við bræður okkar í
austri.
Hvað hinmn kristnu með-
bræðrum okkar, mótmælend
um viðkemur, horfa málin
dálítið öðru vísi við, og hrein
skilnislega sagt standa ekki
miklar vonir til, að sai-._in-
ing takizt í náinni framtíð
milli þ_irra og k ólsku kirkj
unnar. Þó hefur sambúð þess
Framhald á bls. 13