Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 11
r Föstudagur 26. oktober 1962
MORGVlSBLAfílÐ
II
óhjákvæmilega sú, að menn
leggja á sig æ minna erfiði
fyrir æ meiri laun, eða þann-
ig á það að vera a.m.k. Er
hægt að ætlast til þess að jafn
velgefin þjóð jafn sérstæðu
landi og okkar slíti sér út
fyrir einhverja aðra? Nei, má
ég þá heldur biðja um dönsku
blöðin.
Okkur skortir enn svo
margt, sem okkur er ekki sam
boðið að skorta. Við eigum
nóg með okkur sjálf. Enn eiga
t. d. ekki allir bíla og tiltölu-
lega fáir sumarbústað í sveit.
En fleiri og fleiri stunda nú
laxveiðar. enda eru þær eitt
höfuðeinkenni nútíma menn-
ingarþjóðfélags. Útlendingar
eru mjög hrifnir af íslenzka
laxinum, bragða ekkert betra,
og kunna vel að meta það,
þegar þeim er boðið til veiða
í einhverri af stóru ánum, þar
sem trén byrgja ekki fyrir út-
sýnið.
Þeir útlendu hafa oft á orði,
að auk þess sem íslendingar
séu gestrisnir og stórlyndir,
séu afbrot sennilega færri hér
á landi en nokkurs staðar,'
jafnvel þó ekki sé miðað við
fólksfjölda. Þetta lætur ekk-
ert undarlega i eyrum okkar,
því við erum að eðlisfari
hlýðnir þeim lögum, sem við
teljum að eitthvert vit sé í.
Auðvitað kemur það stöku
sinnum fyrir hér hjá okkur,
að menn aðhafast ýmislegt,
sem ekki má; draga á í góð-
um laxveiðiám, hnupla úr
verzlunum, eða aka yfir gatna
mót á rauðu Ijósi. Allt slíkt
er auðvitað vítavert og ber
að hegna afbrotamönnunum
duglega.
Hins vegar eru svo þeir, sem
gefa út falskar ávísanir eða
svíkja undan skatti. Þess hátt-
ar er í sannleika sagt ekki
hægt að taka illa upp. Menn
verða að bjarga sér, hvort
sem þeir búa á íslandi eða
annars staðar. Þeir, sem ekki
geta svikið undan skatti eru
auðvitað verr settir en hinir
og búa þar af leiðandi við
lakari kjör. Eðlilegast væri,
að allir hefðu einhverja
smugu. — En að hefta
alla slíka sjálfsbjargarvið-
leitni væri langtum verst og
jaðraði við hreina lögleysu.
Betur má ef tiuga skal
önnur lögleysa er það, að
ekki fæst leyfi til að opna
næturklúbb í höfuðstaðnum.
Þegar slíkt leyfi yrði veitt,
fynndi almenningur fyrst, að
stjórnarvöldin létu sér þarfir
borgaranna einhverju móli
skipta. í fyrsta lagi er ófært
að geta ekki sýnt erlendum
ferðamönnum neitt næturlíf,
, sem jafnast á við það, sem
tíðkast í öðrum heimsborgum.
í öðru lagi er skemmtanalífið
svo fábreytt hér, að veitinga-
Framtakssamir menn og víð-
sýnir sýndu þann einstæða
frumleik og dugnað í sumar
að koma af stað happdrætti
meðal sjómanna á síldinni og
var vinningurinn ferð til
Mallorka. Þar eð happdrætti
er algerlega nýtt fyrir íslend-
inga og auk þess mjög
skemmtilegt og spennandi, þá
er þess vænzt að hér verði
ekki látið staðar numið.
Skemmtilegast væri að senda
heilar skipshafnir út til Mall-
orka næsta sumar og einnig
mætti færa happdrætti sjávar
útvegsins út til báta °g tog-
ara. Þeir, sem t. t. veiddu
þyngstu þorskana og ýsurnar
á vetrarvertíðinni yrðu sendir
til mánaðar hvíldar á Mall-
orka eða Kanaríeyjum — og
vafalaust yrði það mjög til að
auka vinsældir togaraútgerð-
arinnar, ef eitthvað svipað
yrði gert þar. Þetta yrði sem
sagt töluverð kjarabót, en
þar af leiðandi einnig kjara-
skerðing fyrir landkrabbana,
ef þeir yrðu ekki aðnjótandi
sömu hlunninda. Og þeir,
sem engan happdrættisvinn-
ing hlytu, yrðu að fá andvirði
vinningsins greitt í peningum
svo að allir sætu við sama
borð og bæru jafnmikið úr
býtum.
Þróaðist þetta þá upp í
reglulegan sumaraukastyrk,
sem rikissjóður greiddi öll-
um landsmönnum, enda er
víst af nógu að taka hjá ríkis-
sjóði — og jafngott að verja
þeim peningum í eitthvað
skynsamlegt, eitthvað fyr-
ir fólkið. Ekki veitir nú líka
af því að ríkið bæti okk-
húsin fyllast nú orðið af
gömlum vana, þó þangað sé
ekkert að sækja nema nokkra
tvöfalda, sem menn drekka
nú orðið — líka af gömlum
vana. Sjússinn kostar hvort
sem er ekki nema 40—50
krónur — og gerir maður
nokkuð skynsamlegra við þess
ar skitnu krónur sem hvort
eð er falla sífellt í verði? Nú,
eitthvert róð verður fólk að
hafa til þess að gleyma and-
streymi daglega lífsins um
stundar sakir, hrista af sér
hversdagsleikann, sem er hálf-
gerð plága hér í menningunni.
Skemmtanalíifið er orðið
einn veigamesti þáttur þjóð-
'lífsins og ber vissulega að
fagna því. Enda þótt margir
góðir menn hafi lagt mikið af
mörkum til eflingar skemmt-
analífinu, er töluvert langt í
land að við komumst á heims-
mælikvarða hvað úrval og
fjölbreytni í þessum efnum
snertir, eins og ég benti áður
á. Hér eru öll skilyrði fyrir
fjölbreyttara næturlíf og er
það hálfgerð synd að láta
jafnmikla möguleika- ónýtta.
Næturdrykkja í heimahúsum
og dansleikir í sveitum bæta
dálítið úr skák en það hlýtur
að vera xrafa hvers menning-
arþjóðfélags, að stjórnarvöld-
in sýni skemmtanamálunurn
fullan áhuga.
Þymgstu þorskarnir
En alltaf gerist þó eitthvað,
sem jákvætt verður að teljast
ur upp alla þessa skatta, sem
lagðir eru á landslýðinn.
Uppmælingin lifi
Nú haustar og fara þá sumir
að hugsa til vertíðar, en fleiri
hafa samt áhuga á þvi, hvort '
boðið verður upp á eitthvað
almennilegt á skemmtistöðun-
um í vetur. Það er heldur
ekki nema eðlilegt, því lífið er
löngu hætt að vera fiskur á
íslandi. Fólk fer líka áð hugsa
um jólin jólamatinn og jóla-
gjafirnar — og hverju það ó
að klæðast í öllum samkvæm-
um, sem hátíðunum fylgja.
Fólk gerir misjafnar kröfur í
þessum efnum sem eðlilegt
er, en alltaf virði ég samt
kvenþjóðina fyrir naégjusemi
og hagsýni í vetrarklæðnaði.
Þarna arka þser um í vetrar-
hörkunum í háhæluðum skóm
og næfurþunnum nælonsokk-
um og eru ní ekki mikið að
hugsa um að fá sér eitthvað
skjólbetra, blessaðar.
Þegar rætt er um menning-
arþjóðfélag nútímans má ekki
gleyma uppmælingarkerfinu
svonefnda, sem vafalaust hef-
ur stuðlað meira en flest ann-
að að bættum þjóðarhag,
þ.e.a.s. þar sem það tryggir
mönnum a.m.k. tvöföld laun.
Annað er hrein vitleysa —
og tiigangslaust. Það er þjóð-
arnauðsyn að innleiða þetta
kerfi á sem flestum sviðum
svo að allir geti grætt á öll-
um. Okkar helzta vandamál
— og það, sem öllum gengur
erfiðgst að kingja, er, að Pét-
ur og Páll bera meira úr
býtum en ég og þú, hvernig
svo sem þeir fara að því. Ef
hægt væri að tryggja, að við,
ég og þú, bærum meira úr
býtum en Pétur og Páll, þá
mundu viðhcrfin breytast.
Þetta er mál málanna, það
vandamál sem stöðugt er ver-
ið að leysa, en aldrei leysist
samt. Og þetta er einmitt ein
höfuðástæðan til þess, að
þjóðin, sem hefur svo margt
um fram aðrar þjóðir, lifir
ekki áhyggjulausu lífi í landi
sínu, — sem hún verðskuldar
þó vissulega.
1 upphafi minntist ég '
auglýsingu í brezku blaði,
auglýsingu um geysimikinn
hamingjugróða. Ég hef aldrei
séð slíka auglýsingu í íslenzku
dagblaði, enda hrekkur
hamingjugróðinn sennilega
skammt fyrir sunnudagssteik-
inni, brjóstbirtunni og nýja
bílnum. Nei, íslendingar láta
ekki bjóða sér hvað sem er!
h.j.h.
SPILIÐ, sem hér fer á eftir var
spilað í rúbertubridge í Englandi
ekki alls fyrir löngu. Er spilið
einkar skemmtilegt og vel spilað
Sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Norður Austur
2 4 2 gr 3 4 4 *
4 4 5 4 d obl pass
5 4 dobl redoll pass
pass pass 4 5-3-2 4 10-8-5-4 4 Á-D-10-6 4 G-5
4 10-7-4 4
4 K-G-9-6
4 K-G-9-7- -2
0-4-3-2 4 8
4 2 4 K-D-10-
9-7-6-3
4 Á-K-D-G-9-8-6
4 Á-7-3
4
4 Á-8-4
Ekki er hægt að segja annað
en að sagnirnar hafi verið fjör-
ugar og varla hægt að finna að
lokasögn Suðurs.
Vestur lét út lauf 2, sem aust
ur drap með drottingu og suð-
ur með ás. Sagnhafi tók nú spaða
ás og kom þá í ljós hvern
ig spaðarnir skiptust hjó and-
stæðingunum. Sagnhafi tók nú
þá ákvörðun að reikna með, að
vestur hefði í upphafi átt 8 tígla
3 spaða, 1 hjarta og 1 lauf. Hann
tók þvi spaða kóng og hjarta ás
og lét þvínæst út spaða 6. Vest-
ur varð að drepa og átti nú ekki
annað en tígul til að láta út.
Hann valdi að láta út tígul 5,
sem drepið var í borði með tígul
10 og hjarta var látið í heima.
Nú lét sagnhafi út tígul 6 úr
borði og kastaði hjarta heima
og vestur drap og varð enn að
láta út tígul, sem suður drap í
borði með drottningu og kastaði
layfi í heima. Nú tók sagnhafi
tígul ás og kastaði síðasta lauf-
inu og þar sem hann átti aðeins
tromp eftir vanrn hann spilið á
þennan skemmtilega hátt.
Vestur getur hindrað að suð-
ur vinni spilið á þennan hátt
með því að láta strax í byrjun
spaða 10 eða spaða 7 í spaða ás
inn, þegar sagnhafi ætlar svo
að koma honum inn þá á hann
aðeins spaða 4 eftir.
„Skemmtilegast væri að senda heilar skipshafnir út til
Mallorka næsta sumar.....................“
Gjöf til Hall-
jirímskirkiu
S-'ðastliðinn sunnudag, að lokinni
guðsþjónustunni, er fram fór inn
an múra hinnar hálfbyggðu Hall-
grímskirkju, sendu þau hjónin
Solveig og Páll Hallbjörns, kirkj-
unni tíu þúsund krónur að gjöf,
í byggingarsjóðinn. eÞssa fallegu
gjöf þakka ég hér með, sem og
hollustu gefendanna við málefni
kirkjunnar fyrr og síðar.
„Hvar í ósköpunum hafið þið
fengið peninga í þetta? „spurði
maður nokkur var við messuna
og sá, hversu langt var komið
verkinu. Ég svaráði sem satt var,
að megnið af kostnaðinum væri
komið frá almenningi, fólkinu,
sem sendir' inn gjafir sínar og
áheit, vegna áhuga á málefninu,
— auk bæjartillagsins og þess
fjár, sem safnað er á vegum
kvenfélagsins og annarra aðila.
Ég hefi þá trú, að framvegis
muni samskotin fara vaxandi,
svo að unnt verði að hraða verk-
inu enn meir. — Ég vona, að eng-
inn taki mér illa upp, þótt ég
stingi því að þeim, sem hafa
notið góðs af síldveiðinni í sumar
að síra Hallgrímur myndi á sinni
tíð hafa kunnað að meta það, ef
þeir létu kirkju Krists í té eitt-
hvað dálítið af gróðanum. Fáir
hafa betur beðið fyrir fiskimönn-
um en hann, smbr. sálminn nr.
659 í sáimabókinni.
Jakob Jónsson.