Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 1
24 slður og Lesbók vnMábib 49. árgangur 241. tbl. — Sunnudagur 2S. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins ^HWKn* ! 11 ^ ^^^^^^^ Nýju-Delhi, Tokyo, 26. október — AP. NEHRU, forsætisráðherra Ind- lands, hefur láti9 færa Krúsjeff, forsætisráöherra Sovétríkjanna, orðsendingu sína. Þar segir að Indverjar muni því aðeins setj- ast að samningaborðinu með Kin verjum, að Kínverjar dragi her- lið sitt til haka . Þá herma óstaðfestar fregnir frá Nýju-Delhi, að Nehru hafi vikið Krishma Menon, landvarna ráðherra til hliðar, og leiti for- sætisráðherrann nú ráða hjá öðrum. Harðir bardagar halda áfram á norðausturvígstöðvunum. Hafa Indverjar sent tvær hersveitir til að reyna að stöðva framsókn Kínverja þar. Óttast indverskir ráðamenn, að Kínverjar hyggi á frekari sókn þar, og muni reyna að ráðast inn á slétturnar við Ass am, en þá mundi vera um að ræða innrás í Indland. í Ladakh-héraði segja fréttir, að Kínverjar hafi nú náð þar á eitt vald öllu því landssvæði, sem deilur þar stóðu um. Er sagt ró- legra á þeim vígstöðvum í dag. Til að reyna að styrkja varn- araðstöðuna í Assam, hafa Ind- Gröf Móses JFRÁ því hefur verið akýrt íl Jfréttuin frá AP, að fundiztí Am<man. fyrir Pýramídann f ann \ ranrísóknarleiðanigur frá Vene t zuela. Álítur leiðangursstjór-/ inn, Próf. Julio Ripaimionti, að J hér kunni að vera uin ræða gröf Móses. Er talið, að gröf hans sé7 inni í pýramídanuin, og verð-5 ur nú unnið að því að rann- ¦ saka pýraimídann nánar. aði Assam verjar kallað mikið af herliði sinu frá landamærum Pakistan, og er því nú stefnt til norðaustur vígstöðvanna við rætur Hima- layaf jalla. Nokkurs ótta gætir um það, að Pakistan kunni að nota sér það tækifæri til að ráðast inn í Indland, en hatur hefur ríkt milli þessara ríkja allt frá 1947. Fregnir frá Tezpur í Assam herma, að Kínverjar séu nú í óða' önn að flytja þungavopn yfir fjallaskörðin frá Tíbet. Eins og áður segir er ástandið nú alvarlegast í Assam. Þar munu nú um 2000 indverskir hermenn vera að reyna að stöðva fram- gang Kínverjanna, en þeir sækja fram eftir vegi nokkrum, sem liggur um nær 14.000 feta hátt fjallaskarð. Fyrir neðan er lág- lendið, sem Indverjar óttast mjög, að Kínverjar hyggist nú að ráðast inn á. Það svæði liggur utan umdeildu svæðanna á þess- um slóðum. Fjallaskarð það, sem um ræðir, er um 20 km frá baenum Towang, sem Kínverjar hafa hertekið. Er sagt, að hermenn Kínverja á þessum slóðum séu að minnsta kosti 10.000. Þá var tilkynnt í dag, að Ind- verjar hefðu nú yfirgefið enn eina útvarðastöð við landamæri Tíbet. Áður höfðu Kínverjar hrakið Indverja frá tveimur slík um stöðvum. Fjórða útvarðastöð- in á þessum slóðum varð þó var- in. Einnig hefur Indverjum tekizt að stöðva framsókn Kínverja undanfarna tvo daga austan við norðausturvígstöðvarnar, nærri Luhit-ánni. Eins og áður segir, þá hefur sá orðrómur gengið, að Krishna Menon, landvarnaráðherra Ind- lands, hafi nú verið vikið til hliðar, og njóti Nehru nú ráðlegg inga K. S. Thimayya, hershöfð- ingja, sem áður hafði dregið sig til baka. Er talið, að Menon hafi staðið sig illa í viðræðum við Kínverja á undanförnum árum. MBL. fékk þessa mynd frá London í gær. Er hún tek- in úr lofti síðdegis á föstu- dag, yfir hafinu austur af Kúbu. Fremst á myndinni sést norska olíuflutninga- skipið „Mylla", á leið til Kúbu. Skipið er frá Osló. Það stefnir í suðurátt, að sundinu milli Kúbu og Haiti, er myndin var tek- in. Að baki þess sést banda rískur tundurspillir á leið í veg fyrir olíuskipið. Myndin var tekin af ljós- myndara AP-fréttastofunn ar, Robert Schutz, sem að myndatökunni lokinni, flaug með filmuna til Pu- erto Rico. Þaðan var mynd in simsend til New York og þaðan til London. — Frásögn sjónarvotta fylgir hér að neðan. Sjónarvoiíar að stöðvun olíuskips flugvél nauð- endir í Kaupmannahöf n Kaupmannahöfn, 27. okt. •— Einkaskeyti tU Mbl. I GÆR varð flugvél frá Flugfélagi íslands að nauðslenda á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn vegna hreyfilsbilun- er. Stöðvaðist umferð stórra flugvéla um völlinn nokkra f>tund af hennar völdum. Flugvélin var á leið til Reykja- víkur frá Kaupmannahöfn um Skotland. Skömmu eftir að flugvélin lagði af stað frá Kaupmanna- höfh til Skotlands varð flug- manninum ljóst, að hreyfill hafði bilað. Hann skýrði flug- umferðarstjórninni frá því að hann neyddist til að snúa við og samtímis var farþegunum sagt, að öryggis vegna yrði að lenda aftur í Kaupmannahöfn. Flug- vélin lenti á Kastrupflugvelli nokkri stund eítir að hún hafði lagt af stað þaðan til Skot- lands. Björgunarsveitir flugvall- arins voru kvaddar á vettvang. Er það alltaf gert, þegar flugvél- ar með bilaða hreyfla lenda á vellinum. Svo óheppilega vildi til, að tvö lendingarhjól flugvélarinnar sprungu þegar hún lenti. Var því ekki hægt að flytja hana af lendingarbrautinni þegar í stað. Bifreið flutti farþegana til flug- stöðvarinnar og sérfræðingar hófu þegar rannsókn á biluninni. Flugvélin stöðvaði alla umferð um aðallendingarbrautina á Kastrupflugvelli og varð að láta nokkrar stórar flugvélar, sem lenda áttu á vellinum, halda á- fram til Hamborgar. Seinkaði það sumum farþegum þeirra allt að tveimur klukkustundum. — Flugvél flugfélagsins var flutt í flugskýli til viðgerðar, en far- þegarnir verða í Kaupmanna- höfn í nótt og halda heimleiðis á morgun. "Með vélinni voru alls 26 far- þegar. — Sjá ennfremur bls. 24 Stóra Inagua-eyja, Bresku Vestur-Indíum, 26. okt. — (AP) — VIÐ urðum vitni að sér- stæðum atburði í dag, er bandarískur tundurspillir sigldi með miklum hraða í veg fyrir olíuflutninga- skip, svo nærri Kúbu, að skipin höfðu landsýn. Við horfðum á úr flug- vél, er tundurspillirinn sendi ljósmerki. — Er hann hafði gengið úr skugga um, hvaða skip var á ferð, var því leyft að halda áfram inn í sundið milli Kúbu og Haiti. Síðan sneri tundurspillirinn sér í hálfhring og hélt aftur á haf út til frekari gæzlu. — (Skýrt var frá því í Was- hington, að hér hefði verið um að ræða tundurspill- inn „Brough"). Við, sem í flugvélinni vorum, erum fréttamenn og ljósmyndarar AP-frétta stofunnar. Flugmaðurinn var Jack Chapman frá „Alt-Island Air Charters", en það félag heldur uppi leiguflugi milli Puerto Rico og Jómfrúareyja. Við komum frá San Juan, Puerto Rico, tókum eldsneyti á þessari eyju, sem er um 240 km norðaustur af Kúbu. Síð- an héldum við í fjögurra klst. flugferð yfir svæðið, þar sem bandarísku herskipin eru. — Við komumst að raun um: # að lítið er um skipaferðir, norður, suður og austur af Kúbu. Á 160 km svæði fyrir norðurströnd Kúbu sáum við ekki eitt einasta kaupfar. Á stóru svæði norður af Kúbu getur hvorki að líta skip né flugvélar. # að skip Bandaríkjanna og e. t, v. nokkurra banda- lagsþjóða þeirra halda uppi eftirliti, þannig, að engin skip komast óséð til Kúbu. # að ekki er hægt að greina úr lofti, þegar flogið er fyrir ströndum Kúbu, hvort verið er að reisa eldflaugastöðvar. Við flugum næst eyjunni í um 7 km fjarlægð, en gátum ekki séð neinar eldflauga- stöðvar. Á norðausturodda Kúbu sáum við hálfgerðan flugvöll, sem ekki var merkt- ur inn á kort okkar, og ekki virtist sem unnið hefði verið við hann nýlega. „Mylla" frá Osló Skipið, sem við sáum tund- urspillinn sigla í veg fyrir, ekkd langt frá Inagua, var norskt olíuflutningaskip. Það bar nafnið „Mylla" og er frá Osló. Lestarlúgurnar voru negldar niður, og okkur virt- ist frekar, að skipið væri með korn eða aðra slíka vöru, én oliu. Það kom á hraðri ferð frá norðri. Úr flugvél okkar sáum við tundurspillinn koma á mikilli ferð úr norðaustri og stefna í veg fyrir olíuskipið. Þegar tundurspillirinn nálgaðist tók hann að senda ljósmerki, en ekki gátum við greint svar- merki olíuskipsins. Framh. á bls. 2. \ \0im*fmami0mHmmi0*0imaim*0Ki0imii*m0mii ik»i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.